Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 19.11.1898, Síða 2

Dagskrá - 19.11.1898, Síða 2
70 Le i ð r étt i n g. Ég ætla að biðja yður, herra rit- stjóri, að taka nokkrar athugasemdir í blaðyðar, viðvíkjandi yfirlýsinguþeirri, er dr.Jón Þorkelsson yngri birti í „Þjóð- ólfi“ 26. apríl þ. á. úf úr því, að „Fél. ísl. stúd. í Khöfn. hafði hlutast til um, að kand. mag. Bogi Th. Melsteð sendi ritling um stjórnarskrármálið. í yfirlýsing þessari þykist dr. Jón, sem félagi stúdentafélagsins, þurfa að varpa af sér allri ábyrgð á orðum og skoð- unum ritlings þessa, segist ekki hafa heyrt erindi Boga um það mál o. s. frv. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hef- ir ritstjóri Þjóðólfs ekki viljað taka neinum leiðréttingum á yflrlýsing þess- ari, og er hún þó að mörgu athuga- verð. Það er þó einkum þrent, er ég hlýt að taka fram henni viðvíkjandi, sem formaður í „Fél. ísl. stúd. í Khöfn". 1. Yfirlýsingin er dr. Jóni óheimil, því, sem félaga í félagi voru, var honum aðeins heimilt að koma fram með á- greiningsatkvæði sitt á fundum fé- lagsins, en ella akki og sfzt opinber- lega. 2. Yfirlýsingin er ekki rétt, þvf dr. Jón heyrði fullan fyrri helming af er- indi Boga á fundinum 6. nóv. f. á. Þá greiddi hann og atkvæði sitt með fundarályktun þeirri, er félagið sam- þykti gegn Valtýsstefnunni og Bogi hafði samið. 3. Yfirlýsingin er óþ'órf þvf á fundin- um 4. des. f. á., sem var löglega boðaður dr. Jóni, tók Bogi það fram, er hann hafði gengist undir samhljóða áskorun félagsmanna um að semja ritlinginn, að hann einn bæri ábyrgð á því, er í honum kynni að standa, en það yrði hið sama og hann hefði talað að undanförnu. Á þessu sést, hvernig yfirlýsing dr. Jóns er varið og af því hún meðfram virðist skrifuð í þeim tilgangi að niðra þeim félaga vorum, sem hér á mestan og beztan hlut að máli, þá er hún h:ld- ur óþokkuð af félagsmönnum, og oss er ekki sýnt utn, hvort vegur dr. Jóns hafi vaxið nokkuð við félagsrofin. Khöfn. 1. sept. 1898. Ágúst Bjarnason. Jarðskjálftinn mikli 1897. H ljótt er úti, hægt að sænum hnígur niður sólin kæra, hinstu geislar heim að bænum hjartans kveðju dagsins færa. Bóndinn ekkert hjúa hefur, heima dvelur sjálfur eigi, kyrð, og rósæmd kofann vefur, kvfld er sæt að liðnum degi* Konan lúrir, sætt hún sefur, svölun henni draumar færa; barnið litla lófann hefur lagt á móður brjóstið kæra. Konan vaknar alt í einu — — ósjálfrátt um húsið gáir, klukkuslögin kyrru, seinu, kvelja hana’ og geigur þjáir. Gegn um huga hennar líða hrikamyndir allavega, en í svefni barnið blíða brosir þítt og indislega, *■ * * * * * * * & En samstundis dunar við dimt og hátt sem drápsbylur þjóti í skyndi; það brakar f húsinu hátt, og látt, það hristist sem strá fyrir vindi. Þaðer rétteir.sog hamaðist Þrumu-Þór eða þrýsti að böndunum Loki, og jörðin er orðin sem ólgusjór f ösku hvfnandi roki. Þá hryllingur um hana alla fer en óðara rís hún á fætur og barnið sitt vefur hún blítt að sér, en barnið það vaknar og grætur. Hún þegar til dyranna gengur greitt um gólfið, sem lyftist og hnígur, þá skelfur í barminum hjartað heitt, til himnanna neyðaróp stígur, Það hriktir í göngum, þau hrynja inn. Frá húsinu jarðskjálftinn líður; en vesalings konan með sveininn sinn í sárustu óvissu bíður. Hún skelfur, hún svitnar af sárum geig, það svellur f barminum hjarta; hún hlustar, hún starir með hræðslubeig og hryllingi’ í náttmyrkrið svarta. * ? . * ^ jj. í H5 í ý * Nótt er flúin, röðull rauður rennur upp á himinboga voldugt úthaf, veglegt hauður vaknar blítt við morgunloga. Rétt við brotna bæinn stendur, bóndamaður karlmannlegur; greipa reku, gildar hendur, grjót og mold á loft hann vegur. Svitin eftir enni bogar, • eins og lækur niður rennur; augun glampa líkt og logar, líf og kraftur úr þeim brennur. Sinastæltir vöðvar vinna, verkið karlmannlega gengur, illar rústir óðum grynna eftir þvf sem mokast lengur. ^ 'í* 5fC * * * * * * „Ó, lof séþérdrottinn minnl" hróparhann „hann hreif þig úr dauðanum, kona, og núna í hættunni fyrst ég fann, hve fagurt og gott er að vona. Svo vefur hann konuna vinar blítt f velkbygðum, sterklegum armi, en hljóðlega leggur hún hægt og þítt sitt höfuð að ástvinar barmi. Þau kyssast; þá flýr burtu kvíðinn sár og kossinn cr langur og sætur, þá losna þau bönd, sem bundu tár og brosandi tárum hún grætur. Og svitinn og tárin, þau tengjast í eitt og titra sem demantsknappar, en vesalings barnið, sem veit ekki neitt, um vangana’ á foreldrum klappar. Jóhann Sigurjónsson. Spánn. Þegar Filippus II. varð konungur á Spáni árið 1556, átti hann að ráða yfir stærra ríki og voldugra, en nokkur annar höfðingi heimsins. — Spánn var þá vlðlendasta ríkið, sem til hafði verið frá því að Rómaborg var í blóma sínum. Heraflinn var ógurlegur og flotinn óviðjafnanlegur. Þá átti Spánn mikið af meginlandi Evrópu, stóran hluta af Norðurafriku, afar miklar eignir í Norður-og Suðuramer- íku og fjölda af eyjum, er spænskir hershöfðingjar höfðu unnið. Sumt af eignum þessum hafði Filippus fengið með konu sinni, sumt hafði hann eða hershöfðingjar hans hertekið, sumt höfðu Spánverjar fundið og numið. Hnignun Spánverja má að mestu leyti kenna fá- vizku, drambi og siðleysi, og eru það rannsóknardómarnir og nautaötin, sem eiga drjúgan þátt í því. Hið fyrtalda er nú að mestu horfið, en hið síðara helzt enn við alt fram á vora daga, þrátt fyrir gremju þá, sem það vekur hvervetna í hinum mentaða heimi. A dögum rannsóknardómanna voru það einkum kaþólskir prestar, sem réðu lögum og lofum bæði heima á Spáni og í nýlendunum. Ráðgjalarnir voru oft- ast munkar og aðrir andlegrarstéttar- menn og þeir skipuðu yfir höfuð flest embætti í landinu. Þegar Kolumbus fann St. Domingo, voru þar 2 miljónir íbúa, en 28 árum síðar, eða árið 1530 voru þar einungis 350,000 Cortez, sem vann Mexico og Pizz- arro, sem vann Peru, voru grimmúðgir níðingar, sem vægðu engu og hugsuðu einungis um að auðga sjálfa sig. Hagur þjóðarinnar versnaði ár frá ári undir harðstjórn Filippusar; 1568 varð upp- hlaup í landinu og 20 árum síðar eyði- lagðist flotinn mikli og upp frá því var ems og hamingjan hefði algjörlega snú- ið bakinu við Spáni. Hvert uppþotið rak annað og hvert tjónið komá fætur öðru. Á síðustu árum Filippusar og fyrstu árum eftirmanns hans misti Spánn eignir sínar í Norðurafriku og þar að auki Burgund, Neapel, Sikiley og Majland. 1609 misti Spánn Niðurlöndin, 1629 Malakka, Ceylon, Java og fleiri eyjar. 1640 Portugal, 1648 Alt tilka.Il til Hollands, 1648 Brabantog nokkuð af Flandem, 1649 Maestricht, Herzogenbosch og Breda, m. m. 1659 Roussillon og Kartago, 1668 Þaðsem eftir var af Flandern, 1703 Gibraltar, Maljorka, Mínorka og Jvizz. 1794 St. Domingo, 1800 Louisiana, 1802 Trínidad, 1809 Florida, 1810—21 flestar Vesturindlandseyjar og eignir sínar í Mið- og Suð- urameríku. 1898 Kúba, Porto Rico, Filippseyjar, Ladronaeyjar og Karolinueyjar. Og það er ekki einungisað Spáni hafi hnignað 1 efnalegu tilliti, heldur einnig í öllu öðru. Á dögum Ferdínands og Isabellu voru á Spáni 12 miljónir íbúa, í byrj- un þessarar aldar einungis 6, en nú 18, en af þessum 18 miljónum kunna að minnsta kost 12 miljónir hvorki að lesa né skrifa. Fyrir 30 árum þótti það engin vanvirða þótt spánverskur aðalsmaður kynm ekki að skrifa nafn- ið sitt. Hiti jarðskorpunnar vexeftir því sem lengra kemur inn í hana. Menn hafa nýlega grafið djúpt inn í jörðina við Rúbnits í Schlesiu og fund- ið kolalag þegar komið var 1600 metra djúpt; undir því var grjót og þegar komið var 6500 fet niður, var grjótið svo hart, að ekki varð grafið lengra. Neðst í grytjunni var hitinn 70° á C. jafr.djúpt hefir áldrei verið grafið áður og eins mikinn hita hafa menn aldrei fyrr mælt í jarðskorpunni. Frá Kuba. Óeyrðirnar á Kúba byrjuðu 1895; þá voru þar aðeins 4 sjúkrahús, sitt í hverjum kaupstað og nýju hjúkrunarhús til og frá í landinu. Fyrir árslok fluttust þangað 200, 000 manns og bæði sökum óeyrða og óheilnæms lofts var óhjákvæmilegt að koma þar upp fleirum sjúkrahúsum. 1896 voru þau þegar bygð 26; 1897 27 og 1898 14. Þegar stríðið byrjaði, voru þar 2 500 rúm, en nú 46, 685 í 80 sjúkrahúsum. Á þessi sjúkra- hús var flutt frá því í marz 1895 til júní 1897 hálf miljón særðra mannaog sjúkra og þar af dóu 18000. Þeirsem særðust f stríðinu á þessum tíma, voru 11,902 og alls hafa fallið og dáið ná- lægt 23000 manns, sem voru eingöngu spánskir hermenn. Úr „gulu veikinni" dóu 11,347, en 35,250 veiktust afhenni. Þetta eru þó einungis þeir, sem hjúkr- að hefir verið; óhætt mun vera að bæta við '/4- Það er auðsætt á því, sem hér fer á eftir, hvílík ógrynni strlðið hefir kostað og hversu mikla ógæfu þaðhef- ir haft f för með sér. Frá Spáni voru send til Kuba 40, 000 pund af kíninmeðulum, 800 pund af opium, 57,800 pund af karbolsýru, 4740 pund jod, 700 pund Rhabarber og 5060 pund af olíu. Af umbúðum voru sendar 26000 álnir af heftiplástri, 132,140 pund af vatti o. s. frv.. Umhverfis jörðina á opnum bát. í öndverðum júnímánuði kom am- eriskur skipstjóri til New-York, er nefnd- ist John Slocum. Hann hafði siglt um- hverfis jörðina einn saman á opnum báti, 28 feta löngum. Fyrir nokkrum árum sigldi hann éinnig á opnum báti með konu sína og tvo sonu frá strönd- um Braselíu, fór fyrir Kap-Horn og 1800 danskar mílur undan landi. í þessari síðari ferð hefir hann farið sex sinnum lengri veg. Hann lagði afstað í för þessa af höfninni í Boston 24 apríl 1895, hélt í austur til Azoreyja og þaðan til Gfbraltar. Þaðan fór hann aftur yfir Atlants- hafið og suður til Rio Janeiro, Buenos Ayres, suður fyrir Eldland og til Samoa- eyja; þaðan fór hann til Tasmania og Ástralíu og lenti við Sydny. Þaðan hélt hann norður um Ástralíu yfir Ind- landshaf til Suðurafríku og þaðan fram hjá St. Helenu til Norðurbrasilíu og svo heim, Hann kom víða við á eyjum til þess að hvíla sig. Þess kon- ar ferðir eiga venjulega rót sína að rekja til þess að menn hafa veðjað um eitthvað, en í þetta skifti var það ekki. Slocum skipstjóri fór þetta einungis til þess að geta kynst ýmsum þjóðum og háttum þeirra og helir hann frá mörgu að segja. Ráðgjörir hann að skrifs^ bók um ferðir sínar og er búist við að hún verði mjög fróðleg. 10,000 ára gamall fiskur, Maður nokkur var að grafa jarð- göng í Vesturameríku; kom hann þá niður á saltlag og þegar saltstykkjun- um var kastað upp, sást í þeim fjöldi af fiskum, sem geymst hófðu alveg ó- skemdir. Menn ætla að einhvern tíma, hafi verið sjór þar, sem saltlag þetta er nú. Fiskarnir eru svipaðir geddum, en að ýmsu ólíkir öllum þeim fiskum, sem nú eru kunnir, Þegar þeir voru tekn- ir úr saltinu og sól skein á þá, urðu þeir harðir sem tré. Náttúrufræðingar fullyrða að salt- lagið geti ekki verið yngra en 10,000 ára og heflr fundur þessi vakið all- mikla eftirtekt á meðal vísindamannanna. Kvíksetningar. í ameriskum blöðum er þess oft getið að menn séu grafnir lifandi, kviksettir; en læknir nokkur, er Baldvin nefnist, full- yrðir að það séu helber ósannindi, hann kveður það með öllu ómögulegt að menn séu kviksettir, eftir öllum þeim reglum, sem hafðar séu við jarðarfarir.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.