Dagskrá - 26.11.1898, Qupperneq 3
75
sé það trú hans að „rit kirkjufeðranna"
hafi »talað sannleika« í þessu atriði,
þá verður hann líka að trúa, að það
hafi »talað sannleika« um svo margt
annað, sem hann ekki áður hefir elska
að eins mikið og hann nú elskar sól-
ardaginn. Eg skal t. d nefna prím-
at (yfirtign) páfans, dýrkun Maríu meyj-
ar og helgra manna dóma, hin sjö
sakramenti o. m. fl. Kaþólsku prestarn-
ir hér munu með ánægju gefa honum
fult eins góðar sannanir úr ritum kirkju-
feðranna fyrir þessum atriðum og hann
sjálfur gæti fært fyrir helgihaldi sunnu-
dagsins. En: Matt. 15, 9.
Reykjavík 24. Nóv. 1898.
David 0stlund.
Búnaðarpitið 12. ár.
Utgefandi
Hermann Jónasson.
I. ritgerð um húsabyggingar eftir
Sigurð Guðmundsson.
Fyrst sýnir höfundurinn fram á
það tjón, sem leiðir af vondum húsum,
köldum og rökum, gjörir hann það
með góðum og gildum ástæðum, svoger-
r hann reikning um tvílyftogeinlyft stein-
hús og eins um timburhús. Timburhús
með torfveggjum, undir einu þaki og öll
bæjarhús og peningahús, síðast drepur
hann á ymislegt ráðleysi vort.
Þessi ritgjörð má heita nýnæmi,
því bæði sýnir hún meiri þekking á
rnálinu, sem hún ijallar um, ogrýmri sjón-
deildarhring en vér eigum að venjast.
2. ritgjörð um búnaðarkennslu og bún-
aðarskóla erlendis, eftir Sigurð Þórólfs-
son, góð og fróðleg ritgjörð; sýn-
ir hún oss hvernig búnaðarmenn-
ingunni er varið í öðrum löndum, en
betur held ég höfundurinn hefði samt
gert, hefði hann sagt æfisögu einhvers,
búnaðarskóla í Noregi eða Skotlandi,
því vér verðum hugdeigir þegarvérsjáum
alla þessadýrð, sem núeríbúnaðistórþjóð
anna, vn myndum heldur dirfast að hugsa
hærra ef oss væri sýnt hvernig þær hafa byrj-
að íUernsku og fátækt, og þá örvæntum
vér síður.
3. ritgjörðin um hunda eftir Jón
lækni Jónsson. Furða að enginn skuli
fyr hafa hreift hinni síðustu hunda-
löggjöf, því löggjafarnir hefðu átt að sjá
að skaðaminni eru 100 hundar heilbrigðir
en 1 veikur. Ritgjörðin er góð og
greinileg. Ég tel það eitt ó-
víst, að hagkvæmt væri að láta allan
kostnaðinn koma þar niður, er höf. bendir á.
4. ritgjörð um Húsdýrasjúkdóma, eftir
Magnús Einarsson, vísindaleg og vel
samin ritgjörð. Tryggingar þær, sem
hann stingur upp á, til að verja land
ið fyrir miltisbrandi, hræðist ég samt
að verði ónógar, þær munu engar aðr-
ar finnast nægar, en að banna innflutning
húðanna, sem hann stafar af.
5. Ritgerð um áburðarauka og sum-
arhýsing sauðfjár, eftir B, E. Ráð hans
eru góð, sé nógur og góður lburðurinn,
andrúmsloftið nóg og hitinn hæfilegur.
6. Ritgerð: Kálfar aldir á heyvatni,
eftir F. J.
Ráð hans er sjálfsagt til sparnaðar, ef
menn vilja leggja á sig fyrirhöfnina og
ekki erdreginofmikiðvið kálfanamjólkin.
7. ritgerð. Bæjaþökin á Færeyjum,
eftir D. Thomsen.
það tel ég sjálfsagt, að aðferð Fær-
eyinga mætti hér víða að góðu verða,
einkum þar, sem minna rignir, væri vand-
virknin nóg, og mjög eftirtektaverð er
athugasemd höf. um hið þunna og illa
galvaníseraða þakjárn, sem nú tíðkast,
8. ritgerð.Áriði897,eftirVilhjálm Jóns-
son, greinileg og góð ritgerð og talið alt,
sem ritað var á árinu um búnað og at-
vinnu.
Ritið er gott, málefnin öll þörf
og ve 1 um þau ritað yfirleitt og ættu sem
flestir að kaupa. J. B.
Ferðapistlar
Eftir Sig.Júl. Jóhannesson.
VIII.
Margt er það fleira, er segja mætti
um Akureyri, ef tími, rúm og kunnug-
leiki leyfði.
Einkum er Oddeyri merkur staður
að mörgu leyti. Þar héldu Norðlend-
ingar hátíð mikla og veglega í minn-
ing þess að liðin voru þúsund ár frá
því er Helgi hinn magri nam Eyja-
fjörð. Þar er hafskipauppsát, eru þar
10—20 hafskip á vetrum. Eru það
flest hákarlaskip, því Eyfirðingar stunda
mjög hákarlaveiðar. Á Akureyri gef-
ur að líta stærstu og merkustu bryggju
á íslandi. Hún er lárétt, milli 10 og
20 al. breið. Eftir henni liggja tvær
sporbrautir, sín hvoru megin og vinda
er á bryggjuendanum. Við bryggjuna
geta legið hafskip.
Á Akureyri býr amtmaður yfir
Norður- og AustUramtinu; hefir hann
bygt sér stórt og fallegt hús í brekk-
unni á milli Akureyrar og Oddeyrar.
Þess var getið áður að bókasafn
væri á Oddeyri (átti að vera bóksala);
önnur bókaverzlun er á Akureyri hjá
Friðbirni Steinssyni. Verzlanir eru þar
afarmargar. Einhver sagði mér að þær
myndu vera nálægt 50 á báðum stöð-
unum; alt eru það lánsverzlanir. Ak-
braut var verið að leggja inn allan
Eyjafjörð.
Það sögðu mér kunnugir menn og
sannorðir, að þorskur veiddist nálega á
þurru landi áAkureyri. Þegar frost er
á vetrum og fjörðinn leggur eru höggv-
in göt á ísinn og þorskur veiddur
upp um þau; mun það vera óvíða
hér á landi. .
Ég hefi nú verið nokkuð langorð-
ur um Akureyri, en þar cr svo margt
að sjá. og heyra, að ekki verður sagt
frá því í fám orðum.
Einn er og sá atburður, sem gjörst
hefir þar í seinni tíð, sem vert er
að minnast, og hann er sá, að þar
átti Good-Templarreglan upptök sín og
hvort sem talað er frá sjónarmiði bind-
indismanna eða annara, mun það verða
viðurkent sem merkur viðburður og
þýðingarmikill í sögu landsins, þegar
hún kom hér til lands; hafa þegar sést
þess merki og mun þó verða betur síð-
ar, ef alt fer eftir líkum.
Þegar við lögðum af stað frá
Akureyri var veður hið bezta. Stilli-
logn og lögur sléttur. Það var sunnudags-
morgun og sólin heilsaði öllu lifandi
og dauðu með heitum kossi. Við
komum við á Svalbarðseyri; þar er
nýlega löggiltur verzlunarstaður og
verzlun lítil enn þd. Þar er hafskipa
uppsát. Þaðan héldum við til Greni-
víkur. Er þar kirkjustaður og prestur-
inn, séra Árni Jóhannesson, lét það boð
liggja fyrir skipstjóra, að ef hann kæmi
á meðan hann væri í kirkju, þá
væri honum harðlega bannað að brjóta
helgi hvíldardagsins með út- eða upp-
skipun um messuna,
En þegar við komum, var messa
nálega úti. — Á Grenivík er íshús og
var send þaðan síld til Húsavíkur.
Þangað var einnig sent nokkuð, er
Norðlendingar kölluðu „mor", er það
svipað marhálmi, en nokkru styttra;
ég er ekki svo mikill grasafræðingur
að ég viti hvað það heitir réttu nafni,
það getur vel verið, að Bjarni Sæmunds-
son hafi sagt mér það einhvern tíma í
skólanum, en þá hefi ég gleymt því og
þaðverða menn að fyrirgefa, en ég mint-
ist áþað afþvíþað kemurviðsögunasíðar.
Skamt frá Grenivík er fjallið Kaldbak-
ur, það (r hátt á fjórða. þúsund fet á
hæð, það gengur nálega í sjó fram og
speglaðist í sænum, hrikalegt og til-
komumikið. Þegar Norðlendingar ótt-
ast ís, —• hann er þeirra versti óvinur,—
þá ganga þeir upp á Kaldbak til þess
að skygnast um eftir fjanda þeim, og
óska honum norður og niður ef hann
eygist. Stundum er sagt að þeir hafi
áheit við Maríu mey, Þorlák biskup
Þórhallsson, Guðmund góða, Jón Ara-
son og fleira gott fólk sér til fulltingis
gegn honum; og víst er það, að áheit
höfðu þeir við Maríu mey fyrsta þriðjrdag
einmánaðar 1477 til þess að afstýra
vandræðum þeim, er af eldgosum leiddu.
En því er nú ver að áheitin hafa
ekki alt af dugað gegn hafísnum.—
Má svo að orði kveða að af Kaldbak
sjáist yfir heim allan, þar er nokkurs
konar Hliðskjálf þeirra Norðlendinga; það-
an sést yfir allan Skjálfanda, og- afar-
langt á sæ út; Herðubreið, sem er suð-
ur undir Vatnajökli, öll Mývatnsfjöll,
Eyjaijcrður allur, Hnjóskadalur, Bárð-
ardalur, Hörgárdalur og Svarfaðardalur,
o. s. frv. þaðan sést austur á Sléttu og
vestur undir Horn. Mér datt í hug
hvort Þorsteinn Erlingsson hcfði staðið
þar þegar hann orti þessa Ijómandi
fallegu vísu:
»Sléttu bæði og Horni hjá
heldur Græðir anda,
meðan hæðir allar á
aftanklæðum standa.
Þegar litið er niður frá Kaldbak,
sýnist Grímsey vera rétt við fjallsræt-
urnar; hún er þó í margra mílna fjar-
lægð.
Eyjafjörðurinn er annars stórmerki-
legt hérað að mörgu leyti. Þar er fædd-
ur Jón biskup Arason í bæ þeim, er Grýta
heitir, það er lítið kot, og kostasnautt,
en þó er svo að heyra á vísu einni eftir
Jón biskup, að honum hafi sýnst á annan
veg. Vísan er þannig:
ítar buðu Grund í Grýtu,
Gnípufell og Möðruvelli;
en ábótinn vill ekki láta
Aðalból nema fylgi Hólar.
Á þessu sést það að Jón hefir ekki
litið smám augum á fæðingarstað sinn,
þótt lítilljörlegur væri.
Þess skal getið að jarðir þær þrjár,
er nefndar voru, eru allar höfuðból að
fornu og nýju, og samt vildi hann
leggja Hóla ofan á í kaupbæti. —
Þessu næst komum við að Flatéy
við Skjálfanda, þar er innsigling ein-
kennileg; fyrst haldið lengi beint í aust-
ur, langt frá landi og því næst er beygt
til lands svo að myndast hvast horn,
hér um bil 70—80 gr. Þar komum
við ekki í land. Á Skjálfanda voru
enskir botnverpingar uppi í landsstein-
um að fiski og var þar blóðugt á að
horfa. Er víðar pottur brotinn hér við
land að þessu leyti en við Faxaflóa, og
það höfðu menn á orði að ekki sýndi
sýslumaöur nú jafn mikla rögg af sér
og hann gjörði á fyrstu embættis-
árum sínum.
Hvar er leikfimiskennarinn?
Herra ritstjóril
Ekki vænti ég að þér getið sagt
mér hvar leikfimiskennari M. Magnús-
son frá Cambridge er niðurkominn?
Frá því að ég kom til bæjarins f
haust og fram á þennan dag hefi ég
skimað og hvimað að nefndum herra
í öllum áttum og ekki hefir mér enn
þá lánast að hafa upp á honum. — Það
hlýtur að koma til af því að ég hefi
aldrei leitað mannsins þar sem hann er
að finna.
I blöðunum heft ég leitað eins og
að saumnál að auglýsingu frá honum
eða einhverri bendingu til almennings
um það, á hvaða tíma dags honum
þætti hentugast að láta úti fimleikatil-
sögn þá, sem þingið keypti af honum
á síðasta þingi gegn 600 kr. endur-
gjaldi á ári í 2 ár, og sú leit varð að
sannkallaðri fýluferð. Ég rak mig að
sönnu á eina auglýsiugu frá honum þess
efnis að hver, sem vildi læra ensku, ætti
að skálma sem skjótast upp í „Vina-
minni", en nú var það ekki enska held-
ur leikfimi, sem ég vildi læra og mér
fanst þess vegna að ég eiga næsta lítið
erindi upp í „Vinaminni".
Bæjarmaður einn, sem ég leitaði
ráða til í vandræðum mínum, ráðlagði
mér að fara upp í „Vinaminni", berja
þar að dyrum og segja þeim, sem til
dyra kæmi, að ég væri kominn til þess
að læra ensku, og vita svo hvort ég
gæti ekki náð tali af herra Magnúsi, en
bæði er það, að ég er orðinn hrekkj-
aður á ýmsu glensi, er bæjarmenn hafa
sýnt sig í við mig, og svo var hitt að
ég var hálfhræddur um að ég yrði keyrð-
ur niður við enskunám, fyrir dýran pen-
ing urn klukkutímann, þvert á móti vilja
mínum, því mér hefir verið sagt að
herra Magnús sé afburðamenni að kröft-
um. Það lagðist einhvernveginn sva
þungt á mig að maðurinn vildi heldur
kenna ensku en leikfimi. Auðvitað er
það ekki nema hugarburður, því þing-
tfðindin bera svo ljóslega með sér að
það er leikfimi, en ekki enska, sem
hann var ólmur í að kenna þegar hann
sótti um styrkinn til þingsins, og það
stendur vonandi við sama. Það er nú
einhvern vegin svona samt, að ég hefi
enn þá ekki getað komið mér til að heim-
sækja herra Magnús í „Vinaminni". Mér
finst, ef honum er mikið áhugamál að
stæla vöðva vora, að hann eigi að aug-
lýsa kennsluna og gera sér meira far
um en orðið er að láta eitthvað eftir
sig liggja hér á meðal vor, annað
en þessi fáu spor ofan á skrifstofuna
þar sem hann grípur fegins hendi við
launum sínum. íslendingar eru þannig
gerðir að það þarf að ýta við þeim,
þó um nytsamlega fræðslu eða kunn-
áttu sé að tala, og það ætti herra Magn-
úsi að vera minnisstætt síðan um árið
að styrkbeiðni hans var til umræðu á