Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.12.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 17.12.1898, Blaðsíða 1
 Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. Afgreiðsla og sk rifstofa er Tjamargötu 1, opin hvern virkan dag kl. II—12 og 4 -5 síðd. III. M 22. Reykjavík, laugardaginn 17. desember. 1898. Til minnis. Bœjarstjórnat -fundir i. og 3. Fmtd. i mán., kl. 5 síðd. ■Fdtækranefndar-ínnáir 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Forngriþasafnið opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Bankastjóri við kl. n'/a— ix/2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnið'. Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síð'h — Utlán sömu daga. JVátMrugriþasafnið (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnutiarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Okeyþis lœkningá. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Okeypis tannlækning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og 3. mánad. í hverjum mánuði. Fastir fundír í Good-Templarhúsinu. »JLlín« Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — ■tiBifrösU Miðv.d. - — s>Einingin<(. Fimtudag - — tiDrofno Laugard. - — Barnastúkan „Svava" Sunnud. kl. i’T síðd. Barnastúkan „Æskan“ — ki. 3V2 síðd Bindindisfélng ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8^/2 slðd. Barnaguðsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Ieikhúsi W. Ó. Breiðfj. Fundir »Studentafélagsins«, annanhvorn ld. kl. 8V2 síðd. David Ostlund'. Sunnud. kl. 6x/4 síðd. og mið- vikud. kl.8. síðd. Fastir fundir F',amfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsins á hverjum sunnu- degi. kl. 4 síðd. Sjómannatélagið „Báran“ kl. 7 síðd. Fastir fundir í Iðnaðarmannahúsinu. Fundir Iðnaðarmannafélagsins annanhvorn föstudag (1. og 3 föstud. i hverjum mán- uði) kl, 8 síðd. T/wn'aldsensfélagið annanhvorn þriðjudag kl. 8 síðd. „Bandalagið“ síðasta Fimtudag í hveijum mánuði kl. 8. síðd. Prentarafélagið 1. sunnudag í hverjummán- uði kl. 11 árd. DÝRAVERNDUNARFÉLAGIÐ heldur fund í húsikaupm. W. Ó. Breið- fjörðs næsta fimtudag kl. 8 síðdegis. Teknir verða inn nýir félagar, kosindóm- nefnd o. fl. Framhald af Skamma-Jóni gat ekki komið í Jæssu blaði sökum þrengsla. Eitt herbergi óskast til leigu með rúmi og góðum húsbúnaði strax eptir nýár.. Ritstj. vísar á. Magasinofna Og eldavélar af ýmsum gerðum selur Til ,Prettverksins‘. Jeg hef áður eiuatt gjört það með á- nægju að minna ábyrgðarmann, útgefanda, ritstjóra og eiganda hinnar svo kölluðu »Nýju-Aldar« á það, hversu fjölbreytilegum hæfileikum hann þykist sjálfur vera gædd- ur — gagnstætt því, sem aðrir álíta hann. — Nú hefur það atvikast svo, að hann heí- ur um nokkurn tlma ekki veitt mjer neina ástæðu til þess að senda honum neinar þesskonar áminningar — þangað til þessa síðustu daga, að hann tekur að sýna af sjer svo mikinn prentararíg og gorgeir yfirleitt, yfir hinni nýju stöðu sinni sem stjórnanda þessa nafnkunna „Prettverks" í gamla Póst- húsinu — að það virðist ekki rjett að láta hann viðvörunarlaust flana öllu lengra út í það, að hæla sjálfum sjer sem fyrsta lista- prentara heimsins. — Eins og kunnugt er, var hon- um fyrst veitt húsaskjól í prentsmiðju minni með hið fyrverandi málgagn kaup- íjelaganna — sem hann nú situr sjálfur uppi með, eins og búast rnátti við, eptir að húsbændur hans bráðlega höfðu kornist að raun um, að það mundi spilla áliti fjelag- anna að vera nokkuð riðin við »Jónskuna“ á þessu síðasta tímabili hennar hjer á landi. Endaði sú vist hans hjá mjer á þá leið — cins og allar aðrar vistir hans hafa jafnan gjört áður — að honum var vísað á dyr, og sama veg fór hann einnig í næstuprent- smiðju er hann leitaði til með „Nöldrið" sitt, sem aldrei á að fá að sjá sól hinnar nýju aldar renna upp. Eptir það var að eins eitt að gjöra fyrir inn goðumlíka hraknings- mann — sem sje, að vista sig hjá sjálfum sjer með sitt langleiðinlega nöldur- gagn. En jafnframt þessu gjörðist sú breyt- ing á hugarfari hans og öllu athæfi — sem allir þeir er þekkja manninn, raunar gátu búist við — að hann varð í sínum eigin augum óendanlega niikill og óumræðilegur sem prentari, sem prentsmiðjueigandi, sem forleggjari, sem allt mögulegt milli himins og jarðar, annað heldur en einungis það eitt, sem hann er — og sem allir vita hvað er, svo að ekki þarf að nefna það. Samkvæmt óraskanlegu eðli ogupplagi heimsendamannsins, snerist hugur hansenn- fremur að því um leið, að lasta þá sem áður höfðu gjört honum greiða og smátt og smátt tók hann nú að beita prentsmiðju »I)agskrár« ófimlega stíluðum og ófyndnum atvinnuróg, líkt og honum er lagið. — Hann mun þvi fremur hafa gjört þetta, sem hann áleit að jeg mundi ekki svara neinu fyrir þá sök, að jeg hafði um sömu mundir hætt við blaðamennsku, — en hann hafði áður reynt það til þrautar, að jeg gjörði hann að athlægi um endilangt land í hvert skipti, er hann gaf mjer ástæðu til þess að snú i máli mínu að honum — sem flestum reyndar hefur veitt ljett að gjöra, er átt hafa orðastað við Jón þennan. En eins og honum hefði átt að vera og var þetta minnisstætt, eins hefur hann villst á því, að halda að jeg mundi ekki jatnt eptir sem áður hafa gát á honurn, og halda honum fram »til sýnis« er mjer þætti við eiga, þó jeg hjeldi ekki út blaði sjálfur. Mjer er það þvert á móti, sönn ánægja nú sem fyr, að láta hann verða öðrum að gamni líkt og hann hefur orðið svo optlega að undanförnu, bæði fyrir tilhlutan mína og annara. Tilgangur rninn að þessu sinni var að- allega sá, að minna ritstj. N. Aldarinnar á þetta. — Að öðru leyti virðist ekki þurfa að færa neinar röksemdir að því, að hann er jafn ljelegur sem prentlistarmaður eins og hann er í öðrum þeim menntum, sem hann hefur taliö sjer til lofdýrðar, — Hvort sem hann klínir grafskriptarumgjörðum ut- an rnn auglýsingar manna 1 blaðinu sinu, eða hann er að tína upp stafvillur eptir aðra í ritdómum, sem eru, frá hans eigin hendi, troðfullir af málvitleysum öfugprenti og allskonar „jónskri“ ósmekkvísi — þá er hann jafnan sjálfum sjer líkur. — Enginn getur sjeð að nein hamskipti hafi orðið á honum til hins skárra eptir stofnun „Prett- verksins" — nema aðeins hann einn. Það má meira að segja benda á nokkra breyt- ing til þess verra, sem orðið hefur á hon- um nú nýlega, þar sem hann er tekinn aptur til starfsemdar við hina alræmdu „málmyndan" sína. — Pað höfðu menn þó gjört sjer vonir um að hann mundi leggja niður að mestu, eptir að frásögnin frá veru hanns umborð í ameríska járnbarðanum hafði birst í „Dagskrá" á sfnum tíma. En ýms orðskrípi sem hann lætur frá sjer f síðustu tölublöðum „N. A“. benda til þess, að hann sje íarinn að sýkjast aptur af þeirri ímyndun sem lengi áður hafði þjáð hann — að hann sje óumræðilegur nýyrðasnillingur Mun nægja í þessu efni að minna menn á „sjálfblekunginn", hans, sem ber ósvik- in ættarmerki hins þekkingargrunna smekk- leysingja. Að endingu vil jeg aðeins, í nafni al- mennings, biðja hann fyrir alla muni að draga úr blaðinu sínu auglýsinguna um „heiðarlega manninn sera hann þekki per- sónulega«. — Það er allt of hart gegn tjar- verandi útlendingi að gjöra honum slíkan bjarnaigreiða — og jeg held að allir sjeu á einu máli um það, að þetta vóttorð frá Jóni(l) sje eitt það viðbjóðslegasta, sem hafi sjest á íslenskri tungu. Einar Benediktsson. Heiöruðu landar! í Nýju Öldinni II. 4. tbl., hefir Jón Ólafsson dróttað því að mér með sinni meðfæddu hógværð, að ég leiði yður afvega. Þessi orð verð eg að at- huga lítið eitt, þó mér þyki bezt sæma að svara fau í greininni. Enga rellu gjöri ég mér af því, þó ritarar ísafoid- ar og Nýjualdarinnar kunngjöri yður það, að ég sé vitlaus. Ég hefi engan yðar heyrt eða séð eigna þeim svo mikinn trúverðugleik, að hver muni eigi halda áiiti sínu fyrir auglýsingum þeirra. Ég nenni heldur ekki að leita mér mikils álits a vitsmunum mínum hjá yður með raupi og sjálfhælni. Það er að sönnu vorkunn, þó höfundur þessarar N A. greinar mæðist, þegar hann sér tilraunir til þess að leiða yður úr skauti miðlunarinnar, hann hefir lengi borið yður fyrir brjóstinu og reynt að teyma yður í hvert skautið öðru móðurlegra, og nú í þessa sælu höfn, sem vmdur- inn virðist þó standa upp á Isafoldarritarinn Og ég liöfumbáðir drepið á kostnaðinn, sem miðlunin myndi af sér leiða. Báðir fengu sama svarið, en misgagnort. En svarið var, eg hefi 1 ungutak höiundar: „aðsádraug- ur sé fyrir löngu kveðinn niður, geng- ínn upp að knjám og engin kerling hræðist hann nú lengur". En ég held að forsjálausi féglæfradraugurinn verði seint niður kveðinn og að hann fylgi mörg- um mönnnm Og löndum eins og skuggi og stöku menn hafi jafnvel engan ann- an skugga; En það sjá augu sízt, sem nefi er næst, þessi reimleiki er nú mjög algengur hér á landi, og jafnvel bla fingraför eftir hann á stöku kerlingu. Skyldi bónda, sem er að veðsetja síð- ustu fjöðrina í bælinu sínu, verða það til mikillar huggunar eða ábata, þóein- hver stjórnvitringurinn kyrjaði einhverja huggunar- og hagsýnisgrein yfir honum? Sýnist yður nú, landar góðir, þeita svar, sem ísaf. og Dagskrá hafa feng- ið hjá N. Ö. sé næg röksemd ogtrygg- ing fyrir því, að kostnaðurinn við miðl- unina sé oss ekki ofvaxinn? Losar þetta örþriía ráð yðar við allan kvíða i því efni? Vegna þess að í Dagskrá III, 14. er ekki nógu greinilega tekið íram, hvernig miðlunin er, eða ánvaða merg hún standi til að sjá glögt, hvort að sá afvegaleiði, sem varar við henni eða sá, sem heldur henni fram, verður að sýna vel aðalatriði hennar og tilgang. Það mun alment álitið, að það hafi overið tilgangur hnnar að breyta svo Kristján Þorgrímsson. Sápuljóð. Já, sápan hjá honum Zímsen, sú er ekkert hrak! svei mér ef ég er ekki’ alveg hissa; hún kostar svo sem ekkert, en er þó fyrirtak, þess enginn þekkir dæmi — það er vissa. Þar fimmtán aura’ er sápan með Zímsens merkinu’ á, sem er öllum kunn á þessu landi; og þar má llka’ á fimmtán aura „Sögusápu' fá, — — þar sortir eru næstum óteljandi. Þar „Roseneliasápan“ er á tuttugu’ aura til, á tíu aura fást þar margar sortir, hjá Zímsen get ég fengið mér hvað sem helzt ég vil, hjá honum ekkj nokkra vöru skortir. Og „Aseptin"- þar sápan fræga seld — nei gefin er, — Hann Zímsen hugsar ekki um peningana! —• Hún kostar fimm og tuttugu aura, trúið stúlkur mér, það tapar enginn, sem að kaupir hana. Og karbólsápan hvíta — ég hafði nærri gleymt að hollast er að nota sápu þessa; og Zímsen hefir frostbalsam í fórum sínum geymt. á fimm og þrjátíu aura. — Ég er hlessa! Þar stangasápa’ og Bórax- og tjörusápa1 i r til og toilettesápa — móðins nú á dögum. „Good Morgen" bara’ á fimm aura — Ég held nú hér um bil að hvergi finnist slíkt í nokkrum sögum. a Og grænsápa og Masseille- með mynd af Kolumbo, sem mörgum þykir einkargóð til þvotta. Hjá Zímsen alt er ágætt. en alt svo billegt þó, já, að því mætti leiða þúsund votta.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.