Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.12.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 17.12.1898, Blaðsíða 3
87 Irá og eins er það ekki Htill kostur við ræður, ef maður hefir hjá sér dæmi til þess að benda á. Annars leist mér mjög vel á margtá Húsavík. Neðan frá sjónum upp i bæ- inn er upp háan bakka að fara, en þar liggur upp stíg: fyrir gangandi fólk, og í öðru lagi sporbraut til þess að fiytja eftir vöruvagna. Er það þannig utbú- ið að spil er uppi á bakkanum og eru vagnarnir festir í bönd, er írá þeim liggja, eru þeir látnir renna niður á bryggju og fermdir þar, en síðan dregnir upp með spili; er mjög bratt upp á bakk ann og erfitt að ná vögnunum upp. Þegar þeir eru látnir fara tómir niður situr oft á þeim fólk, helzt kvennfólk og börn, og var mér nóg boðið þegar vagninn rann niður með þau með fljúgandi hraða og ég held að ég hefði ekki þorað að sitja í vagninum. Lækur eða lítil á rennur til sjávar á Húsa- vík og er þar vatnsmylnagóð og vel gjörð, þar er malað alt fyrir Örum og Wulfs- verzlun. Mikið var talað uui það um kveldið að sýslumaður ætlaði að legja „Hóla" til þess að elta ensk botnvörpu- skip, er þar lægi rétt upp við landstein- ana, að fiski. Töluðu sumir um að skora á hann að gjöra það, ef hann tæki það ekki upp hjá sjálfum sér, og var í þeim allmikill vígahugur að berja á Englend- ingum ef til kæmi. Var svo að heyra sem þeir væru búnir til þess að ganga á hólm við hvaða berserki’ sem vera vildi og horfa hvössum augum framan í gömlu Helju, ef svo vildi verða. Þeir stæltu hnefana hver framan í annan þegar þeir ræddu um þetta, en orustan við Eng- lendinga komst aldrei langra en á var- irnar í það skifti; kendu þeir það sýslu- manni, því þeir sögðu að ekki skyldi standa á sér, ef þeir væru til hernaðar kvaddir. A Húsavík er mikið af matjurta- görðum og vel ræktuð tún, og sést það á mörgu að þar hljóta að búa dug- andi menn og starfsamir. Síldveiði er þar mikil, en varla hafði hennar orðið vart um langan ti'ma að undanförnu þangað til skömmu áður en við komum, og var nú komin ágæt síldveiði. Sögðu menn að það myndi vera orsök þess, hve ölvaðir margir væru, því það væri venja að gjöra sér »glaðan(!I)» dag þegar góður afli kæmi eftir langt fiskileysi. Má vel vera að þetta sé satt. — Sá merkisatburður skeði á Húsa- vík að þar hitti ég starfsystur mína, Briet Bjarnhéðinsdóttur, og má nærri geta að þar hafi orðið fagnaðar fundir. Hún ferðaðist umhverfis land á kostnað gufu- skipafélagsins, í þeim erindum líklega, að finna að máli kaupendur blaða sinna. Lofa þeim að sjá þá veru í eigin per- sónu, sem þeir náttúrlega höfðu gjört sér óljósar og mismunandi hugmyndir um. Við urðum svo samferða þaðan austur um land og alla leið suður til Reykjavíkur. Bar þá margt á góma eins og vanalegt er þegar gamlir góð- kunningjar finnast í eins góðu næði og við höfðum á leiðinni. Dagbók Reykjavíkur. Laugardagur. Lygn á austan, lítið frost, kafalds él öðru hvoru. Thorvaldsensfélagið hélt hlutaveltu og útsölu í Iðnaðarmannahúsinu. Dansskemtun í Good-Templarhúsinu. Stúdentafélagsfundur og þar rætt um að bindast samtökum við önnur félög bæjarins til þess að gjöra leikvöll suður á melum, þar sem sýndar yrðu íþróttir á þjóðminningardögum o. s. frv. Ólafía Jóhannsdóttir hélt fyrirlest- ur í húsi Hjálpræðishersins; um ferðir sínar í Ameriku. Verzlunarmannafélagið hélt fund á Hótel ísland. Þar hélt hr. bankabókari Sighvatur Bjarnason fróðlegan fyrirlest- ur um vöruflutninga. Sunnudagur. Kafald um morguninn fram á há- degi, stytti þá upp og gjörði gott veð- ur þegar á daginn leið. Hafði fent mik- ið um nóttina. Var stofnuð ný stúka í Good-Templ- arhúsinu mcð hundrað og tuttugu með- limum; þar af voru áttatíu og prír nýir. Fyrir stofnun stúku þessarar geng- ust einkum skipstjórar og sjómenn yfir höfuð; fyrir stofnun Hlínar og Bifrastar gengust helzt skólapiltar. Hvenær skyldu embættismennirnir gangast fyrir stúku- stofnun? Aframhald af hlutaveltu Thorvald sens félagsins í Iðnaðarmannahúsinu. Mánadagur. Sunnan stormur og kafald örðu hvoru, nokkuð hvass, frostlítið. Kosin 3 manna nefnd í stúkunni Hlín til þess að fara þess á leit við alla kaupmenn bæjarins að þeir hættu að selja og flytja áfengi. Þriöj idagur. Suðaustan stórviðri með kafalds- éljum; Lygndi um kveldið. Gufuskipið „Mors“ fór aftur til Austurlandsins og útlanda. Miðvikudugur. Lygnt og frostlítið, suðaustan kaldi. Stofnað viðaukadeild við glímufé- lagið „Armann" fyrir unglinga. Fimtidagur. Norðankaldi fram eftir deginum; gekk í austur síðari hluta dags og gerði hávaðarok. Skúrir öðru hvoru. Föstudagur. Suðvestan rok með éljum; lítið frost. Um nóttina hafði sjór gengið upp á götur bæjarins og borið þangað grjót og þara og brimið var svo mikið, að hús skulfu og titruðu eins og í' jarð- skjálfta. Yinnustofan |^í Bröttugötu 5, M. A, MATTHIESEN. í BrÖttUgÖtU er flest að fá fyrir lítið verð, skótau er þar unnið af allra beztu gerð. Svo er eitt ekki sízt, þar alt er gjört svo fljótt, Þar margir vinna’, en verða samt að vaka fram á nótt. Sjómenn kaupa stígvél sterk, stúlkur fín og nett, þau blessuð börnin þurfa bæði sterk og létt. Reimar, svertu’, áburð eins allir þurfa að fá; það bezt er alt í BrÖttUgÖtU bæði að reyna og sjá. Við þekkjum mörg hann Matthías, sem mest er pantað hjá; hann selur skó úr skinni sem skín og gljáir á. Komi sveinn, kæra mær, og kveðji þig á dans, þá þarftu að fá þér fína skó — og farðu til hans. Um jólin, ef þú opinberar, eflaust þarftu skó, því ekki viltu’ að unnustan þín eigi ljóta skó. Og því er bezt að biðja í tíma í BrÖttUgÖtU um skó, Hjá Matthiasi Og engum öðrum áttu‘ að kaupa skó. L^venskjold Fossum-Fossumpr.Skien tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. Míenn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með betri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. voT aS c/5 2 oö s *o s n ctf bo JL G 'O 04 < ►J O H 'Tí oí h—« W > H Bók hefir týnst á leiðinni ofan úr Þingholt- um vestur fyrir Hlíðarhús. Bólcin heit- ir „Mad og Drik“. Á titilblaðið er skrifað: Anna Guðmundsdóttir. Finn- andi gjöri svo vel að skila bókinni til ritstj. ------------------------ Nýtt tímafmT ríkirkjan. Mánaðarrit til stuðnings i frjálsri kirkju og frjálslyndum kristin- í dómi, byrjar að koma út I. jan. 1899. Utg. Lárus Halldórsson, fríkirkjuþrest- ur. Blaðið verður að stærð eins og Kirkjublaðið var, og með myndum. Verð 1 kr. 50 au. Fæst hjá öllum út- sölumönnum bóksalafélagsins. Kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Sorrogat, F. Hjort & Co. Kjöbenhavn K.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.