Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 17.12.1898, Qupperneq 2

Dagskrá - 17.12.1898, Qupperneq 2
86 frumvarpi B. Sveinssonar, að stjórninni í Danmörku þætti það aðgengilegra. Breyting miðlunarinnarer þessi: »Kon- ungur tekur sér ráðgjafa fyrir íslandog getur vikið ho'num úr völduni. Undir- skrift kónungs undir áiyktanir þær, er snerta löggjöf og stjórn, veitir þeim gildi með þeim takmörkunum, er sett- ar verða í stjórnarskrá þessari, þá er ráðgjafi hans fyrir ísland skrifar undir með honum o. s. frv. Þessi ráðgjafi skyldi vera hjá konungi til að vakayf- ir lögum þeim, er staðfest yrðu a al- þingi og setja með konungi jarlinn A- byrgð ætti hann að bera fyrir alþingi. Svo kemur ákvæði um stjórn landstjóra og ráðgjafa hans eins og í Benedikts- frumvarpinu, síðan kemur mergur miðl- unarinnar: »Ná hefir iandatjóri stað- fest lög, sem konungi þykja ísjárverð sakir sambands íslands við Danmörk, og getur hann þá ónýtt staðfestingu landstjóra á þeim lögum, ef hann gjör- ir það innan árs frá því, er lögin hafa birt verið á lögboðinn hátt á íslandi«. Svo koma reglur fyrir birtingu lagaó- nýtingarinnar. Ráðgjafi konungs skal þá vera hans önnur hönd við lagaónýt- inguna, en konungur má ónýta öll þau lög, sem honum þykja ísjárverð sakir sambands íslands við Danmörku. Þarna eru skorðumar við lagaónýtingunni. En hvað þýða svo þessi orð: »sakir sam- bands íslands við Danmörku«?. ísland og Danmörk eru í sambandi, þó ekki sambandslönd, eins og Noregur og Sví- þjöð. Því virðist hér ekki um annan skilning að ræða, en að konungur megi ónýta öll þau lög, sem honum þykja í- skyggileg fyrir annanhvorn sambands- liðinn, eða báða sameiginlega. P. Briem, framsögumaður málsins, skildi setning- una svo, að konungur gæti ónýtt öllal- rnenn lög og enginn þingmanna mót- mælti honum, en landshöfðingi lét það á sér skilja, að orðin: „Sakir sam- bands Islands við Danmörku" þýddu sama og sammál, en óheppilegri prðum verður naumast komið að þeirri hug- mynd: þ. e. þeim málum, sem ekki liggja undir meðferð alþingis. En hvern- ig skilur þá raðgjafi konungs þessi orð? nú reynir á spádómsgáfuna. Myndi hann ekki hafa þann skilninginn, ef um fleiri en einn er að ræða, sem rífari væri fyr- ir vald konungs?. Eg get ekki skilið orðin öðruvísi en P. Briem. Skilning- ur landshöfðingja finst mér ekki geta átt við eftir algengri þýðingu orðanna, og eðli málsins. Hér er þá lítill vafi á því, að konungur getur ónýtt hvaða lög, sem hann vill, eins og hann nú getur synjað hvaða lögum, sem hann vill, stað- festingar. Hvejru er þá landið bætt- ara með miðluninni?. Jarlinn hefir ein- ráða framkvæmd allra innlendra laga, landshöfðingi er ekki einráður í henni, landið fær 3 ráðgjafa með ábyrgð fyrir alþingi, innlendan dómstól og geturkom- ið ábyrgðinni fram. Þetta er glæsilegt í orði, hvað sem það verður á borði, en lagasetningar sæta sömu tálmunum og nú, enginn heilvita maður virðist geta haft á móti því í einlægni. En svo hefir konungur vald til þess að setja jarlinn af, hvenær sem liann vill, mér skilst án dóms og laga. Og hvaða áhrif hefir það á stjórn íslands? Kon- ungur eða ríkisráð geta með þessu ráð- ið hverju sem vill. Konungur á hægt með að fá danskan,jáog íslenzkan jarl, sem er á máli ríkisráðsins og hann val- ið sér ráðgjafa, sem á hans má!i eru. Danska stjórnin ræður þannig hverjir ráðgjafar verða, en kemur hvergi nærri. Það þarf mikinn spámann til að sjá, hvaða happ landið muni hata af þessu. Nú kemur ,Nýjaöldin, og tel- ur miðlunina ómissandi vegna þing- ræðisins. Þingræði er það, að ráðgjaf- arnir víki sjálfkrafa úr völdum, komi þeir sér ekki saman viðmeiri hlutaþings, svo koma nýir og nýir. En ef engin önnur skilyrði væru til fyrir þingræði en miðlunin með takmarkalausu lagaó- gildingarvaldi konungs, kalla ég það að smíða fyrst negluna í bátinn, það á við það, sem N. O. segir svo vel um Valtýssuna, nema hún líti hýru auga til jarlsins. „Er það hyggilegt" segir hún, að kaupa tvísýnan hag fyrir vísanháska". Eg leyfi mér að birta hér grein eftir N. Ö. „Danska alríkisvaldið getur eigi fyr- ir sjálfs sín sakir gengið að því, að bera alla ábyrgð og afleiðingar af gjörð- um vorum í sérmálum vorum, þeim er vér höfum fullan rétt til að gera, en eru þess eðlis, að afleiðingar þeirra geta stofnað öllu alríkinu í vanda. Af þessu leiðir að vísu eigi að konungur geti eigi látið umboðsmann sinn hér stað- festa sérlög vor öll í sínu umboði, og að sú staðfesting verði ekki í 99 til- fellum af 100 full og órjúfanleg stað festing; en hitt leiðir þar af, að ef um- boðsmaður hans í 1 tilfelli af 100 staðfestir lög, sem að vísu eru um sér- mál vort eitthvert, en eru þess eðlis að alríkinu getnr stofnast vandi aí þeim, þá hlýtur alríkisvaldið í þvf eina til- felli, að hafa einhvern löglegan veg til að firra sig þeim voða “. Eg veit nú ekki hvort þessi ljósa, lipra og rökstudda grein á að vera sleggja eða gaddakylfa til sannfæringar, eða hún er rituð af sannfæringu. Hún á að leiða rök að því, að ríkinu sé nauðsyn á ónýtingu á lögum frá alþingi. Hér er ekkert breytingaratkvæði við miðlunina, nema hvað tölustafina snert- ir, sem ekki koma heim við skilning neðri deildar, eftir því, sem séð verður á orðunum, „sem honum þykja í- sjárverð sakir sambands íslands við Danmörku". Það skín út úr ræðum P. Br. og fleiri, að öll aðaláherzlan er lögð á ráðgjafa með ábyrgð, hvað sem öðru líði. — Þessi grein kemur ekki nær míðluninni en kötturinn sjöstjörnunni. Ef það stæðí í miðl- uninni „sem konungi þykjaísjárverð sak- ir þess, að alríkinu standi voði af þeim ", í staðinn fyrir það, sem þar stendur, »sem konungi þykja ísjárverð sakir sam- bands íslands við Danmörku« væri öðru máli að gegna. En samt er greinþessi athugaverð. Því það er ekki í augum uppi fyrir oss, fáfræðingum, að konung- ur þurfi nokkurt ónýtingarvald að hafa á lögum frá alþingi um sérmál, því al- ríkinu getur aldrei staðið afþeim voði, nema konungur væri óhugsanlega grann- vitur ráðleysingi. Það er ekki hugsan- legt, að sérmálalöggjöf geti orðið ísjár- verð fyrjr ríkið, nema erlendum eðaut- anríkisþjóðum þyki með þeim misboð- ið rétti sínum. Látum nú vera aðjarl- inn eigi að framkvæma þessi lög, og konungur hafi ekki strax séð, að þau væru ísjárverð, þá ber þjóðin sig upp við konung, sem þykir sér misboðið vera og hvort sem að konungur verð- ur þessa fyr eða síðar var, að lagaboð- ið sé ísjárvert, sé eg enga tortæru á því fyrir hann, að láta jarlinn kalla sam- an nýtt þing, eða láta hann leggja laga- boðið fyrir alþing af nýju til nauðsyn- legrar lagfæring.'.r. Þó málið væri þeirr- ar tegundar, að konungur framkvæmdi það sjáltur, myndi sama aðferðin hlýta. í öllum þesskonar málum er lagaónýt- ing óhæf og skaðleg, því í þeim myndu 999 tilfelli af 1000 krefjast breytinga og lögunar, en lögin myndu þó í ein- hverju tilliti nauðsynleg vera. Þá get- ur konungur líka varist voðanum með bráðabyrgðarlögum. Kæmist nú miðlunin á svo hátt stig, sem Nýja-Öldin bendir til með tölunni, er hún engu nær staðfestingu en Benediktsfrumvarpið, og væri sam- komulag konungs við þingið sett inn í dæmið í staðinn fyrir lagaónýting, er Benediktsfrumvarpið komið. Eins væri * hægt að skjóta inn í það eins og miðl- unina meðferð á þessum málum. En hér mun alt vera hringsól og heilaspuni hjá Nýju-01dinni. Danir hræðast engan voða eða vanda af sér- málalöggjöf vorri. Þeir hafa líka fyrir augunum botnvörpulögin, þau voru þannig: Alþingi býr til lög um botn- vörpuveiðar og konungur staðfestir. Bretum þykir rétti sínum misboðið með lögunum og rísa upp á afturfótunum. Konungur leggur lögin aftur fyrir þingið og það lagar þau. Þetta er sýn- ishorn upp á það, hver meðferð á bezt vi? fyrir ríkið að komast hjá voða í þesskonar málum, Sú speki er illa að- greinileg frá vitleysu, sem efast um, að konungur sjái ráð til að sleppa hjá stríði og voða af þessum málum, án lagaónýtingarvalds. Danir munu heldur aldrei leita trausts hjá N. Ó. í þessum voða, en þeirhræð- ast það, að vér förum illa með löggjaf- arvaldið fyrir sjálfa oss, sköðum ríkið á þann hátt, svo vilja þeir halda oss f sem föstustum tengslum og þykir að vér séum full lausir eins og stendur. Þetta er hnúturinn. Það sjá auðvitað spekingarnir, því það sjáum vér fullglögt, grannvitringarnir. Finst yður það nú vera afvega- leiðsla, landar góðir, þó yður sé ráðlagt að draga yður í hlé fyrir öllu þvf myrkri og moldviðri, sem yfir yður hefir dun- ið síðan í síðustu þingbyrjun? Hver herskarinn af öðrum hefir veitt yður atgöngu og sinn úr hverri áttinni, en þó sjaldnast talað svo greinilega, að skilið yrði. Þykir yður það lokaráð, að sóa ekki stórfé til rifrildis um fánýtt stjórnarmálæði, eða berjast fyrir stjórn með auknum kostnaði að miklum mun, á meðan enginn verulegur rekspölur er kominn áalþýðumentunarmál eða fram- farir í atvinnumálum? er það lokaráð að eggja yður til þess að vera traustir áþeim velli, sem þér standið á og látaþar fyrirberast, þangað til eitthvað fæst, sem þér sjáið fullglögt. að er til batnaðar, og vinna bað ekki fyrir stundarhvíld eða stundarhag, að hleypa yður, börn- um yðar og nyðjum í verri vanda en þér eruð nú í? Þess megið þér og vel gæta, að það eruð þér sjálfir, sem vermið orm- ana, er stinga yður og spýta ólyfjani í augu yðar, svo þér sjáið ekkert gegn- um stjórnmáláglundroðann, hvort sem þeir eru í mannsmynd eða blaðamynd. Það er líka sjaldnast hentasti tími til að ráða vandamálum til lykta, meðan æðið er mest, þá fer oftast úrlausnin, eins og eðlilegt er, í handaskolum. J. B. Bréf til Dagskrár Herra ritstjóri! Eg sé, að þér hafið í blaði yðar fært til réttara máls daganöfnm í vik- unni: mána- þriðji- fimti-, þar sem al- ment er talað og ritað afbakað: mánu o. s. frv. — Þetta þótti mér svo fallega gert, því síðan eg fór að liafa vit á, hefi ég hneykslast á þessari afbökun, og aldrei viljað*nota hana. — En það hefir næst- um því hneykslað mig eins að sjá, að vér íslendingar einir norðurlandaþjóða skul- um hafa glatað hinum fornu vikudaga- nöfnum, vér, sem þó einir höfum að mestu leyti haldið fornmáli þessara þjóða ' fram á þenna dag. Mundi eigi takast Jj að færa þetta í lag aftur? Stafsetning- arreglur blaðamannafélagsins falla mér v.el í geð yfirleitt og aðferð sú, er beitt hefir veríð við að koma þeim á. Þær falla að mestu saman við þá stafsetning, er ég hafði tamið mér. Skyldi nú eigi mega takast að Iaga fleira á sama hátt, t. d. daganöfnin, tugatölunöfnin o. s. frv. ; Skrifa og tala (kenna börnunum): Tírs- : dagur, Óðinsd. Þórsd. Freysd. (S. M. j T. Ó. Þ. F. L.) og: tvítíu, þrítíu, fertíu j (eða fjórtíu) í staðinn fyrir: tutt- ugu, þrjátíu og fjörutíu. Mig hefir sár- langað til að nota þessi nöfn eins og ég legg til, bæði í ræðu og riti; en ég hefi óttast fyrir að það myndu þykja hlægilegir útúrdúrar, þó ég þykist sann- færður um, að allir hljóti að sjá og játa að breytingin væri til mikillar bótar og fegrunar á málinu. Mundi eigi tiltök að fá blaðmannafélagið til að gangast fyrir þessu? B. B. Ferðapistlar Eftir Sig. Júl. Jóhannesson. VIII. Næst komum við að Húsavík, var það að kvöldi dags og dimt orðið, en skipið ætlaði að fara þaðan aftur um nóttina. Við gátum því ekkert litast þar um eða séð nákvæmlega, hvernig þar er landslagi háttað. Þetta var á sunnudegi og margir fjarverandi; höfðu menn riðið upp í sveit sér til skemtunar og voru heldur en ekki góðglaðir þegar þeir komu aft- ur um kveldið; og hvergi sá ég á leið minni jafn óræk merki þess, að drykkju- skapur hlyti að vera á háu stigi sem þar, því þar sá ég menn liggja fyrir hunda- og manna fótum, ósjálibjarga að öllú leyti, og má fyr fara langt en svo sé. Sem betur fer voru ekki margir þann'g á sig komnir, en þó nokkrir. Mér virtist þeir Húsvíkingar vera laglegir og karlmannlegir menn, og því hvimleiðara þótti mér að sjá þá þann- ig útleikna. Ég gat þess áður að „mor“ hefði verið sent frá Grenivík til Húsa- víkur; átti það sýslumaður Steingrímur Jónsson; en sjálfur varð hann að vinna að uppskipun þess — ég held aleinn — sökum þess að fáir voru heima af verka mönnum og sumir þeirra, er heima voru, gátu ekki aðhafst; þeir fengu ekki leyfi til þess hjá Bakkusi, húsbónda sínum. Ég hitti þar reglubróður minn Sigurð Björnsson, btóður séra Árna á Sauðár- króki. Kvað hann brýna þörf á að koma þar á fót Good-Templarstúku,” en það hélt hann að myndi ekki ganga greitt. Sökum þess hve viðstaðan var þar stutt, gat ég ekki haldið þar bindindisfyrir- lestur, en aldrei á æfi minni hefir mig langað jafnmikið til þess að tala um bindindi og draga fram svartar myndir úr drykkjuheiminum, eins og þar. Égef- ast ekki um að það hefði borið góðan ávöxt, því þar, sem mikið er drukkið og menn sjá daglega afleiðingar þess, er hægra að fá menn til þess að trúa sannleikanum en annarstaðar, eða það ætti að vera að minsta kosti. Það er alt" af kostur á bókum þegar þær flytja myndir af viðburðum þeim, er þær skýra

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.