Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 01.02.1899, Síða 2

Dagskrá - 01.02.1899, Síða 2
126 Járngerður Eiríksdóttir. Fædd 20- febr. 1812. Dáin 24. okt. 1898. Styttast dagar, dvínar birta; falla blóm, fölna vellir. En nöpur hríð með norðan gjósti leikur sér nú þar sem laukar greru. Byrgir sunnu svartur mökkur; þyknar í lofti, þytur í runnum. Kaldir stofnar kveina sáran og bjarkir fölvar blöðum sviftar. Ur heima högum hverfa fuglar, halda þeir hljóðir til hlýrri landa; yfir sollnum sjá og svölum straumum veifa þeir vængjum veikbygðum. Sjá þeir í fjarska sólstöfuð lönd; grænar hlíðar, gróna dali. Þrá þeir hvíld í hlýju lofti, og vegamóðir að varpa öndu. Ljúft var í sumar að líta’ ykkur fljúga hreiðra til um heiðan geiminn, með gjallandi róm og glöðu hjarta, dillandi scng í svásum runnum. Gaman var að ganga um grösug engi og sólglitað haf við sjónhring líta. Hrynjandi foss í heiðum geislum endurspeglast í ótal litum. En alt þetta breyttist á augabragði; féllu bjarkir og fölnuðu engi. Söngurinn þvarr og sólblettir hurfu skjótt fyrir haustskýjum. Ríkir nú dapur raunablær yfir láði og lagardjúpi; Hrímgaðar greinar höfðum drúpa; en angan þorrin og ylmur blóma. En sárast er þó að sjá þig látna, vina kæra vaíða líkblæjum. Von er þótt sýrti fyrir sjónum mínum. og harma skúrir hrjóti af augum. Þú varst það blóm, er beztan ylm lagði frá um langa vegu, — Er rósfagur röðull í reifum kysti þig fyrstum kossi í Fljótsdal eystra. Þú varst sú björk, er beygði sízt skakveður lifs og skemdar stormar. En gullfagrar greinar gnæfðu hátt og breiddust út með blómknöppum. En tímans öllu tennur eyða; blöðin þín hurfu og blómin líka. Loks stóðstu ein, sem yfirgefin á reynslunnar kalda reiginhjarni. En kjarkur þinn og þol var hið sama; öflug trú m og einlægur'vilji. Þú stóðst sem fastast,. er feigðarhrönn, börnin þín svalg og bezta maka. Og drotni þú trúðir og treystir fast; og hann fyr stoð og styitu hafðir. Hann var þín vörn og við harmraun ávalt þig studdi, að aldurtila. En guð er blíður, börnum sínum; blómgast lét hann, á brjóstum þínum, hlin einn fagran, er höfuð teygði hátt mót sölum sólar.. Þú varðir hann frá voða þungum; og alla sýndir ást og blíðu. ' I hjarta hans sáðir helgum fræum, er spruttu af heilög himin epli. í hárri elli við heim þú skildir, sem farfugl á hausti þú fluttir héðan, Hljótt er því nú á höfðings garði og hlinurinn fagri harmar þig látna. Héraðsbrestur hér er orðinn, við þitt lát, og vart mun slíkur hafa orðið, í Hróarstungu, missir, engi eða meiri tregi. Enginn er svo knár, að eigi bugi dauðans hönd og hvassar örfar. Bendir hann sinn álm á banastund og blóm og aldnar bjarkir nístir. Andi þinn þráði endurfundi, ástvin hærra í æðri heimi. Lú'in var þín sal af lífsandstreymi og bognar herðar af byrði þungri. Eitt eg veit, að aldrei eg þekti kjarkmeiri sál og kjærleiksríkri. Trúaðra hjarta °g tryggri lund, og glöggara auga á gott og ilt. Enginn vissi þig æðru mæla, í hörmum lífs eða heljar stríði, en með trú og trausti sterku fólst þú þinn anda í föður hendur. Nú kveður þig sonur með klökku hjarta og þrístir kossi á kaldar vanr. Strýkur hann hóglega hendi mjúkri um bleikar kinnar og brostin augu. Þú leiddir hann fyr frá litlri vöggu, og hverja stund hug hans gladdir. Nú endurgeldur hann elsku þína, og grátinn fetar til grafar með þér. Þín blessuð veri minning og sofðu sætt í ró í svölu skauti þinnar fósturmóður, á eftir þér bráðum viðdauðans siglum sjó og senn er úti lífsins barnings róður. -----*x-—- Svar tii séra Jóhans L. Sveinbjarnarsonar frá einum fríkirkjumamiinum í Reiðarfirði. Motto: But he that filches from me my good name. Robs me of that which not enriches him, And makes me poor indeed. Shakesþeare. Hafi bróðir þinn gjört á hluta þinn, þá áte hann, og iðri hann þess, þá fyrirgef honum það. Kristur. 2. Þá kemur sj'óundadtigshelgihaldið. Þar vænti ég að hann hafi náð sér niðri. Til þess að herða enn nú meir þar að, virðist mér, sem hann hafi skotið þeirri athugasemd inn í síðar, aðséra L. hafi „lagt af embættiseið sinn, sem prest- ur hins evangelisk lútherska frísafnaðar í Reyðarfirði". Séra J. vill þó líklega ekki gefa mönnum í skyn, að hér sé um embættiseiðrof að ræðaf Eg skal fúslega kannast við, að eigi sé alls kost- ar rétt, að lesa slíkt á milli línaþeirra. En eg verð aftur að geta þess, að all- ur andi greinarinnar er orsök í því, að mér flaug í hug, er ég las greinina, að hefðu þessi orð átt að eins að sanna lengd gjaldtimabilsins, þá hefðu þau mátt vera miklu færri. — Ég vík mér þá aftur að efninu og segi: „Söfnuður vor er „evangelisk lútherskur" og prest- ur vor er „evangelisk lútherskur", þótt hann haldi helgan hinn sjöunda dag. En próf. vil líklega heyra sönnun fyrir orðum þessum. Hún er í té. Lút- her var enginn trústofnari. Hann var siðabótarmaður. Hann reis upp gegn villum páfadómsins, þ. e. gegn þcim trúarsetningum manna, er eigi væru bygðar á guðsorði. Röksemdir hans voru á þessa Ieið: Ef menn getasann- að af biblíunni, að eg fari með villu, þá skal ég taka aftur alt, sem ég hefi sagt. Hann hafði lesið „kirkjufeðurna", þó sagði hann ekki: „þetta segir A. kirkjufaðir, þetta segir B“. Nei, hann heldur upp biblíunni og hrópar: „Ef þér getið ekki af þessari bók sannfært mig um, að ég fari með rangar kenn- ingar, þá vil ég ekki, og get ekki tek- ið aftur það, sem ég hefi sagt, því það er eigi ráðlegt að breyta á móti sam- vizku sinni". Þetta var andi „kirkju- föðursins* Lúthers. Hver, sem lætur stjórnast af sama anda, er Lúthers sinni; Lúthers trúar, þótt hann gjöri eigi páfa úr honum. Ég skal að dæmi séra J. sýna, að ég stend eigi einn uppi með skoðun þessa. í „Sædemanden" 1882, standa þessi orð eftir einn geistlegan Lúthers játanda.-------„Vi hafe lært af Morten Luther, som selv vidste det af dyrekdöbt Erfaring, at vi ikke kaneller skal lade Kirkefæ re og Kirkeforsaml- inger afgjöre Salighedssagen for os, men sætte Guds eget Ord i de hellige Skrifter over alt, hvad de senere Kirk- ensVejledere har sagt og ment og be- dömme dem dercfter". Næst er próf. ferhöndum um þetta kirkjulega málefni, ráðlegg ég honum að vitna einhvern tíma í biblíuna „máli sínu til stuðnings". Því vér fríkirkju- menn erum nokkuð svo biblíufastir, og unum eigi vel, að presti vorum sé á- mælt fyrir það, að hann hefir lúthersk- an kjark til að andmæla opinberlega því, sem liann trúir eigi vera samkvæmt guðsorði, og fylgja þeirri skoðun sinni i verki- Ég get eigi bundist þess, áður en ég lýk við mál þetta, að biðja próf. að íhuga vandlcga með sjálfum sér, hvorumegin hann myndi hafa verið á „siðabótartímanum", með Lúther eða páfa. Siðabótartíminn stendur enn yf- ir. Drottinn nefir enn nóg verkefni handa „Mótmælendum«. Það er að eins vort að kjósa um, hvoru megin vér viljum standa. Nú vil ég leyfa mér að bera sam- an prestana séra L. og séra J. að litlu, og láta „lýðinn* dæma, hvor hafi sýnt meiri „andans ávexti" í verkunum. Vér skulum þá fyrst byrja á því, að bera saman greinarnar þeirra beggja, og lesa andann út úr þeim. Það mun sannast, að hinn innri maður lýsi sér einna glögg- ast í ritum og ræðum, því >af gnægð hjartans mælir munnurinn«. Séra L. gaf upp vænlega stöðu, sakir þeirrar sannfæringar sinnar, að „framar bæri að hlýða guði en mönnum". Hann hefir „gerst fátækur", þótt auðgur væri, til þess að geta unnið að því málefni, sem hann trúði sér vera falið af Drotni. Hann hefir brugðið upp því ljósi, sem honum var gefið og stráð pundi sínu út á millum margra hjartna, með þeirri eldfjörugu og öflugu, en þó mildu her- hvöt: að skipa sér undir merki frxkirkj- unnar. Hann hefir mátt þola ávirðingu, hæðni og spé af heiminum fyrir Drott- ins málefnissakir, og eigi gefið sig að Hvað hefir séra J. lagt í sölurnar fyrir það málefni, sem hann trúir sér vera falið af Drotni? Hann hefir setið mestan sinn prestsskap á sama stað með „vissum" launum, og nú seinast „mill- um rósa" á hinu stöðuga „brauði" sínu virtur og lofaður af heiminum, þ. e. bor- inn á höndum" heimsins, svo hann veit eigi hvaðþað er að, drepa hinum minnsta fingri { jökullvötn þau, er „blóðvitnin" urðu að vaða, þess slður kent ylinn af eldi þeim, er þau máttu gegn-um-ganga. Þegar dreginn er hringur utan um

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.