Dagskrá

Issue

Dagskrá - 14.04.1899, Page 1

Dagskrá - 14.04.1899, Page 1
III. Ko. 38. Reykjavík, föstudaginn 14. apríl 1899. Úti í bylnuin. Grenjandi stórviðrið hrollkalda hlær, helfrosin sinustrá ráða sér varla; dunar við ströndu hinn diramþrungni sær, drifhvítir brotsjóir rísa og falla; rekur á þreifandi blindan byl, bálviðrið fönninni þyrlar til. Maður á ferð uppi’ í óbygðum er, augun hann hvessir, í hríðina starir; öskrandi bylur um fönnina fer, frostviðrið næðir um kinnar og varir. Yeginum ungmennið villist frá, vörðurnar eru nú hvergi’ að sjá. Grátbólgnu skýjanna gaddfrostnu tár ganglúna sveininum eru til byrðar, frosinn er klæðnaður, fannbarið hár, fæturnir kalnir og hendurnar stirðar; krafturinn dvínar og kjarkur þver, kaldur og máttvana sveinninn er. Örmagna legst hann á ískaldan snjó, illviðrið hamast á melum og grjóti; sveinninn með kulda og karlmennskuró komandi dauðanum horfir á móti. En ósjálfrátt grípur hann einhver þrá, andvarp frá brjósti hans stígur þá. „O, að óg fengi að faðma þig, mær, fast upp að helkalda barminum mínum, vaflnn í örmum þér, vina mín kær vildi ég deyja — Af augunum þínum kyssa þín hugljúfu heitu tár, hníga svo máttlaus og kaldur nár“. Stormurinn þýtur og stórviðrið gnýr stráin, sem löngu’ eru kalin og visin, ískaldar snjóstrokur óviðrið knýr áfram í loftinu, rétt eins og fysin. Svefnguðinn fltlar við sveinsins brá, svæfir og hrífur hann kvölum frá, Sveininn hann dreymir, að munnfögur mær mjúklega spenni sig örmunum fríðu; augu’ hennar leiftra svo ljómandi skær, líkast sem stjörnur á biádjúpi víðu, Ennið er líkt eins og ljósbjört rönd ljómandi morguns, sem fer í hönd. Fastar og fastara fannhvítan barm færir nú mærin að ástvinar barmi, fastara vefur hún ísköldum arm ástvin, og sorgartár hníga af hvarmi. Sármjúkur hrollur um sveininn fer; svefnguðinn kominn með dauðann er. Stormurinn þýtur og stórviðrið gnýr stráin, sem löngu’ eru kalin og visin, ískaldar snjóstrokur óveðrið*knýr áfram í loftinu, rétt eins og fysin. Líkið í fönninni ískalt er, óveðrið danzar og leikur sór. Jóhann Sigurjónsson. ÚTLÖND. --0-- Spánn. Þar ber fátt til tíðinda. 17. f. m., undirskrifaði drotningin friðarsamninginn milli Spánverja ög Bandamanna; verður hann svo sendur sendiherra Frakka í Was- hington, sem á að afhenda hann Mc Kinley til undirskriftar. Ríkisforsetinn nýi, er Selvela heitir, halda menn að ekki muni hlaupa af sér horn eða klaufir á framfarasprettinum- Hann er svo rammur afturhaldsseggur, að hann vill helzt koma öllu í miðaldar- lagið alræmda. Hann er einnig utan- ríkisráðherra ogheflr því völd eigi all-lítil; er hermálaráðherðann, sem Polavieja nefnist, engu betri að því, er frjálslyndi snertir og þykir því óvænlega áhorfast; enda fleira í ólagi þar í landi. Danrnörk. Þess var getið í „Dagskrá“ í sumar, að ráðgjafarn- ir dönsku hefðu veitt fó mikið til víggirðinga upp á væntanlegt sam- þykki þingsins, en nú heflr þingið neitað að veíta það; að öðru leyti hafa fjárlögin verið samþykt. Rík- isþinginu var slitið 29. f. m. Þeg- ar ríkisreikningarnir verða lagðir fyrir þingið, 'verður skoríð úr því, hvort mál skuli höfðað gegn ráð- gjöfunum fyrir þetta tiltæki. Ýmsar vantrausts yfirlýsingar hafa komið fram í Ríkisþinginu. í*ar var ein samþykt til Barden- fleths innanríkisráðherra, með öll- um athvæðum gegn einu; var það þingmaður Færeyinga, og aðra fékk innanríkisráðherrann hjá Lands- þinginu síðasta daginn. Hægri mönnum þykir vandsetinn bekkur- inn, þar sem þeim . er kent um alt, er aflaga fer, og óska þeir jafn- vel, að vinstrimenn skipuðu ráða- neytið; enda hefjast vinstrimenn og jafnaðarmenn altaf hærra og hærra; sást það glögt við bæjar stjórnarkosningu í Höfn í febrúar- mánuði. Danska þingið heflr af- greitt lög um fjárráð giftra kvenna; hafa konur samkvæmt þeim fjár- ráð, og eru myndugar líkt og í Noregi. Lög þessi eru sami’n af Dantzer próf. og Nellemann gamla. Þá má og telja það með afreks- verkum þingsins, að það sa'mþykti ný lög um alþýðuskóla, miklu betri og frjálsíegri en þau gömlu. Fó veitti þingið til þess, að senda skipið „Fyen“ til Síam, Japan og Kína, með Yaldemar konungsson; hafa Danir í hyggju að færa þar út kvíarnar í verzlunarsökum. í’jóðverjar gera gys að þeim fyrir þetta, og kveða þá munu ætla að leggja undir sig lönd þar eystra. í máli því, sem höfðað var gegn Hansen eimreiðarstjóra, út af slysi því, er vildi til í hitt eð fyrra við Gentofte, er nú fallinn dómur. Hansen er dæmdur í 6 mánaða fangelsi, og á að greiða allan máls- kostnað. Talið er að slysið hafi orðið fyrir vangá hans. Bússland. Þar heflr verið hung- ursneyð mikil að undanförnu, svo að varla heflr nokkru sinni verra orðið. Stjórnin hefir veitt 40 miljónir rúbla til hjálpar fátæklingum og er það sem krækiber í ámu. Rússneskir stúdentar hafa gerst alluppöslu miklir og óeirðarsamir að undanförnu; hafa nokkrir þeirra verið settir í fangelsi. feir hafa fundið ýmislegt að óeirðarefni og þykja harðir í horn að taka þegar því er að skifta. Finnar hafa samið bróf til Rússa- keisara, þar sem þeir lýsa óánægju sinni yflr gerðum hans 15. febr. viðvíkjadi grundvallarlögum þeirra. Haía þeir safnað 500,000 undir- skrifta undir bróf þetta og sent með það 500 kjörinna manna á fund keisarans. Rykir uggvænt að þeir fái nokkra áheyrn. Kína. Svo lítur út sem Evrópu- þjóðirnar hugsi sér nú gott til glóð- aðinnar með það að skifta. Kína upp á milli sín. Stórveldin eru þar eins og hrafnar í hross-skrokk og nælh’ hver sem betur getur. Rúss- ar og Englendingár verða sjálfsagt hlutskarpastir, enda hafa þeir helzt fylgi Kínastjórnar; en hvorir þeirra beri yfirhöndina er óvíst. Banda- menn er einnig haldið að vilji teygja álkuna þangað austur, þótt þeir hafl ærið annað að starfa. ítalir þykja all-aðgangssamir og vilja fyllilega hafa sinn skerf við skiftin.” Skrifuðu þeir sendiherra sínum í Peking og báðu hann að fara þess á leit við stjórnina, að hún leyfði þeim kolastöð þar eystra- En stjórnin svaraði engu. Ressu reiddust ítaiir og skárust Englend- ingar þannig í leikinn, að Kínverj- ar veittu þeim áheyrn, en Rúss-

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.