Dagskrá - 06.05.1899, Page 1
DAGSK RÁ.
III. No. 42.
Reykjavík, laugardaginn 6. maí.
1899.
Til minnis.
Bœjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í
mán., kl. 5 síðd.
Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í
mán. kl. 5 síðd.
Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12
árd.
Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími
til sjúklinga dagl. kl. 2—3!/2.
Laudsbanlíinn kl. 11 árd. til 2 síðd. —
Bankastjóri viðst. kl. in/2—IV2 síðd.
Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1.
Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn
dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld.
til kl. 3 síðd., og þá útlán.
Náttúrugripasafnið (Grlasgow) op. kl.
2—3 á Sunnudögum.
Reykjavíkur-spitali. Okeypis lækning-
ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1.
Söfnuiiarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl.
5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán.
Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud.
í hv. mán. á spítalanum kl. 11—-1.
Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánad.
í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16
(Y. Bernliöft).
Ljóðið mitt litla.
Yeslings litla ljóðið mitt,
líð þú fram til dala;
þar um æsku óðal þitt
ótal raddir hjala.
Heilsaðu frá mér hvar þú fer
hæðum, dröngum, þústum.
Segðu alt só andstætt mór,
öll mín von í rústum.
Þar sem friður, jmdi’ og ást
átti sæti forðum, —
menjar engar eftir sjást,
alt er fært úr skorðum.
Leiktu þér um laut og hól
ljósa sumar daga. —
í þig drektu yl og sól
út’ um völl og haga.
Heilsaðu litlum lækjarfoss.
Les þar bænir þínar. —-
Allar kystu ástar koss
æskurósir mínar.
Litlum birkilundum hjá
ijúfa knýðu strengi. —
Heiða-vötnum heiðum á
hljóma sætt og lengi.
Þar við sætan svanahijóm
set þig snöggvast niður.
Við þann mæta unaðsóm
eykst þér líf og friður.
Þegar sól um sumar kvöid
sezt í bláan æginn,
svífðu’ um uppheimssala tjöld,
sunnu kveð og daginn.
Þegar röðull roðar sæ, •
reifar brúnir fjalla,
óma þú í árdagsblæ
upp um fell og hjalla.
En er haust frá sæ og sveit
sætum tvístrar hljómum,
veslings ljóð, í vallar reit
visna’ og dey með blómum.
Lárus Sigurjónsson.
Pingmáí í sumar.
—o—
V.
Ábyrgðin fyrir alþingi.
Um hana hefir margt verið rit-
að og rætt, og margt hefir einnig
verið rætt og ritað um hina glæsi-
legu ábyrgð, sem Valtýr lofar.
Margur heffr reynt að brjóta legg-
inn til mergjar, en leggurinn er
harður og tóma hljóðið í honum.
Þjóðin hefir sókst eftir ábyrgðinni,
og með engu er ef til viil hægra
að ginna hana, en merglausum
ábyrgðarlegg. íslendingar hafa
sókst með kappi eftir ábyrgðinni,
sem von er, því hún er mikils-
verð, þar sem hún verður notuð,
þáð er, verður framkvæmd tilgagns.
Og því fremur er það eðlilegt að
vér sækjumst eftir ábyrgð, af því
að í stjórnarskrá vorri er að eins
Jiálfvefur eða þriðjungsvefur af á-
þyrgð og stjórnarskráin í því efni
vansköpuð.
En þrátt fyrir það er ekki tóm-
ur leggur ka.upandi dýrum dóm-
um. Fenzmarksmálið minti oss
glögt á þessa vansköpun á stjórn-
arskránni. Ábyrgðin er mikilsverð,
en hún er of dýr. Vér gefum of
mikið fyrir pípuna, ef vér borgum
hana með því að láta binda oss
viijuga við ríkisráðshæiinn. Nauð-
ugir verðum vór aldrei við hann
bundnir, nema þjóðarétturinn sé
brotinn á oss.
I ýmsum efnum hafa landsmenn
viijað koma ábyrgð fram á hend-
ur embættismönnum, einkum lands-
höfðingja. En það er ekki alt bú-
ið með því þó hún væri fengin,
og það framkvæmanleg. Því er
ekki að treysta, að hún fullnægi
kröfum og vilja þjóðarinnar, allra
sízt nema hún sé bygð á óhlut-
drægni og réttsýni. Þjóðin álítur
það oft saknæmt, sem ekki varð-
ar við lög. Þó þjóðin hafi rótt að
mæla, er oft erfitt að vega upp
fyrir sig. Vér könnumst við dóma
almennings í ræðum og ritum um
suma menn, sem ekki hafa þótt
húshæfir eða kirkjugræfir, sem
hafa verið bornir þungum sökum,
en hafa verið algerlega sýknaðir
fyrir dómstólunum. Svo aldrei er
að byggja á því, að ábyrgðin fari
eftir skapsmunum þings eða þjóð-
ar, nema í fáum atburðum, og
þar sem einhver er sannur að sök.
Ég skal nú ekki fara í mörg lönd.
Vér þurfum ekki lengra en til
Dana. Betra verður það naumast
hjá oss. En þeir hafa aldrei áunn-
ið neitt, þó þeir haíi ákært ráð-
herra sína, og hafa þeir þó full-
komin ábyrgðarlög, sem ekki eru
nein vandráðin gáta.
En þrátt íyrir alt þetta, er á-
byrgðin nauðsynleg, fengist hún
án þess, að kaupa köttinn í sekkn-
um, því hún mundi sem oftast ná
í ráðgjafa, ef þeir gerðu sig' seka
í miklum afglöpum. Svo ábyrgð-
in er mikil trygging fyrir þjóðina,
þó hún fullnægi ekki óskum henn-
ar og vilja, og mesti dýrgripur er
hún, sé hún rótt og hóflega not-
uð. En það eru hroða gallar á
hinni róttsköpuðu ábyrgð vorri.
í\að er engin reynsla, engin trygg-
ing, engin líkindi til þess, að hún
hafi nokkurn dómstól til að halla
sór að. Það er eitthvert kýmileg-
asta úrræði stjórnarinnar í frelsis-
málum íslands. Það er ekki skilj-
anlegt, hvernig hún getur lagt nýj-
ar kvaðir á hæstarétt með stjórn-
arskrá, sem eingöngu varðar ísland.
Ég skil ekki hvernig hæstiréttur
verður skyldaður til að hlýða öðr-
um lögum en þeim, sem komið
hafa út fyrir Danmörku eða fyrir
Danmörku og ísland í sameiningu,
eða þá sem gefln eru út fyrir ísland
af dönsku löggjafarvaldi sem al-
menn lög, en ekki sem stjórnar-
skrá. Svo er nú þetta „fyrst um
sinn.“ Hvenær endar það? Það
er endurnýjað í Valtýsfrumvarpi.
Það er nú búið að standa í 25
ár. Skyldi það þá eiga að verða
regla að endurnýja það á 25 ára
fresti? Þetta „fyrst um sinn“
bendir þó á það, að þetta ákvæði
muni ekki vera til frambúðar.
Ég held það sé ekki mikið gort-
andi af þessari ábyrgð fyr en ein-
hver dómur er í henni fallinn, við
hæsta rótt. Hún heflr aldrei verið
notuð í 25 ár, hafa þó allir lands-
menn álitið það, að ráðgjafinn hafl
brotið sjórnarskrána á hverju ári,
og það stundum oftar en einu sinni,
og er ekki hægt að sjá af stjórn-
arskránni, að landsmenn misskilji
þetta. Því hafa þeir þá ekki not-
að ábyrgðina? Er það af bleyði-
skap og óframfærni, ellegar af því,
að þeir hafi álitið ábyrgðina. hé-
gómamál, að eins rósir á pappírn-
um ? I sama gildi og engu meira
er Valtýs-ábyrgðin, þó hún sé yfir-
gripsmeiri. Þingræðið er nú ann-
ars tryggasta og fegursta ábyrgðin.
En hana á nú heldur ekki að vanta.
Hún á að vera til þess að bæta
götin á ábyrgðinni. En hún er
nú vön að útrýma allri annari á-
byrgð og lcoma gagngert í hennar
stað. Þingræði byggist á því í
Valtýsu, að Danir, sem stendur
standa svo hátt í því, að einhver
eða eitthvað af ráðgjöfunum fer
frá, þegar bæði þingin í einu hljóði
lýsa vantrausti á ráðaneytinu.
Þetta fullyrða spámennirnir, að
flytjist til íslands og verði þar rót-
gróin venja. En af hverju vita
þeir nú þetta? En það er nú ljótt
að vefengja sagnir forspárra manna.
Einu sinni heflr þetta borið við
í Danmörku. Hér á svo efri og
neðri deild að lýsa vantrausti á
ráðgjafanum mikla. En hvað
skyldi það mí verða oft, að ráð-
gjafanum mishepnaðist það, að
hafa með sér efri deild? Hann
réði því, hverjir yrðu konungkjörn-
ir og þjóðkjörnir, þingmönnum efri
deildar er nú ekki lengur vel trú-
andi, eftir því, sem reynslan sýnir.
Svo allur ábyrgðar- og þingræðis-
ljómi Valtýs og hans málgagns,
sýnist vera orðinn að öskuryki.
1869 kom stjórnin til dyranna eins
og hún var klædd, og kvaðst eng-
in önnur ráð sjá til þess, að hún
bæri ábyrgð fyrir alþingi en þau,
að alþingi kæmi fram ábyrgð á
hendur ráðgjafa sínum fyrir til-
hlutun rikisþingsins, og ríkisdóm-
arinn dæmdi svo í þeim sökum,
sem ráðgjafinn væri hafður fyrir
samkvæmt grundvallarlögunum frá
1849. Svo fórhennifram og hún
fann þetta hæstaréttarráð.
En látum nú svo fara, að hæsti
réttur geri meira en skyldu sína
og taki 'ábyrgðarmálin til dóms-
úrskurðar, hvað mundi honum
þá ganga til? Raunar skil ég
ekki í því, að hann 'geti það, ef
ráðgjaflnn krefst frávísunar á mál-
inu. En mundi þá hæstiréttur
taka málið undir dóm, einungis af
því, að honum væri svo ant um
að alþingi kæmi fram ábyrgð á
hendur ráðgjafa sínum í ríkisráð-
inu, ellegar mundi hann ekki eins
vel gera það í því skyni, að verða
einn liðurinn í yfirráðakeðju ríkis-
ráðsins yfir sórmálum íslands?
Og hver veit, hvað hann á að
dæma, þegar ábyrgðin kemur í
bága við danska hagsmuni, danska
skapsmuni, danska yfirráðagirnd,
danskan sjálfsþótta og danska van-
þekkingu áhögumvorum? Þegar
hann ætti að dæma móti öllum
atriðum og liagsmunum liins danska
þjóðernis, yrði hann þá ekki óbein-
linis að dæma sjálfan sig, að minsta
kosti sem einn hluta af dönsku
þjóðinni? Það er því ekki hægt
að sjá annað en að vér séum á-
byrgðariausir, eða ver en ábyrgð-
arlausir, og eins fyrir því, þó hún
verði fyrirferðameiri á pappírnum.
Vér getum aldrei fengið ábyrgð,
sem til nokkurs só nýt, nema með
því, að hún verði rekin fyrir dóm-
stóli í landinu sjálfu, islínzkum
dómstóli, og með því móti, að
ráðgjafi sérmála, sitji hann í Kaup-
mannahöfn, só sviftur varnarþings
hlunnindum og mæti fyrir íslenzk-
um dómstóli í landinu sjálfu eins
og líka, hvort það ráðgjafavald,
sem ísland varðar. Því er htið
ráð í því, að taka ábyrgðarbeituna,
þó hermi sé sungin lof og dýrð.
Svo hefir það verið mál manna,
að hæstiiéttur væri ekki til hlitar