Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 06.05.1899, Side 3

Dagskrá - 06.05.1899, Side 3
167 sig á vandvirkni og áreiðanleik svona manna! Pað hefði mátt ætla að vel væru lesnar prófarkir og rétt mál á riti þessu, ef fara ætti eftir því, hvei su óvægt höf. dæmir alt þess háttar hjá öðrum, en því fer fjarri að svo sé. Ritlingurinn er að eins 36 blöð, og þegar vér höfðum les- ið lauslega nokkurn hluta hans, höfðum vér fundið 125 —segi og skrifa liundrað tuttugu og fimm rii- villur og málleysur, þá hættum vér að telja. Ritlingurinn byrjar með villandi og hlægilegri prentvillu, þar sem stendur efst á 1. bls. III. bindi, fyrir I. bindi. Ég spurði alla, sem ég hélt að vissu, hvort þetta tímarit hefði nokkru sinni komið út áður og kváðu þeir nei við, sögðu að það væri að eins prentvilla. Yíða er viðtengingar- háttur fyrir framsöguhátt og fram- söguháttur fyrir viðtengingarhátt; urmull af dönskum orðatiltækjum og danskri setningaskipan t. d., hennar munn, fyrir munn hennar segulstálsins náttúru, fyrir náttúru segulstálsins, einfeldnisgumsins synda- flóði og ótal margt þvíl. Yíða tví prentuð orð og rangir stafh', stöf- um of aukið, stafir feldir úr o. s. frv., t. d. þees fyrir þess, hvot fyrir hvort, sé fyrir séu, vísindalegur mað- ur fyrir vísindamaður, dáeiðingur fyrir daleiðingur, skin fyrir skyn,. hannn fyrir hann. Dáleiðingur hafð- ur kvennkyns, sbr. „þannig var það lagt á einn dáleiðing. að hvn skyldi“ o. s. frv. snjerist (snérist) fyrir snerist, ánægjanlegur fyrir nœgjanlegur; „allur hávaði íuaillli sé kristindómslausiv fyrir: alíur hávaði manna sé kristindómslaus." Yér höfum aldrei séð nokkurt barn rita svona ambögulega. Ofar fyrir oftar, íslekzum líklega fyrir íslenzk- um, sannmentantiíyrír sannmentandi, Innanbrunahreifir leggur hann út með aðferð; það er einkennilegt; blandað saman 3. persónu-fornafni og afturbeygilegu fornafni og ótal margt fl. Eignarfall af hjr heflr hann kúar! gamalkúarinnar segir hann, fyrir gamalkýrinnar. Enginn piltur í 1. bekk lærða skólans myndi stranda á því. „Pétur er dáleiddur" segir höf.“ og þykist vera Páll; hann er Páll og Pétur er honum ókunnur mað- ur meðan hann er í álögum. En þegar þeim er af honum létt, þá verður hann aftur að Pétri og man ekkert eftir Páli. Svo er hann dáleiddur á ný og verður þá óð- ara (á að vera óðar) að Pétri, vaknar á ný og verður aftur að Páli. - Éetta er eitthvað bog- ið. Vér hö.fum verið svona lang- orðir um þetta rit, sökum þess að oss þótti rétt að láta þjóðina vita hvernig það er, sem hún fær fyrir það fé, er þingið tók frá henni -síð- ast, handa þessum manni. Éó höfum vér aðeins tekið örfá dæmi af frágangi þessa ritlings. Par er t. d. engri fastri réttritun fylgt, hvorki „ Blaðamannarettrituninni “, skólaréttrituninni, Ólsens réttritun eða nokkurri annari, er hér þekk- ist. 1 (Bnœrgœtni þykir oss það hjá Pjóðólfl að setja ofan í við þá Valtýsliða fyrir það þótt þeir reyni að berjast í myrkr- inu og hafl í því skyni sent flug- rit út um land án þess að þora að láta það sjást hér i bæ. Pjóð- ólfur ætti að vita það að þeim er ekki lengur fært að vega framan að mótstöðumönnum sínum eða berjast í birtunni. Auðvitað dylst það engum að síðasta vandræða- ráð er það að beita þannig löguð- um meðulum og sumum dettur jafnvel í hug að álíta það eitt hið svívirðhegasta ráð, sem hægt sé upp að hugsa að reyna að berja banvæna skoðun inn í þjóðina nauðuga og fara þannig að þvrað sem fæstum vörnum verði við komið af hendi þeirra, sem enn hafa heilbrigðar hugsanir, en oss 'flnst fremur ástæða til að aumkva þessa pólitísku vesalinga, þar sem svo má að orði kveða að þeir. í blindni sinni og ofsa hafl borið vopn á sjálfa sig með þessu ódrengi- lega tiltæki. Pví það dylst engum, sem opin hefir augun, að þeir með þessu hafa auglýst það berlega að þeir sjálflr hafa enga ti'ú á máli sínu framar. Sá sem berst fyrir sannleika, fer aldrei í felur; sann- leikurinn og myrkrið eiga svo illa saman. Og ef menn vita það að þeir sjálflr sjá og skynja að þeir bera fram rangt mál, þá fer nú útlitið að versna. Pað er ótrúlegt að mikil verði uppskeran af því, sem þannig er sáð. Jarðvegurinn er að minsta kosti einkennilegur ef það verður. FRÉTTIR. —0— Vesta kom 3. þ. m. og með henni nokkrir farþegar, þar á meðal kaupm. Ásgeir Sigurðsson, Christ- ensen, Gram, Riis af Borðeyri og Á. Riis úr Stykkish., Cr. Gram frá Dýraflrði. Enn fremur Lárus Snorra- son, Guðm. Jakobsson trésmiður og Lange málari. Fréttir fáar. Blaðið Figaro held ur enn áfram að birta ýmislegt viðvikjandi Dreyfus-málinu, sem alt bendir á sakleysi hans. Pað þykir nú t. d. sannað, að nokkúr af málsskjölunum hafl hvorki kom- ið í hendur verjanda né sækjanda málsins: Bandamennn og Fílipseyjabúar ekki af baki dotnir enn, eiga þeir altaf í sífeldum erjum og reynast eyjaskeggjar allerfiðir viðureignar. Fréitaþráðarmálið virðist vera að fá betri byr en áðúr. Englend- ingar vilja koma því í framkvæmd sökum flskiveiða sinna hér við land. Svo er einnig að sjá, sem Dönum sé þetta áhugamál. Islenzk'-r rnaður hefir orðið stór- frægur í Ameríku fyrir tafl. Hann lieflr unnið frægustu taflmenn þar í álfu og hlotið verðlaun og þar að auki fengið nafnbótina „skákmeist- ari.“ Er þetta hinn mesti heiður fyri þjóð vora. Maðurinn heitir Magnús Smith. Grufuskip kom til Brydesverzl- unar í gær, hlaðið salti. Dáinn er nýlega verzlunarmað- ur Einar Snorrason á ísafirði, ung- ur maður og efnilegur. Hann dó úr lungnatæringu. Vínsöluhaiinið er víðast rætt á opinberum fundum, hvar sem er á landinu og fær hvervetna góðar viðtökur. Líkindi til að það verði samþykt á þingi í sumar. Alþýðuskólinn. Honum var sagt upp 30. apríl eins og til stóð. Skóli þessi heflr yfirleitt verið vel sóttur og heflr það sannast þenna stutta tíma, seimhann heflr staðið, að hans er full^þörf og er óhætt að treysta því að hann eigi fagra framtíð fyrir höndum. Skólinn heflr eng- an styrk haft, heldur verið að öllu leyti kostaður af stofnendunum. Prentuð skýrsla verður gefln út í sumar um skólann og þar lýst nákvæmlega fyrirkomulagi hans. Svo er til ætlast að hann byrji fyr í haust en síðastliðið ár, 1. október í stað 1. nóvember og hætti einnig mánuði fyr. Reynsl- an í vetur heflr bent í þá áttina, að það mundi reynast enn betur. Þeir sem vilja sækja um inn- töku á skólann næsta ár, snúi sér til einhvers af kennendum hans, sem eru: Einar Gunnarsson cand. phil, Hjálmar Sigurðsson amts- skrifari og Sig. Júl. Jóhannesson cand. phil. Þegar hafa nokkrir sótt og ættu menn helzt að gera það í tíma. Skólinn er jafnt fyr- ir stúlkur sem pilta. Raddir úr ýmsum áttum. --0— Winnipeg, Manitoba 9. marz 1899. [Niðurlag.] Eins og þér vafa laust vitið eru tveir stórflokkar- hér í Canada í pólitískum mál- um, íhaldsmenn og framsóknar- menn (Conservatives og Liberals). Islendingar, eins og eðlilegt er, eru í báðum þessum flokkum og heflr hvor flokkurinn um sig sína leiðtoga rneðal íslendinga og sitt stuðningsblaðið hvor. Ileimskringla fylgir íhaldsmönnum en Lögberg framsóknarmönnum. Þetta væri nú í sjálfu sér gott og blessað ef að bæði þessi blöð uppfyltu skyldur sínar og færu ekki fram yfir tak- mörk sín; því þá færðu þau fólk- inu sannar fréttir af hinu pólitiska ástandi landsins og fólkið fengi að heyra báðar hliðar. En hvað á sér stað? Ef maður les Lögberg eingöngu getur maður freistast til að halda að á meðal íhaldsmanna sé varla hægt að flnna ærlegan mann, þeir séu flestir auðvaldssinn- ar og mútuþyggjendur og hafl ekki neina stjórnarhæfileika í saman- burði við framsókarmenn, Liberals. j Og þó hafa framsóknarmenn aldi'ei ! getað bent á nokkurn í sínum flokki, er jafnist á við Sir Jolm A. j Macdonald, hvað stjórnarhæfileik snertir. En munu þá hin blöðin vera réttari eða sanngjarnari í dómum sínum? Öldungis ekki. Þar eru íhaldsmenn hafnir til skýj- anna, en framsóknarmönnum varp- að niður fyrir allar hellur. Þeir eru sakaðir um það að þeir sæk- ist eftir völdunum til að auðga sig og sína. Sannleikurinn er sá að báðir flokkarnir vilja gjöra það bezta, sem þeir geta fyrir landið, en þeir hafa misjafnar skoðanir á þvi, hvað landinu sé fyrir beztu. En endar svo málið hér? Öld- ungis ekki. Ég hefi tekið þenna afkrók til að sína uppsrettu óá- nægjunnar og flokkadráttarins, sem á sér stað á meðal vor. Yið höfum þá skíft oss í tvo flokka í pólitíkinni og af því leiðir að við skiftumst í aðra tvo flokka, sem kallaðir eru Heimskringlu- og Lög- bergs menn. Hér kemur aftur það sama fram og vér tókum eft- ir í pólitíkinni, að eftir Lögbergi að dæma, eiga Heimskringlu-menn að vera óupplýstir og í engan máta jafnir Lögbergs-mönnum. — Heimskringla á að vera keypt af auðmönnum tii að halda fram skoðunum þeirra. Lögberg aftur á móti, eftir Éteimsskringlu að dæma, er hræsnaranna blað og um leið leigublað, blað sem liflr af styrk frá framsóknarstjórninni. Nú mundi flestum þykja nógu langt komið ósamlyndinu og flokkadrættinum; en vér erum enn ekki komnir hálfa leið. Rit- stjórar beggja blaðanna hafa farið svo langt í persónulegum skömm- um, að þeir hafa boðið hvor öðr- um að reyna sig í handalögmáli. (Þetta nær ekki til hins núverandi ritstjóra Heimskr.). Þegar vér lásum blöð þau, er þetta tilboð var í, datt oss ósjálfrátt í hug hvort vér værum að lesa skrítlu eftir Mark Twain um „Blaða- menskuna í Tennesse." En bölið endar ekki hér. Blöð- in fara út um landið og smábæ- ina og þar myndast aftur Heims- kringlu- og Lögbergs menn — og ég ætlaði að bæta við konur, því það eru til kvennfélög sem, að nokkru leyti haga sér eftir þess- um flokkaskiftum. Þessir menn verða svo, sumir hverjir, leiðtogar í sínu bygðar- lagi, hvor fyrir sinn flokk, aðrir verða fróttritarar blaðanna; en langoftast ádeiluritarar nábúa sinna. Þannig er þá óeiningar-keðjan komin óbrotin, frá hinni fyrstu rót sinni, út yflr hið íslenzka þjóðlíf hér. En þetta þarf að bæta og líggur í sjálfs vors valdi að bæta. Látum oss hafa svo mis- jafnar skoðanir sem hægt er að hugsa sér, én látum oss ekki þess vegna niður niða einn eða annan. Látum oss halda þeirri skoðun, er vér með skynsemi höf- urn myndað fyrir sjálfa oss og sem heflr ef til vill kostað oss mikla fyrirhöfn, en látum oss líka bera virðingu fyrir skoðunum ann- ara manna, sem hefir máske kost- að þá engu minna; jafnvel þó að þær skoðanir séu gagnstæðar vor- um eigin.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.