Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.06.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 10.06.1899, Blaðsíða 1
III. No. 48. Reykjavík, laugardaginn 10. júni. 1899. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátælcranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3i/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Banlcastjóri viðst. kl. IIV2—l’/a síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbólcasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mán d.,Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Keykjavíkur-spítali. Okeyjpis lækning- ar Þriðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (Y. Bernhöft). Hugleiðingar um framfaramöguleika í iandi voru, [Niðurl.] Nýafstaðinn vetur er ijós vottur um það, að enn hefir almenningur ekki lært að ætla búpeningi sínum nægilegt fóður yfir veturinn, — þrátt fyrir ásetningalögin nýju, sem vor óviðjafnanlegi Vigur-spekingur hefir verið að reyna að verja. En ekki er því að Jeyna, að mörgum hefir virst sem vigurinn hans hafi verið þar voðalega stór.--Nei, þar duga engin lög. Þjóðin verð- ur sjálf að sjá og finna að slíkt er bæði skömm og skaði, — þá fyrst fer vel. Að vísu var innistöðutíminn í vetur mjög Jangur, sumstaðar á landinu; en þó vissi ég um hóruð, sem vóru á heJjarþruminni eftir aðeins tveggja mánaða innistöðu eða gjafatíma. Slikt má kalla óskynsaman ásetning, sórstaklega í harðindaplássum, eins og hór var um að ræða. — Næstliðið sumar mátti þó víst fyllilega teljast með- al sumar, bæði að grasvexti og nýtingu og víða meira, — einkan- lega að því, er tún snei'ti. Aðal-orsökin er, ef til vill sú, að bændur eru víða hættir að hafa nægilegan fólksafla um sláttinn og veldur því, að líkindum, vinnu- hjúaekla, — en kaupafólk þykir dýrt. Enda verður því ekki neitað; sórstaklega er þeim það tilfinnan- legt, sem þurfa að taka daglauna- fólk yfir alt árið. — En þess ættu þó bændur sífelt að minnast, að eltkert er þeim þó eins dýrt eða eins sárgrætilegt sem að horfa á skepnur sínar falla, þegar komið er fram á vor og liúið er að eyða heyjum — auðvitað ásamt kostn- aðinum við að afla þeirra —, tima og vinnukrafti, — öllu til ónýtis. Þó hlýtur sú undin að vera sár- ust, að hafa horft upp á skepnur sínar deyja hinum hryllilega og kvalarfulla hordauða — og fara svo máske með konu og börn á sveitina á eftir. — Hafið þetta hugfast, heiðruðu bændur! Ætlið búpeningi yðar, hér eftir, nægilegt fóður og sýnið í verkinu, að þar til þurfi engin þvingunarlög og að þór hafið sjálfir bezt vit á, að sjá skepnunum yðar farborða. Slíkt mundi leiða til mikilla framfara í landi voru. Auðvitað þarf góð hirðing að vera samfara nægilegu fóðri, — ef veJ á að fara. Samvinnu má víðar koma að en gert er. Yér erum fámenn þjóð og þurfum því fremur að sameina sem bezt vort veika afl. Yér verð- um að nota veJ alt hið nýtilega, og hjálpa til þess hver öðrum, eins og í að eyðileggja það skaðlega, — annars miðar oss aftur á bak, en ekki fram. — En auðvitað getur góð samvinna ekki þrifist, nema hjá vel mentaðri þjóð. Þess vegna er nauðsynlegt, að alþýðan fái sem bezta mentun og að því eiga embættismenn og fulltrúar þjóðarinnar að vinna dyggilega og með alúð. Þá, sem reynast góðir forkólfar, á að styrkja sem mest af hinu op- inbera, til þess að þeir geti fram- kvæmt sem mest nýtilegt fyrir þjóðina, á meðan þeirra nýt.ur við. — Þetta þurfa þingmenn vorir að hugleiða vel. Þar, sem vélar eru komnar eða kunna að koma, ríður á að gæta þess, að þær hafi nóg að starfa, til þess að þær geti þrifist. Þess vegna er nauðsynlegt að gæta vel hófs í því, að þær verði ekki of margar. Samvinnan er þar óurnflýjanleg, ef vel á að fara. íJær dýrustu vólar, sem enn eru komnar tii lands vors, eru tóvinnuvélarnar. Margir efa líka mjög, að þær geti þrifist í jafn strjálbygðu landi sem hjá oss. En ég efa það alls ekki, — ef rétt er að farið. Sam- göngurnar eru orðnar nægilega góðar til þess nú. Hitt er annað mál, að hœgt er að eyðileggja þær, ef mörg dæmi væru til hjá oss lík því, er hér skal til fært: Maður nokkur i Norðurlandi sótti í fyrra um styrk til sýslunefndar- innar í N.sýslu, til að koma þar á fót tóvinnuvélum. — Nei. Sýslu- nefndin sá sér það ekki fært þá. En þá komust upp tóvinnuvélar í Ólafsdal — eins og mörgnm mun kunnugt —, íyrir ötula framgöngu skólastjórans þar, — hans líkar eru alt of fáir á landi voru. Og áður vóru komnar kembingar- og spunavélar, bæði á Halldórsstöðum í Laxárdal og Oddeyri við Eyja- fjörð, og svo fyrir löngu siðan á Nauteyri við ísafjörð. Svo nú mátti ætla, að Norðlendingafjórð- ungur væri í engum vandræðum með að fá unna sína ull. - En hvaðgerirsvo áðurnefnd sýslunefnd? Hún býður nú í vetur 12,000 kr. lán, sama manninum eða hverjum, sem treysti sér til að koma upp hjá sér tóvinnuvélum. Er eklci þetta sorglegt dæmi upp á fávísi og sundrung? Ætli að þessari sýsluiiefnd hefði ekki verið sómasamlegra, að fá sýslubúa til að nota sem bezt þær vélar, sem næstar henni eru eða sem hægast er að sækjaað? Eða þá að verja nokkrum krónum til að styrkja þá fátœkustu, til að nota þær? ■— Jú, slíkt mundi hafa mælst mjög vel fyrir, — enda hefði það veiið mjög virðingarvert. En skamm- sýnin og hreppa-pólitíkin er, ef til vill, sá versti Þrándur í Götu, sem hugsast getur, fyrir öllum fram- förum. Yonandi er samt, að þjóð vor fari nú að sjá, að sundrung, eigin- girni og tortrygni eru fljótvirkar systur í því — að eyðileggja aJt, sem er gott og gagnlegt. Og aftur á móti, að systurnar: Ein- ing, Ósýngirni og Ráðvendni eru ómissancli leiðtogar á lífsleiðinni, til þess að geta tekið framförum í öllu, sem er göfugt, gott og nyt- samlegt — — Hafið samvinnu og félagsskap í öllu mögulegu, sem miðar þjóð vorri til heilla—, heiðruðu landar! Þar eð fiskveiðar eru annar aðal- atvinnuvegur vor, þá er ekki síður nauðsynlegt fyrir oss að gera alt, sem oss er mögulegt, til að ná sem mestu af gulli því, er sjórinn í kringum land vort geymir, áður en útlendir yfirgangsseggir hafa rænt oss því algerlega. Alþingi hið næsta ætti að taka atvinnuniál vor til rækilegrar íhug- unar og reyna að finna upp ein- hver þau meðul, , er geti læknað dauðamörk þau, sem nú eru orðín ærið mörg á búnaði vorum, bæði til lands og sjávar. -— Ekki myndu kjósendur alment ámæla fulltrúum sínurn fyrir það, þó að þeir legðu til, að meira en einni krónu af hverjum tuttugu, væri varið til eflingar búnaði, eins og fróðir menn segja að átt hafi sór stað í sein- ustu fjáriögum vorum. Slíkt þykir alþýðu nokkuð lítið, sérstaklega þegar hún virðir fyrir sér hvernig hinum nítján krónunum er varið. Ég drap á það í upphafi greinar þessarar, að ég teldi það sem eitt af helztu skilyrðum fyrir framför- um hjá oss, að vér fengjum ótak- markað löggjafarvald i öllum þeim málum, sem að eins snerta vort eigið land. Hvernig því verði náð, er hægra sagt en gert, af þvi að þar er við ramman reip að draga sem danska stjórnin er, — að minsta kosti sú, er nú situr að völdum í Danmörku. Þó efast eg alls ekkert um að mögulegt sé að ná því. Ef þingmenn vorir reyn- ast stöðugir í stríðinu og hopa hvergi, þó að sigurinn virðist ekki viss í fyrsta áhlaupi, þá er ég sannfærður um, að hið góða mál- efni sigrar að lokum. En meinið er, að svo lítur út, sem sumir af þeim viti ekki einu sinni hvað þeir vilja eða hverju þeir eiga að fylgja, þegar eitthvað reynir á vitsmuni þeirra og hreysti. Éeir gleyma þá öllum hinum fögru loforðum sínum, sem þeir hétu á meðan þeir stóðu frammi fyrir kjósendum sínum. Þeir virðast þá hugsa mest um það eitt, að fylgja þeim að mál- um, er einhver eigin hagsvon get- ur verið að. — En við nœstu kosn- ingar ætti þjóðin að sýna, að hún vill helzt vera laus við slíka full- trúa og að hún vill að eins láta þá fjalla um velferðarmál sín, sem eru óháðir einstökum stofnunum eða mönnum. „Sá hefir sitt mál, sem þrástur er,“ segir máltæki eitt gamalt, og er því um að gera, að þingmenn vorir samþykki þiug eftir þing sjálf- stjórnarkröfur vorar, -- þangað til danska, stjórnin lætur undan, og vér göngum sigri hrósandi af víg- vellinum. Fulltrúar þjóðarinnar ættu sífelt að minnast þess, að þeir eru að- eins Jjjónar hennar, sem eiga að inna trúlega og samvizkuSamlega, af hendi vandaverk það, er hún hefir trúað þeim fyrir. feir ættu aldrei að vanlielga sína háleitu stöðu með því, að fórnfæra vel- ferðarmálum lands síns fyrir örlít- inn stundarhagnað handa sjálfum sór. — Hafið þetta sí og æ í huga, háttvirtu þingmenn! Sýnið á næsta þingi, sem nú er í nánd. að þér hafið verðskuldað traust það og virðing, sem þjóðin hefir borið til yðar, þegar hún valdi yður fyrir fulltrúa sína. — Ef þér og eftir- komendur yðar gjöra það, þá munu nöfri yðar og þeirra geymast með heiðri í sögu þjóðar vorrar og þá mun Jand vort einnig líta liósfagra framtíð. Enda ég svo línur þessar með þeirri hugheilu ósk, að sérhver ís- lendingur styðji að framförum lands vors og þjóðar — eftir megni. G. B.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.