Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 17.06.1899, Síða 1

Dagskrá - 17.06.1899, Síða 1
DAGSKRA. III. No. 49. Reykjavík, laugardaginn 17. júni. 1899. lAnrrcVl"! kemur út á liverjurn UCl^OJA-lCI. laugaj-deg^ árg. kostar 3,75 (erlendis 5 ler.), gjalddagi 1. okt. A-fgreiðsla og skrifstofa er í Lækjargötu 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Til minnis- Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3i/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. IH/2—IV2 siðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mánd., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útíán. Náttúrugripasafnið op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Itevkjavíkur-spítali. Olieypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskó'l.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannækningar ókeypis I. og 3. Má nad í liv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 13 (V. Bernhöft). Pólitískar veðurathuganir. — o— ' Yér birturn í síðasta blaði Dag- skrár grein eftir Björn Jónsson rit- stjóra ísafoldar, til þess að sýna stefnu hans þá í stjórnarskránnál- inu 1885, og reyna að gera mönn- um ljós áttaskiftin hjá honum í því efni. Hann er þá beinharður end- urskoðunannaður, ef nokkru má trúa af því, sem hann skrifar eða talar. Hér skulu teknar orðréttar setningar eftir Bjöm 1885 og aðr- ar orðróttar einnig eftir hann 1899, svo menn geti borið saman og sóð hversu staðfastur þessi náungi er í skoðunum sínum, eða hversu mikið vit hann hefir á stjórnmál- um, þótt hann sé gamall. Arið 1885 segir hann svo: „I'að er báglegt tímanna tákn, að það skyldi verða að gera þrjár atrennur til að koma fram á þinginu sjálfri endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1874 —- — en nú hefir þingið rekið af sér slyðruorðið og konrið málinu fram með ílestölium at- kvæðum og það í því horfi, sem við má hlíta, og er samkvæmt stefnunni í hinni löngu stjórnar- baráttu á undtin stjórnarskrá þeirri, er vér nú höfum. Sú stefna er og' á að ycra að fá alt stjórnar- vald og .stjórnarábyrgð, 1 þeim raálum, er ísland varða, sérstak- lega inn í iandið, að losast við selstöðufyrirkomulagið, sein heflr reynst og hlýtur að reynast jafn óholt i stjórnarefnum sem í verzl- unarefnum----að búasl við eða ætlast til a-ð annarleg þjóð í öðru andi leggi aðra eins alúð og rækt við vor máiefni og vér sjálfir, að ó- nefndum kunnugleikanum, það v'æri kynleg ímyndun; eða hvar mun þess dæmi? Enginn er öðrum sjálfur. Þjóðin á sjálf að hafa veg og vanda af öllum sínum stjórnarframkvæmdum. Að geta öðrum um kent, er miður fer, er siðspillandi niðurdrep fyrir alla framtakssemi landinu til viðreisnar. Þetta er aðaltilgangurinn með því að fara fram á að hafa hér landstjóra og ráðgjafa honum við hlið, með ábyrgð fyrir alþingi, og þetta atriði er aftur aðalatriðið eða höfuðbreytingin í hinni nýju stjórn- arskrá (endurskoðuninni). Hitt er óskiljaniegt að nokkrum manni geti verið alvara að imynda sór að vér mundum hóti bætta.ri þótt vér fengjum útlendan ráðgjafa til að skjótast hingað í selið eða reka inn neflð snöggvast annað- hvort ár, meðan á þingi stæði; mann sem mundi jafnt sem áður sjá eða heyra með annara augum eða eyrum, alt sem gerðist; auð- vitað hinna sömu, sem annars eru milliliðir milli hans og þings eða þjóðar". Svo mörg eru þessi orð og þannig hljóða þau. Aldrei hefir nokkur maður rnælt eindregnara með frumvarpi því, er Benedikt Sveinsson og aðrir beztu menn þjóðarinnar hafa samið og haldið fram; en svo kemur annað hljóð í strokkinn, án þess að gerð sé grein fyrir nokkrum ástæðum. 1899 eru það alt skilningslausir eintrjáningar, eftir dómi Björns sjálfs, sem halda nú fram þessari hans eigin skoðun. Yér skulum líta í ísafold til þess að sannfær- ast um þetta. i 36. bl. XXYI, stendur: „Og svo heflr enginn maður fært minstu rök fyrir því, að þetta stjórnarfyrirkomulag (end- urskoðunin, sem hann taldi sjálf- sagða 1885) yrði oss á nokkurn hátt hagkvæmara né liappasælla fyrst um sinn, en sú breyting sem osserboðin“, nefnilega ráðgjafi sem á aö skjótast hingað i selið, eða reka inu uefið snöggvast annaðhvort ár, meðan á þingi stendnr, til þess véi' höfum hans (Björns) eigin orð. 1885 taldi ísafold það iífsspurs- mál fyrij' islenzku þjóðina að fá landstjóra með ráðgjafa sér við hlið. 1899 telur ísafold það óðs manns æði, barnaskap, eiliglöp, heimsku, bíræfni og svo framvegis að vilja fá landstjóra með ráðgjafa sér við hlið. 1885 telur ísafold það fjarri öllum sa^rrii, að vér værum hóti bættari þótt vér ferigj- um ráðgjafa, sem sæti á þingi. 1899 telur ísafold það ekki svara- vei t að vilja hafna ábyrgðarlausum ráðgjafa, sem ræki inn nefið ann- aðhvort ár. 1885 telur Isafold það liggja í augum uppi, að slíkur ráðgjafi sæi með annara augum, heyrði með annara eyrum, með öðrum orðum, léti leiðast svo af fortölum annara að hann væri að eins verkfæri í þeirra höndum. 1899 þykir ísafold það ganga guð- lasti næst, ef talað er um að slík- ur ráðgjafi mundi verða fyrir áhrif- um annára; það telur hún nú ósæmilegar getsakir, óheiðarlegar tilgátur 0. s. frv. Bað þarf engan sérlegan vitring til þess að verða var við jafn greinileg áttaskifti og þetta. Hver getur nú trúað þeim inanni, sem þannig hefir sýnt sig óútreiknanlega pólitískan vindhana, til þess að fylgja fram nokkru máli af eigin sannfæringu? Geta menn ekki alveg eins búist við að hann verði miðlunarmaður árið 1901, haldi fram milliþinganefnd 1903, liverfi aftur að endurskoð- uninni 1905 og telji alla heimsk- ingja, skynskiftinga, flón og öðrum nettyrðum eins og honum er lag- ið sem andmæla honum? Getur nokkur maður trúað hon- um til þess eða verið viss um það, að hann sé nú í raun og veru Valtýsmaður, öðruvísi en af ein- hverjum praktiskum ástæðum, þeg- ar hann heflr lesið samanburðinn hér aðframan? 1885 hóldu menn að hann fylgdi Benedikt og öðrurn, sem höfðu hjálpað honuin, at' sann- færingu og einlægni; nú lítur þó svo sú, sem það hafi ekki verið. 1899 halda menn að hann haldi fram gagnstæðri stefnu, einnig af sannfæringu, einhvernveginn að- fenginni, en þegar þess konar lag er komið á, þá er ekki gott að vita hvenær eitthvað kann að koma og snúa sannfæringunni. Ef Björn vill bera saman stefn- ur sínar fyr og nú, þá hlýiur hon- um annaðhvort að flnnast., að hann liafl verið nokkuð einfaldur fyrr á árum á meðan hann fylgdi frjalslynda flokknum, eða hann talar ekki af sem göfugastri ein- lægni nú á dögum. Eftir ísafold að dæma, er ómögulegt að vita hvort Björn Jónsson er frumvarps- maður eða Yaltýsmaður, en vilji hann telja inönnum trú um, að hann haldi fram Valtýskunni af eigin sannfæringu, þá skorum vér hér með á hann að gera glög'ga og fullnægjandi grein fyrir þvi, hvenær og hvernig hann hefir feng- ið þessa æðri og bet.ri þekkingu. Hann hefir vonandi ekki fengið hana á neinn ósæmilegan eða Efi- altiskan liátt og þarf þess vegna ekki að skarnrnast sin fyjir að segja í'rá þvi. Geri hann það ekki, verðurn vér að áiita að eitthvað só bogið við þessa nýju sannfær- ingu. Fornbréfasafnið. Kynnið yður efni þess, ef þér viljið þekkja sögu ættjarðar yðar. —o-- Það hafa ótrúlega fáir minst Fornbréfasafnsins sérstaklega, síðan einhver a.-)-b ritaði grein um það í „FjaIlkonuna“ 1889, og þá kom- ið út a.f því 1. hefti annars bindis; það hefti náði til ársins 1280, síðan hefir stórum aukist við safn- ið og ei'u nú fjögur bindi af því fullprentuð, og nær því tvö hefti af hinu flmta; var hið fyrra hefti þessa bindis prentað i Kaupmanna- höfn, eins og alt bað, er út heflr komið af safninu hér til. Þetta nýnefnda hefti átti að koma út á árinu 1898 og var fuUprentað litlu eftir nýár næstliðinn vetur, kvað hafa komið með „Láru“ til Reyk- javíkur í aprílmánuði, en ekki höf- um vér enn þá orðið varir við út- sendingu þess á meðal félagsmanna hér 1 bænum, er það þó líklega skylda forstöðumanna Bókmenta- félagsins, að sjá um að hvert hefti fyrir sig sé sem fyrst sent út til félagsmanna þegar það hefir verið prentað, og því fremur sem þetta hefti átti að réttu lagi að koma út fyrir 1. jan. 1899. Þet.ta óútborna hefti nær til árs- ins 1464, og er 27 arkir að stærð. Búumst vér við að það hafi marg- an fróðleik að flytja, og mun ýms- um vera orðin forvitni á að sjá það. Síðasta hefti fjórða bindis kom út 1897 og nær það til ársins 1449. Til útgáfu Fornbréfasafnsins ei Bókmentafélaginu árlega veittur 500 króna styrkur úr lands- sjóði, og er slíku fé sannai - lega vel varið. Síðan Jón Sigurðs- son leið, hefir Dr. phil. Jón Þor- kelson ýngri annast um útgáfu safnsins, og er hún sem vænt.a má ágætlega vel og samvizkusam- lega af hendi leyst, og það mun óhætt. að fullyrða, að safn vort verður — eftir því að dæma, sem nú er komið út — engu miður vandað að frágangi en Fornbréfa- safn Norðmanna, sem nú er að koma út, og Fornbréfasafn vort heíir lika ýmsa mikilsvarðandi kosti fram yfir norska Fornbréfasafnið, sér í lagi að því, er l egistrið snert- ir, og registrið verður ætíð aðal- skilyrðið fyiir notkun slíkra bóka, en mjög er það urnfangsmikið og vandasamt verk að gera registrið svo vel lir garði sem þörf er á — en þetta heflr útgefanda islenzka Fornbréfasafnsins einmitt tekist ágætlega. Peir aðalkostir, sem registur þetta heflr fram yfir registiir norska Fornbréfasafnsins eru þessir:

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.