Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 17.06.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 17.06.1899, Blaðsíða 3
195 skrifað í það á móti hr 0stlund, eftir það að vér gerðumst ritstjóri þess. Rvík 14. júní 1899. Sig. Júl. Jóhannesson. Fulltrúaþing Good-Templara. —o— Oss þykir það við eiga að geta nánar þessarar samkomu, þar sem Dagskrá hefir altaf öðruhvoru flutt fregnir frá Good-Templarafélaginu og pistla um það. Þingið byrjaði eins og áður er sagt þriðjadaginn 6. þ. m. Þingsalurinn var allur faguriega skreyttur fánum, skrautböndum og lyngsveigum af nefnd, er allar stúk- urnar höfðu valið í því skyni. Mættir voru 79 fulltrúar úr ýms- um héruðum landsins. Stórtempl- ar og stórritari lögðu báðir fram prentaða, skýrslu. Var skýrsla Stór- templars sórstaklega mjög ítarleg, leiðbeinandi og fræðandi bæði að því, er snertir liðna tímann og hinn ókomná. Skýrsla hans var 57 bls. í 8 blaða broti, í 14 köflum. 13. kaflann, tökum vér hér upp: líeg'lan og- landsfólkið. Þegar reglan kom hingað fyrst, og landsmenn fóru að átta sig á því, að einhver nýbreytni var að koma inn í landið, þar sem menn sátu á fundum með rauðan kraga um hálsinn, menn og konur höfðu jafnrétti, og alt var heimuiegt, þá reis mörgum almúgamanni víst hugur við þessum „ósköpum." Ekk- ert félag á landinu heflr átt við þeirri óvild að rísa, sem regla vor átti í fyrstunni. Ég held hún hafi verið: leikmönnum hneyksli, en lærðum heimska. Henni var alt fundið til foráttu, Hinn kristilegi kærleiksandi, sem á að hvíla yflr oss, var hafður að athlægi. Nú er þetta alt orðið breytt. Allir lofa fyrirkomulag vort. Menn hafa meira og mei'ra fengið þá trú af reynslunni, að reglan sé það eina bindindisfélag, sem gagn er að. Landsfólkið má líka vel unna oss þess sannmælis. Það tekur regl- unni nú tveim höndum, og dáist að fyrirkomulagi hennav, og kraft- inum, sem hún heflr sýnt í því, að þoka bindindismálinu þangáð, sem það stendur nú í dag. Landsfólkinu er óhætt að taka reglúnni fegins hendi. Hún hefir fremur en flest annað gert ísland þekt á síðari árum um heiminn. Sólin fer aldrei svo um jörðina allan' sólarhringinn, að hún skíni ekki á einhverjar deildir í reglunni, og hvar sem reglan á deildir, er það líka kunnugt, að á íslandi er til þjóð, og að þar er barist fyrir bindindi af hálfu Good-Tempiara. Sumir menn hennar eru viða þekt- ir af henni. Bindindisbaráttan á íslandi er miklu betu'r kunn ann- arstaðar en aðrar pólitískar deihu', eða löggjöf og stjórn. Reglan er á þennan hátt landinu til sóma og vegs; hún gerði garðinn frægari en hann var. Hún leiðir inn í landið loftstraum af ensk-amerísk- um hugsunarhætti, sem landsfólk- inu er holt að fá. Hún kennir oss gott skipulag, og að hlýða föstum reglum, og vér höfum gott af því. Það gerir landsmenn að nýtari borgurum, ef þeir læra það hvorttveggja. Að síðustu kennir reglan oss, að afneita sjálfum oss, og heldur að oss kærleikanum til náungans. Hún er auðvitað ekki nein beinlínis kristileg hreyfing sjálf, en hún ryður veginn fýrir kristi- legum hreyflngum, hvar sem hún hefir staðið í blóma nokkurn tíma. Fyrir flesta, sem í henni eru lengri tíma, er hún menningar- meðal, og býr þá undir önnur störf í þjóðfélaginu. Hún er ekki að eins bezti mælskuskólinn á landinu, heldur sá einasti, sem til er. Fjöldi landsmanna heflr geflð henni bæði hjarta sitt og töluvert fé, en ég vona að hún hafl borgað þeim hvorttveggja aftur, og geri það enn betur síðar. Nú, þegar þetta er skrifað, er reglan orðin eins konar stórveldi í landinu. Nálægt 80 deildir ung- ar og' gamlar vinna verk hennar, halda uppi skoðunum hennar, og breiða hana út. Almenningsálitið er orðið vor megin, og skoðanir vorar á vínsölu eru að ryðja sér til rúms. Éær hafa algerlega sigrað í héruðum og bæjum, þar sem þriðjungur allra landsmanna á heima. Það heflr ekki verið reynt að sýna það enn nálcvæm- lega, hvernig hinir tveir þriðju partarnir taka máli voru, en eftir því sem vér bezt viturn, munu undirtektirnar undir það vera hin- ar beztu mjög víða. Ef nokkuð verður ráðið af því, sem á undan er gengið, þá er sigur máls vors í 'nánd. Margir af oss fá líklega að lifa það, að sjáhann." Pess skal getið að nær 30 mál komu fyrir þingið sem áfrýjað hafði verið á tímabilinu til stórtemplars; voru þau flest af því sprottin, að ýmsir menn félagsins höfðu verið á fundum með úrskurðabók heims- stúkunnar (Roberts Digest) á ensku, og taiið þau lög, sem allir væru skyldir að hlýða, en það er mein- legur mfsskilningur. Éað er dóma- safn, en ekki lög, og skal þess getið til leiðbeiningar fyrir þá fó- lagsmenn, sem ekki eru vel kunn- ir þessu máli, að þeir dómar geta verið góðir til hliðsjónar, eh engri stúku eða félagi er skylt að hafa þá eða skilja, og þar afleiðandi ekki að fara eftir þeim sem lögum, enda koma þeir mjög í bága hver við annan, sem eðlilegt er, þar sem þeir eru dæmdir af ýms- um mönnum á ýmsum tímum. Ef óg segi til dæmis að það sé likt Kr. Ó. Þorgrímssyni að fara í verzlunarbækur án leyfls verzlun- arstjóra og sanna að hann hafl gert það, en Halldór Daníelsson dæmir samt að ég eigi að láta 10 kr. fyrir að hafa sagt þetta, þá er það dómur, en ekki lög. Svo skulum vér setja sem svo að annar maður segi hið sama af sama gefuu tilefni, en sá dómari sem þá situr að völdura á eftir H. Daníelssyni dæmi hann sýknan af öllu því. Þá er það líka dómur en ekki lög, sem legst við dóma- safnið. Þetta er vonandi að menn skilji framvegis og bindi sig alls ekkert við dómasafnið (Roberts Digest), þess ættu að minsta kosti allir friðelskandi menn að gæta. — Nánari sagnir af þinginu geta menn lesið í síðasta blaði Isa- foldar. Níðingleg meðferð á skepnnm. —o— Maður er nefndur Guðmundur Bjarnason og býr hér í Reykjavik. Hann er sá maður, sem vór neyð- umst til að tala um í sambandi við þetta efni. Maður þessi hefir tvö hross undir höndum, sem hann beitir svo harðýðgislegri meðferð, að engum manni er sæmandi og þar eð margsinnis hefir verið tal- að um það við, hann, án þess að hann vilji bæta ráð sitt hið minsta, þykir oss ekki tilhlíðilegt að þegja lengur. Guðmundur hefir haft þann sið lengi að undanförnu að legja þessi hross innlendum og útlendum mönnum eða, ríða þeim sjálfur um götur bæjarins, og þegar þau hafa komið heim á kvöldin, uppgefin af ofmikilli þrælkun, hafandi verið bar- in og illa útleikin að ýmsu leyti, þá hefir Guðmundur ýmist lokað þau inni í hesthúsi víð litla björg eða enga, eða þá bundið þau úti og látið þau standa þannig náttlangt; vór höfum svo sannar sögur af þessu að það er bókstaflega satt, enda höfum vér sjálfir verið sjón- arvottur að sumu af því, t. d. meðferðinni á daginn. Ýmsir góð- ir menn og konur hafa að sönnu reynt að líkna skepnum þessurn, en það hefir ekki getað orðið til hlítar. Það þykir ef til vill nokk- uð nærgöngult að tilgreina þannig einstaka menn, en það er eina ráð- ið, sem vér höfum; vór höfum enn engin lög til þess að fara eftir í þessu efni, en Dýravepndunar félag- ið hefir falið 3 mönnum að semja frumvarp til Dýraverndunar-laga, sem lagt verði fyrir þing í sumar og er alþm. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri einn þeirra. Pess skal getið að bæjarfógeta hefir vei'ið til- kynt atferli Guðmundar og má því að líkindum vænta að hann sjái svo um að slíkt eigi sér ekki stað fram- vegis. Lærðu mennirnir ættu þó að vera svo vÝl að sér í dýrafræði að vita að dýrin hafa tilfinningu, þótt þeir, ef til vill, gjöri sór ekki grein fyrir því, sem ekkert virðast vita annað en það að peninga þarf til þess að geta keypt brennivín! að peningar fást fyrir það að legja hesta, og að ódýrast er að ala þá á engu. F R ÉTT I R. —o— Harðindi er að frétta víða utan af landi; heyleysi í vor og skepn- ur þar af leiðandi gagnslitlar. Fjöldi fólks fer nú til Vesturheims og ætlar þó íleira ef það getur kom- ið eigum sínum í peninga fyrir eitt- hvert verð. Úv einni sýslu (Mýra- sýslunni) eru hér komnir 30—40 manns, sem ætla til Vesturheims, enda raunu flestir fara þaðan. Ekki litur það sem bezt út að leg'gja af stað í þess konar för með 8—10 börn á unga aldri, félaus og mál- laus eins og sumir gjöra. Pað væri betur að þeir fyndu gæfuna í Vesturheimi, sem það gjöra; en ískyggilegt or að leita hennar þang- að þannig á sig kominn. — Fólk þetta hefir selt eigur sínar fyrir hálfvirði eða jafnvel þriðjung verðs. Yalhöll. —o— Núna þessa dagana er verið að flytja öll áhöld til Pingvalla. Hr Þorsteinn Davíðsson verður þar um- sjónar- og veitingamaður á hótel Valhöll, en frú Solveig Guðlaugs- dóttir verður ráðskona hjá honum í sumar. Mega landsmenn vel við það una, þar semþau eru bæði kunn að dugnaði og reglusemi; bæði ströngustu bindindismenn. Hr.- Porsteinn er maður vel að sér í erlendum málum og kurteis í fram- komu; má því vænta að hann á- vinni oss álit í augum útlendinga, er til Þingvalla koma og er það mikils vert. Skemtibátur verður á Fingvallavatni og allar veitingar fást, sem óskað er eftir nenia áfengi, Porsteinn hefir tokið sér þunga byrði á herðar með því að ætla að vera nokkurs konar fulltrúi þjóð arinnar á þessum fornhelga stað, og vór vonum að hann beri þá byrði vel og treystum honum til þess. ________ cJCitt og þaífa. —o— Gott dæmi upp á líkræðulof' og erfiljóðalygi er það, sem hér fer á eftir. í fyrra sumar dó stúlka ein í næstu sveit við Reykjavík; eitt af höfuðstaðarskáldunum var feng- ið til þess að yrkja erfiljóð eftir hana. Skáldið hafði aldrei séð hana né heyrt og hafði engar upp- lýsingar um hana aðrar en fæðing- ar- og dánardægur. Af því sást þó að hún var komin hátt á fertugs aldur þegar hún dó. Skáldið taldi það líklegt að svona gamall kvenn- maður hlyti að hafa verið giftur; kallar hana því ekkju og talar mikið um það, hversu hún hafi ver- ið viðkvæm móðir og ástrík eigin- kona og lýsir nákvæmlega fundum hennar og manns hennar hinu- megin grafarinnar. Stúlkan hafði aldrei verið við karlmann kend.— Svona eru erfiljóðin áreiðanleg stundum- Islaus höfn heflr nýlega fundist við Norðuríshaflð. Hún liggur N ið mynnið á íijóti einu, er Kulo'i nefnist og rennur í Mesenflóann. Beinagrindur af hundrað inanns fundust nýlega á milli Litla- og Stóra þrælavatns, af mönnum, sem höfðu farið til Klondyke til guli- fauga. Til og frá eru menn á leiðiiini veikir og hálfdauðir új hungri. Segja svo áreiðanlegar fregnir frá San Francisko að nokk- ur þúsund hljóti að deyja á næsta vetri úr hungri og kulda.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.