Dagskrá

Issue

Dagskrá - 17.06.1899, Page 2

Dagskrá - 17.06.1899, Page 2
194 1. Artal er sett við hvert hafn í registrinu þar sem það verður fengið, og leiðbeinir það að miklum mun þeim, sem nota safnið til rannsókna; þennan leiðarvísi vantar algerlega í registur norska Fornbréfasafns- ins, og er hann þó mjög nauð- synlegur. Auk þessa er í registri Fornbréfasafns vors bætt við skýringum um dán- arár manna, sem eru annað- hvort bygðar á annálum eða á safninu sjálfu. 2. Föðurnafnaskráin. — Þar sem eiginnöfnum þeirra manna, sem eiga sama föðurnafn, er skipað í eina röð eftir upp- hafsstöfum, án tilvitnana — er og alveg ómissandi í re- gistri Fornbréfasafnsins, og annars í registrum allra sögu- legra rita, þar sem nokkuð er að mun af mannanöfnum, hvort sem ritin snerta forn- öldina eða nútímapn, en þó vantar þennan lið nær því í hvert einasta registur, sem til er yfir aðrar fornrita út gáfur, þegar frá eru skildir ís- lenzkir Annálar; Hafniæ 1847, og íslenzkar ártíðaskrár Kaup- mannahöfn; 1893—1896, (er hið síðai'nefnda registur gert a-f útgefanda Fornbréfasafnsins dr. J. I5.) Það er vonandi að forn- ritaútgefendur taki þessa um- :bót framvegis til greina, þegar þeir gera registur víð útgáfur sinar; því þau registur, sem ekki bafa þennan lið, geta ekki talist fullkomin eða nákvæm. Margt fleira er vert að teija, út- gáfu Fornbréfasafnsins til ágætis — framar öðrum fornrita-útgáfum Islendinga — en óþarft þykir að fara iengra út í þetta efni hér, því ritið mælir öruggast með sér sjálft, þegar það kemur fyrir sjónir þeirra manna, sem kunna að rneta gildi þess, — og engum getur dul- ist, að safn þetta er afar yfirgrips- mikið að efni, og það verður hið lang merkasta rit, sem vér eign- umst viðvíkjandi sögu ættjarðar vorrar, svo að hin önnur sagnarit vor frá seinni öldunum hljóta mestmegnis að hverfa í djúp gleymskunnar, þegar menn hafa lært að hagnýta Fornbréfasafnið— þá er þáð hefir færst áfram, yfir hina myrku tíma miðaldanna og að næstiiðnum aldamótum (1800), þá fá menn fyi-st viðunanlegt yfir- iit yfir rás viðburðanna hjá þjóð vorri á liðnu öldunum, — og yfir þær bregður þá því ijósi, sem al- drei fær slokknað meðan ísland er bygt, og sem framvegis verður hinn fastasti og áreiðanlegasti grundvöllur er saga hinnar í'slenzku þjóðar byggist á. Urn tímabilið frá 1300—1600 höfum vér ekkert annað verulegt rit við að styðjast, er snerti sögu þjóðar vorrar i heild sinni, nema strjála og ófullkomna annála, og Fornbréfasafnið fyilir ómetanlega eyður þein-a; það veit- j ir oss upplýsingar um ýmsa sögu- lega viðburði, sem jafnvei hinir \ glöggsæustu rithöfundar vorir höfðu hér til engan grun af, að nokk- urntíma hefðu átt sér stað. Ýms merk skjöl, sem þegar hafa birzt j í Fornbréfasafninu, hafa áður um langan aldur verið oss huldir leynd- ardómar, sem fáir eða engir íslend- ingar hafa vitað að væru til. Þess VGgna hlyti það að vera hið mesta óráð, ef nokkur ætlaði sér að rita sögu íslands, án þess að hafa Forn- bréfasafnið sór við hönd og nota það — því slíkar ritsmíðar gætu aldrei orðið annað en ónýtt kák, og hlytu jafnvel að verða villandi, fyrir íslenzka alþýðu, því vér sjá- um þessa ótal dæmi í ntum for- feðra vorra, er snerta miðaldasögu íslands — eins og við má búast -— meðan þeir höfðu ekkert tii að leið- rétta eftir hinar óljósu og afbök- uðu sagnir — frá löngu liðnum timum — sem þeir oftast urðu að miklu leyti að byggja ritsmíð- ar sínar á. Sama má og segja um margar ættir, sem raktar hafa verið til vorra tíma niður frá mönnum, sem voru uppi á 14., 15. og 16. öld — að þær voru alveg skakt raktar í ættatölunum — og vér getum leiðrétt fjölda slíkra ættatalna eftir fornbréfasafni voru, og aukið þær að miklum mun. Þessu til sönnunar má telja það, að sagnaritarar vorir nú á síðustu tímum hafa alls ekkert kunnað að rekja fram ætt Arna biskups milda Ólafssonar, og sumir hafa jafnvel talið hann norzkan að uppruna og hafa líklega bygt þá ætlun á þvi, að Árni kemur fyrst til sög- unnar sem munkur í Noregi 1403 (ísl Annálar, Hafniæ 1847; 376, bls. sbr. Safn til sögu íslands II. 644 bls.). Þó segir séra Jón Hall- dórsson, í Hirðstjóraannál (safn til s. ísl. s.st.) að Árni sýnist vera íslenzkur, og nefnir nokkra frænd- ur hans búsetta á íslandi: forkel prest Ólafsson í Reykholti, og P’ór- unni konu Ara Daðasonar í Snóks- dal — og er hún í ættatölum talin Þój-arinsdóttir. — Þó rekur J. H. ekki fram ætt Árna biskups, og ei heldur Jón prestur Egilsson í biskupa annálum (í Safni til sögu ísl. I. 34) og hann nefnir ekki föðurnafn Árna biskups. J. H. hehr rétt fyrir sér í því, að Árni biskup hefir verið íslendingur, og hefir átt marga göfuga frændur í vestflrðingafjórðungi; þar á meðal þá feðga: Odd lepp Þórðarson og Guðna son hans (dó 1431), sem hafa haft mikil kaup við Árna biskup, og Oddur leppur gefur Árna biskupi prófentu sína. Árni biskup átti Hamraenda í Miðdölum — og stóreignina Stað- arhói í Saurbæ, er hafði — frá síðara hluta 10. aldar — verið höfuðból hinna frægustu höfðingja- j ætta á Vesturlandi, þann bæ reisti fyrstur Sturla Þjóðreksson (litlu íyrir 1000), á fyrra hluta 12. ald- ar bjó á Staðarhóli höfðingirm Þorgils Oddason (dó 1151) og Ein- ar son hans (f. 1120 dó 1185) eftir hann, þeir feðgar hafa verið afkomendur Sturlu Þjóðrekssonar. Eiuar Þorgilsson átti enga skilgetna afkomendur, því gaf hann Kolfinnu laundóttur sinni jörðina Staðarhól, en síðar rauf Porvaldur Gizurar- son þá gjöf, af hendi Ingveldar I’orgilsdóttur, sem var skilgetin systir Einars og átti því með réttu að taka arf eftir liarm ásamt öðr- um systrum sínum, vorið 1186 settist Rorgils prestur sonur Gunn- steins Þórissonar og Hallberu Þor- gilsdóttur, — systursonur Einars og Ingveldar — á Staðarhóli, en iitlu síðar finst hans getið á Stað á Reykjanesi, mun þá Hallur prest- ur Gunnsteinsson (dó 1228) bróðir Þorgils, hafa búíð á Staðarhóli, og eftir Hall eignaðist Páll prest- ur sonur hans Staðarhólsland. Þegar Sturla skáldÞórðarson kvænt- ist Helgu Þórðardóttur systurdóttur Páls prests, þá fékk Sturla Staðar- hól til ábúðar, en síðan til eignar. Eftir Sturlu bjó Snorri sonur hans á Staðarhóli, hann dó 1306. Síð- an vitum vér ekki með vissu um eigendur þeirrar jarðar eða búend- ur þar, þangað til Ólafur tóni hinn eldri bjó þar, á seinna bluta 14. ald- ar, Ólafur var sonur Þorleifs á Reykhólum (dó 1379) Svartssonar1, Ólafur tóni hefir fengið Staðarhól með f’orbjörgu konu sinni, dóttur Orms lögmanns Snorrasonar frá Skarði; en Ormur — eðaþá Snorri. faðir hans — hefir fengið jörðina Staðarhól hjá afkomendum Snorra sonar Sturlu lögmanns, og hefir víst verið í tengdum við þá. [Framh.j. JSjóssgæzla. í ísafold síðast birtust meðal annars frá fulltrúaþingi Good-Templ- ara eftirfarandi línur: „Útaf árás frá blaðamanni einum í reglunni á blaðið „Verði ]jós“ fyrir fram- komu þess í bindindismálinu, lýsti stórstúkan yfir því, áð hún teldi það blað hlynt bindindismálinu en eigi andvígt." Par sem ég er einn meðlimur stórstúkunnar og var á þinginu, var mér það Ijóst, hver sá blaðamaður er, sem áþt er við og skal ég leyfa mér að skýra málið nákvæmar og róttar en Björn hefir gert. Pannig stóð á, að séra Jón Helgason hafði gert árás á ársrit „Hins íslenzka kvennfélags“ í blaðinu „Verði ljós“ út af bind- indisritgerð,. er þar birtist. f’essar árásir benti ritstjóri Dagskrár á á opnum fundi í „Hlín“ í vetur, en Haraldur Níelsson varði þær. Hann er einn af útgefendum „Ljóssins11. Þetta þótti oss illa sæmandi Good- Templar, og rituðum því allítar- lega grein í Dagskrá með fyrir- sögninni „Skáhallir Ljóssgeislar" þar sem vér hröktum svo gersam- lega árásir sóra Jóns, að hann hefir ekki séð sér fært að and- mæla því einu einasta orði. Grein vor er skrifuð hógvært ,og kurt- eislega, en einfalt og blátt áfram og að öllu leyti haldíð við efnið, án nokkurs persónulegs og geta menn bezt sannfærst um þetta, 1) Ætt Þorleifs Svartasonar mft reka langt fram, Svartur þo/leifsson faðir hans liefir óefað verið sonur þorlcifs haga í Laugardal (dó 1315) Eyvindar- sonar prests í Haga (af Seldæla-ætt), móðir Svarts Þorleifssonar virðist liafa verið af ætt Skarðs-Snorra (ef til vill | dóttir Sigmundar Snorrasonar). Skarðs- | Snorri átti Reykhóla, og þaðan er sú jörð komin í Svarts-ættina, en úr Svarts- ættiuni til Ara föður Guðmundar ríka | á Reykhólum. með því að lesa grein vora, sem er i 37. tbl. Dagskrár þ. á. Til þess að bæta þessar hrak- farir sóra Jóns, kom sóra Friðrik Hallgrímsson með tillögu um það, að stórstúkan lýsti óánægju sinni yfir grein þeirri, er vér rituðum og þeirri árás, sem þar væri gerð á „Verði ljósið“. Þessi tillaga var svo gersamlega fyrirlitin, að stórstúkan vísaði henni frá sör, (borðlagði hana); en síðar var samþykt tillaga um það, að lýsa því yfir, að stórstúkan teldi „Ljósið“ hlynt bindindismálinu, en sú tillaga var ekki sett í neitt samband við neinar árásir á „Ljós- ið“, enda hefði það verið næsta hlægilegt, ef sama stórstúka á sama fundi hefði samþykt að banna mönnum að halda því fram, að reglan væri kristileg og knstnum mönnum bæri að styðja hana, sem hún samþykti að lýsa því yfir, að reglari væri kristileg og ætti að vera það! Nei, Good-Templarar skilja betur skyldur sínar en svo; þeir eru sjálfum sór samkvæmari en svo, sem betur fer, og mun ýmsum fulltrúum hafa þótt kyn- leg þessi tillaga séra Friðriks. Vér höldum því enn fram sem fyr, að saimkristiim prestur geti sá elcki verið, sem þekkir tilgang bindindismálsins, sem eru kunnar orsakir þess og takmark og vill saiut ekki styrkja það. Vara- játendur kristindómsins og hræsn- isprestar geta haldið því fram, en hinir ekki að voru áliti. Út af þessu atriði skora ég á sóra Jón Helgason prestaskólakenn- ara í Reykjavík, að koma á íund við mig í Good-Templarahúsinu einhvern sunnudag, sem honum er hentast áður en langt líður, til þess að verja þar mál sitt, og ætla óg þá að leitast við að sýna svo greinilega, hvort ég hafi ekki rétt mál að verja, sem rnér er frekast unt. Þangað ætla óg að bjóða svo mörgum málsmetandi mönnum, sem húsið rúmar og skulu þeir svo dæma um málstað oklcar á eftir. Ég þort vel að leggja það undir dóm sanngjarnra manna. Ég skal geta þess að ég sendi séra Jóni þetta blað og þar að auki skriflega áskorun, svo að rnenn viti að hann hafi enga af- sökun. Ég get þess til, að docent- inn þori að mæta mér, sem hann annars ekki kvað meta svo sérlega mikils. En vilji hann afsaka sig með því, að hann ekki vilji eyða sínum gullvægu orðum við mig, þá vil ég minna hann á það, að Kristur hafði samneyti við pútur og bersynduga og só hann krist- inn nema á vörum og tungu, þá vill hann sjálfsagt feta í hans spor í þessu sem öðru. Eí' ílium kemur ekki til þess að yerjá þaö, sem liaiui teíur sannleiká, þá er þaft af því að hann þor- ir það ekki, iieíir yeikan mál- stað. Eg skal taka það fratn, að vilji séfa Jón verja rnál sitt annars- staðar en i „Verði ljós!“ þá er honum heimilt rúm til þess í „Dagskrá". Hann getur ekki borið það fyrir sig, að hann vilji ekki rita í það blað, því hann hefir áður jd

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.