Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.06.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 24.06.1899, Blaðsíða 1
III. No. 50. Reykjavík, laugardaginn 24. júni. 1899. íla rrdrrl kemur út á hverjum ~ laUgarrtegi, árg. kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. okt. A-fgreiðsla og skrifstofa er í Lækjargötu 4, opin hvern virkan dag kl.ll—12 og 4—5 siðd. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Bmtd. i mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 siðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—31 /2. Lándsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjðri viðst. kl. IF/2—IV2 siðd. Annar gæzl ustj. vidstaddur kl. 12—-1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mánd., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Ókeypis lækning- ar Priðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (i barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Aúgnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannækningar ókeypis 1. og 3. Mánad í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. liernhöft). Þingmál í sumar. Hvað er undirstaða undir krafti velgengni og heiðri þjóðanna? — Fyrst og fremst mun það vera mentun, þjóðleg siðprýði og holl- usta. Þar næst eru atvinuuveg- irnir, sem einnig eru mjög fast samþættir hinu hvorttveggja. Þetta alt í sameiningu er það, sem hver óspilt og skynaerandi stjórn og þirig skal leggja allan athugann á. Övona sannleiki út í bláinn er auð- vitað ömissandi, og hann hljóta aliir, sem eítthváð gott vilja vinna að hafa í huganuin. En samt er ærinn vandi eftir, og hann er sá, að . koma þessurn sannleika og þessari nauðsyn í framkvæmd. Hvernig á þingið að hugsa sér til að ráða fram úr vandkvæðum þjóð- ar, vorrar. Tökum til dæmis verzl- unina, sem nú er landsmönnum þungbær víðast hvar, vegna áfall- inna skulda, en alstaðar vegna þess í hve lágu vérði íslenzkar afurðir eru. Nokkuð mætti lina skuldafjötrana með iánsstofnun, hvernig, sem afleiðingarnar yrðu af henni, en þær eru komnar und- ir hyggindiun og hófi lanbsmanna. En hvernig skyldi þingið fara að að því, að hækka verð á íslenzk- í um vörum. Hvernig getur það hækkað verðið á ullinni, sem er mest 3ríðandi. Getur það fundið nýja og betri markaði en þeir eru, sem hún er nú seld á. Ekki get- ur alþingi ráðið neitt við toll-lög voldiigu þjóðanna. Nú gerum vér ráð fyrir að með- ferðin á ulliuni geti batnað og hún með því hækkaði í verði. En get- ur þingið, Sem þing, haft áhrif á ullar verkunina? Er það ráðlegt að búa til þvingunarlög í þvi efni? Að sönnu svíkja þeir í raun og veru alt landið, sem verka ullina svo ílla, að þeirra ull spillir mark- aðsverði allrar ullarinnar. En verð- ur komið í veg fyrir það með lög- um, sem nægflega séu framkvæmd og framkvæmanleg. Ekki getúr þingið heldur komið í veg fyrir hinar eyðileggjandi verzlunarskuld- ir. Hvernig getur löggjöfin bann að einum manni að lána öðrum og hvernig getur löggjöfin bannað einni þjóð að. hafa heimskuleg og skaðleg viaskifii. Hér verður alla jafna mest komið undir heimsku eða hygni landsmanna sjálfra. Hveruig getur þingið gert lands- menn hófsama og nægjusama. Nokkuð getur það að því unnið með þvi að auka nytsama mentun og mennieg alþýðu. Eu það er heldur enginn hægðarleikur, því vér erum ekki auðugir af kennur- um í þeirri grein. En eini vegur- inn til viðreisnar er það, að lands- menn læri betur hóf, nægjusemi og hyggindi í viðskiftum, sumir álita hér þann skort á öllu þessu að engin þjóð mundi þrífast með sama háttalagi. En auðvitað er það bæði tilhlýðilegt að þingið taki málið til meðferðar og reyni alt sen: í þess valdi stendur til að ráða bót á þessum verzlunar og efnavankyæðum. Annað sem þing-. inu kynni að veita hægra, er það að efla smjörverzlunina; hægt ætti því að vera að tolla smjörlíki og fjárstirk gæti það veitt til að kaupa skilvindur og jafnvel veitt verðlaun hverjum þeim, er skar- aði fram úr í því að afla smjörs, sem gengi með þolanlegu verði á markað erlendis. Verðlaúna hag- anleg samtök til smjörverkunar, enda borga nokkra aura fyrir hvert pund, sem gengi með ágætu verði erlendis. Þá er eitt nauðsynjamálið, vinnu- fólksraálin, sem þingið hefir ekki tök á. Það yrði ekki vinsælt að búa til nýtt vistarband, þó voð- feldara væri en hið gamla, svo er ekki vist hvort það yrði að nokkru gagni, því bændur eru kunnir að [ því að hjálpa vinnulýðnum til lög. brotanna. Eina úrræðið sýnist það vera, sein þingið getur gert, að styrkja þá landsmenn sem vinnu- kraft vantar, til að fá vinnufólk frá öðrum löndum, en vel þarf að skoða það mál frá öllum hliðum, en ekki þyrfti að ráðast í mikið í fyrstu. Mörg eru þesskonar mál, sem þingið þarf um að húgsa, þar á meðal eklri sízt rafmagn, kensla í náttúrufræði eg efnafræði, sem alt sýnist vera ómissandi undir- stöður undir menning og framför- um þjóðarinnar. En það dugar ekki að liggja sofandi og aðgerðar- laus í velgju vonarinnar og leggja aldrei framkvæmdarsama hönd á aðaiatriðin. En það er minna æði í þingi og landslýð í þessum. mál- um en í hinum ófrægilega stjórn- málavaðli. Heyrst hefir að frá stjórninni myndi koma frumvarp um láns- stofnun og nýtt bankafyrirkomu- lag. TiJ þeirra mála er vonandi að þingið kasti ekki höndunum; svo það getur varið betur tíma sínum, en þvæla um stjórnmála- deilur, sem eru landi og lýði og enda nkinu til lítils sóma. Ekki er að tala um endúrskoðunartil- raunir, í hverri mynd sen: væru. Pví það er ómögulegt eins og' allir skilja, nema allir þjóðkjörnir menn í efri deild fylgi meiri liluta neðri deildar; það hefir ekki þurft nema einn þjóðkjörinn í efri daild, sem svikist hefir undan merkjum neðri deildar, til þess að endurskoðun komist ekki í gegnum efri deild, svo öll endurskoðun er ómöguleg eins og nú stendur og fásinna ein- ber, þar sem að meiri hluti þjóð- kjörinna þingmanna í efri deild yrðu fráhverfir meiri hluta neðri deildar. En líklegt er það, ef flokk- árnir í neðri .deiid verða svo skij:- aðir,. sem helzt Iftur út fyrir, að þingið hafi þegar fengið nóg af Valtýs-sómanum og eyði ekki mikl- um tima til lians. Og ekki er lík- legt að neitt annað eða nýtt frum- varp komi frá stjórninni; væri von á því, mundu gæðingar hennar ekki leggja sig eins í bleyti og þeir gera. Ég sé svo ekki neina þörf á því fyrir þingið, eða nokkurt vit í því fyrir það, að taka stjórnar- málið fyrir í frumvarpsformi, enda er nauðsynjatíma til þess alliila varið. Þingið í sumar hefir fleiri máiefni en það má afkasta, sem eru miklu nauðsynlegri en stjórnar- þras og líkari til einhvers árangurs. Þigmannskosningin í Rangárþingi. —o— Laugardaginn 17. þ. m. fæðing- ardag Jóns Sigurðssonar, var hér veður kalt með útsynningshryðjum svo sem verið hefir um æðilangan tíma. Hugðum ver því, að svo mundi fara; að það mundi draga úr aðsókninni á kjörfund Rangæ- inga, er þá skyldi fram fara- Læt- ur að líkindum, að állir þeir, er hugsa nokkuð um pólitík viðsveg- ar um land, hafi beðið og biði enn fregnanna. þaðan með óþreyju mikilli. En vér Reykvíkingar áttum ekki lengi að standa í óvissu um mála-. lokin. því naumast var sól skiniri á fjöll mánudagsmorguninn 19. þ. m. þegar fregnseðill „Þjóðóifs" barst hér út um ahan bæinn, og færði oss þá fregn, að þingmánnaöld- ungurinn, Sighvatur Arnason hafi verið endurkosinn með 194 atkvæðum, en keppinautur lians, Ma.gnús Torfason, sýslumaður, hafi hlotið 131 atkvæði. Vér éfum ekki að allir góðir drengir muni gleðjast yfir málálok- um þessum, hverjar svo sem skoð- anir þeirra eru á stjórnmálum vor- um. Oss dettur ekki í hug að kasta neinni rýrð á Magnús sýslu- mann Torfason; eða efast. um að hann sé drengur góður, því kapp og framgirni eru æskunnar ein- kenni, en vér hikurn ekki að efa það, að hann sé sniðinn til þess að skaplyndi, að koma nokkru sinu áhugamáli fram á þingi, þrátt fyrir það þótt enginn kunni að frýja hon- um kjarks og gáfna. Það var ekki Gunnar á Hlíðarenda, sem setti fimtardóm á alþingi, heldur Njáll gamli Þorgeirrsson, sem aldrei hafði verið kendur við vígaferli. Svo var það í fornöld, svo ér það enn í dag og svo mun það verða á öllum ókomnum öldum. Vér getum ékki að oss gert, að hrósa happi yfir endurkosningu Sighvatar Árnasonar, ekki hvað sízt vegna þess, að Rangæingar hafa að verðleikum kosið einn sinn hezta mann, sem með frá- bærri samvizkusemi hefir áunn- ið sér traust allra bæði innan þings og utan, mann, sem er svo heið- virður og vandur til orðs og æðis, að oss liggur við að segja, að hann sé samvizka þingsins, mann, sém fylgir aigerlega sömu stefnunni en í dag og hann fylgdi fyrir 30 árum. Évi ber að sönnu ekki að neita, að hann er ekki eins fjörmikih og á fyrri árum; en það þorum vér að fullyrða, að hefði karakter Sig- hvatar Árnasonar verið í brjósti hvers einasta þingmanns vors, sem setið hafa á alþingi siðan 1874, þá stæði stjórnarbarátta vor í meiri metum lijá stjórn vorri, eu hún gerir nú, Pað er ekkert málefni svo óvænlegt til sigurs að það hijóti ekki að vinna sér fylgi, og verða ofan á, fyr eða síðar, sé barist fyr- ir því með ,einlægri trú, öflugri sannfæringu, sanngirni við mót-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.