Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.06.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 24.06.1899, Blaðsíða 2
198 stöðumenn sína, djörfung og hrein- skilni. Rangárvallasýsla er að sönnu flestum héruðum landsins beturlög- uð til stórra mannfunda, en samt sem áður getum vér ekki annað er lokið lofsorði á Rangæinga fyrir hvað mikið kapp þeir hafa lagt á, að sækja vel kjörfund þenna, sem vera mun einn sá fjölmennasti kjör- fundur, sem haldinn hefir verið hór á landi, ef oss minnir rétt, Yér vildum meira að segja óska, að þegar Rangæingar missa öldung sinn Sighvat, frá þingmensku, að þeir hefðu þá völ á manni, sem gæti orðið leiðtogi þingsins. Pað hlýtur að gleðja hvern einasta mann að vita af kjördæmi, sem lætur sér sannarlega ant um að nota þann rétt, sem því er veittur með kosn- ingarlögunum, því þau eru því mið- ur ærið fá, er sýna það og sanna, að þau séu fullkomiega sannfærð um, hve þýðingarmikill sá réttur er, og hve mikil ábirgð fylgir hon- um á hina hliðina. Vér ætlum ekki hér að fara fyr- ir alvöru út í það hvej'ja þýðingu þingmannskosning þessi hefir á hið pólitiska ástand þingsins. Það vita allir hvei-ju megin Sighvatur er. En fæii svo nokkurn tíma, að Val- tískunni yrði sigurs auðið, þá mund- um vér óska, að hver einasti þing- maður yrði jafn stefnufastur og trúr sannfæringu sinni og Sighvatur Arnason. Rá mundi stjórnina lítið stoða þótt hún sendi 10 hvað þá einn ráðgjafa til vor á þing. Fornbréfasafnið. Kynnið yður efni þess, ef þér viljið þekkja sögu ættjarðar yðar. —o— Niðurl. Arni biskup mildi hefir fenc/ið Staðarhól í arf eftir þau Ólaf tóna og Þorbjörgn — og liafa þau því verið foreldri liann. Ólafur tóni druknaði á Dýradag 1393, þá um sumarið hefir Þorbjöi'g Ormsdóttir farið utan, og hefir komíð Árna syni sínum í fóstur í Noregi, og hefir hann verið þar eftir þegar Þorbjörg kom út til íslands 1394, en fyrst er getið útkomu Árna 1415, hefir hann þvi verið alla þessa stund erlendis. Helgi lögmaður Guðnason var systursonur Árna biskups (Fornbr.- safn IV. Nr. 592). Þeir Árni bisk- up og Loftur ríki hafa verið systkyna synir, hefir þessi frænd- semi þeiira stutt að því, að Árni biskup lauk Lofti hálfa jörð- ina Staðarhól, vegna Halls Ólafs- sonar,1 sem haft hafði umsjón yfir erfðagóz Ingibjargar Pálsdóttur konu liOfts j-íka. Það er allmikið unnið með því, að fundin er framætt Árna bisk- ups Ólafssonar, því frá Þorkatli presti bróður hans er komin hin 1) Hallur var sonarsonur Forsteins lögmanns Eyjólfssonar, og var Olafur faðir Halls skilgetinn bróðir Sólveigar þorsteinsdóttur konu Björns jórsalafara, en Sesselja Forsteinsdóttir tengdamóðir Lofts rika; liefir verið liálfsystir (sam- feðra) Olafs og Sólveigar. fjölmenna ,.Narfeyrar-ætt“; sem ranglega hefir verið talin til I’or- kels prests Guðbjartssonar (!), en það er fnllvíst, að Þorvaldur faðir Narfa á Geirrauðareyri (Narfeyri), var sonur í’oi'kels Ólafssonar bróð- ur Áma biskups, því getur fjöldi núlifandi manna talið ætt sína í beinann legg upp til hins fræga land námsmanns — Önundar tré- fótar — langafa Grettis hins sterka. Það hefir nú einnig komið í ljós í Fornbréfasafninu, að ættir má með vissu rekja frá Guðmundi dýra — á annan hátt en áður var kunnugt — í beinann legg niður til núlifandi manna; þessi kvísl rennur í gegnum þá Skag- firðinga: Geir auðga á Silfrastöð- um (á lífi 1288), og sonarson hans — Geir PorsteinsKon á Seylu, sem var föðúrfaðir Ásgeirs Árnasonar sýslumanns (dó 1428), föður Jóns í Ögri, afa Poideifs lögmanns Páls- sonar (dó 1559). Ég gæti bent á ótal fleiri áður óþektar ættir sem þegar hafa kom- ið í Ijós, síðan farið var að gefa út Fornbréfasafnið, en verð að láta hér staðar nerna að svo komnu, að því er það atriði snertir; enda hlýtur margt fleira af því tagi að koma í Ijós við áframhald safns- ins; því þess ber að gæta, að það verður æ auðugra og fjölbreyttara að efni, eftir því sem það færist lengj-a niður á aldirnar. Sú skoðun er of almenn hér á landi að Fornbréfasafnið sé ekki ætlað til alþýðlegra nota og að það sé óþarfi fyrir aðra að sækj- ast eftir því, en sprenglærða fræði- menn eða þá einhverja grúskara sem ekki hafa annað að gera en að rýna í bækur sér til skemtun- ar, hið eina sem má telja þessu til sönnunar er það, að þeir sem ekki fylgjast með útgáfu Forn- bréfasafnsins í því að lesa og kynna sér það, þeir geta ekki með réttu heitið íslenzkir fræðimenn, hvei'su lærðir sem þeir þykjast vera að öðru leyti, Hitt er alveg rangt, að Fornbréfa- safnið sé „ekki alþýðleg bók“, því hver einasti alþýðumaður ætti að kynna sér það, engu síður en hin- ir sem læiðir eru, þar geta þeir fengið að vita margt sem hinum lærðu var fyiir skömmu — og er sumum enn — með öllu ókunn- ugt; og þeir sem hafa með athygli kynt sér Fornbréfasafnið — þótt þeir séu ekki skólagengnir — geta. ef til vill allvíða rekið suma sem telja sig lærða — óþægilega í vörðurnar. Pað er vonandi, að sem flestir íslendingar vilji keppa að því tak- mai'ki, að fá sanna og ófalsaða þekkingu á sögu forfeðra sinna, með því vinna þeir sjálfum sér gagn, þetta er þeim líka innan- handar nú þegai' Bókmentafélagið hefir tekist á hendur það afar- mikilsverða og nauðsynlega verk, að gefa út Fornbréfasafnið, sem reyndar hefði átt. að gerast löngu fyr, en ekki er nú vert að ásaka foríeður vora framliðna fyrir það, þótt þeir hafi vanrækt þetta starf, því slík vani'æksla hefir bakað þeim sjálfum óbætanlegt fjón engu síður en oss, en skoðanii' flestra þeirra hafa verið of langt á eftir timan- um til þess að þeir gætu séð hvers virði þetta safn mundi verða fyrir þá og niðja þeirra, vér eigum því míkið að þakka Árna Magnússyni sem forðaði ótal möigum skjölum frá algerðri eyðileggingu, þótt vér höfum óneytanlega beðið það tjón sem aldrei verður að fullu bætt, þegar nokkur hluti safns Árna, brann i kaupmannahöfn 1728. Nú verðum vér að líta á hitt, hversu mikils það er vert að fá öll þau skjöl prentuð í Fornbréfa- safninu, sem geymst hafa síðan Árni hætti að safna, annaðhvort heima hjá oss eða í eftirstöðvun- um af safni Árna. Vér ættum því að styðja útgáfu Fornaréfa- safnsins eftir megni, og láta oss ant urn, að hún gangi sem gi-eið- ast, og sýna að vér séum starfs- mönnum Bókmentafélagsins — og þeim sem mestan þátt hafa átt í því að þetta fyrirtæki er nú kom- ið svo vel á veg, að von er um góðan árangur þess framvegis - • þakklátir fyrir framkvæmdir sínar í þessu efni. Petta geta menn sýnt með því, að aúka útbreiðslu safnsins og ganga á undan öðrum í þvi, að kaupa það og nota, því það er kominn tími til að menn opni augu sín fyrir þessu lang þýðingar- mesta riti fyrir sögu vora, sem hefir enn þá verið gefið út, hér á landi, og sem öllum stéttum íslenzku þjóð- arinnar er ómissandi að þekkja. Pai fá búendur ágætar landamerkja- skrár, og kii'knamáldaga og skrár um „reka“ og ítök kirknanna, sem, standa víðsvegar i jörðum þeim, sem nú eru að öðru leyti búenda- eignir, alt þetta helzt að miklu leyti óbreytt í aðalatriðunum enn í dag, og sumt getur haldist óbreytt svo lengi sem landið er bygt. Pað hefir heyrst, að stjórn Bók- mentafélagsins hafi í hyggju, að skerða upplag Fornbréfasafnsins alt að helmingi, af því að félagið sjái sér ekki fært að halda útgáfunni áfram með þeirri eintakatölu sem nú er ákveðin (c. 1000), og að Félagið ætli framvegis að miða eintakafjöldann við tölu félags- manna eins og hún er nú (c. 500). Þessi eintakafækkun væri ráðleysa ein, sem ynni félaginu t.jón og einnig allri íslenzku þjóðinni. Pað lýsir að eins heimskulegi-i þröng- sýni þeiira manna sem hér eiga hlut að máli — hverjir sem þeir annars eru —, og það er óum- flýjanlegt fyrir alþingi, að taka það mál til alvarlegrar íhugunar þegar í sumar, og sporna á móti þeim óheillavænlega ásetningi, að skerða upplag Fornbréfasafnsins enn á ný; þar sem það hefir áður verið minkað að miklum mun úr því sem Jón Sigurðsson hafði byrj- að með, en sú tala hefði átt að haldast óbreytt. Jón Sigurðsson hefii' í þessu, séð lengra fram í veginn en hinir núvei'andi forstöðu- menn bókmentafélagsins. Honum hefir verið það fyllilega ljóst, að eftirsókn manna efiir Fornbréfa- safninu lilýtur uð aukast meir og meir, efiir því sem stundir liða, og þjóðin fer að veita sögu sinni ineii'a athygli, og sjá hvert gildi safn þetta hefir bæði nú og síðar, fyrir staðfestu sögu vorrar. Það mundi verða ærinn kostn- aðui' að efna til nýrrar útgáfu þessa safns, ætti hún að verða jafn vel úr garði ger sem þessi, er nú er hafin — ehda mun þess verða langt að bíða. Það má ekki gleym- ast, að Eornbréfasafnið er dýrmæt bók, sem á að vara sem minning um forfeðuj' vora, langt fram á ókomna tíma. Það væri bráð nauðsynlegt, að alþingi íslendinga veitti fé til út- gáfu, löyþingisbókanna og þingbóka sýstumanna, sem ættu að ná til 1800, að minsta kosti. Þá væri ekki síður þörf á að prentaðar væru allar Ministeríalbœkur sem eru eldri en frá 1820. Bréfabœkur biskup- anna er sjálfsagt að gefa út jafn- hliða Fornbréfasafninu — eða í því. í slíkum bókum felst margt merkilegt, sem hvergi er til ann- arstaðar. Það var ófyrirgefanleg slysni af alþingi 1895, að neita um það fé, er stjórnin fór fram á, að það veitti úr landssjóði, til útgáfu lög- þingisbókanna., þar sem kenslu- málastjórnin danska hefði líklega lagt til þessa- fyrirtækis jafnan hlut af sinni hálfu (um 1000 kr.), ef samþykki alþingis til styrkveiting- ar þessarar hefði fengist. Pingið ætti því ekki að láta undír höfuð leggjast að bæta íslendingum þenn- an skaða, með. því að taka málið til meðferðar af nýju. Það er lik- lega öllum hugsandi mönnum á- hugamál, að fá sem fyrst yfirlit yfir sögu þjóðar sinnar. Reykjavík í júní 1899. Jósafat Jónasson. Samlyndi vort. —o— Þegar ég var drengur, heyrði ég þá sögu lesna, með mesta fögnuði, er sagði frá því, að Tyrkir hefðu komið undir land í Selvogi. Þá var Eiríkur gamli klerkur í Vogs- ósum. Pað var nú karl sem sá fram fyrir nefið á sér, og var ekki lítill fyrir sér. Það sem mestan jók fögnuðinn i sögunni, var það, að Eiríkur lét Tyrkjann éta hvern annan. En hér er nú aðgætandi, að hér var um Tyrki að tala, en það vóru kristnir menn, sem fögn- uðu átinu. En því miður hefir slíkt mannaát ekki sjaldan átt sér stað í voru kæra og kristna landi, en hefir þá ekki fylt hjörtu manna og kvenna með fögnuði. Þeir sagnaritarar sem möttu mest viga- ferli, hernað og rán, dáðust að möi gum foi-feðrum vorum og höfðu heimild til þess, eftir mati mans- andans á þeim öldum. En allir eða flestii' þeir, sem bygðu land vort var innrættur víga og ráns- hugur. Peir vóru flestir víkingar, sem ekki kunnu að hlýða öðru en sverðseggjunum. Engin önnur hugsjón fylti hjarta þeirra en sig- urfrægðarhugsjónin og hei'fangs- gróðinn. Petta tvent vegsama skáld og sagnaritarar fornaldai-innar mest. Oftast herjuðu víkingar á önnur lönd, nema þeir hefðu yfir- j gefið föðurland sitt, og væru í

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.