Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.06.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 24.06.1899, Blaðsíða 3
199 fjandskap við konunginn. Þegar þessir víkingar vóru seztir að hér á landi sem hvorki gátu hlýtt lög- um nó landstjórn, heijuðu þeir að sönnu oft á önnur lönd, og eng- inn þótti sá að manni, sem ekki hafði framast erlendis í hernaði eða komist í metorð hjá þjóðkon- ungum. En þessi hernaður nægði ekki víga- og yfirgangslund þeirra. Þeir áttu hér einnig í þingdeildum og bardögum sín á milli eins og fylkiskonungar höfðu áður átt, í Noregi meðan þar vóru nesjakon- ungar. Löngum gekk þetta hér í hófi og alþingi stilti svo málum þeirra, að land og stjórn var hér rceð meiri blóma en í flestum öðr- um löndum um sama leyti. En það stóð ekki lengi á 4. og 5. öld eftir landnám átu þeir sjálfa sig eins og Tyrkjarnir í þjóðsög- unni, þá seldu þeir fyrir mjölhnefa frelsið sem þeir vörðu áður með lífi sínu og blóði, hreysti og ham- ingju, og síðan hefir þetta mann át haldist við og helzt við enn í dag. Ekki var nú feitan gölt að ílá á 17. og 18. öldunni en samt i'itu menn horketið með hinni beztu lyst. Þessi forni andi hefir ávalt svifið yfir iandi vora að berjast og ná herfangi handa sjálfum sér og út af fyrir sig sami andinn og rak hinn hrausta og djarfa víking út á orustuvöllinn eða orustuhafið. Hann hugsaði eingöngu um sjálfan sig og sagði öllum heiminum stríð á hendur. Þarmig hefir þjóðarlund íslendinga verið, en þó í nokkuð auðvirðilegri mynd. Því á hinum seinni öldum hefir það fylgt sund- urlyndinu og síngirninni, að vér höfum flatmagað fyrir öllu útlendu, og ekki látið staðar numið við það að eta hvern annan, heldur höfum vér átt og eigum en margan þann garp, sem vill og hefir viljað gera oss að krásum útlendra þjóða; þó krásin só mögur. Föðurlandsást virðist hér vera lítil og dauf, hún sýnist yfirleitt undirokuð af víkinga og rifdýra-lund. Einstök Ijós föð- urlandsástar hafa skinið björt og fögur fram á þennan dag, en þau þekkir lýðurinn ekki frá mýra og villuljósum flekunar og eigingirni. Flestar aðrar þjóðir eru hróðug ar yfir landi sínu og eru bundnar við það með lotningarfullri barns- lund, því föðurlandið er hvers ó- spijts manns foreldri, og margir meðal annara þjóða eru tengdir saman með sönnu bræðra- og systrabandi, að sönnu eiga þeir í mörgum kappleik; þar er enn lif- andi hin forna frægðar og frama- iöngun. En hún virðist þrotin hér á landi, fáir hugsa um frægð og frama. Yór lítum á land vort með víkinga og rífdýralund. Þyk- ir það snautt og erfitt. Vór erum eins og vond og gráðug börn, sem fyrirlíta föður og móður ef þau eru fátæk, og ef til vill vegna ilsku og leti barnanna. Yér dá- umst að öðrum löndum og öllu útlendu, fyrirlítum alt. innlent og leggjum þungan hug á það, og oft þyngstan á það, sem sízt skyldi, og ásökum land og stjórn fyrir vora eigin vanhygni og at- orkuskoi't. Það er alkunnugt hjá oss og öðrum þjóðum hve margir af oss hafa þjáðst af hinni við- bjóðslegu holdsveiki. En það er ekki miður viðbjóðsleg veiki, að fyrirlíta alt innlent og vilja ofur- selja það útleridu valdi. Það er andleg rotnunarsýki sem lýsir engu minna viðbjóði og eymd hjartans en holdsveikin. Og þeir, sem stunda eftir ógagni og ófrelsi lands- ins, meiga heita andlega rotnir sundur lið fyrir lið. í sinni hryllilegustu mynd er þetta, sem betur fer ekki alment en þó tvísýnt hvort ofaná verður. En óvirðing á öllu íslenzku, og vantraust á landi voru og þjóð er næsta algengt. Hór virðist ekki mikið um frægðarlöngun eða kepni að nokkru háu eða háleitu. Sundurlyndið gengur hér mest út á það, að hver vill rífa annan niður. Hver vill undiroka og deyða annars kraft og undiroka ann- ars skyn veg og virðing. Hór er engin eða mjög dauf föðurlands- ást, og veikt bræðra og systra- band. Hefði öllum þeim andlega krafti verið varið til nytsamrar þekking- ar og þjóðlegrar siðprýði, sem sóað hefir verið til þrætni, vélræða og undirhyggju til að skaða og eyði- leggja aðra, mundi land vort vera í alt öðru ástandi en það nú er. Ilefði okrarinn, svikarinn og fé- glæframaðurinn beitt sömu vits- mununum til að grafa gull úr námu náttúrunnar, og þarfra sanngjarnra og falslausra viðskifta eins og þeir hafa beitt til þess að undiroka lítilmagnan og fleka hinn einfalda, þá mundi land vort blóm- legra og auðugra vera, og meiri auðsuppspretta búa í hjörtum landsmanna. Vegna haturs og sundurlyndis, býr þar eymd og menska. Vegna svika, slægðar og vanskila í vfðskiftum, býr þar vizka, sem hverri heimsku er arg- ari og afdrifaverri. Sundurlyndi vort og skórtur á ættjarðarást og ást á almennri hagsæld og ham- ingju, er átumein allrar hagsældar og heiðurs hjá landsbúum. Marg- ir, of margir vilja ota ser fram og sínum og hirða að engu, hverju þeir brenna á altari eigingirni sinn- ar og hégómadýrðar. Bakdyra-ráðgjafi. —o— Búrsnati dönsku stjórnarinnar kvað vera á báðum buxunum um þessar mundir; það er von að maðurinn hafi mikið að gera og ekki er að efa tilganginn! — tel- ur hann sór alla vegi færa, og gengur eins og grenjandi ljón að prédika ágæti málefnis síns. — Við þurfum ekki að hugsa neitt; árferð- ið og ástæður manna hefir þróast svo í heila -ráðgjafans, að hór er I í hreinustu paradís að lifa; pen- ingar, bánkar og lánstofnanir ætla alveg að ganga fram af almenn- ingi með útstreymi — og atvinnu- vegirnir; það væri synd að segja þá ekki í ágætis-gengi — og hvað varðar þingið um þetta. Það ein- asta, sem það ætti að gera er það, að friða þjóðina fyrir þessum gæða- ágangi náttúrunnar og stjórnarfyrir- komulags vor! Nei, þingið á ekki að gera neitt, þarf ekki að gera neitt og skal ekki gera néitt annað, en fjalia um tilboðið! og -ráðgjafann! Hann hefir nú eins og að und- anförnu notað tímann til að fara á bak við og ginna * laumi ,.nokkru fleiii þingmenn á sitt mál en síð- ast,“ er eftir honum haft. — Ekki hafði hann búist við slíkum úr- slitum frá fundi Bangæinga og telur sig eigi jafn-traustan eftir, því Sighvat treystist hann eigi að vinna. Sú fregn kvað fylgja -ráðgjafan- um, að nú hafi hann unnið Guð- jón og Jónana báða! — Já, ég skal segja ykkur, það er annað en spaug að ætla sér að etja víð hann — -ráðgjafann —, sem trúir því um sjáifan sig, ásamt ýmsu fleiru, að hann gangi með marga vitrustu og beztu menn þjóðarinnar í vasa sínum, — manninum er þetta lík lega meðskapað. Þið hugsið ykk- ur kannske að efast um þetta. En það er ekki til neins, því þá tekur hann upp Stjórnarfrumvarpið! — StjórnaríiíóoðiJ// Þetta maka- lausa hnoss, sem hann sjálfur hefir samsett og ætlar að gera alla íslendinga frjálsa fyrir. Stjórninni þykir auðvitað gaman að þessu bjástri á veslingnum; hún stingur honum undir væng sér, þegar hann langar til að er- inda eitthvað fyrir liana í þarfir íslenzku þjðarinnar! — en út um bakdyrnar sendir hún hann ævinn- lega. Til viðurkenningar fyrir allar þessar bakdyrasendingar og fyrir að skopast að mönnum, sem ekki hafa nægilegt sálarþrek til að halda sór við jörðina, væri það mjög tilhlýðilegt að alþingi 1899 gæfi hlutaðeiganda hæfilega áminningu fyrir frammistöðuna, og viðurkendi svo alt gabbið og vitleysuna með því, að líta ekki við þvi framar. — Geti stjórnin ekki sent oss orð sín eða það, sem lienni er áliuga- mál að vér gefum gaum, gegnum hinn rétta málsaðila (o: landshöfð- ingja) — fulltrúa sinn — göngnm vér upp í hinu mesta ranglæti að sinna því hið minsta. — Það kðmur fyist til mála, að hlaupa eftir boði „ pappírs-ráðgjafans “ út í fen og foræði, þegar hann er kominn á pappírinn, en lítil virðist þörf til þess, meðan hann er að eins ,,bak- dyra-ráðgjáfi. “ H* Ábyrgðarm. Dagskrár er JónBjarna- sou á meðan ritstjórinn or utanlands. A nlmennum iðnaðarmannafundi, sem haldinn var hér í bænum þriðjudaginn 20. júni þ. á., var samþykkt svohljóðandi áskorun: „Fundurinn skorar á alþingi, að leggja til síðu stjórnarskrármálið á næsta þingi, en beita aðallega kröftum sínum að atvinnumálum, iðnaðarmálum og fjármálum. Sér- staklega tjáir fundurinn sig mót- fallinn frumvarpi Valtýs Guðmunds- sonar óbreyttu.“ Fundinn sóttu nær 60 iðnaðar- menn og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, ekkert á móti. Lestir eru nú að byrja, ög taka sveitamenn að streyma hingað til verzlunarferða. Auk þess eru hér stöðugt ýmsir menn í öðrum er- indagerðum. Af ferðamönnum sem staddir eru hér nú, má nefna: Gísla ísleifsson sýslumann Hún- vetninga frá Blönduósi, séra Ólaf Helgason prest á Stóra-Hrauni, aukalækni Ólaf Finsen á Akranesi. Ennfremur amtsráðsmenn Suður- amtsins: Guðl. sýslum. Guðmunds- son, séra Skúli Skúlason Odda, séra Valdimar Briem, séra Guðm. Helgason Reykholti og Jón Gunn- arsson verzlunarstjóri í Keflavík. Ennfremur sóra Gísli Jónsson í Langhoiti í Meðallandi. Próf i forspjallsvtsindum tóku hér 22. þ. m., stúdentarnir, Þor- steinn Björnsson, með eink. vel -)- og I’orvaldur Páisson, með eink. vel. Amtsráðsfundur Vesturamtsins var haldinn i Stykkishólmi 10.— 12. þ. m. Amtsráðsfundur Suð- uramtsins stendur yfir, hófst hór á föstudaginn um hádegisbil. Endurskoðun Dreyfusmáls- ins fyrirskipuð. Dreyfus kvadd- ur heim. Með enska herskipinu „Blonde" fréttist, að nú sé loks kveðinn upp úrskurður í hinu nafn- kunna Dreyfusmáli Hefir ógilding- arrétturinn (Kassationsrétturinn) frakkneski kveðið upp þann úr- skurð, að dómur herréttarins yfir Dreyfus 1894 skuli ógildur teljast og málið takast fyrir að nýju frá rótum. Hefir æzti dómarinn jafn- framt lýst því yfir, að hann hafi enga ástæðu fundið í málsskjölun- urn til þess, að Dreyfus væri sek- ur í landráðum þeim, er honum voru borin á brýn. Er nú sent af stað skip til að sækja Dreyfus heim frá Djöflaey, og má geta nærri, að heimför hans verður hin stórkostlegasta sigurför og viðtök- urnar hinar glæsilegustu. Verði sýkna hans fullsönnuð, sem senni- legt er, verður hann í raun og veru frægasti maður þessarar ald- ar. Þessum málalokum í réttin- um er alstaðar tekið með miklum fögnuði, því að þau tákna sigur mannúðarinnar og réttlætisins í heiminum yfir dæmafárri var- mensku og siðspillingu.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.