Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.07.1899, Blaðsíða 1

Dagskrá - 01.07.1899, Blaðsíða 1
w III. No. 51. Reykjavík, laugardaginn 1. júli. 1899. Hn fYcVr! ^emur u* u hverjum L'laugardegi, árg. kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. okt. A.fgreiðsla og skrifstofa er í Lækjargötu 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Pmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Fomgripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—31 /2. Landshankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. Hl/2—IV2 síðd. Annar gæzlustj. vidstaddur kl. 12—1- Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mánd.,Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Iteykjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Friðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 siðd. 1. Mánd. í hv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 3. Föstud. í hv. mán. á spítalanum kl. 11—-1. Tannækningar ókeypis 1. og 3. Mánad. í liv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr 16. (V. Bernhöft). Sjálfsvörn og Sjálfsábyrgð. —o— í 8. blaði íslands gat ég þess í ritgerð er hét: „Fáein einkenni skrælingja", að tvær væru undir- stöðurnar undir siðferðislífi manna, önnur væri sjálfsvörnin, hin hvöt- in eða nauðsynin til samfélags- skapar. Sjálfsvörnin og sjálfsábirgðin er innrætt öllu því sem lifir. Ljónið og ormurinn ver tilveru sína, og leitar sér bjargar hvort á sinn hátt. Ljónið og ormurinn draga ekkert af kröftum sínum til að verja sig og leita nauðþurftar. Yiljinn beitir hinum mikla og litla krafti eins og verður. Bæði orm- ur og ljón láta Mð fyrir annara ofbeldi með bardaga og beita þeim vopnurn, sem þoim eru gefin, og draga ekki af kröftum sínum. I’annig mun og vera um allar orma og dýra tegundir, án þess viljinn eða sjálfsvarnarhvötin sé mis'munandi. Maðurinn berst einnig mjög fyrir því að verja iif sitt og tilveru, en því miður er viljinn hjá honum mis- jafn og hyggindin harðla mis- jöfn. Sjálfsvörnin er líka miklu fjölbreyttari hjá manninum heldur en dýrunum, þau hafa ekki við öðru að sjá en lífsháska og hungri. Maðurinn þarf oft að verja sig fyrir vopnum og vígahug og marg- breyttum lífsháska. En hann þarf að sjá við fleiri vopnum en þeim, sem menn vega. með, fleiru en slysförum og ofurkrafti náttúrunn- ar; hann verður einnig að gæta sín fyrir hinum egglausu morð- vopnum mannsandans og manns- tungunnar. En þó eru honum oft skæðust morðvopnin, sem að búa í honum sjálfum, sem einnig eru egglaus, en verða honum mjög oft miklu skæðari en sverð og skotvopn og skæðust af því að þau deyfa viljan til sjálfsvarnarinnar eða jafnvel eyðileggja hann, og er þetta hinn mesti voði fyrir oss og hefir mörgum á kné komið, því maðurinn hræðist minst það, sem honum er voðalegast og hvílir at- hugalaus á sverðseggjum sjálfrar eyðileggingarinnar í staðinn fyrir sjálfsvörn. Sjálfsábirgðin er náskyld sjálfs- vörninni. Hún er í því innifalin að vera sjálfbjarga og upp á eng- an komin. Ég veit enginn grunar mig urn það, að ég telji þar með sjúka og hruma. Vilji manna er í því efni mjög svo misjafn, mjög vel lifandi og vakandi hjá sum- um, dauður og doíinn.hjá hinum. Vilji móðurinnar sem berst með óþreytandi elju og ást í fátækt og þrautum, er frægur og vegleg- ur bardagi og sigurfrægð, einhver hiti mesta sigurfrægð í heimi, þó metnaðurinn taki lítið eftir henni. Hinn snauði og hrumi maður sem berst á eigin spítur með hófi, þol- lyndi og nægjusemi er einnig veg- leg hetja, sem íinnur lif í sjálfum sér, sem honum sé skylt að ann- ast, og telur ekki eftir sér að sjá um sitt, því hann vill eiga það út af fyrir sig. En hver að sé undirrótin til hins daufa og dofna vilja hjá mann- inum, mun ekki nægilega rann- sakað. Annar hermaðurinn hugs- ar um það, hvernig hann megi sem lengst og bezt verja lífið, berst af öllum kröftum og sigrar eða fellur með sárin á brjóstinu. Hinn flýr strax og hættan vex, og flóttinn er honum eins hættulegur eins og vopnaviðskiftin voru hin- um. Og þó hann k.omist lífs af eru dauða mörkin langtum hrylli- legi'i ii honum lifandi, heldur en á hinum sem féll með sárin á brjóstinu. Sama er með Sjálfsábyrgðina. fað ei» eins og sumir menn vilji ekki eiga sjálfa sig, og helzt ef til v-ill, ekkert eiga í sjálfum sér. Éeir standa á kjáuum frammi fyr- ir borði auðkýfingsins og mangar- ans, til að ná i mola þá sem detta af borðum þeirra, en molar þessir hafa oft edik í sætleikanum og eitur í kjarnanum. Það er ánauðarlundin sem veld- ur þessu, sem er einkennileg hjá manninum.' Hvaðan hún er runn- in verður hór ekki nægilega sýnt, en mikil orsök til hennar mun vera langvinn og almenn undirok- un hinna máttugri og slægari. Það virðist komið inn í meðvitund þjóðarinnar, að eðli hennar sé að vera ánauðug og það sé krydd- meti, sem alt of margir meðal hennar megi ekki án vera. Svo er hjn þjóðlega siðaspilling mjög svo skæð ánauðar- og undirokun- ar vopn. En æði margir meðal vor eru engu fremur andlega sjálfbjarga. Sumir þurfa ekki annað til að sannfærast, en grimma og geysta rödd, þá ganga orðin viðstöðulaust inn í sálina, og taka sér þar fast- an bústað, sumir trúa öllu, sem þeir heyra. Ölmusulundinni þykir minni fyrirhöfn að knékrjúpa fyrir auðmanninum og leggja sig undir hroka hans og okur, heldur en að hugsa ráð sitt, og vinna dyggilega og lifa sparlega. Eins eru margir í andlegum efnum. Peir viíja heldur hafa anda sinn fullan af ósannindum og villu, heldur en að leggja það á sig, að skoða sagnir og málefni, og bera þau saman við sjálft sig og önnur inálefni og sagnir. Því er það algengt, að rnenn leggja trúnað á hryllilegasta fals og ósannindi, jafnvel í þýð- ingarmestu málum og það oft fyr- ir fortölur og fláræði einhverra er- indsreka sem hafa eitthvað annað fyrir stafni, en hagsmuni og gagn þeirra, sem þeir eru að sannfæra. Andlegir þurfamenn eru fljótir og fúsir að fylla anda sinn með þessu aðfengna kalki og þykir það meiri fengur en að afla sór með eigin skoðun og rækilegri eftirgrenslun lítilla en þó gjaldgengra fjármuna. Hin andlega þurfamenska gleypir strax við öllu, sem að kemur, og hvaðan sem það kemur. Hina andlegu þurfamensku gildir einu hvaðan gott kemur, og mælt er það, og mun satt vera, að miklu meiri ódygð og hirðuleysi korni fram í andlegum heldur en líkam- legum efnum og því eru svo margir af almenningi auðgint.ir í gildr- urnar og eru fastir í þeim. Mörg- j um stórræðum hafa þessar glypju- j sálir komið til leiðar, þegar ó- svifnir og kappsamir leiðtogar hafa gint þessar glypjusálir, som drekka alt í sig ósíjað og ósigtað eins og sandurinn regnið. Það er hinn andlegi undirlægjuskapur. En hvernig eiga þessir veslingar að fara að, kynni nú einhver að spyrja. Peir hafa ekki vit á því, sem urn er rætt, og enginn heflr frætt þá. Peir eru orðnir því vanir að vera eins og hljóðpípa smalamannsins. En það heyrir til meðvitundinni um það, að vera lifandi vera út af fyrir sig, að vera ekki hljóðpípa smalans, heldur láta smalann hóa og gefa lítinn gaum að hljóðum hans; en taka upp lijá sjálfum sér þau hljóð, sem fáfræðingurinn vill láta til sín heyra. Enginn er öðr- um sjálfur, svo eru hinir hóandi menn oft skiftingum heimskari og fræðsla þeirra vél og villa, og fáir bændur eru svo grunnhyggnir, ef þeir gæta sín, að þeim sæmi að blína á þau vindaský. 1. júlí 1899. —O— Hvað verður þá til nýlundu? Pá verður sett þing á íslandi með frábærum viðbúnaði. Par munu standa tvær vígbúnar fylkingar og há mikla orustu um heill og ókomið ástand íslands i stjórnar- efnum og sjálfsforræði. Margir meðal landsmanna hafa borið kvið- boga fyrir aldamótaharðindum. Peir halda nefnilega, að stórharð- indi komi um hver aldamót. ílvað veðráttu snertir er það óráðið. En í öðru tilliti virðast landsmenn fornspáir. í stjórnmálum lítur út fýrir aldamótaharðindi. 1800 var alþingi hið forna lagt niður, sem þá hafði staðið hér um bil 900 ár. Landsmenn vóru orðnir leiðir á því, og höfðu ekki dugað til að geyma liina dýru og miklu þýðingu þess fyrir ofríki Dana. Nú hljótum vér að álíta, að ofríki stjórnarinnar efli flokk á móti frelsi voru og sjálfsforræði, því ekki er líklegt að von sé á nýrri konungs- ætt úr flokki Valtýinga. Svo það má víst telja. að þeir hafl sinn mikia viðbúnað til þess að geðjast og gagna stjórninni, en ekki til þess að brjótast sjálflr til valda, enda stefndu þeir þá ekki beina leið. En svo miklu er til kostað

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.