Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.07.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 01.07.1899, Blaðsíða 3
203 og einkennilegt, því svo er þó fyrir að þakka að enn mun nieiri hluti laudsmanna heilskygn vera. Ættjarðarást. --0- Fyrri liður siðferðisins er sjálfs- vörnin. Hún er nauðsyn til félags- lífs. Fað er þjóðlíf og föðurlands- ást. Nauðsyn fólagslífsins byi'jar á ástinni hinu heita og innilega samlífi milli kalls og konu eða manns og meyar. Þar næst er ást foreldranna á börnunum, eink- um hin orðlagða og fræga móður- ást, sem fórnar kröftum og jafn vel lifl með undraverðri sjálfsaf- neitun og blíðlæti. Hún flnnur ekki til neinnar þrautar, þegar hún er í blóma sínum og lætur lífið til þess að slökkva hungur barnanna. Af ást foreldranna á börnunum, kviknar fjölskylduást á fjölskyldu- ættinni, ættmanna ást. Og með- an föðurlandsástin var í bernsku náði hún einungis til ættmennamia og fyrsta byijun til ríkjanna var ættarsamband. Ættarhöfðingjar vóru þá eins og konungar skáru úr deilum ættmenna sinna og vörðu ættarfylki sitt eftir megni. Svo kom þá einn ættarhöfðinginn öðrum yfirsterkari og lagði undir sig fleiri eða færri ættarhöfðingja, og svo koinu upp smáríki. En tongdir mannshjartans við ættland- ið, er í rauninni líkt og foreldri, efni föðurlandsins halda við lífL líkamans og kalla má, að maður- inn sé liold af föðurlandsins holdi og blóð af föðurlandsins blóði, loft föðurlandsins er lífsandi mannsins. Fegurð og inndæli föðurlandsins hrífur óspiltan mann, mann sem er með almennilegri siðferðisrænu eins og hið blíða og fagra andlit móðurinnar, þegar hann stálpast og verður fullorðinn. fá er föður- landið móðurbrjóst hans. Skepnurn- ar taka ástfóstri við staðinn sem mettar þær og fegurðina, sem fyllir geð þeirra með yndi. Þannig er einnig sá maður, sem eðlilegar til- finningar hefir í brjóstinu, hann verður elskur að föðurlandi sínu eins og föður eða móður. Hann álítur föðurlandið sitt frumlegasta foreldri, því álítur hann alla íbúa föðurlandsins bræður og systur og er jafn ant um þau, eins og skil- getin leiksystkyni sín. Ást á móð- urinni, föðurnum og systkynunum, rennur eins og lífæð til þjóðarinn- ar og drekkur í sig líf og kraft hennar eins og um stóra lífæð, þessi iífæð blómgar kraft hans og manngildi og fegurstu hetjurnar eru það í sögu mannkynsins sem heitastar hafa haft æðar föður- landsástarinnar. Þeir liafa oft unnið mikil og ótrúleg verk og lagt iíflð með veglegri sjálfsfórn í sölurnar fyrir bræður og systur. Það er, bræður og systur eftir móðerni og faðerni ættlandsins og þjóðfólagsins. Svo er margt sem samcinar sömu þjóð. Málið sem aldrei missir sætleika móðurtung- unnar. Engin söngrödd lætur jafn- vel í eyrum nokkurs manns eins og móðurröddin í eyra barnsins. Þessi unun dofnar aldrei, svo að móðurmálið sé ekki nokkurskonar sætleiki í eyrum hins þjóðrækna sonar og dóttur. Sama er að segja um fegurð landsins, hún hríf- ur og það jafnvel meðvitundar- laust, þjóðræknar konur og karla, sem ekki rífa sig lausa úr öllum helgum siðferðistengslum. Jafnvel sama naum, sama sæla, sömu þrautir tengir þjóðrækna menn saman með systra- og bræðra höndum. Akneytin verða elsk hvort að öðru. Alt sannarlegt þjóðlíf er eins og æðavefur. Ein- staklingurinn er eins og smáæðar eða jafnvel háræðar sem allar renna aftur í hina miklu lífæð þjóðlíkam- ans, og veitir honum vöxt og við- gang og því meiri, sem æðarnar eru lífmeiri og með rauðara blóði, því meiri verður blómi og þroski líkamans. En ef það er bleikt og líflítið, verður líkaminn magur og máttvana og missir alla fegurð og hreysti. En sá er munur á þessu blóðs- umrensli og blóðsumrensli líkam- ans, að einstakar smá æðar geta runnið öfugt, svo öfugstreými kem- ur í blóðrásina, og veldur miklum skaða í líkamanum, sumar eru líka eitraðar, og eitra út frá sór, eitra meiri eða minni hluta líkam- ans, eins og illkynjaðir gerlar. Ein eða jafnvel fleiri æðar slíta sig úr æðakeríi þessu. En hver sá sem slitnaður er upp úr æða- kerfi föðurlands ástarinnar, er eins og andlegur kalviður. í staðinn fyrir að drekka hið ylmandi líf úr æðakerfi föðurlands ástarinnar, sökkur hann sér ofan i gullgræðgi og útlendan hagnað og metorð, þar sem hann býst við meira og betra gengi, þar sem hann getur betur mettað fégirnd sína, drottn- unargirni og munaðaiiöngun. Þessi sæla og vegur er þá eftirsókn og eftirlæti hans, en sælan er köld, og sjaldan affara góð- fyrir hinn andlega þroska og inndæli. Svo eru mörg einkenni í lund, mannkostum og listum, líkams og sálar eðli, sem gerir manninn eins og heimamann hjá þjóð sinni, en útlending og einmana 'ineðal ann- ara þjóða. Þessi lundar og eðlis einkenni köllum vér þjóðerni, þjóð- ernið er einnig öflugt sameiningar band milli einstaklinga þjóðanna. Og öll þessi bönd og alt þetta sam- eiginlega í þjóðlífinu, bindur ein- staklingana saman og við föður- land sitt, allur þorri mannkyns- ins ann mest sinni þjóð, og unir bezt við föðurland sitt gegnum einkenni þjóðernis, landkosta og landsfegurðar, skína geislar hins háleitast.a og helgasta lögmáls sem til er í heiminum, en það or kær- leikans lögmál. Þar, sem föður- lands ástin er í blóma, og hvort hjartað yljar annað þar, sem hvort hjartað styrkir annað í einlægni, og sönnu bróðerni, þar býr ávalt blessun og styrkleiki, hóf og still- ing í sældinni, ráð og hetju-kraft- ur í baráttu og þrautum. Föður- lands ástin er helgur andi fram- fara og frægðar. Sú þjóð, sem gagn- tekin er af föðurlands ást unir sér vel og er hróðug. Föðurlands ást- in er henni auður og sælgæti, þó hún só ekki auðug, hún er hinn heilagi auður og unaður. Aftur á móti er líflð fult af eymd og ýlfrun, þar sem blóðið er bleikt og fölt í æðakerfi þjóðarinnar, þar er hvorki þrif né blessun. Þar eru líka oft úlfar innan um sauða- hjarðirnar sem enginn hirðir eins og hann væri eigandi, þeir hirða sauðina eins og leigðir daglauna- menn einungis vegna launanna og ílýja hættuna og draga sig í hlé þegar hættan eða úlfurinn kemur, þar er alt ráð á reyki og allir kraftar i fjötrum. FRÉTTIR. -0-- Póstskipin ,,Vesta“ og „Botnía" komu hingað 28. þ. m. Með „Vestu“ komu margir þingmenn og ýmsir fleiri farþegar. Með „Botníu" komu meðal annara: Vesturheimsprestarnir, séra Jón Bjarnason og sóra Friðrik Berg- mann. Frá Kaupmannahöfn dr. Þorvaldur Thoroddsen o. fl. Auk ferðamanna or komið liafa með skipunum, er hór nú fjöldi lestamanna og annara sveitamanna að reka erindi sín. Synodus stendur yflr þessa dag- ana. Eru þar saman komnir yflr 20 andlegrarstéttarmenn. Ýms mál eru þar á dagskrá, svo sem hand- bókarmálið, og málið um aðskiln- að ríkis og kirkju. Kvað synodus hafa ákveðið, samkvæmt tillögum handbókarnefndarinnar, að fresta málinu óákveðið, unz lokið er þýð- ingu nýjatestamentisins. FyrirlesÞ ur hélt docent Jön Holgason um kenningarfrelsi pfesta, og annan fyrirlestur hélt. sóra Ólafur í Arn- arbæli, um bindindi. Sextugasla og annað ríkisstjórnar afmœlí Viktoríu Bretadrotningar var á þriðjadaginn 20. þ. m. Var það haldið hátíðlegt hér á höfninni af brezka járnbeitiskipinu Blonde, með gunnfánaskrauti svo sem vandi er til. Viktoría drotning mun nú hafa ríkt. lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi, sem sögur fara af að undanteknum Haraldi hárfagi'a, sem sagður er að hafa setið að völdum rúm 70 ár, og ef til vill Gormi gamla Danakonungi. Guðjón Jónsson. (Druknaði 15. júní, 1899). —o— Já, svo er það margoft hinn síð- asta fund að sælasta vonin oss gleður; hinn aldraði faðir með ásthýrri mund sinn einasta soninn þá kveður, og heitmeyan vefur um vininn sinn arm, er varð nú frá henni að snúa, þær fagnaðar vonirnar fylla’ hennar barm: „við fáum brátt saman að búa!“ En vonirnar bregðast, svo brást þessi von, hans banafregn spurðist í skyndi; nú faðirinn harmar sinn hugþekka son, er hugði’ hann að stoða sig myndi. Og heitmeyan grætur, þá gróið var sár, hún grimmlega öðru var lostin, því vinurinn hennar þar hvílir nú nár, sem helsjórinn þungi er brostinn. Þó Guðjón ei stæði í heiminum hátt, er hann uú með söknuði farinn, því fleira hann heflr til ágætis átt, en einungis dugnað við marinn. Hann trúr reyndist öðrum, þvi ef- um vér sist, það ávarp hann fái að heyra af Krists munni talað sem vinar orð víst: „Nú vil ég þig setja yflr meira! “ J. 1\ Leiðréttingar. í siðasta blaði Dagskrár er að- send grein um iðnaðarmannafund í Reykjavík. Heflr þar ófyrirsynju slæðst inn i -greinina orðið: „ óbrevttu “. Þvi ályktun fundar- ins var eindregin rqeð því, að fella Yaltýskuna ef hún léti aftur á sér bóla, sem óferjandi og óalandi. í sama blaði er önnur aðsend grein: „Þingmannskosningin í Rangárþingi". í henni standa þessi orð: „Og færi svo einhvorntíma, að Valtýskunni yrði sigurs auðið, mundum vér óska, a.ð hver ein- asti þingmaður yrði jafn stefnu- fastur og trúr sannfæringu sinni og S. Á.“ Það heflr ekki verið, og mun ekki verða. innræti Dag- skrár, að andvarpa eftir sigri Val- týskunnar og hún hefir aldrei ætl- að sér a.ð bua til Valtýsbænir, kann því höfundinum enga þökk fyrir anþvörp sín og bæn, og telur sér litla sæmd að henni.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.