Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.07.1899, Blaðsíða 2

Dagskrá - 01.07.1899, Blaðsíða 2
202 og svo eru mikil umbrotin leynt og ljóst, að enginn hefir slíkan kostnað, andvökur og áreynslu án þess að telja sér eitthvað víst í aðra hönd. Ef stjórnarflokkurinn þykist berjast fyrir landsmenn, munu allir hlæja og hrista höfuðið. En svo hefir flokkur þessi um sig grafið, að landið er alt, eða því- nær alt, er fult af úlfúð, tvídrægni og flokkadrætti. Það lítur helzt útfyrir, og ann- að getur enginn óheillaður maður ímyndað sér, enn að stjórnarflokkur- inn fagni í voninni yfir því, að sjá börn sín og barnabörn skína í fórnarglóðum ófrelsis og undirokun- ar, takist þessum hetjum ásetning- ur sinn, mun sagan minnast hinna góðfrægu mangara, sem selt hafa frelsi og fjör afkomenda sinna fyrir náðarbita og þokka stjórnar- innar og nafn þeirra stendur á neðri umgerð sögunnar, því engmn Serberus slettilöpp eys svo mikilli svertu með hramminum, að let- ur sögunnar verði afmáð, eða kafið af nokkrum forarmokstri. 1. júlí 1899, verður sett hið síðasta þing þessarar aidar, harðinda og baráttu þing. En munið nú sönnu synir eylandsins góða, sem einlægir og albúnir eruð að verja rétt og sjálf- stæði yðar -öldruðu móður, að frægðin og sigurinn fæst ekki nema með þrautsegju og þolinmæði. Sag- an hugsar um yður og býr til æfi- minning yðar á þessu þingi. Hald- ið fast og drengilega saman; frægð og sigur góðra drengja kostar oft blóð og baráttu. Sigurinn er yður vís, fyr eða síðar, og þess mun ekki langt að bíða, ef þér segið með stiltum hermannsrómi: „ger- um hríð þá er þeim svíði.“ Munið eftir Ragnari Kodrusi, Desi- usi. Munið efth' Bjarna og Jónasi, sem kváðu yðar fyrstu hersöngva, og vöktu fyrstu lífæðar föðurlands- ástarinnar í brjóstum vorum. En umfram alt verið trúir og sam- heldnir fóstbræður. Gáið þess hvar höggið kemur á, og vegið stilt og gætilega. Hyggnin er hreystinnar og föðurlandsástarinnar lærimóðir. Munið það, að sagan horfir áhyggju- full á yður, á þessu tilvonandi þingi og ritar upp sín þingtíðindi. ^orgautur og Finnur —o— Þ. Mikill dánumaður er ráðgjaf- inn á þingi. Hann ætlar að veita oss hvaða ráðgjafa, sem vér viijum. Vér megum velja úr öllum ráð- gjöfum og ráðgjafaefnum. f"að geta Engiendingar ekki fengíð. Ekki er Engiadrotning eins væn kona eins og ráðgjaflnn á þingi. Hún leyfir þinginu að eins að skifta um stjórnmálaflokka, svo heflr þing- ið enga völ á ráðgjafa úr þeinr flokki, sem við völdunum tekur. Drotning tekur einhvern höfuðpaur- inn úr flokknum og skipar hon- um að koma saman nýju ráða- neyti fyrir sig. Það er munur, eða blessaður ráðgjafinn á þingi, sem lofar oss hartnær undantekn- ingarlaust, að velja úr öllum ráð- gjöfum og ráðgjafaefnum. Við skulum þá ekki veija af verri end- andum. F. Ertu nú viss urn að það sé af dánumensku, að ráðgjafinn á þingi lofar þér svona miklu. Held- urðu að hann get/i efnt þetta, sem hann lofar þér. Ráðgjafinn, sem vér eigum að veija, ætti vist að vera úr ríkisráðinu danska, sem óvíst er hvort nokkuintíma víkur úr völdum, eins og enskir ráðgjaf- ar gera. Hvernig er þá þessu vali varið, sem hann lofar þér. Vér skyldum þá geta rekið vorn ráð- gjafa frá, einn meðliminn í rík- isráðinu, þó hinir sæti allir eftir eða skyldi valið liggja í því, að við gætum sagt við þann ráðgjafa sem hefði íslenzk sérmál til með- ferðar, að hann skyldi nú hætta en skipa svo einhverjum öðrum í ríkisráðinu að taka við af honum. Eg er hræddur um að þinn mjúk- máli ráðgjafi á þingi iofl upp í ermina sína, til þess að hafa þig að ginningarfífli. Þ. En þingræðið, er það ekki innifalið í þvi, að reka róðgjafann frá, þá er vér viljum ? Þingræðinu hefir kvennskörungurinn ísaf. lofað oss, og ekki brygðar hún það sem hún lofar. F. Skyldi hún ekki vera með sama markinu brend, og ráðgjaf- inn á þingi, að hún láti sér ann- ara um að lofa heldur en að efna. Það er líka óþarfi að nokk- ur líkindi sjáizt, hvað þá vissa fyrir efndunum. Altént verða nógir sauðirmr til að ginnast af tómum loforðunum. P. Á ekki ráðgjafinn okkar að velta innanum rikisráðið eins og bolti í tunnu? Er hann ekki laus við ráðið nema að nafninu til, og má þá ekki velta honum úr tunn- unni hvenær sem vill, og láta annan bolta í staðinn. F. Nei! Nei, hann er jafn fast- ur í ríkisráðinu, eins og nefndar- maður í nefnd og jafn háður ráð- inu eins og neíndarmaður nefnd. P. Ég trúi þ^r nú aö sönnu, því þú hefir aldrei sagt mér ósatt. En dugar þá ekki að Ijúga því upp, að hann sé óháður rikisráð- inu? ^n mig langar svo skelfing til að fá nýja ráðgjafann! F. Í’að dugar vel íyrir marga, því margii' eru ljúfir að trúa, ósann- indum og vélræðum, en láta sann- leika og einlægni eins og vind um eyrun þjóta. En sarnt breytist í engu stáða hans við vélagjammið. Hann verður jafn háður ríkisráð- inu fyrir þvi, og það er hin mesta liugsunarvilla og uppspuni, sem komið hefir fram af nokkurs mans vörum, að vér eigum þingræðis- von meðan ráðgjafi íslands sér- mála er meðlimur ríkisráðsins danska, eins og nefndarmaður er meðlimur nefndar, en það er hann þrátt fyrir öll loforðin, sem þau hafa gefið þér, ráðgjafinn á þingi, kvennvalið ísaf., dr. Yaltýr, Corpus juris og öll sú heiðursfylking. Lestu bara ráðgjafabréfið 29. maí 1897. Þ. Ég veit, og ég held þú segir satt, en skal samt aldrei trúa þér. Ég ætla að trúa hinum blessuðum mönnunum. Mér finst það eitt- hvað svo ljúffengt og sætt, sem þeir segja mér um ráðgjafaval, þingræði og eilífa blessaða hvíld og sætabrauð. Pau standa öld- ungis í gegnum hjartað á mér, orðin sem þeir hafa kent mór. Blessuð stjórnarbótin auðfengna. Ég skal ekki gleyma henni meðan ég lifi, hvort sem mér tekst að ná í hana eða ekki. Pað er að sönnu gamall málsháttur: „Það er lakur sannleiki, sem ekki er betri en lýgi.“ En það er nú það sama. Við verðum að skiija. Farðu með sannleikann þinn, óg þori ekki og get ekki borið ofan í þig. En ég sleppi ekki brjóstsykrinum minum. Ég kefi heyrt kenningu Valtýsmanna með þeirri gleði, sem ég get ekki gleymt, og skal ekki gleyma. Djákninn og bóndinn. —o— B. I3á vænti ég að presturinn okkar fari bráðum að ríða. til þings, heldurðu okkur standi nú mikið happ af þingsetu hans? D. Jú, það er nú helzt von á því, hann situr á svikráðum við okkur og þjóðina, og vill lialda okkur meðan stjórnin hnýtir að oss sína rembihnúta. B. Ég get naumast trúað því, því hann er bóngóður og greið- vikinn, svo ég get ekki trúað því að hann búi yfir svo mikilli mann- vonsku. D. Hvort það er eingöngu af mannvonsku, veit ég ekki, því hann stígur nú aldrei í vitið sauð- urinn, en er í skóla hjá kjaftforum orðsnápum, sem umhverfa þýðingu og sannindum hinna þýðingar- mestu orða, kalla tii að mynda ánauðina freisi, og afturfarirnar framför. Hann trúir eins og dumbi öllu því er þeir segja, og spádóm- um þeirra, eins og hér væri Elías eða Esajas risnir upp af gröf sinni. En svo kemur okkur og þjóðinni í sama stað niður, hvort orsökin er vitleysa eða mannvonska. B. Það á þó- illa við fyrir prest að vera föðurlands svilcari, því hann liefir svarið það guði að hlynna að mannlegum anda, og leiðbeina honum. D. Hann hlynnir nú að okkur með hinum eilífa eldi, og segir að landstjórnin styðji lítið að sálu- hjálpinni, hann segir að kristinn maður geti orðið sáluhólpinn undir hvaða stjórnarformi sem er. B. Kristur líkir sínu ríki við sýru, sem sýri alt deigið, er þá ánauð og frelsi ekki innifalið í deiginu, spillir ekki ánauð og und- irokun hjartalaginu og þroska and- ans. Hefir þá ekki presturinn svarið guði að berjast móti ánauð og undirokun, og ekki vasast í þeim málum, eftir annara fyrirsögn, þar sem hann skynjar ekki sjálfur, hvað hann gerir. Prestur, sem svíkur föðurlandið, svíkur í sannleika guð fremur öðrum þeim mönnum, sem óhollir eru föðurlandi sínu, enda hefir prestastótt vor verið frjáls- lynd og þjóðholl aít til skams tíma. Uppeldið á islandi. —o— Það sýnist um þessar mundir og að undanförnu standa margt á völt- um fæti. Höfðingia ættir og auðætt- ir eru að hrynja til grunna og ef þær ekki ganga til grunna að öllu leyti er það ef til vill óbreytt vinnukona sem kemur og bjargar. Á sama stigi er þjóðrækni og föðuriandsást. Lengi minnumst vór þjóðskáldsins B. Thorarensens, sem var sönn prýði þjóðarinnar, „Pýðmennið þrekmennið glaða og þjóðskáldið góða“. Hann á nú lifandi bauta- steina á Rangárvöllum, sem óvist er, hvernig hinum mikia föðurlands- vini og þjóðræknismanni mundi geðjast að, mætti hann líta upp af gröf sinni. En svo fer bezt sem er að hann sefur, hvernig sem draumar hans eru. Vór gleymum heldur ekki Jóni Sigurðssyni eða stallbræðrum hans, Jóni frá Gaut- löndum, Benedikt Sveinssyni, Þór- arni Böðvarssyni, Guðmundi Einars- syni og Birni Halldórssyni. Þekkið þér landar ekki niðja og frændur þessara föðuriandsvina. Hvernig sýndist yður uppeldið liafa tekist landar góðir á afkvæmum og frænd- um þessara þjóðmenna og þjóð- skörunga. Ef til vill lízt yður sum- um hverjum að þeir ganga i spor feðra sinna og frænda, en skyldi það þá ekki geta verið af því að þjóðar uppeldið hafi m-yndað í yður þræla og ánauðarblóð í staðin fyrir frjálst hetjublóð feðranna, og þjóð- rækni og þjóðarást sýkist afhinni hrylfilegu holdsveiki og krabbamein- um, sem sprettur af útlendu maðka- korni og hefðannysu. Annaðhvort hlýtur uppeldið hér á landi að standa á lágu stigi ell- egar hinir góðfrægu þjóðskörungar, sem ég taldi upp hér að framan hafa ekki verið kynsælir, og má það furðu gegna hve lítil undan- tekning skyidi verða hjájafnmörg- um mönnum. Mun svo mörg- um virðast að hér só um eitt- hvert óhapp að ræða, napurt óhapp

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.