Alþýðublaðið - 20.11.1906, Side 6
130
ALF’ÝÐUBLAÐIÐ
mættu sýna honum sóma, með því
að viðurkenna gildi lians og starf
í þaríir þjóðarinnar. Einmitt þetta
hefir hr. Sig. Kristjánsson gert og'
farist ágætlega úr hendi, með því að
gefa út bók þá, sem að ofan er nefnd.
Hann liefir fengið í lið með sér 5 af
ágætustu mentamönnum þjóðarinn-
ar til að lýsa Gröndal sjálfum, æíi
hans og æfistarfi. Eiga þeir sinn
þáttinn hver í bókinni. Það var
Sigurði likt að gangast fyrir þessu,
því hann er sjálfur alþýðumaður í
húð og' hár, og veit hvað alþýðunni
lætur. Hann er líka einstaklega
laginn á að gera svo vel líki, bæði
lærðum og' ólærðum.
Það hefir verið ritað svo mikið
um efni bókar þessarar í öðrum
blöðum, að engin ástæða er til að
gera það hér. Það yrði ekki annað
en endurtekning.
Alþýðublaðið vildi gjarna hafa sagt
um Gröndal flest af því sem sagt er
í bókinni, og er það hr. Sig. Krist-
jánssyni stórlega þakklátt fyrir að
hafa gefið hana út.
Fjallarósir og Morgun-
bjarmi. Kvæöi og saga,
eftir Jens Sæmunclsson
og Magnús Gíslason.
Verö 75 au.
Höfundarnir eru ungir alþýðu-
menn, og hafa notið lítillar mentun-
ar. Yerður því að taka mýkri hönd-
um á þessu frumsmíði þeirra, heldur
en væri það eftir hálærða menn og'
þaulvana. Fallegur er titillinn og
góður er pappírinn í kverinu, ekki
vantar það. En skaðlaust held ég
það hefði verið öllum almenningi
og ekki sízt höfundunum, þó sumt
af þessum kvæðum hefði aldrei lag't
lag sitt við prentsvertuna. Þeir ern
báðir nýsveinar í skóla skáldlistar-
innar. Það er engin furða þó þeir
geri lélega »stíla í I. bekk«. Þeir
geta útskrifast með góðri einkunn
samt ef til vill. En mig furðar á
þvi, að þeir skuli gefa þessa stíia úl
á prenti. Iívað kemur til þess.
Ekki eig'a þeir óskilið mál, því
Jens er miklu léttara um hendingar.
Er lildeg't að hann verði dágott tæki-
færisskáld, og ef tii vill meira. Mér
þykir t. d. kvæðið; »Æsku-stöðvar«
skemtilegt. Eg hefi séð skáld »með
prófi« yrkja miklu ver og fá þó hrós
fyrir.
Svo virðist sem Magnúsi sé jafn
styrt um að hugsa og ríma. Það er
eins og hann gangi með háíleygar
hugmyndir hvað eftir annað; en þeg-
ar þær koma í Ijós, eru þær ýmist
vanskapaðar, — vantar höfuð eða
fætur, skinn eða bein — eða þær
aflagast í fæðingunni, af rímnauð og
rangri meðferð. En verið getur að
þetta lagist með tímanum. »Ef þig
langar«, er bezt af kvæðum Magnús-
ar; en að það er orðið til er auð-
sjáanlega því að þakka, að Þorsteinn
Erlingsson er til; þó ekki hafi hann
ort þetta kvæði,