Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ B verksmaður og var því gagnkunn- ugur kjörum verkalýðsins. Stjórn- arskipun ríkisins lét hann sig litlu skifta. Hann vissi sem var, að það vóru ekki stjórnendurnir, sem vóru bezt til fallnir, að bæta kjör lýðs- ins. Hann prédikaði réttarbæturnar fyrir þeim mönnum, sem áttu að heimta réttinn, en ekki fyrir þeim, sem áttu að veita hann. Hann krafðist þess blátt áfram, að þeir, sem vildu fylgja kenningu hans, gæfu eignir sinar og gerðust fá- tækir. Þá fyrst gat hann trúað þeim fyrir málefninu. Fyrstu menn kristninnar vóru líka ósviknir jafnaðarmenn, ekki einungis í orði, heldur og í verki. Það er greinilega tekið fram í Nýja testamentinu, þar sem sagt er: »En allir, sem trúaðir urðu, héldu saman og höfðu alt sameiginlegt; eignir sínar og góss seldu þeir og úthlut- uðu öllum þar af, eins og hver hafði þörf á«. Þjóðin smánuð. Mikla gremju hafa vakið greinar þær eftir Guðmund Friðjónsson, sem birtar eru í síðustu tbl. ísa- foldar, eða einkum þeir kaflar úr greinunum, sem snerta kvenfólk- ið íslenzka. Það vill oít verða þeim sem margt mælir, að ekki er alt jafn satt, eða vel sagt. Og þó Guð- mundur sé glöggur maður og vel ritfær, þá hefur hann þó í þetta sinn rasað á málæðissvellinu, og beðið þá biltu, sem hann — því miður — verður ekki jafngóður af, fyrst um sinn. Siðavendni er gagnleg og ómiss- andi, sé henni réttilega beitt. Ó- skírlífi og útlendingadekur er hróp- andi vottur um siðmenningarskort. hjá hvaða þjóð sem er. Það er satt, sem G. segir, að »of mikill hluti kvenna vorra verzlar með sæmd sina eins og duggarasokka«, því sá hluti ætti enginn að vera, og er að líkindum sárlitill. En svo segir hann rétt á eftir: »Önnur hver stúlka á landinu lœtur út- lendinginn fleka sig, þegar því er að skifta, og þarf til þess meðal- durg og annan verri Igð, en alls ekki betri menn«. Þetta er meira en vandlæting. Það er ofstækisfull árás á heiður þjóðarinnar, sem hún getur ekki þolað, og má ekki þola. Væri þetta satt, þá væri allur heiður þjóðarinnar dauðadæmdur og við gætum þá farið að stæra okkur af þvi, að vera siðspiltastir allra mentaþjóða. Mikið má sá maður skammast sin, sem svívirðir þannig þjóð sína og ættfólk. Eg segi þjóð, því enda þótt Guðm. beini skeyt- um sínum að kvenfólkinu sérstak- lega, þá vita það allir, að kven- fólkið er ekki óskírlífara en karl- mennirnir, nema síður sé. Það er vandi að dæma um skír- lifisástand þjóðarinnar, svo að sá dómur sé hárréttur. Til þess þyrfti að safna nákvæmum og áreiðan- legum skýrslum úr hverri sveit á landinu, og skýrslurnar að vera samdar af kunnugustu, glöggsæ- ustu og óhlutdrægustu mönnum hverrar sveitar. Með öðru móti er ómögulegt að kveða upp gildan allsherjardóm um þessi efni. En hefir nú G. F. haft þess konar skýrslur fyrir sér? Er hann svo kunnugur á öllu landinu, að hann viti þetta af sjón og heyrn? Er ekki miklu heldur hitt, að hann þekki að eins ástandið í sinni eigin sveit og nágranna- sveitum hennar, en hafi afspurnir einar við að styðjast, frá sumurn sveitum öðrum, og geti svo í eyð- urnar, þar sem alla afspurn og þekkingu vantar? Ef síðari spurningin er réttari, hvers virði er þá dómur G. og hvað á sá maður skilið, sem stofn- ar heiðri þjóðarinnar í hættu, að ástæðulausu, eða lítt rannsökuðu máli? Hann á skilið að vera ílengdur frá hvirfli til ilja, með allsherjar- andmælum allrar þjóðarinnar og dæmdur óalandi og óferjandi þang- að til hann hefir hætt fyrir brot sitt, með því að taka aftur óhróð- urinn, eða sanna mál sitt, með óhrekjandi rökum. Við alþýðumenn þolum ekki að systur okkar og dætur séu ausnar svívirðingu að ástæðulausu, fyrir augum allrar þjóðarinnar og ann- ara þjóða. Dirfist nokkur að gera það, lát- um við hart mæta hörðu. Segi svo hver fyrir sig. Rífiegt kaup er það, sem amer- iski auðmaðurinn Rockefeller, hefir. Það telst svo til, að hann hafi 6 kr um hverja sekúndu í sólarhringnum. Verkmannafélög í útlöndum. Það er fróðlegt, að vita hvað verkmannasamtökum og félags- skap líður í öðrum löndum. Skulu hér sýndar nokkrar nýjar skýrslur sem fyrir hendi eru, en mikið vantar á, að þær séu fullnægjandi, því þær ná ekki yfir nærri öll þau lönd, sem hafa þess konar félags- skap í stórum stil. í Berlín í Þýzkalandi er aðsetur »Alþjóða-skrifstofu verkmanna«, sem hefir það markmið, að koma á nánara sambandi og samvinnu meðal verkmanna allra þjóða, sem eru í verkmannafélögum; með þvi, á annan bóginn, að halda verk- mannastefnur, með fulltrúum frá aðalverkmannaíélögum allralanda, og á hinn bóginn með þvi, að gefa árlega út skýrslur um ástand verka- lýðsins og framkvæmdir verk- mannasamtakanna um allan heim. Skýrslunum er safnað á þann hátt, að einstök verkmannafélög í hverju landi semja skýrslu fyrir sig og senda sambandsfélagi landsins, en það dregur svo skýrslur þessar saman í heild og sendir þær »A1- þjóðaskrifstofunni. Skrifstofu þessa nota ílest lönd Norðurálfunnar og von á hlut- töku Norðurameríku og Ástraliu. Síðasta skýrsla skrifstofunnar er fyrir árið 1904. Hún virðist vera nokkuð gömul, en starfið er svo mikið og margbrotið, að það hlýtur altaf að verða nokkuð á eftir tím- anum. Eftir skýrslu þessari vóru svo margir menn i verkmannafé- lögum i hverju landi sem hér segir: í Englandi....... 1,889,590 - Hollandi......... 37,221 - Danmörku .... 89,788 - Sviþjóð......... 104,999 - Noregi........... 16,227 - Þýzkalandi .... 1,466,625 - Austurriki..... 205,651 - Ungverjalandi . . 53,169 - Serbíu............ 2,932 - Búlgariu.......... 1,672 - Svisslandi..... 41,862 - ítaliu.......... 260,102 - Spáni............ 56,900 - Frakklandi .... 755,576 - Belgíu........... 20,000 Skýrslurnar nefna tekjur og út- gjöld verkmannafélaganna í þess- um löndum, að undanteknum Qórum hinum siðustu, frá félög- um, sem hafa alls 1,998,742, eða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.