Alþýðuvinurinn - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Alþýðuvinurinn - 01.01.1914, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUVINURINN reikninginn viö Bakkus til aS sjá hvern- ig viöskiftum okkar líöur.” “Eg býst viö aö gróöinn sé hans megin.” “Já, gróöinn er altaf á hans hlið.” “Hvernig stóö á því að þú fórst að skifta viö hann?” “Það er það sem eg hefi verið aö skrifa. Hann lofaði að gera mikinn mann úr mér, ef eg drykki, en í þess stað geröi hann mig að dýri. Hann lofaði aö hressa mig og fjörga, en þá gerði hann mig ruglaðan og sljóvan. Hann lofaði einnig að styrkja mig, en gerði mig svo óstyrkan að eg slagaði út á hliðarnar, þar til eg að lokum datt niður á götuna og lá þar fyrir manna og dýra fótum. Hann lofað: mér vin- sældum og kom mér svo til að rifast við beztu vini mína. Hann lofaði að bæta heilsu mína, en svifti mig þeirri heilsu er eg hafði. Hann tók alt sem eg átti til, og yfirgaf mig svo allslausan og illa til reika.” “Ja, þannig hefir hann farið með fleiri,” sagði eg. “Hann lofaði einnig að halda már hlýjum og heitum, en þá lá við eg dæi úr kulda. Hann lofaði að styrkja taug- arnar, en í þess stað misti eg vald á sjálfum mér og fyltist æði og tryllingi. Hann lofaði að gera mig sjálfstæðan, en þá varð eg ósjálfbjarga. “Því átti eg von á,” sagði eg. “Einnig lofaði hann mér hugrekkk" “Hvernig efndi hann það loforð?” “Þá gerði hann mig að ragmenni: eg barði konuna mina og sparkaði í barnið okkar. Hann lofaði að skerpa gáfurnar, en kom mér til að breyta og bulla ems og vitfirringur. Hann lofaði að gera m:g að sæmdar manni, en gerði mig að ræfli.” Exchange. SKÓR STÚLKUNNAR, í smábæ einum í austurhluta Ame- r,ku hafði öllum hótelum ver.ð lokað. Skömmu seinna kom fátæklega klædd kona, sem oftar, inn í eina af helztu búðum bæjarins. Verzlunarþjónarnir þektu hana og nmndu að hún var ekki vön að kaupa rnikið í senn. “Hvað þóknast yður?” spurði einn þeirra og vék sér að konunni. “Eg þarf að fá skó handa lítilli stúlku.” “Hvaða númer?’” “Hún er tólf ára gömul,” svaraöi konan. “En hvaöa númer á að vera á skón- um ?” ‘Eg ve't það ekki.” “Munið þér, hvaða númer var á þeim skcm, sem þér keyptuð s'iðast handa henni?” “Hún á ekki og hefir aldrei átt neina skó.” svaraði konan í hálfum hljóðum. “Við höfum ekki haft úr milku að spila. Faöir hennar kom oft inn í hóte’in á meöan þau vont opin; þér vitið sjálf- sagt, að það kostar talsvert. En síðan hótelunum var lokað hefir hann ekki smakkað áfengi. í morgun spurð: hann mig i fyrsta sinni, hvort eg v ldi kki kaupa skó banda telpunni. Hún hefir. eins og eg sagði yður, aldrei átt skó, eu eg hélt, að ef eg segði yður hve gámu! hún er, þá munduð þér fara nær 1 m, hve stór'r skírnir þvrftu aö vera.” Um lœkningar. Flestir menn kannast við, hve trúin á mikinn þátt i lækning margra sjúk- dóma. Fyr á tímum var þó m'klu al- gengara en nú, að menn fengju bót ýmsra meina fyrir trú sína, án þess að nota nokku-r lyf.. Línur þær sem hér íara á eftir, sýna að nokkru ’hvernig á þessu stendur.

x

Alþýðuvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuvinurinn
https://timarit.is/publication/158

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.