Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Blaðsíða 1
ILögberg-^etmstóngla , Slofnað 14. ]an., 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 74TáRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1960 ~ NÚMER~31 íslendingadagurinn á Gimli Minninga- og endurfunda dagur í Upham Einmuna veðurblíða ríkti a 11 a n íslendingadaginn á Gimli, 1. ágúst, og er það mál nianna, að hann hafi verið betur sóttur en í mörg undan- farin ár; er því lítil ástæða til að örvænta um, að hann muni ^ggjast niður innan skamms eins og stundum er haft að orði. Það var eftirtektarvert hve margt fólk af yngri og yngstu kynslóðinni tók þátt í skemmtiskrá dagsins. Forseti dagsins var Helgi Johnson og stjórnaði hann hátíðinni með röggsemi og eyddi ekki tíma 1 óþarfa ræður. Fjallkonan, Mrs. Doris Johnson, flutti ávarp sitt prýðilega og er það birt á ritstjórnarsíðu blaðs- ms. Hirðmeyjar hennar voru Janis dóttir hennar og Lorna dóttir Dr. og Mrs. D. Medd. Það var sérstaklega ánægju- ^egt að hlýða á hinar ljúfu og skæru raddir barnanna, er sungu mörg íslenzk þjóðlög. Mrs. Anna Arnason Stevens var söngstjóri þeirra, en Mrs. Guðrún Stevens var við hljóð- færið. Ungur maður, Reg. Frederickson að nafni, söng °g nokkur íslenzk lög; er hann g®ddur voldugri baritone- rödd. Litla Patricia Johnson veitti og gestum mikla ánægju með sinni ljúfu og tæru rödd. Páll S. Pálsson flutti minni íslands í ljóðum og birtist kvæði hans í þessu blaði. Séra Jón Bjarman mælti fyrir niinni Islands og Gunnar Egg- ertson fyrir minni Kanada, og birtast ræður þeirra í næstu blöðum. Það jók ekki lítið á skemmtiskrána, að hjlóm- sveit flugliðsins á Gimli lék af og til um daginn. Barney Egilsson bæjarstjóri bauð gesti velkomna og birt- ist hin stutta en kjarnyrta r*ða hans í blaðinu. Eric Stefanson M.P. flutti kveðju frá Hon. John Diefenbaker forsætisráðherra, en sam- komustjórinn las skeyti, er barst frá Lester B. Pearson. Hon. Duff Roblin flutti árn- aðaróskir frá fylkisstjórninni; Grettir L. Johannson frá stjórn íslands og um leið þakkaði hann Islendingadags- nefndinni fyrir hið mikla starf, er hún leggur á sig til að undirbúa þessa miklu há- tíð V.-fslendinga. í sama streng tók séra Philip M. Pét- ursson, er hann flutti kveðjur frá Þjóðræknisfélagi íslend- inga í Vesturheimi og frá for- seta þess, Dr. Richard Beck, sem nú er staddur á fslandi. Séra Bragi Friðriksson, sem uýkominn var frá íslandi, flutti fréttir að heiman og árnaðaróskir, en hann mun ferðast um byggðir fslend- inga og sýna litprentanir af íslenzkum málverkum, svo sem auglýst er í blaðinu. Forseti dagsins, Helgi John- son, minntist sérstaklega tveggja manna, sem í mörg ár störfuðu dyggilega í íslend- ingadagsnefndinni, en það voru þeir Guðmundur Magn- ússon á Gimli, sem er nýlát- inn, og Steindór Jakobsson í Winnipeg, sem gat ekki verið viðstaddur sökum heilsu- brests,'en hann hefir átt sæti í nefndinni um þrjátíu ára skeið. Fyrir hádegi fór fram skrúð- för með R.C.A.F. hljómsveit- ina í fararbroddi og hlaut skrúðbíll Kardy’s Hardware, sem táknaði landnámið, fyrstu verðlaun; Willow Island önn- ur verðlaun og Gimli Wom- en’s Institute þriðju verðlaun. í norðurhluta skemmtigarðs- ins fór fram íþróttakeppni all- an daginn, en ekki er okkur kunnugt um úrslit þeirra. Um kvöldið var almennur söngur í garðinum, er séra Eric H. Sigmar stjórnaði, enn fremur söngflokkur — The Ovaltones — frá St. Stephens kirkjunni; þar voru og sýnd- ar myndir frá íslandi. Loks var stíginn dans fram eftir nóttinni. Ekki má gleyma að minnast á skyrið og annan gómsætan íslenzkan mat, er kvenfélagskonur veittu gest- um allan daginn. Sem sagt, hátíðin var um allt hin ánægjulegasta og ekki sízt það tækifæri, sem hún gaf gömlum vinum að hittast og spjalla saman, sem annars eiga þess ekki kost. BJARNI EGILSON Mayor of Gimli: Address Of Welcome Once again many hundreds of the descendents of Ice- landic Pioneers to Canada make their annual journey to attend Islendingadagurinn on these grounds. We who make our home here are happy to welcome you each time. It is a pleasure to join with you in hearing an inspirational pro- gram. It is even more a source of joy to enjoy the fellowship and re-kindling friendships of old. But for those of you who come from a distance, there is more significance than sim- ply the entertainment, the renewing of acquaintance and the gathering of friends. This your journey has been a pil- grimage. You have come here to meet at Gimli — Cradle of Icelandic Culture in Canada; site of the heroic struggles of the Pioneer Mother and Fath- er; graveyard of many who gave their lives in the con- quest of the wilderness and whose life given in sacrifice to the problems, trials and disasters that accompany such trail blazing. When we contemplate their sufferings and their stoic tenacity — we are compelled to realize that this soil and this inland sea is sacred to their memory. This reaiization must be ours who dwell here and who seek to build upon the foun- dations laid at such a price of toil and blood. And this, I am sure, is the magic force that draws so many of you to this day, year after year from afar. To all of you — but espe- cially to those who journeyed here I extend Gimli heartfelt welcome. May God bless this your pilgrimage. Synir og dætur, ættingjar og vinir tveggja íslenzkra landnámshjóna söfnuðust víðs vegar frá til Upham, N.D. 10. júlí s.l. til að heiðra minningu frumherjanna og gleðjast með góðum vinum. Fyrst fór fram guðsþjón- usta fyrir hádegi í Melankton- kirkjunni í Upham, en það var kirkja íslenzka landnáms- fólksins í þessari byggð. Séra Skúli J. Sigurgeirsson frá Wauban, Minnesota prédikaði og stýrði guðsþjónustunni. Vígði hann við þetta tækifæri fagran steindan kirkjuglugga, sem Freemans fjölskyldan hafði gefið kirkjunni í minn- ingu um foreldra sína, hin merku landnámshjón George og Guðbjörgu Freeman. Sam- kvæmt tilmælum Freemans fjölskyldunnar, söng frænd- kona þeirra, Mrs. S. J. Sigur- geirsson hinn fallega sálm: „Ver hjá mér herra, dagur óð- um dvín“ og sonardóttir hinna látnu landnámshjóna, Mrs. Einar Ólafsson, söng „Bless this House“. Dóttir þeirra, Mrs. E. Fáfnis, lék á hljóð- færið. Var þetta hátíðleg stund. Að guðsþjónustunni lokinni var neytt miðdegisverðar í neðri sal kirkjunnar. Eftir hádegi safnaðist þessi vinahópur aftur saman í efri sal kirkjunnar og tók þá við samkomustjórn Einar John- son lögmaður frá Lakota, N. Dakota, en aðalræðumaður var Ásmundur Benson dóm- ari frá Bottineau. Var þessi athöfn í minningu um hin mætu og göfugu landnáms- hjón, Guðrúnu og Guð- bjart Johnson. Mrs. V. J. Ey- lands las hina fögru minn- ingargrein, er hún samdi um foreldra sína — This was their life — og höfðu systkin- in gefið hana út í skrautleg- um bækling, sem útbýtt var meðal gestanna, er viðstaddir voru. Miss Einarson söng ein- söng og Miss Olquist lék á píanóið. Var þessi íslendingadagur í Upham þrunginn ljúfum minningum og fagnaðarríkum samfundum. Greetings From The Prime Minister Of Canada Delivered by Eric Siefanson M.P. Dear Mr. Stefanson, Will you please extend my greetings to all who will for- gather at Gimli on August lst at the annual Icelandic Cele- bration. The people of Icelandic ori- gin have displayed outstand- ingly fine citizenship and have contributed much to Canada. Among them I num- ber many whose friendship has meant much to me through the years. ☆ Greetings from Hon. Lester B. Pearson May I extend cordial greet- ings to all Icelanders and their friends of many other national origins on the occasion of this seventy-first Islendinga- dagurinn. My warm congratu- lations to Mrs. George John- son chosen Maid of the Moun- tain and sincere good wishes to all on this happy day. PÁLL S. PÁLSSON: Til íslands (Lesið að Gimli 1. ágúst 1960) Sjá, nú er hátíð hér á okkar slóðum, við hingað komum til að minnast þín með þöglum hugum, hljómum, söngvum, ljóðum, — í hjörtum vorum mynd þín ávallt skín. 1 hugum vorum allt er fagurt, fágað, hver fáni á stöng í minningunum er, svo allar þjóðir hljóta að sjá — og sjá að við sitjum hér í bæn — og lútum þér. Já, minningarnar um þig, ástkær móðir, þær urðu að sól, er vermdi hvert vort spor, og vegna þess spratt okkar andans gróður að íslenzkt bjó í hjörtum okkar vor. Við fengum þrótt við ljóða þinna lestra og löngum var þar harmi vorum drekkt. Svo þegar dauðinn vegu'r oss hér vestra hann vegur okkur, börn þín öll „úr sekt“. Þú dæmdir okkur ei í sekt, vor móðir, þótt utan færum, grátin kvaddir oss, og baðst að allar okkar lífsins-slóðir í útlöndunum færðu oss gæfu-hnoss. Vorn heimanmund úr hjarta þínu greiddir, og heitan koss á varir okkur gafst. Þú hafðir kennt þeim öldnu og þeim ungu á íslenzku áð draga fyrst til stafs. Sú stafagerð hér störfum okkar réði, við stríddum lengi, en sigrinum var náð, svo nú er okkar æðsta og mesta gleði, að úti í löndum fræi þínu er sáð. Nú upp hér vaxa íslands fögru blómin, svo utanlands þeir syngja þína dýrð. í framtíð heyrum heimsins „Stóradóminn": Af hendi Islands var sú planta skírð. Og plantan sú, er íslenzkt mál og menning og manndáðin, er gafstu oss börnum þín. Hún brást oss aldrei þessi mikla þrenning, á þjóðahimni vestra fagurt skín. Svo þú munt aldrei þeim úr minni líða, er þáðu slíkt, um margra aldahvörf. Það kenndi oss, móðir, mest og bezt að stríða og manndóm leggja í hugsun vora og störf.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.