Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1960
5
Fréttabréf úr Húnaþingi
Kæra Ingibjörg og lesendur
Lögbergs-Heimskringlu.
Héðan úr Húnaþingi er allt
gott að frétta; góð tíð og þar
af leiðandi góður heyskapur.
Auk þess er gott að fá verm-
andi sól hér norður við fs-
hafið til að undirbúa líkam-
ann undir skammdegið og
kuldann. En lítið skeður í út-
kjálkasveit á íslandi. Við
fjöruna leika selir sér; fuglar
unga út í hreiður í rústum
gamalla bæja og útihúsa og
lömbin fylgja mömmu sinni
upp í fjöllunum. Allt þetta í
kringum mann er eins og það
var fyrir mörgum árum og er
enn í fersku minni hjá mörg-
um góðum löndum, sem setzt
hafa að langt í burtu frá átt-
högunum.. Það eru bara
mennirnir sem breytast, hugs-
unarhátturinn og lífskjörin.
Það er sjaldan að ég þarf á
hjálp að halda í Reykjavík, að
minnsta kosti í sambandi við
gistingu, en um daginn, þeg-
ar ég var í heimsókn þar, lá
við að ég yrði að gista á göt-
unni. En á síðustu stundu kom
Vestur-íslendingur til bjarg-
ar- Hann heitir Sigurður Stef-
ánsson. Hann var lengi í Ár-
borg og fluttist síðar á síð-
ustu stríðsárunum til Van-
couver. Ég hitti hann af hend-
ingu á hóteli í bænum, þar
sem ég átti von á gistingu, en
þar var fullt. Hann bauð mér
strax upp í sitt herbergi, þar
sem var nóg pláss. Sigurður
er Vopnfirðingur að ætt og
ætlaði að heimsækja gamla
staðinn eftir rúml. 40 ára úti-
vist. Hann hafði aldrei komið
til Reykjavíkur áður, svo ég
sýndi honum bæinn og fór
með hann í nokkur hús. Hann
furðaði sig eins og fleiri yfir
öllu athafnalífi og fram-
kvæmdum. Þá í þetta skipti
hitti ég góðan vin okkar,
Richard Beck. Hann lofaði
því að heimsækja okkur á
Tjörn, og svo bíðum við með
eftirvæntingu að taka á móti
honum.
Fimmtán ár eru nú liðin
síðan íslendingar hófu fyrstu
millilandaflugferðir. Ég var
einn af fjórum farþegum, sem
fór frá Skerjafirði 11. júlí
1945 í Catalina-flugbát á leið
til Skotlands. Afmælisins var
minnzt með blaðagreinum og
lofsamlegum orðum um þenn-
an sögulega viðburð. Það er
ánægjulegt fyrir mig að hafa
geymt farseðilinn minn og ef
til vill er hann dýrmætari
fyrir það, að nöfnin allra á
flugvélinni eru skrifuð á
hann.
Fékk kort frá séra Valdi-
mar. Hann var þá í London
og leið vel óg bjóst við að
koma hingað innan skamms.
Vona að ykkur öllum líði
sem bezt.
Með beztu kveðjum frá
okkur öllum á Tjörn.
Ykkar einlægur,
• Roberl Jack
Sigurbjörg Johnson
(Fædd 15. nóvember 1864 —
dáin 5. júní 1960. — Tileink-
að vinum og vandamönnum
hinnar látnu.)
Eftir langan ævidag
er að lokum breytt um hag;
sigruð hver þín sjúkdóms-
þraut,
svifin Guðs í náðarskaut,
létt á öldum ljósvakans
leiftrar ofar skynjun manns.
Minninganna myndin þín
munarljúf í hugum skín.
Vina þinna viðnámsþrótt
vakið fær og sælugnótt
þig að vita þrautum fjær,
þar sem ríkir friðar blær.
Samtíð geymir sæmdar spor
sérhvert þitt, og táp og þor;
íslendingsins auðnu gjöld
alveg fram á hinzta kvöld,
samúðina, sólskinstrú,
sem að öllum léðir þú.
Hjartans móðir huggun ljær
harmi gegn þótt dveljir fjær,
aðeins stutta eftir bið
aftur saman dveljum við;
alla fyrir yndisgnótt,
ástarþakkir, góða nótt.
Jóhannes H. Húnfjörð
Frú Saskatchewan
7. ágúst 1960
Kæra Ingibjörg:
Þökk fyrir verk vel unnið
a síðastliðnu ári, ég hefi sann-
arlega fengið margar ánægju-
stundir að lesa tvíburana.
Og nú er komið að skuldar-
óögum og þá skal nú borga
brúsann með því að senda þér
Póstávísun.
Ég fer nú að verða eins og
^Lugga-Sveinn forðum daga,
því nú er ég í nýju plássi eins
°g þú sérð á fyrirskriftinni.
Ég vinn hjá Wells Construc-
tion sem tímamaður og bók-
haldari, og er þetta annað
skólahúsið, sem við erum að
byrja á síðan í ágúst í fyrra,
»Composite High School".
Héðan úr fylki er mestallt
gott að frétta, góða heilsu,
góða stjórn og góða veðráttu,
hema nokkuð heitur júlí og
þurr, en nú hefir rignt, svo
allt er með feldu.
Nú fara farfuglarnir að búa
sig undir flugið suður aftur,
ég á við Höllu, Kötlu, Ingu og
Hichard. Gaman væri nú að
beyra ferðasögu þeirra í blað-
inu, því vafalaust hafa þau frá
mörgu að segja, sem gaman
vaeri að hlusta á.
Og þá eigið þið nú gott
þarna austur frá að fá að sjá
°g heyra hina góðu gesti, sem
koma að heimsækja ykkur að
heiman, og þá kemur í huga
minn sú löngun, sem ég fæ
þegar ég les bréfin að heiman
frá séra Robert Jack og
frænda mínum Einari Krist-
leifssyni, að þakka þeim inni-
lega og hjartanlega fyrir vilj-
ann og velvildina að senda
okkur línur þessa löngu leið
og rifja upp fyrir cfkkur menn,
staði og stundir frá löngu liðn-
um tíma. Og einnig þeim hér
í landi, sem eru svo framtaks-
söm og ræktarleg í sér að
senda blaðinu greinar; mörg
af okkur gætum sent greinar
í blaðið, sem mundu verða til
þess að lífga upp samkomu-
lífið á meðal okkar, sem erum
stráð um þetta víðáttumikla
og góða land.
Krislinn O. .Oddson,
Delisle, Sask.
Prevenlion is better than cure
= betra er að byrgja
bijunninn, áður en barnið
er dottið ofan í.
Out of sight, out of mind
svo fyrnast ástir sem fundir.
So many men, so many minds
= svo er margt sinnið sem
skinnið.
The early bird gets the worm
= morgunstund ber gull í
mund.
There is no royal road to
learning = enginn verður
óbarinn biskup (royal =
easy).
Forsefri frók
við embæfrfri
Forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson, tók við embætti í
þriðja sinn síðastliðinn mánu-
dag við hátíðlega athöfn. At-
höfnin hófst í Dómkirkjunni
kl. 3.30 með því að dómkórinn
söng undir stjórn Páls ísólfs-
sonar sálmana, „Ó, sæll er sá,
er treystir“ og „Himneski
faðir“. Að því búnu las bisk-
upinn yfri Islandi, Sigurbjörn
Einarsson, ritningargerð og
flutti ávarp.
Úr Dómkirkjunni var geng-
ið fylktu liði yfir í alþingis-
húsið. Fyrstir gengu Ásgeir
Ásgeirsson og Þórður EyjólfS'
son, forseti Hæstaréttar, þá
forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir
og Sigurbjörn Einarsson bisk
up, en því næst Ólafur Thors
forsætisráðh., Friðjón Skarp-
héðinsson forseti Sameinaðs
Alþingis, ráðherrar, sendi-
menn erlendra ríkja og aðrir
gestir.
í alþingishúsinu fór athöfn-
in fram í fundarsal Samein-
aðs Alþingis. Forseti Hæsta-
réttar lýsti forsetakjöri og las
síðan eiðstafinn, sem forseti
undirritaði. Þá söng dómkór-
inn „Rís fslandsfáni“ undir
stjórn Páls ísólfssonar, Þor-
steinn Hannesson söng ein-
söng, en Lúðrasveit Reykja-
víkur lék undir.
Þessu næst gekk forseti Is-
lands fram á svalir alþingis-
hússins og minntist fóstur-
jarðarinnar, en mannfjöldinn
á Austurvelli hyllti forseta.
Síðan gekk hann í þingsalinn
aftur og flutti ræðu. Athöfn-
inni lauk með því, að Lúðra-
sveit Reykjavíkur lék þjóð-
sönginn.
Alþbl., 3. ágúst
Hvar er hvíti . . .
Frá bls. 4.
væru — tréverkið utan um
lyftitækin hefir verið úr mjög
léttri viðartegund.“
L ý s i n g u m síðastnefndra
fræðimanna á fornminjunum
ber saman í aðalatriðum við
skilgreiningar próf. Gunn-
laugssonar, þar sem hann seg-
ir á einum stað: „Með upp-
fyndingum sínum á (vinnu-)
vélum hófu þeir (Indlands
Aryarnir) Indland á framfara-
stig . . .“ o. s. frv. (Sjá hér
að framan). Það var ekki fyrr
en nokkrum áratugum eftir
að Gunnlaugsson ritgerðin var
rituð, að fornleifafundur sá,
er hér um ræðir, fór fram.
Aldrei hefir verið eins mik-
ill möguleiki á að vinna bug
á fjarlægðunum landa og
staða á milli eins og á þessari
öld, sem nú er að líða. Af því
sem hér að framan er skráð
virðist sem vestrænir menn
séu nú haeir en áður, bæði
með þessu og öðrum framför-
um, að sanna hinn Indó-Aryj-
anska uppruna sinn.
Fyrir auknar samgöngur
landa á milli hafa nútíðar-
fræðimenn og konur frá Bret-
landi og Bandaríkjunum farið
til Austurlanda og kynnt sér
hin fornu fræði, sem þar
höfðu geymzt um aldaraðir,
ritað svo um þau, þegar heim
kom.
Hér fara á eftir nákvæmari
skilgreiningar um ofanskráð
efni, úr ritum þeirra, einkum
úr bókinni „My life in Tibet“
eftir brezkan mann, E. J.
Dingle að nafni, og fáein at-
riði úr „Autobiography of a
Yogi“, rituð af indverskum
fræðimanni í Bandaríkjunum,
einiíig úr „History of the Rasi-
crucian Order“ eftir hinn
mikla vestræna fræðimann H.
S. Lewis, og „Webster’s
United Encyclopedia and Dic-
tionary“. Allar þessar bækur
voru gefnar út í Bandaríkjun-
um á tímabilinu milli 1929 til
1960, og er það sem hér fer á
eftir samandregið úr þessum
bókum og ber í aðalatriðum
saman við skilgreiningar próf.
Gunnlaugsonar, það sem þær
ná, og um leið gerð grein fyrir
öðrum stað í Mið-Asíu, sem
önnur kynkvísl hvítra manna
hafðist við á.
Framh. í næsta blaði
Syndin á ætt og uppruna
„Ein fölsk nóta eyðileggur
fegurstu hljómkviðu. Ein
synd, sem í fljótu bragði virð-
ist smávægileg, getur lagt í
rústir líf, sem miklar vonir
voru tengdar við. Hún vefur
um herfang sitt neti ófyrir-
sjáanlegra afleiðinga, sem
engin leið er til að losna úr.“
(„Life Here and Hereafter“,
Canon MacColl. Enskur guð-
fræðingur.)
">,Hver framin synd skilur
eftir „synda spor“, bæði á fín-
gerðum eiginleikum sálarinn-
ar og grófgerðum taugavef
líkamans. Og það, sem verra
er, hún kyndir undir óviðráð-
anlegri ástríðu að fremja
syndina aftur. Því „ein synd
býður annarri heim.“ Synd,
sem framin er í dag, á ætt að
rekja til syndar, sem framin
var í gær eða dagana þar á
undan. Hún er afkomandi og
afleiðing marg - endurtekinna
synda.“ (Henry Drummond.)
An iron hand in a velvet
glove = mjúkmáll en ó-
sveigj anlegur.
A storm in a ieacup = mikið
veður út af litlu tilefni.
Easier said than done = hæg-
ara sagt er gert.
In at one ear out at the other
= inn um annað eyrað og
út um hitt.
LÆGST allt óriS
FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS
LÆGRI EN NOKKURT
ANNAÐ AÆTLUNAR-
FLUGFÉLAG
Frá New York um
ísland til
STÓRA-BRETLANDS •
HOLLANDS • NOREGS
• SVÍÞJÖÐAR •
DANMERKUR •
ÞYZKALANDS •
Með lægri fargjöldum en „Eco-
nomy“ bjóða ICELANDIC AIR-
LINES hina einu fullkomnu
„Tourist“ þjónustu . . . tvær
ágætar máltíðar, að ógleymdu
koníaki, allt ókeypis! Færri far-
þegar, meira fótrými. Stytztu
áfangar yfir úthafi frá New York
. . . aldrei meira en 400 mílur
frá flugvelli.
UPPLYSINGAR í ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM
n /71 F&
ICELANDICl AUtLINES
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
New York • Chicago • San Francisco
FOR RESERVATIONS
CALL OR TELEPHONE
Tel. WH 2-8424
P. LAWSON TRAVEL LTD.
(D. W. Collett)
Authorized Agents
247 NOTRE DAME AVE., WINNIPEG 2. MAN.