Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y. Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson Montreal: Prof. Askell Löve Subscription S6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Anthoriz^d as Second Class Mall, Post OflBce Department, Ottawa. Ávarp Fjallkonunnar Flutt á Gimli af frú Doris Johnson á íslendingadeginum 1. ágúst 1960 Hjartkæru börnin mín. í dag, eins og svo oft áður, auðnast mér að ávarpa ykkur og flytja ykkur kveðjur frá frændum og vinum ykkar, sem hjá mér búa. Það gleður mig að geta enn, eftir áttatíu og átta ára veru ykkar hér í landi, talað til ykkar á okkar „ástkæra ylhýra máli“, sem er allri rödd fegra, eins og Jónas kvað. Þessi dagur, sem þið helgið minningu minni, er og verður ávallt bezta sönnun þess hversu djúpar rætur hin íslenzka arfleifð á í hjörtum ykkar. Engin fjarlægð, hvorki í tíma né rúmi, hefir orkað því að uppræta hana. Þetta er svo mikið gleðiefni fyrir mig, að engin orð fá lýst því. Ef skógarnir ykkar hér gæfu frá sér bergmál eins og íslenzku klettarnir, myndi loftið hljóma af mínum söngv- um frá fyrstu tíð ykkar hér til þessa dags. Ég veit að þið hafið ávallt greint þessa hljóma, og þeir eru í hjörfcum ykkar, sem helgur dómur. Þess vegna er saga ykkar landnáms hér svo fögur og eftirtektarverð. Þess vegna hefir ykkur reynzt léttara að yfirstíga ýmsa erfiðleika, sem voru á vegi ykkar. Án þess að missa sjónar á því, sem var ykkur kærast frá ættjörðinni, reistuð þið ykkar eigin brýr yfir vötnin og genguð örugg inn í fylkingu hins vestræna þjóðlífs. Mér er ánægja að minnast sigra ykkar, sem eru eigi sízt margir og glæsilgeir á sviði náms við háskóla þessa lands, frá fyrstu tíð ykkar hér. Sú saga er frábær. Ég fagna yfir framkvæmdum ykkar með útgáfu blaða, bóka og rita gegnum árin. Skólahald ykkar til viðhalds íslenzkri tungu, á sér nú langa sögu og merkilega, og ber háskólastóllinn bezt vitni um framkvæmdir ykkar í því mikilsverða máli. Þá hefir kirkjustarfið átt drjúgan þátt í viðhaldi þess bezta, sem þið fluttuð með ykkur hingað og einnig hefir Þjóðræknisfélag ykkar, síðan það var stofnað, haft sterkt samband við heima- þjóðina. Margt fleira mætti telja, en í stuttu ávarpi er það ekki hægt. Saga ykkar mun greina frá því á sínum tíma. Um leið og ég af heilum huga þakka öllum þeim, sem frá fyrstu landnámstíð hér hafa reynzt mér trúir, og á sama tíma áunnið sér aðdáun hins nýja fósturlands, vil ég benda á það, að nú er ættjörð ykkar ekki lengur einangruð og út úr vegi. Hið ægilega Atlantshaf er nú ekki lengur til fyrirstöðu þeim, er ferðast frá einu landi til annars. Brúin yfir það hefir verið reist um bláloftin háu. Ferðalög, sem áður tóku mánuð, eru nú gjörð á einum degi. Ber ég þá von í brjósti, að þin nýja brú eigi eftir að verða notuð til að sameina hugi og hjörtu ykkar við stofnþjóðina í allri fram- tíð með vaxandi heimsóknum af beggja hálfu. Það er fagnaðarrík hugsun, eins og lífið sjálft er, á yndis- legum sumardegi. Um mörg' komandi ár mun ég halda áfram að horfa til vesturs. Faðmur minn mun ávallt standa opinn hverjum þeim, sem leitar heim. Ég vona, að ég eigi eftir að vera hér meðal ykkar á íslendingadögum um mörg ókomin ár. Ég vil gleðjast með ykkur á þessum helga stað, sem er talinn höfuðstaður Islendinga í Norður-Ameríku. Þið hafið gert nafn Gimli frægt hér í álfu, og það er góðfrægt nafn, upprunnið úr íslenzkri tungu og er nú óbreytt í útvarpi veðurstofunnar hvern dag. Að endingu vil ég biðja guð vors lands, sem leiddi þjóð mína til frelsis og sjálfstæðis, í annað sinn fyrir sextán árum, að leiða ykkur tií sigurs í allri góðri baráttu í kjör- landi ykkar hér; í landi Leifs heppna, sem fyrir 960 árum var einn af mínum frægustu sonum og lenti fyrstur hvítra manna skipi sínu við strendur þessa mikla meginlands. — Lifi íslenzkur framsóknarandi. Lifi friður og frelsi allra þjóða. Hvar er hvíti þjóðfSokkurinn upprunninn? Þýtt og saman rilað af Jakobínu Stefánsson Af öllum þeim mörgu þjóð- flokkum af svo að segja öll- um litum, sem þessa jörð byggja, hefir Aryanski þjóð- flokkurinn, þ. e. hvítir menn, oft nefndir Norðurálfumenn, og þeirra afkomendur, jafnan verið atkvæðamestir; en um leið og þessi grein er lesin, ber að gæta þess, að eftir því sem sagnfræðingar og forn- fræðingar segja mun Norður- álfan (þ. e. Evrópa), sem um aldaraðir hefir verið heim- kynni þess þjóðstofns, hafa byggzt alllöngu seinna en hinar heimsálfurnar. Af því vaknar spurningin um hvaðan hvítir menn séu og hvar upprunnir. Eins og kunnugt er, eru þeirra framkvæmdir til fram- fara langmestar. Á miðöldum fundu þedr Ameríku, um ekki ósvipað leyti fundu þeir upp prentlistina—á hvoru tveggja þessu lifa milljónir manna, andlega og líkamlega, enn þann dag í dag. Síðan hafa þeir fundið gufuvélina, notk- un rafmagns, loftförin, tal- símann og svo margt fleira, sem of langt yrði upp að telja hér; lögðu fram þann kraft, sem þurfti til að koma öllum þessum uppfinningum í notk- un. Fyrir stjórnvizku sína hafa þeir, undanfarið, haft yfirráð yfir sér margmennari þjóðflokkum af Asíu- og Afríkumönnum — í stuttu máli sagt — þeir hafa og hafa lengst haft völdin í heiminum, og eru þó fámennari en allir eða flestir hinir þjóðflokkarn- ir, sem ekki eru hvítir menn. Það er því sízt að undra þó meðal enskumælandi manna sé stundum minnzt á „The supremacy of the white race“ („yfirburði hvítra manna“). Hvernig stendur á að hvíti þjóðflokkurinn — einkanlega sú kvísl hans, sem vanalega eru nefndir Norðurálfumenn — öðru nafni vestrænir menn — eru svo ólíkit að manngildi til öllum þeim mörgu og afar fjölmennu þjóðflokkum, sem áður er á minnzt? Við þeirri spurningu hefir ekki fengizt fullnægjandi né greinilegt svar. Úr því hann telst ekki að vera upprunninn í Norðurálf- unni, sem aldrei hefir verið byggð af öðrum en hvítum mönnum — að öllu sem menn vita — hefir hann hlotið áður að hafa lifað í einhverri af hinum heimsálfunum. Af elztu ritum, sem minnzt verð- ur frekar á hér á eftir, er auð- velt að sjá, að í hinum heims- álfunum bjuggu til forna hör- undsdökkar þjóðir eins og enn þann dag í dag; þá, eðlilega, rís upp sú spurning: hvernig gat hvíti þjóðflokkurinn hald- izt hvítur og óblandaður af hinum þjóðflokkunum? Hann hafði þá enga sérstaka heims- álfu út af fyrir sig, eins og seinna meir, eftir að hann kom til Evrópu. * * * Eins og fræðimönnum mun kunnugt, hefir djúpsett þekk- ing á fornum og nýjum tungu- málum í för með sér töluverða þekkingu á sögu, mannfræði — að sjálfsögðu hvað kyn- flokka- eða þjóðflokkaskipt- ingu snertir. Hinn mikli málfræðingur, prófessor Bertel Högni Gunn- laugsson, í ritgerð sinni „Ind- land hið forna“, sem birtist 1 vestur-íslenzku tímariti árið 1904 (hann átti þá heima hér í Ameríku), segir meðal ann- ars: „Fjölmörgum öldum fyrir Kr. burð var á Indlandi þjóð- flokkur einn, sem nefndust Aryar; það voru hvíiir menn, bláeygðir og ljóshærðir. Lík- amsbygging og siðferðisein- kenni þessara manna minnir á hina hellenzku [grísku] flokka, og germönsku og slav- nesku þjóðflokka á miðöldum í Evrópu. Sumt af þessum þjóðflokki bjó á Indlandi í héruðunum við Himalaya- fjöllinn, og er það sú kvísl hins Aryanska þjóðflokks, sem hér verður fyrst um rætt; en seinna um hinn arm hans, sem þá bjó fyrir handan Hima- layafjöllin, nálægt fjallgarði, sem Pamir nefnist, og er á- framhald af Himalayafjöllum inn í Mið-Asíu, og Persaland, sem nú er nefnt Iran.“ „Þessi hvíti þjóðflokkur, sem þá bjó inn á Indlandi sjálfu, voru vel gefnir menn, og ekki allir herskáir. Þeir voru gæddir góðum skilningi, góðu minni, háfleygum skáld- anda og hugmyndaríki; höfðu mikið vald á málinu, og voru umfram allt gæddir ákafri til- hneigingu til trúarhugmynda. Elzta vitneskjan um þá fékkst fyrir sálmagerð þeirra, því þeir sungu við tilbeiðsluat- hafnir sínar lofgerðarsálma til guðanna, sem voru ortir af mikilli snilld. Skáld voru eigi allfá meðal þeirra og voru höfð í hávegum. [Svo það virðist sem sálmasöngurinn, sem ætíð hefir verið í kirkj- um vestrænna manna og er enn sé upprunalega frá þeim. - Þýð.] „Eitt hið elzta rit, sem til er, er Riga Veda, sem að efni og innihaldi til er frá þessu tímabili — eitthvað um 1800 fyrir Kr. burð, og einnig hið mikla Mahabharata, ritað á hinu ágæta fornmáli Sanskrít, samsafn af ljóðum, sögusögn- um og goðsögum, einnig sögu- ljóðasafnið Ramayuna; hér er ekki hægt að lýsa í ekki lengra máli en þessu hinum mörgu klassisku ritverkum Indlands. Þau voru fleiri en að ofan eru nefnd, t. d. sögu- ljóðasafnið Upanishads, sem er einnig lýsing á sögulegum atburðum, rituðum á San- skrít: Sum höfðu inni að halda trúfræði, heimspeki og nátt- úrufræði. Með sínum miklu og marg- víslegu bókmenntum, knálega rekinni verzlun, uppfynding- um á vinnuvélum — hófu þeir Indland á framfarastig, löngu áður en bjarmaði fyrir degi hinnar fyrstu Evrópumenn- ingar. „Þó Indland geti ekm stært sig af merkilegri stjórnarsögu, eftir vorum skilningi, þá hefir það, bæði með sínum trúfræð- islegu og heimspekilegu rit- um gefið Evrópu umhugsun- arefni, sem er eins nýtt í dag og það var fyrir þúsundum ára síðan.“ Eins og sjá má af þessari frásögn prófessors Gunnlaugs- sonar, þá voru það hvítir menn, sem þarna voru að verki.. Þar eð nokkuð langur tími er liðinn síðan próf. Gunn- laugsson ritaði, verður hér bætt við upplýsingum um sama efni og hann ritaði um, og ber saman við frásögn hans. Á eigi allfáum síðastliðnum áratugum hafa allmiklar uffi- bætur verið gerðar á ýmsu, einkanlega vinnuvélum — nú stendur vélaöldin yfir, svo meira hefir verið unnið að fornleifagreftri en áður, því þar kemur vélakrafturinn að svo góðu haldi; einnig, síðan „radio“ kom til sögunnar, hafa „radio-active“ tæki ver- ið upp fundin, til að „mæla“ með aldur fornminja, svo menn geta nú farið nær um aldur þeirra en áður. Fyrir tiltölulega skömmu síðan fundust á Indlandi forn- minjar, sem vöktu allmikla eftirtekt. I tilefni af þeim fornminjafundi fórust hinum indver^ka fræðimanni V. R. Dikshidhas, í fyrirlestri, sem hann hélt við háskólann í Madras á Indlandi, þannig orð: „Það er nú fullvissa fengin fyrir því, að flugvélar hafa verið til á Indlandi 1200 fyrir Kr. b.,“ sagði hann. „En þeir loftbátar voru allavega í lag- inu — sumri í fílsmynd, sumir í fuglsmynd, aðrir í lögun eins og apar, enn aðrir eins og hestar, nokkrir eins og vagnar og önnur vanaleg far- artæki.“ Vestrænn fræðimaður einn, Leut.-Colónel James Church- wood, sem heima á í Mount Vernon, New York, kunn- gjörði þennan fornleifafund og sagði meðal annars: „Það, sem þessar 125 „töfl- ur“, sem fundust á Indlandi, hafa inni að halda, er undra- vert: af því má sjá, að í her- útbúnaði manna, sem uppi voru fyrir Kr. b. voru loftför, sem gátu borið fleiri tugi manna, þó af einfaldri gerð Frh. á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.