Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Side 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1960
Hvar er hvífri þjóðffokkurinn
upprunninn?
Þýti og saman ritað af
Jakobínu Stefánsson
Framh. frá síðasta blaði
Það er hægt að segja um
það með vissu, að hvítir menn
voru á Indlandi 1800 öldum
fyrir Kr. burð, því þá varð
þeirra elzta rit Riga Veda til,
en eigi er hægt að segja ná-
kvæmlega um hve lengi hvíti
þjóðflokkurinn bjó þar, nema
það eitt er talið fullvíst, að
hann var þar margar aldir,
„og hinu megin við Himalaya-
fjöllin“, þar nálægt Pamir-
fjallgarðinum (sem er fram-
hald af Himalayafjöllunum,
inn í Mið-Asíu). Það næst
verður komizt í þekkingu um
það, er helzt að finna í bók
hins indverska fræðimanns
prófessors A. C. Das við há-
skólann í Calcutta á Indlandi.
Hann rannsakaði fornrit þjóð-
ar sinnar, einkanlega hið elzta
þeirra, Riga Veda, ritaði svo
bók um fornritin af mikilli
snilld. Sú bók var gefin út af
þessum háskóla í Calcutta
1921. Þar segir hann meðal
annars:
„Indland, nefnilega Indus
og héruðin við Himalaya-
fjöllin voru alltaf föst heim-
kynni hins forna Aryanska
þjóðflokks. Það er skýrt fram
tekið í Riga Veda (hinu elzta
fornriti) ásamt nokkrum til-
vísunum um kynþáttamismun
þjóðflokkanna.“ „í Riga Veda
er þess hvergi getið,“ segir
prófessor Das enn fremur, „að
Aryarnir hafi komið frá öðr-
um löndum til Indlands og
lagt það undir sig með her-
valdi eins og alltaf hefir verið
haldið, svo það getur varla
hafa verið.“ En hins getur
prófessorinn í bók sinni, að
hvíti þjóðflokkurinn hafi flutt
burt af Indlandi og breiðzt
út um Evrópu og Asíu — eða
réttara sagt — fyrst til Litlu-
Asíu og svo til Evrópu — og
um leið breiddist þar út þjóð-
tunga þeirra og þekking.
Vel má vera að próf./Das
hafi tilgreint í bók sinni tíma-
lengd þá, sem hvítir menn
voru á Indlandi; virðast þessi
orð hans, „Himalayahéruðin
voru alltaf föst heimkynni
hins forna Aryanska þjóð-
flokks“ — heldur benda á
langa veru þeirra þar. Það,
sem hér er tilgreint úr bók
hans, eru ekki nema fáeinar
setningar úr einu af áður-
nefndum heimildarritum. Það
er eins líklegt, að hann [próf.
Das] hafi ritað áðurnefnda
bók sína á indversku, og getur
hún þess vegna ekki orðið að
fullu gagni í vestrænum lönd-
um.
I áðurnefndum b ó k u m
enskumælandi fræðimanna er
svo að orði komizt: „Þessi —
hinn elzti — eða að sjálfsögðu
með þeim elztu — Aryönsku
þjóðflokkum, sem nútíðar-
menn hafa vitneskju um, var
mikilhæfur. Þeir stofnsettu
hina fornu indversku menn-
ingu, og urðu síðar forfeður
Evrópuþjóðanna. TungUmál
þeirra, Sanskrit — bygging
þess máls, orðaauðlegð, feg-
urð, hefði ekki getað mynd-
azt nema hjá hæfileikafólki;
varð síðar stofntunga latínu,
forn-grísku, er í öllum ger-
mönskum málum, svo sem
þýzku, og skandinavisku mál-
unum. — Þarf ekki að taka
það fram, að enn er það mál
talað á Indlandi og í Tíbet —
með aðeins litlum breytingum
frá fornmálinu.
Þekking þeirra, þessara
fornu Arya, á hinum dýpri
ráðgátum tilverunnar náði
langt. Þeir vissu að h^ð svo-
kallaða fasta efni var ekki
það, sem það sýndist vera —
þessi tilvera hér á jörð væri
skynvillum og sjónhverfing-
um háð — í samanburði við
það, sem fyrir utan lægi, —
mannssálin samanstæði af
undirvitund og yfirvitund —
hefði í undirvitund sinni, sem
væri nokkuð sérskilin frá
hinni, næstum ótakmarkaða
möguleika. Allur þessi jarð-
neski heimur væri í raun og
veru byggður á — og héldist
við af — lífsafli, meir en efni
(material). Hann (lífskraftur-
inn) gengi gegnum allt, sem
til er — jorðina með sínum
gróðri og segulmagni, og nátt-
úruríkið — væri í mönnum
og skepnum — væri ljósgjafi
hins sýnilega heims. Mörg
þúsund árum fyrir daga
stjörnufræðingsins Copernic-
usar vissu þeir að jörðin var
hnöttótt, snerist kringum sól-
ina, sólin settist aldrei, og
sumir nútíðar fræðimenn
halda að nútíma þekking í
stjörnuvísindum og stærð-
fræði sé upprunalega frá
þeim.
Sumt af þessum og öðrum
fróðleik þeirra var dulið fyrir
vestrænum mönnum þar til
fyrir tiltölulega fáum öldum
síðan.
„Þessir hvítu menn, 'forfeð-
ur okkar,“ segir einn af hinum
vestrænu höfundum áður-
nefndra bóka, „réðu þá lög-
um og lofum á Indlandi í
„örófi alda“, sem vel má kalla
— eða svo snemma á tímum,
að saga þess lands nær ekki
aftur fyrir það tímabil — af
því að annað hvort hefir hún
ekki verið rituð, eða horfið í
hyldýpi tímans, og er það lík-
legra, því 18 aldir eða 20, ef
tíminn sem liðinn er frá Krists
fæðingu er talinn með, er
langur. * * *
Hvaðan komu þeir til Ind-
lands? Það veit enginn; ligg-
ur því næst að halda að þeir
hafi verið upprunnir á Ind-
landi.
Af einhverjum ástæðum,
sem ekki er vel hægt að vita
hverjar vorú, þá fór svo, með
tímanum, að þeir vildu ekki
vera á Indlandi lengur, fóru
sumir til eyjarinnar Lanka
(nú nefnd Ceylon) og til
Jónsku eyjanna í Griklands-
hafi, til Grikklands og ítalíu,
og stofnuðu hina frægu fornu
menningu þeirra landa, en
sumir fóru í vestur og líkleg-
ast frá þeim löndum seinna
meir, og frá þeim eru komnir
Þjóðverjar og skandinavisku
þjóðirnar og hinar suðlægari
þjóðir í Evrópu."
„Vegna ættfeðra sinna,“
segir fornfræðingurinn enn
fremur, „Engilsaxa, Dana og
Norðmanna, sem seinna yfir-
unnu England, má rekja þjóð-
arætt nútíðar Breta og Banda-
ríkjamanna til þessara fornu
hvítu innbúa Indlands. Þessir
síðastnefndu þjóðflokkar hafa
vel sannað ætterni sitt, þegar
maður athugar allar þær
miklu framfarir í Vesturlönd-
um á síðustu öldum“ (eins og
getið var um í upphafi þessa
máls).
Öllum skilríkjum ber sam-
an um, að þessir Aryar hafi
hafzt við margar aldir á Ind-
landi, og allt gengið vel, en
engrar þjóðar vöxtur og við-
gangur getur alltaf staðið.
Afar margir þeirra höfðu far-
ið úr Himalayafjallahéruðun-
um og breiddust út um hið
eiginlega Indland, en þar voru
blökkumenn fyrir. En Ary-
arnir voru ófúsir á að tengj-
ast við þann lýð og vildu ekki
að sinn hvíti kynstofn yrði
blandaður af þeim, bönnuðu
allar giftingar milli þeirra og
síns fólks, og svo var mikil
einbeitni þeirra í þessu efni,
að þeir stofnsettu hina annál-
uðu stéttaskiptingu (Caste
System), sem staðið hefir allt
til þessa dags á Indlandi.
Snemma hefir litarofstækið
byrjað.
En þrátt fyrir öll lagaboð
og allar skorður, sem reistar
voru til tálmunar þeirri kyn-
flokkablöndun, þá varð henni
ekki aftrað; með tímunum,
eftir því sem aldir runnu,
varð hinn hreinhvíti atgjörvis
kynflokkur Aryanna blandað-
ur dökku blóði blökkumanna.
Líklegast af þessari ástæðu —
og ef til vill fleiri, þá flutti
hinn hvíti óblandaði kyn-
flokkur burt af Indlandi, eins
og áður er sagt, með alla sína
þekkingu, til Grikklands og
ítalíu og stofnsetti hina frægu
fornmenningu þeirra landa,
en á hvaða kafla fornaldar-
tímabilsins — frá því elztu
fleygrúnir og elztu rit urðu
til, með öðrum orðum, upp að
Krists fæðingu — er ekki með
neinni nákvæmni hægt um að
segja. Nema það eitt pr víst,
að til grísku eyjanna og
Grikklands hafa þeir eftir
líkum að dæma komið, ekki
seinna en á 10. eða 11. öld
fyrir Kr. b. Nokkur drög, sem
benda í þá átt, má finna í
fornaldarsögu Grikkja, en það
er ekki hægt að orðlengja um
jað frekar hér; eitt er víst,
sem er það, að enn þann dag
í dag eru Vestur-Evrópuþjóð-
irnar og þeirra afkomendur
nefndar Indóevrópumenn eða
Indógermanar í kennslubók-
um skóla í vestrænum lönd-
um. I
En hvað viðvíkur hinum
armi þessa Aryanska þjóð-
flokks, sem að ofan er um
rætt, sem voru ekki á hinu
eiginlega Indlandi, heldur
„hinum megin við fjöllin",
sem að Indlandi lágu, að það
var nærri þar, sem voru
voru landamæri Indlands og
hins víðáttumikla Turkestan-
landsvæðis, eins og það nú er
í heild sinni nefnt, en þar
voru líka Mongólar og aðrir
blökkumenn, sem létu þá ekki
í friði. Svo fyrir þessum hvítu
mönnum urðu sömu erfiðleik-
arnir út úr afstöðunni við
blökkumenn, eins og fyrir
kynbræðrum þeirra á Ind-
landi. Sumir þeirra voru í hér-
uðunum við Pamirfjöllin, sem
áður er um getið. En hvort þar
hafa líka verið blökkumanna-
vandræði fyrir þeim, er ekki
hægt að vita.
Eftir því sem fornfræðing-
ar komast næst, þá munu þeir
hafa komið til Evrópu á 10.
eða 11. öld fyrir Kr. b., sjá að
framan. Nákvæmlegar sé ekki
hægt að tilgreina um það, en
mjög nálægt þeim tíma hafi
sá innflutningur hlotið að fara
fram. Þá til eyjanna í Grikk-
landshafi, svo til Grikklands.
Það er hægt að fara óslit-
inn landveg frá Indlandi til
Litlu-Asíustrandar — þó afar
langur sé, en sú strönd veit að
Grikklandshafi, eins og kunn-
ugt er. Þaðan er tiltölulega
stutt sjóleið til Jónsku eyj-
anna, sem þeir hafa fyrst farið
til, og þaðan ekki löng sjóleið
til Grikklands.
Framh. í næsta blaði
THE CANADA
FAIR EMPLOYMENT
PRACTICES ACT
BANNAR
HLUTDRÆGNI (
ATVINNUVEITINGUM
TILGANGUR LÖGGJAFARINNAR er að vernda verka-
fólk gegn hlutdrægni í atvinnuveitingum, og verka-
lýðsfélögum vegna KYNFLOKKS. TRÚAR, HÖR-
UNDSLITAR EÐA ÞJÓÐERNISUPPRUNA.
LÖGGJÖFIN NÆR TIL vinnuveitenda við verk eða
fyrirtæki, er heyra undir dómsvald sambandsstjórnar-
innar, og til verkalýðsfélaga, er fara með umboð
verkafólksins, sem þar vinnur. Til þessara fyrir-
tækja teljast skipastóll, járnbrautir, skipaskurðir, rit-
sími, flugstöðvar, flugvélar, viðskiptafélög sambands-
stjórnarinnar, bankar, útvarp og sjónvarp, og þau verk
og fyrirtæki, sem rekin eru í þágu Kanada yfirleitt,
eða þau, sem heyra ekki undir löggjöf fylkisþinganna.
LÖGGJÖFIN FYRIRBYÐUR atvinnuveitanda að neita
nokkrum manni um atvinnu eða sýna hlutdrægni gegn
verkamanni vegna KYNFLOKKS, TRÚAR, HÖRUNDS-
LITAR EÐA ÞJÓÐERNISUPPRUNA hans. Atvinnu-
veitanda er og bannað að skipta við atvinnuskrifstofur,
sem sýnt hafa slíka hlutdrægni, eða sýna manngrein-
ingarálit í auglýsingum eða í skrifuðum eða munn-
legum spurningum í sambandi við atvinnuumsóknir.
LÖGGJÖFIN FYRIRBYÐUR EINNIG manngreiningar-
álit hjá verkalýðsfélögum hvað snertir inngöngu í fé-
lagið eða vinnuveitingu, vegna KYNFLOKKS, TRÚAR,
HÖRUNDSLITAR EÐA ÞJÓÐERNISUPPRUNA.
HVER SÁ, ER LEGGUR FRAM KÆRU, er heyrir
undir ákvæði þessarar löggjafar eða ber vitni eða að-
stoðar við framkvæmdir laganna, mun verndaður gegn
hefndartilraunum, er kunna að verða gerðar gegn
honum.
KÆRUR, sem heyra undir löggjöfina, skulu sendar í
rituðu formi til Director of Industrial Relations, Depart-
ment of Labour, Ottawa. Stjórnardeildin mun þegar
taka að sér að rannsaka málið með það fyrir augum
að jafna sakirnar.
MICHAEL STARR
Minister
A. H. BROWN
Deputy Minister