Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Síða 4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1960 4 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edltor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipegi Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Éinarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson Monireal: Prof. Askell Löve Subscripiion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as Second Clasa Matl, Post Offlce Department, Ottawa. GUNNAR MATTHÍASSON: Erindi fluit á íslendingamóti Seattle-búa 24. júlí 1960 að Martha Lake Kæru vinir! Þegar ég horfi yfir þennan hóp samankominn, sé ég þriðju kynslóð niðja þeirra margra, sem var mitt samtíðar- fólk fyrir 60 árum síðan. Þegar ég segi 60 árum, bendir það til aldurs míns, megið þið þá nærri geta að smáviðburðir nútímans verða ekki eins fastir í minni og atburðir frá æsku- árunum. Ég vil ekki fara mörgum orðum um það, sem hefir á dagana drifið síðan. En einmitt fyrir um 60 árum eða árið 1900 er mér sérstaklega minnisstæður áfangi minnar ævi. Ég fann mig þá nálgast fullorðinsár, líkamlega þroskaðan, en þó eins og rekald, sem veit ekki hvar muni lenda. Um miðnætti kom ég til Seattle síðla í nóvember. Var þar kölc og hráslagaleg aðkoma og lét ég fyrirberast á hörðum bekk um nóttina. Var þetta þá fyrirheitna landið? Ég fann mig fjarri allri sælu, fátækan, fákunnandi og athvarfslausan. Ég átti heimilisfang aðeins eins landa, mér alveg ókunnugan. Sá hét Guðmundur Borgfjörð og rak kjötverzlun á lst Pine. Að morgni axla ég mitt drasl og finn Guðmund. Hann var lágvaxinn maður, þrekinn með góðlegt andlit. Gerði ég ekki aðra grein fyrir mér en sem var augljós, að ég var ekki upp á marga fiska, en þó með svip að ég myndi vera meinlaus unglingur, en mín falslausa íslenzka voru honum nægileg meðmæli. Heimili hans var skammt frá og þurfti að ganga upp 100 þrep áður en kom að húsinu. Þeirri hæð hefir fyrir löngu verið jafnað við jörðu. Kona heilsaði með sólskins- brosi og bauð mig velkominn. Guðmundur segir henni: Þessi piltur er þreyttur, svangur og „sleepy", og þú verður að gefa honum „soup and something else“ og svo „lífa“ ég þér hann svo hann „fíli fine“. Blessuð konan bráði við og spurði mig hvort ég vildi nú ekki borða. Ég sagði eins og kurteis landi: „Það er nú alveg óþarfi.“ Svo fékk ég meir en nægju mína af ágætis krásum, var svo háttaður niður í notalegt rúm og vakna eftir langa hvíld endurhresstur, lofandi gjafara alls góðs fyrir alla slíka hjartagóða íslendinga. Þau hjónin áttu tvö efnileg börn, sem Guðmundur seinna sagði mér, að hann hefði „reist“ til að verða „honest“ fólk, sem raun varð á. Ég fór svo á stúfana að leyta uppi fleiri landa, urðu þeir þó nokkrir, en allir áttu þó í brauðstriti við erfiðis- vinnu, illa borgaða; var því ekki af slíkum að búast við miklum andlegum afköstum, hugur og allt viðtal laut að „jobbinu" og sá ég þá að mér og öðrum liðléttingum bauðst þá ekki annað en snapavinna, sem nægði aðeins deginum, sem var að líða. En þrátt fyrir allt voru þetta að mörgu leyti sæludagar. Ég vil nú minnast nokkurra þeirra gömlu og sérkenni- legu, sem þá voru enn uppistandandi. Á meðal þeirra voru sumir ágætlega af guð gerðir andlega, en í rauninni rót- slitnir einstæðingar, sem áttu lítið af öllu nema endur- minningum frá ættjörðinni, fróðir í fornum fræðum og and- lega vakandi, þótt fátt væri ábatasamt til framfærslu. — Hann Indriði gamli var þá vikamaður í þjónustu vínsölu- manna og fólks af því tægi, þótti gott í staupinu og þá var honum oft létt um tungutak. Þótti mér þetta skrítinn karl og hlustaði á hann með athygli. Búastríðið, sem þá var í tíðindum, en ég þá nýkominn frá Kanada hafði orðið fyrir áróðri Englendingum í vil og vildi taka þeirra taum, en þar féll ég á sjálfs míns bragði, því mælska Indriða kom öllum mínum vörnum fyrir kattarnef. Hann var margslung- inn í róttækum fræðum og ég kom hvergi vörn fyrir mig, því rétttrúnaður minn eins og margra vill verða til lítillar hlífðar. Ég læt vera að hann vann Búaþrætuna, því faðir minn reyndist vera á sama máli og Indriði eins og Búa- ríman vitnar. En Indriði átti þá enn eftir að leysa ofan um mig, þegar hann tók á allri sinni mælsku að afstrípa auð- valdið. Þá tók hann sérstak- lega til gálgans þá Jim Hill og Morgan, þessa samvizku- lausu blóðsugur til eilífra kvala. Hvernig geta þeir um- flúið helvítiseld og vitnaði þá í fjallræðuna og prangarana í musterinu. Ég þarf ekki að fara fleiri sögum um Indriða, gáfaður var hann og engum til meins, en aldrei komust þær gáfur í þjónustu auðsöfn- unar, en mörg frækorn skildi hann eftir í hugskoti sumra, sem veittu honum athygli. Annar var Hjálmar Vopni, gáfaður, fjölfróður, skáld- mæltur og með forneskjuna í blóð borna. Sérvitur að því leyti, að andatrú var honum hjartans mál, þóttist hann sjá margt, sem öðrum var hulið. Ekki kunni hann þó glögg skil á hvort honum einu sinni birt- ist, þegar hann var í róleg- heitum inni hjá kúnum, einn af postulunum, en frekar kunni það þó hafa verið Esra, sem Gamlatestamentið getur um, en ósköp stöfuðu af þess- um miklir og fagrir geislar. Hans ágætu gáfur féllu í auð- an jarðveg, en hann er mér minnisstæður og hans ágætu konu skulda ég margan kaffi- bollann. Þeirra niðjar hafa reynzt afburða fólk. Þá er einn, Bjarni, sem kallaður var Rafmagns-Bjarni, óvenjulega gáfaður, hugsuður á mörgum sviðum, hógvær, dulur og nokkuð þunglyndur, völundur til handa og rafvís- indi voru hans áhugamál, en kunni ekki að varast klækja- brögð braskaranna, sem not- uðu sér hans þekkingu að honum óbættum. Til hans sér- vizku má kannske teljast, að hann lagði talsverða stund á astrology eða stjörnuspádóma, þó ekki sem atvinnugrein, því hans ráðvendni bannaði. Hans niðjar hafa reynzt ágætis fólk. Enn verð ég að telja Þórð Þórson og konu hans Kristínu, sem var gáfuð og margfróð. Þórður mun hafa verið fyrst- ur íslendinga að festa fót á vesturströndinni. Það var ár- ið 1873. Hafði hann verið í sjóhrakningum sem háseti álfanna milli, aldrei þó sjálf- viljugur, en stolið fullum úr landi og að vímunni afstað- inni fundið sig á rúmsjó á meðal trantaralýðs. Þetta var kallað „shanghaing", en á nú- tímamáli „kidnapping“. En lífið hafði treinst honum fram til þessa og fjörið og vinnu- þrekið var takmarkalaust, en við og við þurfti hann að sletta í sig, sem þá ekki var við skap hans dygðaríku konu, en við hana þó karl- menni væri þorði hann ekki að eiga í orðakasti. Gerði hann sér þá jafnan far um að koma heim með einhverja björg í búið, voru það þá oft misjafnlega ferskir kinda- hausar eða annað matarkyns. Var það hans vani þá að hafa fingurinn upp í sér og leit iðrunaraugum til Kristínar, þar til mýktist skap hennar. Þórður var oft þrútinn og rauður um augu eins og af óstöðvandi gráti af því að standa yfir reyk við land- hreinsun. Kom þetta ástand hans honum í góðar þarfir, þegar hann með okkur öðrum löndum höfðu staðið í biðröð með atvinnuleysingjum ár- angurslaust í þrjá daga. En þegar nú loksins „bossinn" kom að velja einhverja úr hópnum, en leizt ekki á okk- ur landana, en Þórður orðinn hryggur og reiður, segir hann við okkur landana: „Ég skal sjá hvort ég geti ekki komizt að hjartarótunum á fantin- um.“ Ber sig svo upp við hann með grátekka og segist eiga veika konu heima með sex börn í ómegð. Já, Þórður fékk „jobbið“. Þá er að geta Sumarliða Sumarliðasonar, sem þá var nýkominn með stóra og mann- vænlega fjölskyldu. Nú fer nýtt andrúmsloft að glæðast, sem bar þá og hefir borið síð- an söguríkan árangur fyrir ykkar félagslíf. Sumarliði var g á f a ð u r , f jölmenntaður, reyndur og þjóðhagasmiður. Var uppeldis- og æskuvinur föður míns, enda úr sömu sveit. Heimili-hans varð væng- ur og athvarf okkar unga fólksins og var þá mikið sung- ið og oft kátt í koti. Nú eru komin aldamót og okkur finnst sem ný sól sé upprennandi. Nýtt ár og ný öld, sem hljóti að fela í skauti sínu uppfylling allra sælu- draumanna. Við vönduðum af öllum mætti til hátíðar og var furða hve hópurinn var stór. Söngkrafta f u n d u m við nokkra og vil ég fremstan telja Sigurð Helgason, sem svo fram eftir árum átti frum- kvæði að þeirri viðleitni, sem þið enn búið að. Gleymið hon- um ekki. — Mikið var sungið og mikið var um trakteringar. Ræður þeirra Kristínar og Sumarliða þó fluttar væru af andagift og innblæstri héldu okkur misjafnlega vel vak- andi, því sumir voru farnir að hrökkva upp með andfæl- um, enda var klukkan meira en 3, en þá fór nú blessað fólkið að hipja sig heim eftir þessa tröllaveizlu. Þetta var þó merkilegur áfangi í sögu okkar Seattle-landa, sem svo leiddi til varanlegra félags- banda. Ég þarf ekki að rekja þá sögu, en brátt varð Vestri stofnaður af mætum mönnum og konum, sem máske annars hefðu tapazt frá þjóðernis- böndum. En þó að ég þá væri viðstaddur stofnsetninguna, gerðist ég þá ekki meðlimur. Ég þóttist þá kenna of mikils unggæðisháttar og vanþroska. Það varð þó nokkru seinna, þegar fólk fór að heyra mig gala, að ég þóttist liðtækur. Hefir mig oft undrað síðan, að mér skyldi hljótast svo óverðskuldaður heiður að vera gerður að heiðursmeð- limi, en þann heiður átti kona mín Guðný með réttu. Mörgu verð ég að sleppa úr minningunum, en þar sem þjóðernistilfinning mín er mér nærri hjarta, þá eru nöfn þeirra, sem ég hefi greint frá, aðeins af fáum, sem glæddu hugarfar mitt, en eru nú allir komnir til feðra sinna jafn snauðir og þeir komu í heim- inn, en orðstír þeirra lifir í hlýju minni. Þið af ykkur, sem komin eruð við aldur, en hafið svo dyggilega haldið uppi merki íslenzkrar menn- ingar, eigi óskipt þakklæti. Verð ég að greina nokkra af fleirum, en það eru rnínir gömlu vinir: Jón Magnússson, Hallur Magnússon, Joe Mið- dal og konur þeirra og okkar ágæta Jakobína. — Að svo miklu leyti að við höfum ver- ið að búa okkur undir lífið, ræður þó mestu, að við lifum eins og manneskjum sæmir. Enginn er svo fullkominn og vitur, að hann viti nema sára- lítið. Vitur maður sagði: „Sannleikann er ekki að finna í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag." — Þér viðurkennið þá ekki, að þér hafið verið ölvaður, er þér lentuð í slysinu, en hvern- ig skýrið þér þá, að þér ókuð út af veginum og í gegnum girðinguna? — Hvað átti ég annað að gera, þegar fimm stórir fílar voru á hælunum á mér. Good Reading for the Whole Family •News • Facts •Family Features Th« Chrbtlan Scl«nc« Monitor On« Norvray St., Boston 15, Mass. Send your newspaper for the time checked. Enclosed flnd my check or money order. 1 year $20 □ • monthe $10 Q 3 months $5 □ Name Address Gty Zone Stote pbj*

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.