Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1960 S Landnámskona í Mountain- byggð níræð María Halldórson Þann 28. maí 1960 átti merk- iskonan María Halldórson ní- ræðis afmæli. Er hún í sérstöku uPpáhaldi hjá okkur, Pioneer úaughters, því að hún er nú eina eftirlifandi landnáms- konan í Mountain-Gardar- byggðinni. Börnin hennar buðu vinum og venzlafólki að koma næsta dag á heimili úóttur hennar, Ólafar (Mrs. H. B. Sigurdson) til að gleðj- ast með afmælisbarninu. Ekki stóð á að boðinu væri tekið; Urn 75 manns komu um dag- inn. Þar sat blessuð gamla konan prúðbúin, ungleg eftir aldri, geislandi af gleði og góðvilja, sem einlægt hefir einkennt hana. Mesta ánægja hennar var að hafa öll börnin sín þar. Auk Ölafar, sem hún dvelur hjá, voru hinar dæturnar: Málm- fríður {Mrs. Barney Johnson) frá Sacramento, Calif., og Rúna (Mrs. Mundi Benjamin- son), Edinburg, N. Dak., og allir synirnir búsettir í grennd við Mountain, ásamt konum sínum: Halldór, kvæntur Helgu Hannesson, Rögnvald- ur, kvæntur Ólöfu Thorleif- son, Gilsi, kvæntur Jóhönnu Björnson, og Kjartan, kvænt- ur Allie Guðmundson. Einnig voru tveir dóttursynir með fjölskyldum sínum, Kristján Johnson frá Langdon, N. Dak. °g Jens Johnson, Bismarck, N. Dak. Gjafir og árnaðaróskir ^árust frá barnabörnum í Seattle, Sacramento, Calif., °g frá París, Fraklandi, þar sem ein dótturdóttir hennar býr, Anna Johnson, alin upp i Langdon, N. Dak. Byggðar- íólkið var einnig einhuga að gleðja þessa heiðurskonu og þakka henni fyrir langa og góða samfylgd. María Rögnvaldsdóttir Hall- dórson var fædd á Islandi 28. uiaí 1870 og kom til Ontario, Kanada, með móður sinni, Ólöfu Kjartansdóttur, árið 1875. Eftir stutta dvöl þar Úuttu mæðgurnar til Nova Scotia, en komu svo þaðan til Kandaríkjanna árið 1879 og settust að nálægt Elks Rapids, Wis. Árið 1882 fluttu þær bú- ferlum til Dakota Territory og fóru beina leið til Moun- tain, sem varð framtíðarheim- ili þeirra beggja. Tveimur árum síðar, 1884, var María í barnahóp þeim, er séra Hans Thorgrimsen fermdi í nýju kirkjunni á Mountain, þó að byggingin væri ekki alveg fullgerð. Fólk- ið sat á plankabekkjum og hlustaði með lotningu á fyrstu fermingarathöfnina í fyrstu íslenzku kirkjunni í Ameríku. Stuttu eftir að mæðgurnar komu hingað, giftist (Ólöf, móðir Maríu, Halldóri Thor- gilssyni, ekkjumanni með þrjá syni: Thorgils, Thomas og Kristján, sem var yngstur og mikill athafnamaður. Að- eins 18 ára var hann búinn að kaupa bújörð í grennd við Mountain, því að hann var enn of ungur til að eignast heimilisréttarland. Varð hann ástvinur Maríu til æviloka. Þegar hann var tvítugur, en hún seytján ára ákvörðuðu þau að giftast seint í júní. Fór Kristján til Gardar að biðja séra Friðrik Bergman að framkvæma hjónavígsluna. Séra Friðrik sagði að Þrándur væri í Götu að gera það strax, því að nú væri komin ný lög, sem heimtuðu að allir brúð- gumar yrðu að kaupa leyfis- bréf, sem ekki fengjust nema í Pembina. Kristján brá skjótt við, setti hest fyrir kerru og þeyttist til Pembina. Þar var honum sagt, að þetta væri fyrsta giftingar-leyfisbréfið er hefði verið gefið út í Pembina- héraði (Pembina County). Voru þau svo gift 1. júlí 1887. Næstu sextíu árin voru far- sæl og blessunarrík. Litla bjálkahúsið varð að víkja fyr- ir stærra timburhúsi og síðar timburhúsið fyrir veglegri byggingu með öllum nútíðar þægindum. Smærri útihúsin voru rifin og önnur stærri byggð til að hýsa fjölgandi bú- stofn. Litlu jurtatrén, sem Kristján plantaði sér til gam- ans, urðu að frjósömum aldin- garði, ein af þeim beztu í þessum hluta ríkisins. Þar átti húsbóndinn sínar sælustu stundir, því hann sá í hverri vaxandi plöntu vísdóm skap- arans. Mannvænlegu börnin voru í heimahúsum þar til þau giftust og lögðu drjúgan skerf til framfara heimilisins. Utan þeirra áðurnefndu voru tvær dætur, Anna (Mrs. Th. M. Sigurdson) og Veiga (Mrs. Arnold Johannson). Báðar þessar konur dóu á bezta aldri. Núlifandi afkomendur Maríu og Kristjáns eru: 7 börn, 23 barnabörn, 28 barna-barna- börn, og 3 barna-barna-barna- börn, alls 61. Árið 1937 áttu María og Kristján 50 ára giftingaraf- mæli, sem var haldið hátíð- legt, og tíu árum seinna (1947) kom venzlafólk og vinir aftur saman á heimili þeirra til að Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA I VESTURHEIMI Forsetl: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve, Grand Forks, North Dakota. Styrkið tílattið með því að gerast meðlimir. Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frltt. Sendist til fjárma.laritara: MR. GUÐMANN LEVT, 186 Llndsay Street, Winnipeg 9, Manitoba. gleðjast með þeim á 60 ára giftingarafmæli þeirra. Enn voru þau ern og frísk og sér- lega ung í sjón og anda. Bæði samkvæmin báru vott um þá virðingu og velvild, sem þau höfðu áunnið sér yfir árin. Þar var allt, sem prýddi fýrir- myndar heimili: snyrtileg um- gengni úti og inni, alúð og gestrisni, ástúðlegt samband milli barna og foreldra, hjón- in samhent í að láta gott af sér leiða. Kristján andaðist 23. apríl 1950. Síðan hefir María verið stundum á gamla heimili sínu hjá Gilsa syni sínum, en oft- ast hjá dóttur sinni, Mrs. Ól- öfu Sigurdson. Bjart er yfir ævikvöldinu, lýst af fögrum endurminningum. „Eitt er, sem ég aldrei gleymi frá æsku minni í Wisconsin," seg- ir hún. „Yngri bróðir minn, Rögnvaldur Hillman, og ég vorum oft send út í skóg að sækja kýrnar. Oftast gekk það vel, en þetta kvöld vorum við eitthvað að dunda þar til við vorum búin að tapa átt- unum og fundum engar kýr. Við ráfuðum um þykka skóg- inn, þar til var orðið dimmt, og bróðir minn farinn að gráta af hræðslu. Ekki var ég samt hrædd. Ég breiddi svunt- una mína á jörðina og þar lögðumst við niður, ég með höfuð Valda litla í handar- krika mínum. Á röltinu vor- um við nærri búin að mæta bjarndýri, en það skipti sér ekkert af okkur. Ég óttaðist ekkert, því móðir okkar hafði kennt mér svo margar bænir. Ég las þær allar og sofnaði ró- lega, fullviss að ekkert yrði að okkur. Sólin var komin upp, þegar við vöknuðum. Þá tók ég svuntpna mína og tíndi spýtur í hana til uppbótar, ef mamma okkar kynni að finna að við okkur fyrir að hafa ekki fundið kýrnar. Valdi litli bar fáein sprek líka. Nú mundi ég að sólin kemur upp í austri, náði því áttunum og rataði heim áður en fólkið, sem var að leita að okkur, kom til baka. Barnslega traustið á Guði sigraði hræðsl- una. Himnafaðirinn vakti yfir okkur þá, og hefir einlægt síðan, og hefir veitt mér ríku- lega blessanir, sem ég er þakklát fyrir.“ Lauga Geir Skál Brynjólfs biskups Nýlega sendi Jón Krabbe, fyrrv. sendifulltrúi í Kaup- mannahöfn, forsætisráðherra silfurskál, sem eitt sinn er sögð hafa verið í eigu Brynj- ólfs biskups Sveinssonar. Silf- urskál þessa hafði Jón Krabbe þegið að gjöf frá íslendingi í Kaupmannahöfn fyrir um það bil 40 árum. Skál þessi er fallega smíð- uð, gyllt að innan, og á hana grafnir stafirnir B. S. í bréfi til forsætisráðherra SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháíar, ðruggasta eldsvðrn. og ftvalt hrelnir. Hitaeiningar- rðr, ný uppfynding. Sparar eldl- við, heldur hita frá aS rjúka út með reyknum.—SkrifiS, slmiS U1 KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipef Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SlTuce 4-1634 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur ltkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaSur s& beztt StofnaS 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchonge Bldg. 147 Lombord Stroet Offlce WHitehaU 2-482» Residence GL 3-1820 SPruce 4-7858 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shingles. Roof repalre, lnstall vents, aluminum wlndows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7865 632 Siiucoe St. Wiimtpeg 3, Man. Thorvaidson. Eggertson, Saunders & Mauro Barristen and Soliciton 209 BANK OF NOVA F.COTIA Bld* Portage and Garry St. WHitehall 2-8281 S. A. Thorarinson Barrlster and Bolicitor 2 iid Floor Crown Trust Bidg. 364 MAIN ST. Offlce WHltehall 2-7061 Residence HU 9-6488 The Business Clinic Anna Larusson Offlce at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-S548 Bookkoeplng — Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I augna, eyrna, nef og hftlssjúkdömum. 401 MEDIOAL ARTS BLDG. • Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3861 Residence: HU 9-3794 segist Jón Krabbe fyrir löngu hafa ákveðið að arfleiða Þjóð- minjasafn íslands að þessum grip og biður forsætisráðherra að veita honum viðtöku fyrir landsins hönd. Mbl., 28. júlí ☆ Ölafsvíkingar ráku 100 mar- svín á land 26. júlí og tókst þeim að hagnýta þau að fullu og er verðmæti kjöts og spiks talið vera 150—200 þús. kr. Minnist BETEL í erfðoskrám yðor ----------- ■■, --- ------------- G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributor* of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martha St. WHitehall 2-0021 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITOBS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallln. Q.C.. A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Maln Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPrnce 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI EGGERTSON 8c EGGERTSON Barristers and Solicltors GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Power Building, Portage ot Vaughan, Winnipeg 1. PHONE WH 2-3149. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • Office and Worehouso: 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. SP 2-1272 Off. SP 2-9509 - SP 2-9500 Res. SP 4-6753 Opposite Maternity Hospital Nell's Flower Shop 700 Notre Dame Wedding Bouquets - Cut Flowers Funeral Designs - Corsages Bedding Plants S. L. Stefonsson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Inveslors Syndlcate of Canada, Limited H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361 W. R. MARTIN, B.A., LL.B. Barrister and Solicitor GENERAL PRACTICE 327 Edwards Ave. THE PAS MAdison 3-3551

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.