Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Side 8

Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Side 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1961 Úr borg og byggð Aðalfundur Fróns var hald- inn 30. janúar. Forseti var kosinn próf. Haraldur Bessa- son; varaforseti Jakob Krist- jánsson; skrifari fyrrv. for- seti, Heimir Thorgrímsson; varaskrifari Benedikt Ólafs- son; féhirðir Jochum Ásgeirs- son; varaféhirðir Guðbjörg Sigurdson; fjárm.ritari Gunn- ar Baldwinson; varafjármála- ritari Guðmann Levy. Að kosningum loknum var sýnd kvikmyndin Introducing Ice- land. Nefndin er að undirbúa ágæta skemmtun fyrir Fróns- mótið, sem haldið verður í P’yrstu lútersku kirkjunni mánudaginn 20. febr. Sveinn Skorri Höskuldsson magister flytur aðalræðuna. ☆ Árnoð heillo Hans Sveinson málarameist- ari á Victor hélt upp á sjö- tugsafmæli sitt fyrir rúmri viku. Buðu þau hjónin frú Guðrún og Hans heim marg- menni í tilefni af þessum tímamótum. Fluttu margir ræður fyrir minni afmælis- barnsins og konu hans og afhentu þessum sjötuga heið- ursmanni myndarlega og einkar gagnlega gjöf. Hans Sveinson á marga ini, enda er hann góður drengur og hjartahreinn, hjálpfús og gestrisinn. Á yngri árum þreytti hann íþróttir og sýndi listir á ýms- um stöðum. Á ferðalögum sín- um lenti hann stundum í ótrú- ’egustu ævintýrum. Til dæm- is- kviknaði einu sinni í Hans, þegar hann var sem óðast að að sýna töfrabrögð sín vestur í Glenboro. Áhorfendur sýndu það snarræði að slökkva eld- inn og sá ekki á Hans, að minnsta kosti sjást engin ör á honum sjötugum. Hann er hress og heilsugóður eins og ungviði. Vinir þeirra hjóna árna þeim allra heilla. H. B. ☆ Kvenfélag Fyrstu lútersku kirkju efnir til sölu á rúllu- pylsu, blóðmör og lifrarpylsu í neðri sal kirkjunnra fimmtu- daginn 9. febrúar, kl. 2 til 6 e. h. Kaffi verður til sölu fyrir þá, sem óska. ☆ Malron wanted for the Ice- landic Old Folks Home "Höfn" in Vancouver, B.C. Please state experience, qualification and salary ex- pected. Reply to: Mrs. L. G. Sigurdson, Sec. 905 Evergreen Place, North Vancouver, B.C. ☆ Óskað eftir eldri manni eða konu til að vera hjá blindum' manni tvisvar eða þrisvar í víku. Símið EDison 8-8537. Dánarfrcgnir Thorsteinn Ólafson að 435 Burbank St., Winnipeg, and- aðist á Almenna spítalanum í Winnipeg 31. jan., 61 árs að aldri. Hann var fæddur í Win- nipeg, sonur Mr. og Mrs. John Ólafson, bæði látin. Hann fluttist með foreldrum sínum til Leslie, Sask. 1910 og að- stoðaði föður sinn við verzl- un, þar til hann gekk í þjón- ustu Federal Grain árið 1930. Til Wiiinipeg fluttist hann 1953. Hann lifa kona hans, Ina; tvær dætur, Mrs. F. R. Le Blanc í Redwood, Calif. og G. A. Turcott í Pincher Creek, Alta. Barnabörnin eru 7. Enn fremur lætur hann eftir sig þrjár systur, Mrs. R. J. Le- torneau í Plenty, Sask., Mrs. Halldór Johnson, Blaine, Wash. og Mrs. D. La Belle, Eyota, Minn.; einn bróður, A. J. Ólafson í Leslie, Sask. ☆ Hergeir Daníelson, 88 ára, lézt að Lundar, Man. 28. jan. Hann var f?eddur á Islandi, sonur Daníels Sigurðssonar hreppstjóra á Tjaldabrekku í Hraunhreppi í Mýrasýslu og Kristjönu Jörundsdóttur Guð- brandssonar ríka á Hólmalátr- um á Skógarströnd í Snæ- fellsnessýslu. Hergeir fluttist til Kanada 21 árs að aldri og hóf búskap að Otto, Man. Hann missti konu sína, Krist- jönu, 1943 og árið eftir flutti hann til sinar síns, Leos, að Lundar og átti þar heima til æviloka. Auk hans lætur hann eftir sig tvo aðra sonu, Bald- win og Daníel, báðir búsettir að Lundar; fjórar dætur, Mrs. T. Gudmundson, Winnipeg, Mrs. J. Stevenson, Calgary, Mrs. G. Stevenson, Vancouver og Mrs. D. E. Peake, Chilli- wack, B r i t i s h Columbia; 13 barnabörn og eitt barna- barnabarn; 3 bræður, Kristján og Hjálmar í Winnipeg og Sigurð að Lundar; fjórar syst- ur, Mrs. M. Kristjánsson, Mrs. A Eyjólfsson og Mrs. G. Gutt- ormson í Winnipeg, og Mrs. J. Johnson í Vancouver. ☆ B j ö r g Guðmundsdóftir Þórðarson andaðist á elliheim- ilinu Stafholt í Blaine, Wash. 3. janúar síðastl., liðlega 92 árti að aldri. Hún var fædd 14. september 1872 í Geitdal, Skriðdal, Suður - Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Gunnarsson og Rann- veig Runólfsdóttir, búandi hión í Geitdal. Hún giftist á íslandi Guðmundi Þórðarsyni. Þau fluttust til Ameríku árið 1902 og bjuggu þar á ýmsum stöðum; í N. Dakota, Mani- toba og Saskatchewan. Árið 1915 flutti Björg með börnum sínum vestur að Kyrrahafi og átti lengstum heima í Seattle úr því. Síðustu rúm tvö árin var hún að vist í Stafholti, þar sem hún var hvers manns hugljúfi vegna mannkosta sinna margra. Hún var prýði- lega gefin andlega og unni MESSUBOÐ Fyrsla lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. mjög íslenzkum bókmenntum, og hagnýtti sér þær undir erf- iðum kringumstæðum fram- ar öllum vonum. Hannyrða- kona var hún með þeim ágæt- um, að verk hennar af því tagi munu lengi geyma minn- ingu hennar meðal f jölda vina og viðskiptafólks. Af nánum skyldmennum lifa hana þrír synir, • Albert og Runólfur í Seattle og Sigurður í Med- ford, Oregon; fjórar dætur, Mrs. Guðný Gunnlaugsson í Vancouver, B.C., Mrs. Anna Fecteau og Mrs. Bergþóra Pétursson, báðar í Toronto, Ont., og Mrs. Sigrún Hender- son í Medford, Oregon. Bjög Guðmundsdóttir var sómi þjóðar sinnar og hetja í stríði lífsins. A. E. K. Björn Johnson dó á elli- heimilinu Stafholt 16. janúar síðastl. Hann var fæddur 3. nóv. 1883- í Reykjavík á Is- landi. Foreldrar hans voru Jón Runólfsson og Geirlaug Björnsdóttir, og bjuggu þau í Stuðlakoti í Reykjavík. Var Jón starfsmaður við Ishúsið. Björn fluttist vestur um haf árið 1904 og dvaldi fyrsta ár- ið í Winnipeg, en flutti þá vestur til Blaine, Wash. Þar var hann næstu 7 árin. Fór hann þá norður fyrir „línuna“ til British Columbia. í Van- couver kvæntist hann Berthu Goodman og bjuggu þau í B.C. til ársins 1922. Þá fluttu þau til Blaine og reistu bú nokkrar mílur fyrir sunnan bæinn og bjuggu þar úr því. Hún er nú dáin fyrir nokkrum árum. Af nánum skyldmenn- um lifa Björn tveir bræður, Ólafur í Reykjavík og Runólf- ur í Seattle, Wash. og fimm systur, Guðrún, María, Regína og Ingibjörg, allar í Reykja- vík, og Rósa Bukava í Dan- mörku. A. E. K. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. ☆ Fall er farar heill (frá bæ, en ekki að). Guðbjartur Theodór Christianson Þann 26. júlí síðastliðinn andaðist á sjúkrahúsi í Rugby, N. Dakota, úr hjartabilun, bóndinn Guðbjartur Theodór Christianson. Hann var fædd- ur árið 1888 að Eyford, N. Dak. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson og K r i s t í n Bjarnadóttir frá Snæfellsnes- sýslu á íslandi. Hann ólst upp í Eyford-byggð til fullorðins- áxa. Árið 1911 kvæntist hann eítirlifandi konu sinni Guð- rúnu Frímannsdóttur Hannes- sonar, og.fluttist Mouse River byggðar og settist að í grennd við Upham. Þeim varð tíu barna auðið, er öll lifa föður sinn, og eru þau sem hér er upp talið: Frímann, Bottineau, N. Dak.; Kristín, Mrs. J. As- mundson, Upham, N. Dak.; Rögnvaldur, Watford City; Victoria, Mrs. A. Tarr, Bantry, N. Dak.; Russell, Jamestown, N. Dak.; Anna, Mrs. V. Gul- branson, Saginaw, Mich.; G. Theodore, Bantry, N. Dak.; Jón, Watford City, N. Dak.; Johannes, Olympia, Wash.; Ellen Rose, Mrs. R. Miller, Upham, N. Dak. Einnig lifa hann 33 barnabörn og 9 barna- barnabörn. Líka fjögur syst- kini, Mrs. Kristjana Johnson, Edinburg, N. Dak., Kristin Christianson, Seattle, Wash.; Lárus Christianson, Hensel, N. Dak., og Ólafur Christian- son, Spokane, Wash. Theodór heitinn var ástkær eiginmaður, góður faðir og kær öllum, sem þekktu hann og er hans sárt saknað af konu, börnum, vinum og vandamönnum. Guð blessi okkur minningu hans. Þá ein ég vaki um hljóða nótt, er allir aðrir blunda rótt. Margt flýr í huga minn, ég lít í anda liðna tíð og horfnu æsku árin blíð, mér falla tár um kinn. Mrs. G. T. Chrislianson Æviniýri í áiján löndum Frá bls. 5. nokkru á Englandi. Hann flutti lánga ræðu á arabísku. Ég skildi aðeins síðasta orð- ið: „Amen.“ Nokkur af sálma- lögunum kannaðist ég við. Persónulega vakti ég tölu- verða athygli við þessa messu- ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r . peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON Continenlal Travel Bureau, 315 Hargrave Sf., Winnipeg 2 Office Ph. WH 3-5467 - Res. GL 2-5446 gjörð. Var það þó ekki íyrir neina verðleika, heldur eih" göngu vegna þess að ég var eini maðurinn í hópnum, sern einu sinni hafði verið ljós- hærður, og bar norrænao svip. Eftir messu bauð prest- ur þessi mér heim til sín, og kynntist ég þar konu hans, syni og ungri dóttur. Ég spurði hann margs um starfs- háttu kirkjunnar og afstöðu almennings til kristniboðs 1 landinu. Líklega hefi ég verið of nærgöngull og spurull, þvl að í stað þess.að svara spurn- ingum mínum, sagði hann mer þessa sögu: Kunningi minn dvaldist 3 Englandi síðastliðinn vetur. A meðan hann var þar ákvað hann að láta gera við tann- skemmdir, sem þjáðu hann. Er lokið var aðgerðinni, spurði hann hinn brezka tannlækni, hve mikið sér bæri að greiða- Tannlæknirinn nefndi upP' hæðina. Egyptinn varð undr- andi og kvað slíka aðgjörð mundi kosta hálfu minna 1 Egyptalandi. „En hví í ósköp' unum léztu þá ekki gera þetta þar?“ spurði 1 æk n i r i n n • „Vegna þess,“ svaraði Egypt' inn, „að þar þorir enginn að opna munninn.“ Ég spurði einkis frekar.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.