Lögberg-Heimskringla - 02.03.1961, Qupperneq 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MARZ 1961
Afmælisfagnaður
Sunnudaginn 5. febrúar fór
fram myndarlegt samsæti á
hinu prýðilega heimili Mr. og
Mrs. Gulli Magnússon í White
Rock, B.C. Tilefnið var, að 2.
febrúar átti hinn vinsæli Gísli
Benedictsson frá Berufirði 70
ára afmæli. Þátttakendur
voru 41, vinir og ættingjar af-
mælisbarnsins, með viðeig-
andi skemmtiskrá. Forseti
hófsins var Skapti Steinsson
kaupmaður í Cleverdale, sem
að loknum formálsorðum af-
henti Gísla gjöf til minningar
um merkisdaginn. Ræður
Gísli Benedictsson
fluttu Sam Johnson frá Van-
couver, B.C. og Marja Björn-
son; en kvæði fluttu Páll
Bjarnason frá Vancouver,
B.C. og undirritaður. Heilla-
skál var auðvitað drukkin og
söngvar hljómuðu um salinn,
en þeim stýrði V. Baldwins-
son frá Vancouver. Varð af
öllu þessu hin bezta skemmt-
un. Að lokum sagði afmælis-
barnið nokkur þakkarorð og
mæltist vel eins og ávallt. Að
því loknu báru konur fram
myndarlegar veitingar og var
þá dagur að kvöldi kominn,
því hann, eins og aðrir dagar,
hlaut að kveðja. Mun hann þó
lengi verða minnisstæður
þeim, sem þarna áttu sam-
fund, og þá ekki sízt afmælis-
barninu sjálfu. Ræðumar hefi
ég ekki til birtingar, en kvæð-
in læt ég fylgja þessari um-
getningu.
En það má ekki skilja svo
við þetta efni, að ekki sé
nokkur grein gerð fyrir mann-
inum, sem heiðraður var með
þessu hófi. Gísli Benedictsson
var fæddur á Berufirði 2. febr.
1891, og voru foreldrar hans
Benedikt Eyjólfsson prestúr
og fyrri kona hans, Guðlaug
Gísladóttir, systir Gíslínu
Kvaran, konu Einars skálds
Kvaran. Gísli innritaðist í
Flensborgarskóla og útskrif-
aðist þaðan 1907. Vann þá við
verzlunarstörf um skeið, en
futtist til Vesturheims 1911,
þá tvítugur að aldri. Um það
leyti voru íslendingar sem óð-
ast að nema lönd í Vatna-
byggðinni; Saskatchewan og
Wynyard varð eins konar mið-
stöð þeirra þar. Þangað fór og
Gísli og gerði hveitikaup að
sínu lífsstarfi. Árið 1917
kvæntist hann Rúnu Eyjólf-
íWhite Rock, B.C.
son af Stuðla- og Svínaskála-
ættum. Synir þeirra eru
Lorne Erling, bifreiðakaup-
maður í Calgary, Alberta,
kvæntur Annie Hornseth, af
norskum ættum og eiga þau
einn son. Hinn sonur Gísla og
Rúnu er Benedict Verne, yfir-
maður veðurstofunnar hjá
R.C.A.F. í Comox, B.C. kvænt-
ur Marion Jónu, dóttur Sveins
læknis og Marju Björnsson,
og eiga þau hjón fjögur börn,
tvo syni og tvær dætur.
Þess má geta hér, að á
starfsárum sínum í Wynyard
þjónaði Gísli sextán ár í bæj-
arstjórn og þá einnig í skóla-
nefnd í mörg ár, og á meðan
þessu fór fram mun Rúna ekki
hafa látið sinn hlut eftir
liggja. Um hæfileika þeirra
beggja hefir aldrei farið
tvennum sögum og góðvild og
gestrisni þeirra hefir verið við
brugðið. En um það má ekki
orðlengja, einungis vil ég
benda á kvæðið hans Páls,
sem lýsir þeim betur en mér
yrði auðið að gera; en Páll
var samferðamaður þeirra í
mörg ár og það, sem hann seg-
ir í kvæðinu, er talað af
reynslu og þekkingu nágrann-
ans, sem stóð þó á öndverðum
meið í ýmsum málum.
S. E. Björnsson
Gísli og Rúna
Gísli og Rúna, glæsihjón,
gefa á þessum degi
okkar bæði önd og sjón
örvun lífs á vegi.
Fríðleiks ásýnd oft þó sé
eðlistákn hins bezta,
annað vænna veltufé
veittist þeim hið mesta.
Gegnum barning, böl og stjá
bæði keiprétt stóðu.
Þarfaslóðum öndvegs á
eins og blys þau glóðu.
Fyrst og síðast, fús og hröð,
framtak hvert þau studdu.
Erfiðleikum, ör og glöð,
annarra burt þau ruddu.
Þannig iðja oftast má
einum þungbær verða;
áhrif þess þó enginn sá
átök þeirra skerða.
Eftirsjá á aðra hönd
ögn þótt hugann mæði,
velkomin að vesturströnd
veri þau nú bæði.
P. B.
Gísli Benedicfson frá Wynyard
70 ára 2. febrúar 1961
I
Þú kvaddir ungur þinn æskulund
á útleið til Furðustranda,
og leitaðir frama á frjálsri grund,
um frjólönd og eyðisanda;
með andans kyngi og kraft í mund,
sem kappi, með víkingsanda.
Sú þrá er ei bundin stað né stund
er stefnir til nýrra landa.
Hún bar þig til Wynyard, á vesturleið,
er vildir þú sjá og kanna.
Þar frétt þú hafðir um frjólönd breið,
sem fræg voru í sögum manna.
Þar sem lán þitt og lífsstarf beið,
í landnámi frumbyggjanna,
æskuhugur þinn engu kveið
í annríki kynslóðanna.
Lán þitt hlaut byr um lífsins höf:
Þú lentir á ástarfleyti,
og konuna sendi þér guð, að gjöf
á gæfunnar ævidegi.
Þú hirtir þá lítt um tímatöf
þó takmarkið gleymdist eigi.
Draumarnir ná yfir dauða og gröf
með dásemdir lífs á vegi.
•Þú stundaðir vel þín hveiti kaup
og korni þú fylltir geyminn.
Þá var ei dvalið við stút né staup
né stóðst þú í skuld við heiminn.
Og þegar vinur á víni saup
varst þú af ráði gleyminn
og kærðir þig sízt um karla raup
en kvaðst þó ei við það feiminn.
Svo komu dagar með sifjalið,
og sólskin í húsi fínu;
íslenzka drengsins mark og mið,
var máttugt í eðli sínu;
og trú hans örugg, með fögnuð, frið
og frelsi í hverri línu,
er lýsti um gjörvöll lífsins svið
unz lokið var starfi þínu.
Við sólarlagið má lesa í kvöld
landnámsbók fyrri daga,
að hér hefir gerzt nær heila öld
harma og frægðar saga.
Löng reyndist vakan, og veður köld
er veturnin næddi um haga,
en letruð stendur á tímans tjöld
trúin á Sögu og Braga.
Þú helgaðri starf þitt í hálfa öld
heill þinnar kjörnu jarðar.
Á hólminn þú gekkst með skyggðan skjöld
frá skólavist Berufjarðar.
Og lán var þinn arður og ævigjöld,
sá orðstír, er mestu varðar;
því aldrei hann fellir ellin köld
né örlaganornir harðar.
S. E. Björnsson
Nýir varaforsetar Loftleiða
Albert E. Blomquist
Sverre Marcussen
Forseti Loftleiða í New
York, Robert E. Delaney, hef-
ir nýlega skipað Albert E.
Blomquist varaforseta félags-
ins. Hann hefir gefið sig að
flugi síðan 1933, hefir verið
ráðunautur Loftleiða síðan
1954. Hann segir, að flugvél-
arnar DC-6B, sem Loftleiðir
notar, séu þær hagkvæmustu
og þess vegna séu fargjöld
Loftleiða lág og farþegum
veitt góð þjónusta og þægindi.
Til dæmis er farið fyrir fjög-
urra manna fjölskyldu til
Evrópu aðeins $526.00.
Forseti Loftleiða í
York, Robert E. Delaney, heí'
ir tilkynnt, að Sverre MarcUS'
sen hafi verið skipaður vara'
forseti félagsins. Hann er
fæddur í Noregi, frumherji 1
flugviðskiptum þar og í þj°^
ustu skandinaviskra flug^e
laga. Hann gekk í þjónustu
Loftleiða 1952 og hefir veri^
söluforstjóri félagsins s. 1-
ár. Mr. Marcussen tekur mi^'
inn þátt í norskum þjóðr®^11'
ismálum.
Education for horizons unlimited
EDUCATION
WEEK
MARCH 5-11
The School reflects
the Community
SUPPORT YOUR SCHOOL
M|S I the manitoba TEACHERS’ societY