Lögberg-Heimskringla - 02.03.1961, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 02.03.1961, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. MARZ 1961 5 DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Ævintýri í átján löndum XVIII. SÝrland >,En það bar til um þessar wiundir, að boð kom frá Agústus keisara um að skrásetja - skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, sem gerð var, þá er Kýreníus Var landstjóri í Sýrlandi.“ ^etta a ekki að verða jóla- ®ða, þrátt fyrir ritningarorð- >n. t-Sen} tilfaerð eru. Orðin eru t , n nr hinni indælu frásögn u asar um fæðingu Jesú, og v^ft1 ^nna °hkur á það, að höfum heyrt og lesið um Sýrl; bö an^ ^ra ÞV1 er vlð vorum l rt1, Ef til vill hefir nafn agSsa lands horfið á bak við u eini sögunnar í meðvit- jg °hkar. Eins og flest þau jji nnnur, sem tengd eru Sv ')lrn kelgu frásögum, er myrland flestum okkar óþekkt , Og við höfum ekki }jí 1 Því mikinn gaum. En Uj.nn lærði og gætni höfund- la ®u®sPjallsins hafði vafa- Ust ákveðinn tilgang í huga lge Þyí að nefna landið og gn s^Í®rann í frásögu sinni. ar lf Vl11 kom honum til hug- j ’ ,a® t^ásagan um fæðingu ejSU Ýrði síðar talin goðsögn ein ^etur hann því þennan Sjörð*^3 viðt)urð inn 1 um* staL veraldarsögunnar, og tlín hS^r ^ann V1® ákveðið iSi 9 11 í sögu rómverska rík- Sj* S' Sama aðferð var notuð h rSr’ er staðfesta skyldi te Sstestinguna, og hún var 1®^ wið Pontíus Pílatus og »0 *Stl°rn hans í Palestínu. cSsu lð Varð hold, og bjó með sj_ lnnan þessara tveggja a Uta- Artöl eru öll ónákvæm rev essu tímabili, en sú stað- ttr kaggast ekki, að Krist- KyVar,taect<^ur á stjórnarárum hanreníusar í Sýrlandi, og að döe leið píslardauðann á se^Urn ^ílatusar. Það eina, , eiöur nöfnum þessara ag Srnanna á lofti, er það, ia v *lr stóðu sitt hvoru meg- j^! ^viskeið Krists á jörðu. SýrU Vorum við komin til Og ^ar er margt að sjá, ast p an er margs að minn- itjiQi ra jarðfræðilegu sjónar- lag 0g að því er snertir lofts- allt ^ ^róður má segja, að jarA anóflaemið austan Mið- fjöliafsins> írá Taurus- ag Unum í norðri og suður tlgv lnai eyðimörkinni og iand aiancil 1 suðri, sé eitt by„„. Sörnu þjóðflokkarnir söjjj^a aiit svæðið, þeir tala söm uþgu að mestu og játa rú- Þetta á þó ekki við Vfir Sraelsríki, sem nú nær en þa*estan þfuta Palestínu, er nýgræðingur meðal Miðjarðarhafsríkjanna og á í vök að verjast. Nágrannalönd Sýrlands eru nú: Tyrkland að norðan, Irak að austan, Jordan og ísrael að sunnan, en að vestan er Líbanon og Mið- jarðarhafið. Ibúatala Sýrlands er um fjórar milljónir, og Damaskus er höfuðborgin. Þetta land hefir vegna legu sinnar verið eins konar brú á milli Egyptalands, Mesopo- tamíu og Litlu-Asíu og á milli heimsálfanna þriggja, Afríku, Asíu og Evrópu. Þessi aðstaða hefir haft mikil áhrif á alla sögu landsins og menningu allt frá fornöld. Tveir stórir íiallgarðar liggja um landið endilangt, samhliða strand- lengjunni, eru það Hermon og Líbanon fjöllin, en á milli þeirra er breiður og mjög fag- ur og frjósamur dalur, en þar á Jordan áin upptök sín. Fyr- ir austan fjöllin tekur við sléttlendi, sem nær alla leið austur að eyðimörkinni fyrir vestan Eufratis fljótið fræga. Landslagið er mjög fjölbreytt, hrikaleg fjöll,' frjósamir dalir, sem líta út eins og aldingarð- ar, og svo endalaus og gróður- laus auðn. Yfirleitt á það við um Sýrland, eins og önnur lönd á þessu svæði, að þar sem vatnið nær til, þar sprettur allt, sem jörðin getur fram- leitt. Þar sem ekki næst til vatns, er ekkert að sjá nema sólbrunninn sand og grjót. Menn á þessum slóðum geta því vel skilið líkinguna um „lífsins vatn“. Sýrland var lengi rómversk nýlenda. Síðan hefir gengið á ýmsu um stjórnarfar lands- ins. Tyrkir voru þar allsráð- andi um fjögurra alda bil. Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar varð það sjálfstætt ríki, undir stjórn Feisals konungs. Frá 1920 fóru Frakkar með völd í landinu um tuttugu og fimm ára skeið. Beittu þeir sér fyr- ir margvíslegum framkvæmd- um í landinu, og er óhætt að fullyrða, að verkleg tækni, ræktun og áveitur tóku mikl- um framförum á stjórnartíð þeirra. En er þeir lögðu niður völd og fluttu hersveitir sín- ar úr landi, árið 1946, töldu franskir borgarar sér þar ekki vært lengur og fóru einnig úr landi. Yfirleitt urðu Frakkar fremur illa þokkaðir í land- inu og litlar þakkir hafa þeir fengið fyrir störf sín og stjórn landsmála. En þjóðernismeð- vitund Sýrlendinga, eins og annarra Mið - Austurlanda- þjóða er nú glaðvöknuð, og þeir vilja enga útlenda herra yfir sér. Segja kunnugir menn, að margt hafi gengið úr sér, síðan Frakkar fóru, og að gamla mollan og miðalda- deyfðin hafi aftur runnið yfir þjóðlíf Sýrlendinga. En þeir una því bezt að vera herrar í eigin húsi. Nú er þarna lýð- veldi, en um leið er landið orðið sambandsríki Egypta- lands, og æðsta stjórn virðist vera í höndum Nassers í Kairo. Kynni okkar af Sýrlandi og íbúum þess var næsta yfir- borðsleg eins og vænta mátti, þar sem viðdvölin var svo stutt. Hið sama gildir auðvitað um önnur lönd, sem við fór- um um á þessari hraðferð okk- ar. En við notuðum tækifær- in sem gáfust, til að kynnast menningarmálum. Einkum hafði ég áhuga á að kynnast trúmálum þjóðarinnar að fornu og nýju, eftir því sem kostur var á. Sýrland á sér óslitna sex þúsund ára sögu, og þar á undan óskráða forsögu, sem ráða má af ýmsum fornminj- um, alla leið aftur á steinöld. í’ornleifarannsóknir á þessum slóðum hafa leitt margt í ljós, sem varpar ljósi yfir menn- ingu liðinna alda, ekki sízt á sviði trúarsögunnar. Sú stað- hæfing hefir jafnvel verið gerð, með tilliti til þeirrar menningarlegu og trúar- bragðalegu arfleifðar, sem hingað er rakin, að hver menntaður maður geti gert tilkall til tveggja landa: eigin ættlands síns og Sýrlands. Damaskus, höfuðborg Sýr- lands, er talin einhver elzta borg veraldar. Hún er nefnd í fyrstu bók biblíunnar (I. Mós. 14:15) og þess getið, að Abraham hafi stanzað þar um skeið á leiðinni frá Kaldeu til Kanaanslands. I borginni æg- ir öllu saman, hinu gamla og nýja. Þar eru breið stræti með nýtízku byggingum á báðar hliðar, en er vikið er til hlið- ar örfá skref, eru menn komn- ir aftur í eða jafnvel aftur fyrir miðaldir, að því er snertir byggingar og lifnaðar- háttu fólks. Einkum fannst okkur til um bazarana í Dam- askus. Þeir mynda heil hverfi aí þröngum, yfirbyggðum strætum, lýstum rafmagni. Má með sanni segja, að þetta séu neðanjarðar rangalar. Þetta eru skuggalegir staðir, og í meira lagi skuggalegir verzlunar- og viðskiptamenn eru þarna saman komnir. Hver verzlun hefir eins konar bás eða stall út af fyrir sig, en þeir eru hlið við hlið, svo að þetta verður ein saman- hangandi og iðandi kös af fólki og varningi. Þarna virð- ast allir hugsanlegir hlutir vera á boðstólum, harðvöru- verzlanir, matvöruverzlanir, glingur og gullstáss, skóverk- stæði og skraddarar, allt í einni bendu. Þar eru einnig konur, sem verzla með kær- leikshót, eins og það væri venjuleg verzlunarvara. Inn- an við verzlunarborðin sá ég á nokkrum stöðum mottur, á þeim lágu sofandi menn. En flestir kaupmenn þessa staðar virtust vera glaðvakandi og svo áleitnir, ef einhverjum varð það á að stanza til að skoða einhvern hlut, voru þeir óðara komnir á vettvang og vildu þröngva manni til að kaupa. Engum dettur í hug að kaupa hlut á því verði, sem hann er merktur. Það er um að gera að látast ekki ætla að kaupa neitt, en láta ganga á eftir sér. Ef menn hafa nógan tíma, er það talið gott ráð að hverfa alveg frá um stund og koma aftur, og þá er verðið ævinlega annað og miklu lægra en það var í fyrstu. Kaupmaðurinn nefnir verðið; viðskiptamaðurinn segir að það nái engri átt, hann sé fús til að greiða svo eða svo mik- ið. Annar byrjar á hámarki, hinn á lágmarki, og svo mæt- ast þeir einhvers staðar á miðri leið, og báðir þykjast góðir. Sumir í hópi okkar voru lagðir í einelti af kauphéðn- um; þeir komu jafnvel heim á hótelið á kvöldin með full- ar töskur af varningi, og var þá oft hægt að gera betri kaup en í verzlunarbúðum þessum. Á göngu okkar í gegn um völundarhús bazaranna héldum við þéttan hóp, nær því óafvitandi. Það er spaug- laust að vera einn á ferð, mál- laus og ókunnugur á slíkum stöðum. Var mönnum tekinn yari fyrir því að hafa peninga- buddur og ferðaskjöl innan klæða. Á þessum slóðum er sagt, að menn séu mjög áfjáð- ir í að komast yfir vegabréf manna frá vesturlöndum. Eru þau að sögn lagfærð af fag- mönnum, þeim í vil, sem ferð- ast vilja úr landi, og seld mjög háu verði. Vafalaust er margt gott og heiðarlegt fólk hér við atvinnu sína, en hér er líka misjafn sauður í mörgu fé. En engar skráveifur hlutum við á þessum slóðum. Ef til vill var ótti okkar og grunsemdir ástæðulaus. En þetta var heimur, sem við höfðum aldr- ei áður séð, og menn óttast yfirleitt mest það, sem þeir þekkja ekki. Við heimsóttum háskóla Damaskus-borgar, og er það voldug stofnun með fjölda af nýjum og fögrum byggingum. Var okkur sagt, að þar væru um 2,400 námsmenn, bæði menn og konur, úr ýmsum löndum Araba, og öll kennsla fer fram á arabisku, sem er þjóðtungan. Einnig heimsótt- um við forngripasafn borgar- innar, og var þar fleira að sjá en frá verði sagt. Hið mark- verðasta voru hinar svo nefndu Ras Shamra iöflur. Ras Shamra er smábær á r.orðurströnd Sýrlands, beint á móti eynni Kýpur. Þar voru lengst aftur í forneskju tvö heiðin musteri, annað helgað Baal, en hitt Dagon. I rústum þeirra fundust mörg hundruð leirtöflur árið 1929. Eru þess- ar töflur eins konar bókasafn fvá fimmtándu og fjórtándu öld fyrir Krist. Er hér um að ræða elzta stafróf, sem menn þekkja, eins konar fleygrúna- letur. Eftir langt og mæðu- samt starf tókst þýzkum og frönskum fræðimönnum að ráða þetta letur, og um leið að opna nýja heima á sviði fornfræðinnar. Töflurnar eru ritaðar á tungu, sem nefnast ugaril og er náskyld forn- hebresku biblíunni. Margar af þessum Ras Shamra töflum fjalla um guðfræði hinna fornu Kanverja. En þar er einnig fjallað um mörg önn- ur efni, jafnvel hrossalækn- ingar og særingar til að draga regn úr lofti. Fræðimenn telja að margt sé í þessum „skjöl- um“ um forsögu Gyðinga í Palestínu, og staðfesti frásög- ur gamla testamentisins. Eink- um er þó hér um að ræða spegil af menningu og trúar- lífi Kanverja áður en ísraels- menn komu vestur á bóginn. Átrúnaðurinn var fjölgyðis- trú, sem miðaði einkum að því að efla frjósemi jarðar. Gyðingar sömdu sig um margt að siðum þessara frumbyggja landsins í fyrstu og felldu sumar trúariðkanir þeirra inn í átrúnað ginn. En fyrir áhrif spámanna sinna uxu þeir smám saman andlega upp úr þessu umhverfi og komust á miklu hærra stig í trúarþroska en frumbyggjar landsins eða aðrar samtímaþjóðir. I Damaskus eru margar moskur og musteri. Glæsileg- ast þeirra er hið mikla Júpiter musteri, sem er ævafornt að uppruna. Á 4. öld lét Theodós- ius jafna musterið við jörðu, og reisti á grunni þess kirkju mikla, sem hann helgaði Jó- hannesi skírara. Á 8. öld var svo kirkjan eyðilögð að mestu og moska reist í staðinn, og er hún- talin eitt hið glæsileg- asta musteri Múhameðstrúar- manna. Inni í aðalsal mosk- unnar er annað hús með hvolfþaki. Var okkur sagt, að þar væri höfuðið af Jóhannesi skírara geymt. En hvernig það komst þangað fengum við ekki að vita! Á suðurvegg moskunnar eru fjögur inn- skot, eins konar bænastúkur. Þar standa menn, er þeir biðj- ast fyrir, og horfa um leið í áttina til Mekka. Var okkur sagt, að 82% af íbúum Sýr- lands játuðu Múhameðstrú, en að aðeins 14% væri kristnir. En það voru einmitt kristnu minnismerkin í Damaskus, sem okkur langaði mest til að sjá, og það er þau, sem laða kristna ferðamenn á þessar slóðir öllu fremur. Damaskus er frægust, frá siónarmiði kristinna manna, fyrir það, að það var í ná- grenni hennar, að Sál frá Tarsus snerist til kristinnar trúar. Var hann þá á ofsókn- arleiðangri á hendur kristn- um mönnum. Er sagt frá þessu í Postulasögunni í 9. kapitula. Frh. á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.