Lögberg-Heimskringla - 09.03.1961, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 09.03.1961, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MARZ 1961 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brotnar Svo var kaffiborðið dúkað og fjölskyldan settist við það, ánægjuleg á svip. Maríanna talaði um það af hrifningu yfir kaffibollanum, hvað þetta væri gaman, að þau skyldu öll vera hér saman komin og geta búið í sama húsinu. Hver gat vitað hvað lengi. Þá slapp óþarfa spurning út úr Mál- fríði litlu, sem máði burtu sælubrosið af vörum móður hennar: „Hvernig líður aum- ingja afa? Hefir þú ekki far- ið að heimsækja hann, mamma, eða frétt eitthvað af honum?“ „Maríanna lét sem hún heyrði ekki til hennar, en þeg- ar Málfríður endurtók spurn- ingarnar, varð hún að svara. „Þú veiz nú sjálfsagt betur en ég, hvernig afi þinn hefir það. Nýbúin að kveðja hann.“ En svona undanbrögð dugðu ekki við Málfríði litlu. „Ég var ekki að tala um afa í Látravík. Honum líður ágæt- lega. Heldur var ég að tala um aumingja gamla afa, sem var á loftinu hjá nöfnu frænku og Sigtryggi, og Snæbjörn fór með í bílnum,“ sagði hún. „Þú hefir nú kannske tekið vaðalinn eftir strákunum í Látravík,“ sagði móðir henn- ar og blóðroðnaði af gremju. „Reyndu nú bara að leggja þann vana niður, þegar þú ert komin hingað.“ Svo leit hún til Tómasar sonar síns eins og í hjálparbón. „Jú, honum líður vel, Mál- fríður mín,“ sagði hann með fyrirmannlegum svip. „Hefirðu farið að finna hann?“ spurði hún. Því var ekki svarað. Hallur glotti kaldhæðnislega. „Sjálfsagt kemur nú ein skuldakrafan úr þeirri átt,“ sagði hann. Maríanna var alveg ráða- laus. Það leit út fyrir að Halli væri kunnugt hvert at- vik, sem komið hafði fyrir hjá henni, þó að hann væri fyrir norðan. Það hlaut að vera stelpuanginn, sem hafði rugl- að þessu. „Það dettur víst engum í hug að anza þeirri kröfu,“ sagði lögvísi sonurinn. „Fyrst þessi maður kom og tók hann, án þess að hann væri beðinn um það, næstum heimtaði hann af þeim systrunum, er bezt að hann hugsi um karl- angann. Hann hafði ekkert leyfi til þess að fara með hann.“ „Þær hefðu sjálfsagt fús- lega veitt honum það leyfi, systurnar, fyrst hvorug þeirra gat eða vildi hafa hann hjá sér,“ sagði Hallur. „En eng- um dettur þó í hug að vanda- laus maðurinn kalli ekki eftir meðgjöf." „En þú veizt það nú líklega, að við fengum heldur lítið af Fagraneseignunum," s a g ð i Maríanna. „Þess vegna getur enginn ætlazt til þess af okk- ur, að við gefum með honum. Það var Sigtryggur, sem sól- undaði þeim reytum öllum, og þess vegna fannst gamla manninum skylda þeirra að sjá um hann. Og það hlýtur þú að sjá að ekki var nema réttmætt." „Það þarf víst ekki að ætl- ast til mikils af svoleiðis mönnum, sem alltaf spila sig á hauSinn. Ég býst við að hann gefi með honum meðan hann hefir eitthvert fé handa milli, en það er nú ekki oft, sem hann hefir það,“ sagði Hallur. „En svo við snúum nú tal- inu að Snæbirni hennar Veigu í Skúrnum, get ég vel hugsað mér, að ýmsir þeir, sem þekkja til, finnst gamli mað- urinn eiga það að honum, þó að hann gefi honum að borða svo sem í eitt ár. Svo marga magafyllina fékk hann á Fagranesi forðum. Mér þykir ekki líklegt, að gamli maður- inn eigi mjög langt líf fyrir höndum,“ sagði Maríanna. „Mér sýndist Snæbjörn vinna fyrir því, sem hann fékk í sig; það var ekki svo mikið. Hann var alltaf á sífelldum þönum og sendiferðum fyrir ykkur milli þess, sem hann bar inn kol og eldivið til ykkar. Ég man, að hann krafs- aði kolin með berum höndun- um upp úr snjónum, þessi vesalingur. Ekki svo mikið að hann ætti vettlinga, anginn litli. Ég kenndi oft í brjósti um hann, þó að ég hafi víst aldrei verið álitinn mjög viðkvæmur í lund,“ sagði Hallur. En hvað kom honum karl- inn eiginlega við?“ spurði Tómas. „Hvað átti þetta að þýða, að koma á bíl gagngert til þess að sækja hann og segja að karlinn hafi beðið sig um það. Þeir hafa víst ekki sést í mörg ár. „Ójú. Hann kom og talaði við hann eitt kvöldið,“ sagði Málfríður. • „Þá hefir Lovísa annaðhvort skrifað honum fyrir pabba, eða komið skilaboðum eins og MÍlfríði grunaði,“ sagði Marí- anna. „Það var ég, sem skrifaði fyrir hann,“ sagði Málfríður litla. „Þú?“ spurði Maríanna. „Nú gengur þú aldeilis fram af mér?“ dæsti hún. „Það hefir verið fallegt bréf, gæti ég trúað,“ sagði Tómas. „Hann hefir þó getað lesið það,“ sagði Málfríður kafrjóð í vöngum. „Skrifaðir þú líka utan á það?“ spurði Dadda. „Já, en ég reyndi að vanda mig,“ sagði Málfríður. „Hún lætur sér áreiðanlega ekki allt fyrir brjósti brenna, þessi stúlka,“ sagði faðir henn- ar og brosti ánægjulega. „Hún sýnir það ótvírætt, að hún er í ætt við Jóhann gamla í Látravík.“ „Hún var alltaf inni hjá gamla manninum til að lesa fyrir hann,“ sagði Maríanna. „Það var fallega gert, Mál- fríður mín,“ sagði Stella. „Ef þú hefðir ekki skrifað fyrir hann, hefði hann sennilega verið skilinn eftir einn á loft- inu, þegar frúin var flutt á spítalann.“ „En sú tilgáta," sagði Marí- anna stórmóðguð. „Heldur þú að ég hefði látið slíkt viðgang- ast, að skilja hann einan eftir í húsinu?“ „Hvað skyldir þú hafa getað gert við hann,“ sagði Dadda. „Ekkert rúm var fyrir hann í þessu húsi.“ „Ég ætla að skreppa ein- hvern tíma suður eftir til þess að vita, hvernig honum líður,“ sagði Málfríður litla. „Vilt þú ekki koma með sér, pabbi?“ „Það væri ekki svo vitlaust að sjá gamlar stöðvar aftur og heilsa upp á karlinn.“ „Vitanleag verður hið opin- bera að gefa með karlinum eins og öllum, sem eru öryrkj- ar,“ sagði hinn lærði og lög- vísi Tómas. „Ojæja, heldur er nú farið að lækka risið á Fagranes- bóndanum,“ sagði Hallur með sama kveljandi háðsglottinu og áður. „Anzi held ég mér þætti vesælt að láta hann Jó- hann gamla í Látravík fara á sveitina,“ bætti hann svo við. „Hann á víst nóg til að gefa rneð sér, sá karl,“ sagði Tómas. „Já, hann á það. Og það er eingöngu því að þakka, að hann hefir kunnað að fara með eigurnar sínar, sem hann hef- ir safnað með einstökum dugnaði, allt fram á gamals ár. Ekki fékk hann auðinn með konunni eins og Jósep á Fagranesi,“ sagði Hallur mis- kunnarlaust. Fjölskyldan var' langt frá því að vera jafn glaðleg á svip, þegar staðið var up frá kaffi- borðinu, eins og þegar sezt var að því. Allt var það fram- hleypni Málfríðar litlu og kaldhæðni Halls að kenna. sem hafði gerzt norður í Látravík. Einn laugardag var svo ákveðið að fara suður með sjónum til að finna afa gamla á Framnesi. Málfríður var alltaf að sífelldu nauði og nöldri um að fara þangað, móður hennar til mikillar gremju. „Ætlar ekki mamma þín að slást með í förina?“ spurði Hallur í kveljandi kaldhæðn- istón, sem var orðinn svo hversdagslegur að ólíklegt var, að hann gæti lagt hann til hliðar nokkra stund. „Hana hlýtur þó að langa til að sjá föður sinn, þó að það sé auð- vitað ólíkt styttra síðan hún sá hann en ég,“ bætti hann við. Maríanna var fljót til svars. „Þú þarft áreiðanlega ekki að eyða peningum í fargjald handa mér,“ sagði hún stutt- lega. „Ekki það. Þú ætlar að fara að spara. Ekki veitir af,“ sagði hann. „Þeir skrölta ekki í öll- um vösum peningarnir, þegar enga vinnu er að fá dag eftir dag. Það er betra að fara að spara, þótt seint sé — heldur en aldrei." „Ég er ekki búin að gleyma ósvífninni í Snæbirni í vor, þegar hann kom til þess að sækja gamla manninn. Það var engu líkara en hann ætti hálfan heiminn, og við syst- urnar værum vinnukindur hjá honum. Ég býst ekki við að systir mín sé búin að ná sér enn til heilsunnar eftir þá heimsókn,“ sagði Maríanna. „Já, sei, sei. Skárri hefir það verið aðgangurinn utan um karlbjálfann,“ sagði Hall' ur. „En þú biður þó að heilsa honum, býst ég við.“ „Víst bið ég að heilsa hon- um, aumingja stráinu. Það vita víst engir eða kæra sig um að vita það, hversu sárt mig tekur til hans, þar sem ég get ekkert fyrir hann gert. Það er Tómas sá eini, sem skilur mig,“ sagði hún með andþrengslum. „Láttu þá Tómas hjálpa þér til að taka karlangann, ef þté langar svo mikið til þess eins og þú lætur í ljós. Hann hefm herbergi þarna uppi á loftinm sem hann gerir ekkert með’ Hann getur líklega lánað þer það handa afa sínum. Þá er sú gáta ráðin. Þá getur þu hlynnt að honum sjálf,“ sagð* Hallur og glotti. „Tómas ætlar að leigja her- bergið, ef hann fær einhvern í það,“ flýtti hún sér að segja; „Heldur þú að mér hafi ekk| dottið það í hug, að það þyrí^ að borga leigu eftir það. Anm að þekkist víst ekki hér í þesS' um indæla höfuðstað," sagði Hallur. „Það yrði víst ekkert mje^ þægilegt fyrir mig að hugsa um hann þar, í öðrum enda hússins,“ sagði Maríanna- „Hann kærir sig ekkert um það að búa uppi á lofti. Og sv® þykist ég hafa þó nokkuð ae snúast í mínum vanalegu verkum, þó að ég bæti ekk1 gamalmenni við mig.“ í MARGVfSLEGU ÞJÓNUSTUSTARFI SÍNU GAMALL KUNNINGI SUNNAN FRA SJÓNUM Dagarnir liðu, einn af öðr- um. Og aldrei þessu vant bar hin glaðlynda kona, Maríanna, iagg og kviða fyrir komandi dögum. Maður hennar fékk vinnu einn og einn dag í senn og gekk svo kannske nokkra daga atvinnulaus. Þá voru skapsmunirnir ekki sem bezt- ir. Kaldlyndi og önugleiki bitnaði þá á konu hans og syni, ef hann varð á vegi hans. Hann kenndi þeim um það, að hann hafði verið rifinn upp með rótum úr bernskustöðv- um sínum. Við dætur sínar var hann mun betri, einkan- lega Málfríði litlu. Hún gat strokið geðvonzkuhrukkurnar af enni hans á svipstundu með því að setjast hjá honum og tala við hann um eitthvað, Leitar Rauði Krossinn til yðar Mannúðarstarfsemi Rauða Krossins er komin undir örlæti yðar. Dollarar yðar greiða fyrir og halda uppi hinni nauð- synlegu þjónustu Rauða Krossins í yðar umhverfi. Hafið í huga hina margvíslegu þjónustu, er Rauði Krossinn lætur yður og nágranna yðar í té, og ákveðið svo fjárframlag yðar eftir því sem efnahagur yðar leyfir. Ríf- legt tillag frá yður mun verða mikill styrkur fyrir margra. Rauði Krossinn þarfnast aðstoðar yðar

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.