Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961 7 Fró Vancouver Frá bls. 1. dansað fram eftir nóttinni, en ^eir sem ekki dönsuðu skemmtu sér við samræður við kunningja. Heyrzt hefir að bygggingar- nefnd elliheimilisins vonist til að byrjað verði á fyrirtækinu, Sv° að hægt væri að biðja for- Seta íslands að leggja horn- st°ininn í hina nýju „Höfn“, et tími og tækifæri leyfir. ^ýskeð dóu hér öldruð hjón JJf* fárra daga millibili. jortur Bjarnason dó á Höfn ' Íúlí- Kona hans Guðrún teinólfsdóttir) Bjarnason dó f heimili dóttur sinnar hér 1 Vancouver 8. júlí. Þau ólust nPP í íslendingabyggðinni í N. akota og giftust þar 28. des. J°97- Árið 1907 fluttu þau til ynyard, Sask. Þar nam ÚÍÖrtur land. Árið 1930 fluttu Pau til Arras, B.C. og seinna 1 ^awson Creek — og Van- couver. Fjórar dætur lifa foreldra j!na’ Mrs. Inga Einarson, Mrs. eJ§a Bjarnason, Mrs. Mar- Sret Bjarnason, Mrs. Freda pJedericks. Jarðað var frá Mt. easant útfararstofu. Rev. glnge þjónaði. Séra E. S. rynjólfsson, sem ekki gat Verið viðstaddur, sendi fögur . Veðjuorð á íslenzku, sem les- ln v°ru upp. rÍan kinclal Eyford fékk 9 verðlaun (scholarship), Sern gefin eru af Northern ectric Co. Brian stundar nam á U.B.C. (electrical engi- eer-ing). Hann er sonur Mr. nS Mrs. Glen Eyford; dóttur- e°nur Lindal J. Hallgrímsson, ln s°narsonur Gríms heitins yford, sem bjó lengi í Winni- Peg. j eru þau Torfi Leóson og u’ frá Akureyri, íslandi, og 0rn þeirra, Hrefna og Leó, raðum á förum heim til sín n hér hafa þau búið í nær Qrjú ar- Torfi er lista smiður g hefir kynnt sér vinnuað- ^erðir hér. Hann vann u a verkstæði Jóns Sig- r ssonar (millworks). Þessi j.J°n hafa tekið þátt í félags- 1 íslendinga hér í borg og serið elskuð og virt af öllum, em h^fa kynnzt þeim. í til j^ni at burtför þeirra bauð rs' ^igríður Haralds nokkr- ^m vinum til kvöldverðar, og ntum við þar gestrisni í góð- ^m vina hóp. Við munum a na Lily 0f Torfa og barn- ^nna beirra. Hafið góða heim • kæru vinir, og yndislega neirnkomu! hef verið að lesa mjög Pcnnandi ástarsögu, “The vangled Web”, eftir Mrs. Sol- *gu Sveinsson, Blaine, *lash., U.S.A. Hún hefir skrif- g.. fleiri bækur, þar á meðal “lfU S6m Serist á íslandi, ^eaven in My Heart”. Sol- ^eig er ekki lengur ung að ár- fTi en 111111 er unS 1 anda> Sp e® P® lett a faeti. Sögurnar ag01 ^un skrifar eru líkari því höfundurinn væri stúlka um tvítugt, og helzt ný trú- lofuð, heldur en kona á átt- ræðisaldri, svo vel lýsir hún hugsjónalífi unga fólksins. Sögur hennar eru fallegar og endirinn alltaf góður. Hér eru margir gestir á ferð, og veit ég þó aðeins um fáa. Mr. og Mrs. T. J. Oleson frá Winnipeg dvelja hér í nokkrar vikur, þar sem Dr. Tryggvi kennir hér við sum- arskóla á University B.C. Mrs. Ellen Fáfnis frá Bot'tineau, N. Dak. var hér yfir helgi og með henni var yngsti sonur henn- ar, Lowell, með konu sinni, en þau búa búa í Seattle, Wash. Bróðursonur minn, Flt. Lieut. Jónas Harold Helga- son, kona hans Thora og fjög- ur börn þeirra, Erik, Jón, Beatrice og Robert Thor, komu hingað alfarin frá Trenton, Ont. á leið til Com- ox, Vancouver Island. Eftir tæp tvö ár verður Harold bú- inn að vera í flughernum í 25 ár og lýkur þar starfi við góð Frá bls. 4. er íslenzkur að uppvuna eða ekki, þá er enginn vafi á því, að hann túlkar rétt og vel skilning Islendinga á gildi bókarinnar, h v e andlega snauður hver maður er án hennar. Hið ritaða orð hefir öldum saman .verið þjóð vorri yndi og uppspretta orku og dáða. Úr bókmenntum sínum höfðu Islendingar hitann, þeg- ar þeir áttu við mesta erfið- leika að stríða; lestur sagna og kvæða styttu vetrarkvöldin, þegar hvassast blés á þekju og ömurlegast var út að líta. Hin mörgu íslenzku handrit, sem geymzt hafa, að ógleymd- um hinum fjölmörgu, sem glatazt hafa, eru talandi vott- ur þéss, hve mikla ást Islend- ingar höfðu fest á hinu ritaða orði, áður en prentunin kom til sögunnar. Það er ógleym- anlegt að fá tækifæri til að skoða og handleika hin merku íslenzku handrit, frumrit eða afrit, frægustu rita vorra, sem geymd eru í safni Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn. Prófessor Jón Helgason, sem áratugum saman hefir verið bókavörður þess dýrmæta, já, ómetanlega safns, hefir ort um það mikið og merkilegt kvæði, „í Árnasafni“, og kemst þar meðal annars að orði: Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum. Hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Oftsinnis, meðan eg þreytti hin fornlegu fræði, fannst mér sem skrifarinn eftirlaun. Thora kona hans er dóttir Guðmundar Gíslasonar í Coquitlam og fyrri konu hans, Ingibjargar. Þá heimsótti mig frændi minn Kjartan Johnson, kaup- maður frá Árborg, Man. með konu sína og þrjú börn. Þau komu bíl-leiðis og ferðuðust víða. Héðan fóru þau Cariboo- veginn til Prince George, Dawson City og til Edmonton og víðar. Miss Betty Paulson frá Win- nipeg kom í skemmtiferð til móðursystur s i n n a r , Mrs. Ágústu Jackson og manns hennar, Dr. Jackson, Esson- dale, B.C.; Betty dvaldi í nokkur ár á Bretlandi og ferðaðist um Evrópulöndin og var gaman að spjalla við hana yfir kaffibollanum og fá frétt- ir af ferðum hennar. Mrs. Emily Baldwin og Miss Gerða Kristjánsson frá Winnipeg eru hér á ferð um þessar mundir. sjálfur hið næsta mér stæði. Hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur, sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Aldrei verður hún metin til fulls menningarlega skuldin, sem vér stöndum í við þá, sem festu á bókfell fornsögur vor- ar og kvæði, dýrustu gersem- ar vorar, sem skipað hafa Is- landi og íslendingum í fremstu röð meðal bók- mennta- og menningarþjóða. Þann arf ber oss að varðveita og ávaxta í sem lengstu lög. í hinni nýju kvæðabók D a v í ð s Stefánssonar frá Fagraskógi, í dögum, er mjög athyglisvert og tímabært kvæði um íslenzku handritin, uppruna þeirra, útbreiðslu og ómetanlegt gildi þeirra fyrir andlegt líf þjóðar vorrar, og í rauninni fyrir alla tilveru hennar. Honum farast þannig orð: Þeir slátruðu kálfum, eltu skorpin skinn og skráðu á letur, mikil og ægifögur. Fræðimenn skáru fjaður- penna sinn í fannbörðu hreysi norður við yztu gjögur. Þar krotuðu bræður við kol- unnar glæður kvæði og ættarsögur. Lengi bárust ritin frá manni til manns, við mánaglætuna lesin oft og víða. Þau voru eini fjársjóður fátæks lands í forlagastormum myrkvaðra hungurtíða. Sagnanna andi var sviknu landi sólskin og veðurblíða. Og ást íslendinga á hinu rit- aða orði, á bókinni, var söm við sig eftir að prentunin kom til sögunnar, eins og hún hafði verið meðan handritunum einum var til að dreifa. íslendingum var því runn- in í merg og bein ástip á bók- um og lestri, er þeir fluttust vestur um haf, og sú ást hefir góðu heilli haldizt hjá mörg- um afkomendum þeirra fram á þennan dag, eins og Lestrar- félagið hérna og starfsemi þess ber fagurt vitni. Ógleym- anlegt dæmi ástar íslenzkra frumherja á bókum og lestri er einmitt að finna hér í Nýja íslandi, því að innan tveggja ára eftir að innflytjendurnir komu hingað, höfðu þeir, þrátt fyrir alla örðugleikana, fá- mennið og fátæktina, komið sér upp prentsmiðju og blaði. Um þetta komst dr. Björn B. Jónsson, sonur eins landnem- ans í Nýja íslandi, svo að orði í merkilegri ræðu: „Prent- smiðjan og blaðið eru óræk sönnunarmerki þess, að án bókmennta fær íslenzk sál ekki lifað. Án bókmennta gátu nýlendumenn ekki unað ævi sinni árinu lengur.“ Þetta á vitanlega einnig við um ís- lenzka innflytjendur hingað til Vesturheims almennt. Og frumherjarnir íslenzku fluttu eigi aðeins með sér bóka- og lestrarást, heldur einnig ís- lenzkar bækur. Ég hefi það fyrir satt, að mörgum járn- brautarþjónum hafi þótt koffort íslenzku innflytjend- anna æði þungur farangur; sú þungavara, sem þar var að finna, var þó ekki gull eða silfur, heldur bækurnar ís- lenzku, sem innflytjendurnir fluttu með sér yfir hafið. Og þær urðu þeim, eins og lönd- um okkar heima fyrir, upp- spretta hvatningar og orku ti dáða. Frú Jakobína Johnson skáldkona hittir ágætlega í mark, þegar henni farast þanni’g orð í íslendingadags- kvæði: Aldrei voru bækur meira metnar, myrkrum dreifðu vetur eftir vetur. Fjársjóð rýran innflytjandinn átti. Engan sparisjóð, sem reyndist betur. Dýrstu erfðagripir, ástar þökk. Já, skáldkonan hefir rétt að mæla. Vér íslendingar, hvor- um megin hafsins sem er, höf- um aldrei átt betri sparisjóð, andlega talað, en bækur vor- ar og bókmenntir, né heldur dýrari erfðagripi. Og þannig er það enn. Nemum svo staðar augna- blik við gildi bókanna al- mennt. í snjöllu kvæði, sem Einar P. Jónsson orti í tilefni af 25 ára afmæli Lestrarfé- lagsins hérna, hóf hann mál sitt á þessa leið: I bókunum geymist öld frá öld hin óslitna jarðlífssaga. Þetta er hverju orði sann- ara. Á það lagði rithöfundur- inn Charles Kingsley einnig réttilega áherzlu í þessum kunnu orðum sínum: „Ekkert er undursamlegra — að lif- andi mönnum fráskildum — heldur en bók. Hún er boð- skapur hinna dánu, boðberi mannsálna, sem vér höfum engin kynni af og áttu ef til vill heima í órafjarlægð. Og þó tala þær til vor af þessum litlu pappírsblöðum, vekja oss, skelfa oss, kenna oss, hugga oss, opna hjörtu sín fyrir oss, svo sem værum vér bræður þeirra.“ William E. Channing sló á sama streng, er hann sagði: „Guði sé lof fyrir bækurnar. Þær eru raust hinna fjarlægu og dánu og gera oss arftaka að andlegu lífi liðinna alda.“ (Fyrr- greindar tilvitnanir eru tekn- ar úr bók séra Gunnars Árna- sonar: Krisiallar). Já, bækurnar opna oss, ef vér notfærum oss þær, ótak- markaða heima fræðslu og fegurðar, vizku og andríkis. Þær eiga sér sögulegt gildi, fræðigildi, menningargildi, að ógleymdu skemmtigildi þeirra. Þess vegna eru þá bókasöfn og lestrarfélög svo afar mikilvæg, því að þar er að finna uppsprettulindir hins ritaða' orðs, sem menn geta drukkið af lífsins vatn þekk- ingarinnar og auðgað anda sinn. Þorsteinn Þ. Þorsteins- son hefir rétt að mæla, er hann segir í kvæðinu „Bóka- skápurinn“, sem birt er í hinni nýju heildarútgáfu ljóða hans: Hver opnuð bók, sem geymir líf og liti, er lesandanum hugarsköpun ný> sem inn í sál hans veítir nýju viti og víkkar sjónarhringinn störfum í. Og fyrir oss íslendinga í landi hér er það sérstaklega mikilvægt, menningarlega og þjóðræknislega talað, að vér höldum áfram að lesa íslenzk- ar bækur, því að í þeim spegl- ast sál þjóðar vorrar, líf hennar og saga, vonir hennar og framtíðardraumar. Um leið og ég,‘í nafni Þjóðrækn- isfélagsins og af eigin hálfu, þakka öllum, sem átt hafa hlut að hálfrar aldar starfi Lestrarfélagsins hér á Gimli, hjartanlega þeirra menningar- starfsemi, óska ég þess af heilum huga, að þessi þarfi og ágæti félagsskapur ykkar megi lifa og blómgast um ókomin ár. En vér erum hér einnig saman komin til þess að fagna sumri, sumri hið ytra í nátt- úrunni, sem er oss svo sér- staklega og hjartanlega kær- komið á þessum slóðum, eigi Frh. bls. 8. Guðlaug Jóhannesson „Blindur cr bókarlaus maður,#

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.