Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Blaðsíða 8
R LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961 Úr borg og byggð Miss Ruth Benson og Mrs. Florence Rowland eru um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu; lögðu af stað héðan snemma í júlí. ☆ Ambassador Thor Thors og frú Ágústa fljúga til íslands í dag (fimmtudag) og eru væntanleg heim 15. ágúst. ☆ Miss Anna Johnson, sem lengi hefir átt heima í Theo- dora Apts. hér í borg, hefir nýlega flutt til Vancouver, B.C. Hún var í fjöldamörg ár í þjónustu Hudson Bay fé- lagsins. ☆ Wynyardbær fimmtugur Dagana 30. og 31. júlí og 1. ágúst fara fram hátíðahöld í Wynyard, Saskatchewan í til- efni þess, að bærinn á þá fimmtíu ára afmæli. íslend- ingar áttu stóran þátt í að byggja upp þennan' bæ, og væntir blaðið þess að einhver sýni því þá góðvild að senda því fréttir af þessu Golden Jubilee. ☆ Fjallkona og ræðumenn ís- lendingadagsins á Gimli eru kynnt lesendum á forsíðu blaðsins. Myndir af þeim birt- ast í næsta blaði. ☆ íslendingadagsnefndinni hefir tekizt að safna miklu af göml- um skemmtiskrám, en vantar enn flestallar frá árunum fyr- ir 1935. Gott væri ef þeir, sem eiga slíkar skrár, vildu gefa þær í safn nefndarinnar. Mætti afhenda þær einhverj- um nefndmanna á hátíðinni eða senda þær með pósti til ritara nefndarinnar, J. F. Kristjánssonar, 346 Montgo- mery Ave., Winnipeg 13, Man. ☆ Veitið athygli auglýsing- unni um samsætið, sem Þjóð- ræknisfélagið efnir til í til- efni heimsóknar forseta Is- lands, herra Ásgeirs Ásgeirs- sonar og frú Dóru, í Fort Garry hótelinu laugardaginn 16. september 1961, kl. 6.30 e. h. (Misprentun var í síðasta blaði: átti að vera september, en ekki desember.) Samkomusalurinn rúmar um 400 manns, en aðeins 100 sæti eru eftir. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa heilt borð fyrir 8 manns, þó mörg félög og einstaklingar hafi gjört það. Pantið sæti sem fyrst og fyllið salinn! ☆ íslandsfarar Björn Jónsson læknir í Swan River, Man., kona hans, Iris og synir þeirra, Jón og Fitzgerald, fóru til íslands á fimmtudagsmorguninn s. 1. viku með T.C.A. til New York og samdægurs með Loftleið- um til Reykjavíkur í heim- sókn til föður Björns læknis og systkina hans. Gera þau ráð fyrir að koma heim aftur 17. ágúst. Samferða þeim var Mrs. Jónína Jónsson, sem fór alfarin til Islands. Arthur A. Anderson frá Continental Travel Bureau skipulagði ferðina. ☆ Ferðofólk fró Spring Valley, Calif. Björgvin Kjerúlf Guðmund- son og sonur hans Ewan frá Spring Valley, Calif. litu inn á skrifstofuna á föstudaginn. Komu þeir ásamt konum sín- um í heimsókn til frú Stein- unnar Sigvaldason og fjöl- skyldu hennar í Árborg, en kona Björgvins, Anna, og Steinunn eru systur. Björgvin er fæddur í Winnipeg, sonur Páls og Dorotheu Guðmund- son, frumbyggja í Winnipeg. Þau voru ættuð frá Seyðis- firði. Þau Mr. og Mrs. B. K. Guðmundson hafa átt heima í Spring Valley í 41 ár. Þau eiga fimm syni, og eru tveir þeirra kvæntir íslenzkum kon- um. Kona Ewans heitir Sína Dóra (Thordarson). Þau eiga tvo sonu, Pálma og Helga, og eru þeir í för með þeim. Þessar íslenzku fjölskyldur eru búsettar syðst í Kalifor- níu, nálægt landamærum Mexíkó, og eru ekki aðrir Is- lendingar þar. Þetta ferðafólk lagði af stað heimleiðis þessa viku. ☆ Pastor Harald and Eric Sigmar and Families Visit Mid-West The Revs. Harald S. and Eric H. Sigmar and their families have been visiting in Manitoba and North Dakota these last two weeks. Pastor and Mrs. Harald have been visiting with her sister, Mrs. Kristinn Gudmundson in Mountain, N. Dak. Last week- end Pastor Harald preached in his former church in Gimli, Man. Pastor Eric and family have been visiting her par- ents, Mr. and Mrs. Wilhelm Palsson of Geysir, Man. Pastor Eric has preached at his for- mer church in St. James, Man., and also at services in Arborg and Geysir. The brothers will both conduct a service at Brown, Man. (Gud- brands safn) next Sunday, June 30th, before they return to their homes in southern Washington in early August. (The service at Brown is scheduled for 3 p. m. C.S.T.) They will both be attending a re-union of the Mountain High School in Mountain, N. Dak., on July 29th. ☆ Rússneskar flotaæfingar Fjöldi skipa úr rússneska flotanum eru við stórfengleg- ar æfingar á hafinu milli Is- lands, Jan Mayen, Svalbarðs og Noregs. Virðast þessar æf- ingar orsaka talsverðum á- hyggjum í Noregi. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. móttöku til heiðurs þeim Beck-hjónunum á heimili for- setans. Sóttu móttökuna fjöldi karla og kvenna úr hópi há- skólakennara og af borgar- búum. Rausnarlegar veiting- ar voru fram bornar, og var á orði haft, hve ánægjulegur mannfagnaður þessi hefði verið. Þau dr. og Mrs. Beck verða gestir íslendingadagsins að Gimli þ. 7. ágúst, þar sem hann flytur kveðju Þjóðrækn- isfélagsins. „Blindur er bókarlaus maður" Frá bls. 7. síður en heima á ættjörðinni. Því óska ég ykkur einnig öll- um af sama heila huga gleði- legs og blessunarríks sumars, og lýk máli mínu með því að minna ykkur á stökuna fögru: Sumarhug og sumarþrá sumar vakna lætur, sumar í auga, sumar á brá, og sumar við hjartarætur. ' Megi sumarið hið ytra, sem senn fer í hönd, verða oss öll- um sem gæfuríkast, og meg- um vér einnig eiga í sem rík- ustum mæli: — sumar við hjartarætur. ^penhagen Heimsins bezfa munnlóbak Heiðruð með móttöku Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, gengu þau dr. Richard Beck og Miss Mar- garet J. Brandson í hjónaband í Seattle, Wash. þ. 24. júní. Þegar þau, snemma í júlí, komu heim til Grand Forks úr brúðkaupsferð sinni til Vestur-Kanada, héldu forseti Ríkisháskólans í N. Dakota, dr. George W. Starcher og Dean R. B. Witmer (yfirmað- ur the Liberal Arts College), ásamt frúm þeirra, virðulega SAMSÆTI til heiðurs Forseta íslands. HANS HAGÖFGI ÁSGEIR ASGEIRS- SYNI, og frú DÓRU ÞÓRHALLSDÓTTUR undir umsjón ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA í VESTURHEIMI Fort Garry Hotel, laugardaginn 16. september 1961, kl. 6.30 e. h. ÖLL BORÐ TÖLUSETT, 8 MANNS VIÐ BORÐ AÐGANGUR $6.00 FYRIR HVERN PANTIÐ AÐGÖNGUMIÐA FYRIR 15. ÁGÚST HJÁ Mr. Guðmann Levy, 185 Lindsay St., HUdson 9-5360 Islendingadagurinn Sjötugasta og önnur þjóðhátíð íslendinga í Vesturheimi GIMLI, MANITOBA Mánudaginn 7. ágúst 19ól Skrúðför byrjar frá járnbrautarstöðinni kl. 11 f. h. Fjallkonan leggur blómsveig á minnisvarða landnemanna kl. 11.30. Hljómsveit R.C.A.F. Gimli. Khartum Temple Pipe Band. Barnakór Gimli syngur við minnisvarðann. Gimli Boys Scout Troop No. 2 fylkir heiðursvörð Fjallkonunnar. íþróttasamkeppni fyrir börn, unglinga og kvenfólk byrjar kl. 12. íþróttasamkeppni fyrir karlmenn, keppt um Oddson skjöldinn og Hanson bikarinn. SKEMMTISKRÁ byrjar kl. 1. O Canada. 2. Ó, Guð vors lands. 3. Forseti setur hátíðina. 4. Ávarp Fjallkonunnar. 5. Hljómsveit R.C.A.F. 6. Ávörp heiðursgesta. 7. Einsöngur, Mrs. Elma Gíslason. 8. Tvísöngur, Elma og Joy Gíslason. 9. Minni íslands, Dr. Sæmundur Kjart- ansson. 2 e. h. 10. Kórsöngur, Scandinavian Male Voice Choir. 11. Minni Canada, Dr. Kristján Krist- jánson. 12. Einsöngur, Miss Joy Gíslason. 13. Hljómsveit, Khartum Temple Pipe Band. 14. Kórsöngur, Scandinavian Male Voice Choir. 15. God Save The Queen. FORSETI DÁGSINS helgi johnson FJALLKONA mrs. ellen magnússon HIRÐMEYJAR joy-ellen magnússon og jo-ann stevens KVÖLDSKEMMTUN hefst kl. 6.45 e. h. íslenzkar hljómplötur. Almenningur syngur, Elma Gíslason stjórnar. Barbara Honey spilar. Happdrætti kl. 8.30 e. h. Barnakór Gimli syngur, Anna og Guðrún Stevens stjórna. Dans hefst kl, 10.00 e. h. The Rythmaires spila. Aðgangur að skemmtigarðinum 75 c. Aðgangur að dansinum 75 c. Aðgangur að kvöldskemmtun, ókeypis þeim sem hafa keypt aðgang að skemmtigarðinum. Ann- ars 25 c.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.