Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961
GUÐRÚN FRA LUNDI:
Römm er
sú taug
Framhald skáldsögunnar
Þar sem brimaldan
brotnar
„Með Ingibjörgu gömlu?“
Maríanna barðist við hlátur-
inn, sem ætlaði alveg að yfir-
buga hana.
„Hún vill helzt ekkert eiga
við það lengur. Það er nú svo
sem engin furða, þó að konur
á sjötugsaldri séu farnar að
letjast, þegar þær, sem enn þá
eru fyrir innan fimmtugt,
nenna ekki að sjóða mat ofan
í mann sinn og börn,“ sagði
Hallur og kvað fast að orð-
unum.
Maranna stóð upp og hvarf
inn í svefnherbergið. Helga
fór að þvo ílátin af borðinu,
meðan hún spurði frétta að
norðan. Loks spurði hún,
hvort hann vantaði ekki kven-
fólk í vor, ef hann ætlaði sér
að fara að búa á allri jörðinni.
Hann játaði að svo væri og
spurði, hvort hún væri kann-
ske fáanleg til að koma norð-
ur.
„Það er áreiðanlegt að ég
er til í það,“ sagði Helga og
brosti ánægjulega. „Það er nú
svona, þó að maður fái þetta
háa kaup hérna, þá er afgang-
urinn svo sáralítill, þegar bú-
ið er að borga húsaleiguna,
fæðið og ýmislegt annað. Hve-
nær ferðu aftur norður?“
spurði hún.
„Strax í fyrramálið,“ sagði
Hallur.
„Ætlarðu þá ekki að stanza
lengur hjá konunni þinni, þá
einu sinni þú kem.ur,“ sagði
Helga brosleit.
„Mér finnst það nógu
langt,“ sagði hann. „Mér
fannst það viðkunnanlegra að
segja systrunum, að ég hefði
litið inn til hennar. En mér
kemur hún svo sem ekkert
við lengur, fyrst hún vill ekki
koma norður og vera hjá mér
og dætrum sínum. Það er anzi
hart að verða að borga húsa-
leigu fyrir konuna hér, en
hafa nóg húsnæði fyrir norð-
an.“
„Hún getur nú ekki hugsað
til þess að búa lengur í kof-
unum þar. Hún er orðin svo
fín,“ sagði Helga háðslega.
Svo sagði hún Halli eins og
í systurlegum trúnaði frá
andatrúarhyskinu í hinum
enda hússins. Þess vegna
svæfi hún inni í svefnherberg-
inu hjá konu hans.
Hann sagði henni í staðinn
frá því, að Tómas hefði skrif-
að sér valdsmannlegt bréf, þar
sem hann hefði átalið sig fyrir
að láta móður hans vinna fyr-
ir sér að öllu leyti. Og hann
sagðist eiga eftir að svara því.
Lengra varð ekki trúnaðar-
samtal þeirra, því að Maríanna
kom fram, tekin til augnanna.
Annað hvort hafði hún fengið
eitt af þessum óviðráðanlegu
hlátursköstum eða grátið. Hún
horfði forviða á Helgu, sem
enn sat í sömu skorðum og
áður og var ekki farin að
hreyfa við diskunum á borð-
inu. Um hvað skyldu þau eig-
inlega hafa verið að ræða.
„En ég verð nú að fá ákveð-
ið svar, annað hvort núna eða
fljótlega,“ sagði Hallur.
„Já, ég skal láta þig fá á-
kveðið svar eins fljótt og ég
get,“ sagði Helga.
„Hvað eruð þið eiginlega að
bræða?“ spurði Maríanna.
Hallur varð fyrir svörum.
„Ég er ekki búinn að gleyma
því, hvað hún Helga var dug-
leg í dúninum, en nú þarf ég
á góðri stúlku að halda, og
hún er ekki frá því að koma
norður til mín.“
„Það gerirðu ekki, Helga
mín. Þú ferð ekki að yfirgefa
mig,“ sagði Maríanna biðj-
andi. \
„AuðvitáÓ kemur þú líka,
manneskja,“ sagði Helga. „Og
svo setjumst við aftur að í
Látravík. Það verður áreiðan-
lega gaman. Nú þarftu ekki að
óttast tvíbýlið lengur.“
. „Ég fer ekki norður fyrr en
byrjað verður að byggja íbúð-
arhúsið,“ sagði Maríanna og
brosti fallega.
„Það er nú eitt af því, sem
mér dettur alls ekki í hug að
gera, að fara að byggja fcpp,
og hef heldur ekkert fé til
þess,“ sagði Hallur.
„En hvernig heldurðu að
færi um stólana mína í torf-
kofunum þínum?“ sagði
Maríanna.
„Þeir koma sjálfsagt aldr-
ei þangað," sagði Hallur yfir
sig reiður. „Næst þegar ég
kem til Reykjavíkur verður
það til þess að skilja við þig.
Ég þoli þetta ekki lengur. Þú
færð hálfa jörðina. Annað á
ég ekki til. Það sem búið seld-
ist fyrir, er uppétið þessi þrjú
ár, sem við höfum verið hér
í Reykjavík. Ég skal gjalda
fimm hundruð krónur eftir
hálflenduna. J>að er dýr leiga,
en af því verður þú að lifa.
Meira færðu ekki frá mér.“
„1 guðanna bænum stilltu
þig maður,“ sagði Maríanna.
„Ég get nú ekki meint að
þetta sé alvara þín, að fara að
skilja við mig og láta þér
detta í hug, að ég geti lifað á
einum fimm hundruð krónum
yfir árið.“
„Þá gætirðu sagt með sanni
að ég léti þig ekki hafa nokkra
peninga, en það hefir þú sagt
Tómasi. Hann skrifaði mér
merkilegt bréf og átaldi mig
fyrir það, hvernig mér færist
við þig. Það fæ ég fyrir að
borga húsaleiguna fyrir þig
hérna mánaðarlega," rausaði
hann og rauk fram í forstof-
una, klæddi sig í frakkann og
lét á sig hattinn. Síðan stökk
hann út í náttmyrkrið án þess
að kveðja.
„Það er þó ómögulegt að
hann sé farinn?" sagði Marí-
anna.
„Þú gerir hann vitlausan
með þessum bölvuðum þráa
í þér,“ sagði Helga.
Maríanna vakti til klukkan
tólf og vonaðist eftir manni
sínum. En hann kom ekki. Þá
háttaði hún, en lét þó húsið
vera ólæst.
ÓVÆNT HJÁLP
Helga vakti húsmóðuj: sína
næsta morgun, þó . að hún
þættist vita að hún myndi
hafa sofið heldur lítið um
nóttina, enda sagðist Marí-
anna ekkert fara á sauma-
verkstæðið í dag. Þegar Helga
kom heim úr vinnunni, var
Maranna ekki heima og það
sem meria var, hún hafði skil-
ið rúmið sitt óumbúið og mat-
arílátin á eldhúsborðinu. Slíkt
var óvanalegt hjá henni. Hvað
hafði svo sem komið fyrir?
Hún fór að taka til í húsinu,
annað gat hún ekki gert.
Nokkru seinna kom Maríanna.
„Hvað hefir svo sem komið
yfir þig, manneskja," sagði
Helga í sínum kalda ásökun-
artón. „Þú hleypur frá heim-
ilinu eins og upprifnu hrafns-
hreiðri. Hvað hefir þú eigin-
lega verið að gera?“
Maríanna hló óstyrkum titr-
andi hlátri.
„Ég varð nú líklega að
fylgja mínum elskulega eig-
inmanni,“ Sagði hún og augu
hennar fylltust tárum. „Heim
til Tómasar varð ég að fylgj-
ast með honum, til þess að
hann gæti rekið það ofan í
Tómas þetta með húsaleiguna,
sem hann hafði skrifað norð-
ur. Ég hélt að þeir ætluðu
saman. En svo varð þó ekki.
Tómas minn sló auðvitað und-
an. Hann hefir svo sem erft
geðprýðina mína, blessunin.
Stella var farin að hágráta af
hræðslu. Hvað skyldi hafa
orðið úr henni að sitja í mínu
sæti öll þessi ár. En það verð
ég þó að segja, að Hallur er
orðinn svo mikill skapvargur,
að ég þekki hann ekki fyrir
sama mann og áður. Svo ætl-
ar hann að gera mér það til
ills, að hafa þig norður til sín.
Þú varst þá ekki lengi að bíta
á hjá honum, og svo á ég að
svamla hér ein innan um and-
ana og draugana. Sjálfsagt
endar það með því að ég verð
að fara til Tómasar, og ég er
þó ekkert upp með mér af
því.“
„Hvað er betra fyrir þig að
elda ofan í þau og þjóna þeim,
en fara norður, þar sem þú
hefir nógar stúlkur til að
hjálpa þér. Dadda fer víst ekki
til útiverkanna fyrst hún hef-
ir krakkann til að annast.
Blessuð vertu svo ekki með
þetta ráðaleysisvandur fram
og aftur. Einungis til þess að
gera ykkur bæði hálf geð-
veik,“ sagði Helga.
Nokkru seinna kom bréf frá
Döddu. Hún var ósköp sæl yf-
ir litla syninum sínum og
sagðist vona að amma kæmi
norður í vor til að hjálpa sér
við bæjarverkin. Hún hugs-
aði sér að flytja í baðstofuna
þeirra Sifu og Gunnars, þeg-
ar þau væru farin. Hún væri
yngst af baðstofunum og hlýj-
ust. Þá yrði einmanalegt fyr-
ir pabba að vera einan í hús-
inu sínu og auðvitað að sama
skapi fyrir hana, þegar Helga
flytti norður. Svo var drif-
hvítur hárlokkur innan í bréf-
inu. Hann var af litla dóttur-
syninum.
„Ósköp hlýtur barnið að
vera indælt,“ sagði Maríanna
og sýndi Helgu bréfið, svo að
hún gæti lesið það.
„Það verður vel rúmt í bæn-
um, þegar Gunnar og fjöl-
skylda er flutt. Ég skal svei
mér fá eina kompuna og sofa
í henni í sumar,“ sagði Helga.
„Það þarf ekki að borga húsa-
leigu í blessaðri sveitinni.“
„Já, en heldurðu að þér
bregði nokkuð við að skúra
gólfin, herra minn góður.“
„Ég varð að skúra kompuna
og-stigann, þar sem ég leigði
síðast, og ekki voru dúklögð
gólfin hjá sjómannagreyjun-
um suður með sjónum. Nei,
mér bregður ekki svo mikið
við,“ sagði Helga. „Ég er far-
in að hlakka til að koma norð-
ur.“
„Bara að ég gæti sagt það
sama,“ andvarpaði Maríanna.
Svo bætti hún við: „Ég held
að það geti skeð, að ég neyð-
ist til að fara norður, ef það
reynist rétt, sem mér hefir
verið sagt að karlinn ætli að
segja mér upp húsnæðinu.
Dóttir hans ætlar að fara að
gifta sig og hún á víst að fa
þessa íbúð.“
ROSE THEATRE
SARGENT ot ARLINGTON
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAYS
Foto-Nite Every
Tuesday and Wednesday
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday
—AIR CONDITIONED—
REYKJAVIK
Fram og aflur frá New York
★
STÓRFELLDUR
c , : SPARNAÐUR í
í/llK * FJÖLSKYLDU-
^ v FARGJÖLDUM
* Velrarfargjöld. Ferðist eflir 15. ágúst
og komið eflir 15. oklóber.
UPPLYSINGAR HJA ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM eða
SKRIFIÐ EFTIR
HINUM NYJA XI
BÆKLINGI
OKKAR.
ICELANDIC AIRLINES
•íSt
610 Fifth Ave., New York 20, N.Y.
PL 7-8585
NEW YORK—CHICAGO—SAN FRANCISCO
Kennara vantar
Manitoba mun þarfnast margra nýrra kennara á
hverju ári eins lengi og börnum á skólaaldri fjölgar
eins og nú og að öðrum ástæðum óbreyttum.
Kennarastaðan hefir að bjóða:
• Kostnaðarlágt nám
• Námsstyrkir og lán veitt þeim, er þess þurfa
• Alls konar kennarastöður hingað og þangað um
fylkið
• Hæstu grundvallarlaun, sem nokkurn tíma hafa
verið boðin fullnuma kennurum
• Ágæt tækifæri til að komast hærra í starfinu
• Tækifæri til að láta gott af sér leiða
Námsfólki í XII. bekk og öðrum, sem hafa í hyggju
barnaskólakennslu, er boðið að senda umsóknir um
inngöngu fyrir 1961-62 tímabilið í Teachers College,
sem hefst 11. september 1961. Umsóknareyðublöð og
aðrar upplýsingar fást hjá School Inspectors, High
School Principals, The Director of Teacher Training,
Department of Éducation, 52 Legislative Building,
Winnipeg 1, eða Principal, Teachers College, Tuxedo,
Manitoba.
Þeir, sem hafa lokið háskólaprófi og hafa áhuga fyrir
kennslu í miðskólum, sendi umsóknir sínar til The
Dean, Faculty of Education. University of Manitoba,
Fort Garry, Manitoba, eða The Director, Faculty of
Education, Brandon College, Brandon, Manitoba.
Um frekari upplýsingar, gerið svo vel og skrifið Mr.
H. P. Moffat, Director of Teacher Training, Room 52,
Legislatvie Building, Telephone Number, WHitehall
6-7370.
MANITOBA DEPARTMENT
OF EDUCATION ,
AUTHORIZED BV HON. STEWART E. MclEAN,
Miniif*r of Educotion, Provinc* of Monitobo.