Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Side 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1961
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
Römm er
sú taug
Framhald skáldsögunnar
Þar sem brimaldan
broinar
„Hvað svo sem skyldi þá
liggja fyrir mér?“ andvarp-
aði Maríanna, þegar hún var
orðin ein með Helgu, eftir að
húseigandinn var farinn.
„Auðvitað kemur þú með
mér norður,“ sagði Helga. „Ég
get nú varla skilið við þig
hérna aleina. Satt bezt að
segja, þá datt mér ekki annað
í hug, þegar ég réði mig hjá
Halli en þið kæmuð ykkur
saman um að þú færir norð-
ur. Ég hélt að hann hefði kom-
ið suður til þess.“
„Þú heyrðir nú, hversu ljúf-
ur og elskulegur hann var við
mig. Finnst þér, að ég gæti
nú farið að flytja til hans upp
á það að búa við svoleiðis at-
læti,“ sagði Maríanna.
„Það hlyti nú að verða
betra. Ómögulegt að hann léti
svoleiðis á hverjum degi,“
sagði Helga. „Bara að þú gæt-
ir komið þessum stólum og öll-
um þessum innanstokksmun-
um þínum í geymslu einhvers
staðar. Komið svo laus og lið-
ug norður til þess að vita
hvernig þér yrði tekið. Ef allt
léki þá ekki í lyndi, gætir þú
flutt suður aftur.“
„Auðvitað væri það heilla-
ráð,“ sagði Maríanna. „Við
sjáum nú hvað setur,“ bætti
hún við.
Svo var ekkert gert meira
í því máli, þó að Helga minnti
húsmóður sína á það, að alltaf
styttist til þess dags, sem hún
yrði að flytja úr íbúðinni með
allt sitt, þá var svarið alltaf
það sama:
„Ég man það, Helga mín.
En ég ætla nú bara að láta
hverjum degi nægja sína
þjáningu og vita hvort ég á
ekki einhvern að í heiminum,
sem hjálpar mér, þegar þar að
kemur.“
„Ég hefði nú heldur viljað
hjálpa þér til að flytja áður
en ég fer norður,“ sagði
Helga. „Því að ef ég á að segja
þér eins og er þá sárkvíði ég
fyrir að skilja við þig hér eina
og yfirgefna.“
„Ójá, það gengur svona,
Helga mín. Maður er alltaf að
reka sig á það að krosstrén
geta brostið eins og önnur tré.
Og það verð ég að segja, að
ólíkt þótti mér það, þegar fað-
ir minn heitinn lét það í ljós
við mig, að ég mundi verða
einmana í lífinu eins og hann,
og þá yrðu börnin manni
einskis verð. En þá var ég
hreykin og bjóst við því, að
það ætti ekki fyrir mér að
liggja að verða févana, og
sagði, að varla myndi hann
Tómas minn telja það eftir
sér að fæða mig. En hvað er
hægt að kalla það öðru nafni,
þegar aldrei er minnzt á að
ég sé þar nema sem vinnu-
kona. En það kalla ég hálfgert
neyðarúrræði. En líklega
verður það endirinn, að ég
flyt til hans og sel alla fallegu
stólana mína.“
Daginn eftir hinn vanalega
vinnuhjúaskildaga kom svo
græni vörubíllinn hans Krist-
jáns Helgasonar heim á Braga-
götuna og bílstjórinn sagðist
hafa verið beðinn að taka
flutninginn þeirra, þótt ekki
gæti hann tekið nema aðra
þeirra í sæti.
„Hver talaði um það við
þig?“ spurði Maríanna.
„Það var Dadda, sem talaði
við mig í símann,“ sagði hann.
„En það er nú bara svoleið-
is að ég er ekki búin að pakka
niður dótinu mínu, enda er
leigutíminn ekki útrunninn
enn þá. Ég hef hugsað mér að
verða hér, meðan ég má,“
sagði Maríanna.
Helga kvaddi húsmóður sína
snöktandi, en Maríanna var
köld eins og steinn. Helga ótt-
aðist stillingu hennar á þess-
um síðustu og verstu tímum,
og bjóst við að hún myndi
verða geðveik.
Nokkrum kvöldum seinna
bauð ein samverkakonan
Maríönnu á bíó. Henni duld-
ist ekki að eitthvað sérstakt
amaði að þessari lífsglöðu
konu. En myndin var svo dá-
samleg og kom öllum í gott
skap. Maríanna var líka ólíkt
glaðlegri á svipinn, þegar hún
fór út, en þegar hún kom inn.
Það hlaut að vera tilviljun, að
skipstjórinn frændi hennar,
heilsaði henni allt í einu í
mannþyrpingunni fyrir utan
kvikmyndahúsið. Hann bauð
henni inn á kaffihús þar
skammt frá og bað um kaffi.
Kona hans var ekki með hon-
um. Hann spurði Maríönnu
hvernig hún hefði það núna,
og hvort hún væri enn þá í
sama húsinu á Bragagötunni
og hún hefði verið í. Hún
skýrði honum frá vandræðum
sínum, sem voru þau, að hún
hefði hvergi húsnæði eftir
nokkra daga og norður gæti
hún ekki farið, þar sem mað-
ur hennar hefði ekki einu
sinni gist hjá henni síðast,
þegar hann kom suður.
„Eiginlega kom hann bara
til að rífast við okkur mæðg-
inin,“ sagði hún í lok ræð-
unnar.
„Jú, hann átti annað erindi,
og það leiðinlegt. Þess vegna
hefir hann verið í slæmu
skapi. Hann var að finna
strákinn, sem var trúlofaður
henni Döddu og láta hann
gangast við krakkanum,“
sagði hann.
„Ekki minntist hann á það
við mig,“ sagði Maríanna. „Ég
býst við að það sé þýðingar-
laust fyrir mig að reyna að
fara að búa með honum aftur.
Hann er orðinn svo mikið
vanstilltari en hann hefir ver-
ið, blessaður maðurinn.“
Þegar þau komu út úr kaffi-
húsinu, náði frændi hennar í
bifreið, sem ók henni heim
að dyrum. Þegar þau kvödd-
ust, sagði hann:
„Ég skal hugsa til þín.“ Og
svo var hann þotinn af stað
og horfinn. Hún stóð eftir, al-
veg hissa. Gat það verið að
hann ætlaði að reynast henni
einhvers virði. Henni fannst
hún ætti það ekki skilið af
honum. En kannske var þó
einn maður til í veröldinni,
sem hægt var að treysta í
raunum sínum. En það hefði
áreiðanlega staðið nær syni
hennar að hugsa til hennar en
systursyninum. En þau voru
orðin hræðilega langt hvort
frá öðru, feðginin. Þar var
orðin vík milli vina. Eftir
rimmuna á milli þeirra feðg-
anna um daginn hafði sonur-
inn ekki látið sjá sig í lengri
tíma og ekki talað orð við
hana. Svo fór hann að hringja
til hennar á saumastofuna, en
þar var lítið hægt að tala. Hún
minntist ekki einu orði á það
við hann, að Helga flytti norð-
ur, því síður um að hún væri
húsnæðisiaus. Og líklega hefði
hann aldrei haft hugmynd um
vandræði hennar, ef Stella
hefði ekki frétt það heima hjá
foreldrum sínum. Þá taldi
Tómas það sjálfsagt, að hún
væri staðráðin í að flytja
heim að Látravík aftur, og þar
með væru öll vandræði henn-
ar á enda.
ENGINN VAR EINS OG
HANN
Þremur kvöldum seinna,
þegar Maríanna sat við eld-
húsborðið og horfði dreymn-
um augum út í blíðviðrið,
rann glansandi bifreið heim
að húsdyrum hennar og
frakkaklæddur maður steig
út úr henni, borgaði bílstjór-
anum, og svo rann bíllinn af
stað aftur. Maríanna bar fljót-
lega kennsl á komumanninn.
Það var Sigtryggur mágur
hennar. Hún hafði ekki séð
hann síðan við jarðarför konu
hans. Einungis frétt að hann
væri norður á Siglufirði við
skrifstofustörf. Þeim manni
virtust flestir vegir færir að
hennar áliti. Hún flýtti sér
fram í forstofuna og fagnaði
honum eins og góðum bróður.
„Þá sjáumst við aftur, mág-
kona góð,“ sagði hann. „Það
er orðið langt síðan okkar
fundum hefir borið saman.
Ekki síðan systir þín elskuleg
var borin til grafarinnar.
Mikið er maður nú einmana,
þegar lífsförunauturinn er
horfinn. Því er ég hissa á þér,
góða mín, að nota ekki sam-
verutímann á meðan hann
gefst. Þetta er ekki lengi að
líða. Eftir á æpir hver ónotuð
stund, sem yndi hefði getað
veitt, til manns ásökunum ut-
an úr myrkri einstæðingstil-
verunnar,“ sagði hann, meðan
hann var að taka af sér hatt-
inn og fara úr frakkanum.
Svo gekk hann inn og settist
í stofuna.
„Það þarf áreiðanlega hvor-
ugt okkar að vera órólegt. Við
skutum okkur ekki undan
skyldunum við ektaparið, Sig-
tryggur minn,“ sagði Marí-
anna.
Hann hristi höfuðið.
„Jú, það er nú einmitt það
hræðilegasta, vina mín, þó að
maður finni það ekki fyrr en
um seinan. Þó að systir þín,
blessunin, væri stórlynd, sé ég
það að ég hefði getað búið
langtum betur við hana. Mér
fannst það svölun að fá mér
í staupinu með góðum vinum,
þegar hún var sem erfiðust,
en það aðeins til að gera illt
verra. Hugsaðu út í það, vina
mín, að skilnaðarstundin er
oft nær en mann grunar.
Skammsýnin er svo mikil hjá
okkur mannskepnunum.“
Hann strauk tár úr augun-
um og næstum kjökraði. Hún
braut upp á öðru umtalsefni.
„Hvar hefir þú nú verið síð-
an við sáumst síðast, Sigtrygg-
ur minn?“
„Ég er búinn að vera rúma
viku hjá Bróa mínum. Hann
er alltaf sami elskulegi piltur-
inn við pabba sinn. Fríða er
það líka. Maður má þakka
guði fyrir góð börn, þegar
maður er orðinn einmana.“
Hann ræskti sig og hélt áfram.
„Þá er það erindið. Ég er enn
þá eigandi að húsinu á Braga-
götu tólf. Þú kannast við það
hús. Ég leigi það allt út núna,
nema skrifstofuna mína. Hún
stendur auð, nema hvað skrif-
borðið mitt stendur þar enn
þá Þér er velkomið að láta
búslóðina þína þangað inn.
Hún hlýtur að komast þar
fyrir. Kannske getur þú kom-
ið dívaninum þínum þar fyrir
líka. Þá getur þú sofið þar.
Mér er vel kunnugt um ástæð-
ur þínar. Ekki meira um það.
Helzt vildi ég ráðleggja þér
að fara norður. Það er hræði-
legt að vera í sífelldu rifrildi
víð sína eigin samvizku, þeg-
ar vegferðinni er lokið. Það
var ekki þýðingarlaust loforð,
sem vði unnum fyrir altari
drottins á giftingardeginum,
Maríanna mín. Og nú held ég
að bezt sé að fara að hugsa til
heimferðar.”
„Nú drekkur þú kaffi hjá
mér, mágur. Minna má það
ekki vera fyrir þetta góða til-
boð þitt. Einhvern veginn fæ
ég hjálp til að flytja þig, þó
að ég sé nú búin að missa
traustustu hjálparhelluna, þar
sem Helga mín er farin,“ sagði
Maríanna, klökk af þakklæti.
betri hjálparhellu. Það er bíl*
stjóri. Ég skal tala við hann a
heimleiðinni. Svo þarft þu
ekki annað en hringja til
hans.“
Hann reif blað úr vasabók-
inni sinni og skrifaði á þa^
símanúmer þess góða kunn-
ingja, og fékk henni það.
„Þessum manni er óhætt að
treysta,“ sagði hann.
Svo var sezt að kaffi'
drykkju og látið vel útí
skrafað um liðna daga suður
á Fagranesi. Þá var allt bjart
og blítt. Sólin í hádegisstað.
„Nú fara að nálgast nátt-
málin, fyrir mér að minnsta
kosti,“ sagði hann. „Taugarn-
ar eru að verða mestu garrnar
og svefninn ekki eins reglu-
legur og áður. Stundum eT
þetta ekki nema eins og fuglS'
blundur undir morguninn.“
Að endingu fékk hann henni
lykilinn að skrifstofunni sinni,
kvaddi hana ástúðlega °S
sagði:
„Lykilinn færðu öðru hvorU
systkinanna, ef ég verð ekki
hér, þegar þú yfirgefur bæ-
inn,“ kallaði hann inn um
gluggann til hennar, þegar
hann var á leiðinni niður
tröppurnar.
Maríanna var yfir sig gl°^’
þegar hún háttaði þetta kvöld-
Enginn var eins og SigtrygS'
ur, hugsaði hún. Bara að hu*1
hefði fengið að fylgjast me
honum gegnum lífið. En þeSS
hafði hún óskað oft áður.
HEIM Á FORNAR SLÓÐlB
Helga var ekki vel ánseg®
yfir því að vita Maríönnu eina
fyrir sunnan. Hún bað Döddu
að reyna að tala við hana sím'
leiðis. En hún var aldre1
heima, þegar reynt var að ua
í hana í símann. Það var sagt
að hún væri flutt burtu ur
húsinu. Þá hlaut hún að vera
komin til Tómasar. En SteHa
var eins og álfur út úr hó >
þegar hún kom í símann,
vissi ekki einu sinni að hun
væri flutt, en lofaði a
grennslast eftir því og lata
Döddu vita um það daginp
eftir. Og systurnar biðu me
óþreyju eftir að Stella hringd1,
Svo hringdi Stella í þær n111
sjöleytið daginn eftir.
VIÐ KVIÐSLITI
Þjáir kviðslit yður? Fullkom*?
lækning og vellíðan. Nýjustu a.
ferðir. Éngin teygjubönd eða V10J
ar af neinu tagi.
Skrifið SMITH MFG. ComPapy
„Blessuð vertu. Ég á enn þá
Depl. 234, Preston, Ont.
SERVICE COUNTS
For prompt and efficient service
deliver your grain to the
Federal elevator in
your community.