Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Blaðsíða 1
JAN . 6 1 DAVID BJORNSON, 763 BANNlNO ST.» * I NNIPtO 3» MAN. Högberg - I^eímskrmgla Síofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 IfÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1961 NÚMER 31 íslandsfréttir (Úr Morgunblaðinu til 14. ágúst) *2kur málari hei Osk ar Just er kominn í ^tisókn til Islands aftur. vinna hans er að mála annamyndir, en sér til emmtunar hefir hann ferð- azt um ísland þrjú síðastliðin ^mur og teiknað fjölda lands- agsmynda, sem hann hefir v° fullgert sem málverk í Ustundum heima hjá sér. ls hefir hann lokið 110 andslagsmyndum frá íslandi haldið tvær sýningar í annover og Hamborg. Þess- ar myndir vill hann ekki Se ía, heldur sjálfur halda Saman safni af þeim. Just er mJ°g hrifinn af íslenzku andslagi og litum, sem hann ^egir hreina og tæra. Oft hef- r hann málað um nætur, því a finnst honum litirnir feg- brstir. ^'ihöfundastyrkir Rithöfundasamband íslands 5nnÍr ntlllutað þremur kr. > ®-00 starfsstyrkjum, sem enntamálaráð veitti sam- andinu. Styrkina hlutu Elías ar, Ingólfur Kristjánsson og lgurður Róbertsson. . aidemar V. Snævarr atinn sk^Ínn Þi°ðkunni kennari, ald og rithöfundur, Valde- ar v. Snævarr, andaðist 18. ^U í. Virguieg utför þessa mik- P r, áhrifamanns var gerð a ’ Íálí frá Völlum í Svarfað- al, þar sem hann hefir S-Valið síðustu árin hjá syni IQUm, séra Stefáni, en jarð- Sett var á Dalvík. ®ndiherra ræðir við lkisstjórn j 'i'hor Thors sendiherra ís- ^bds í Washington og frú ^ SUsta, kona hans, eru í vikna heimsókn í 1 e^kjavík. Hann mun aðal- re®a hafa farið heim til að i a málefni Sameinuðu ^J°ðanna við ríkisstjórnina, en mnig starfar hann að undir- bning að heimsókn forseta ands til Kanada í næsta mánuði. ☆ ^akslöð J1'alsverður áhugi er fyrir st°fna silungs- og laxklak- t e við Búðaós. Norskur arki- 1 f’ Sem rekur slíka stöð ná- gt Aalesund, hefir þegar gert teikningu. o . # etl9isskráning Seðí'áKðabÍrgðalö§’ sem fela ísle abankanum að skrá gengi enzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri og gulli milli 1% undir eða yfir stofn- gengi, voru gefin út 1. ágúst af forseta, samkvæmt tillög- um ríkisstjórnar. Kanada- og Bandaríkjadollarar voru skráðir á kr. 41.77 og kr. 43.06 11. ágúst. ☆ Friðunarbrot Þýzkur ferðamaður, Egon Muller, hefir verið sektaður á Húsavík kr. 1900 fyrir ólög- legar fálkaveiðar. Hann kom til íslands s.l. apríl og sótti þá um leyfi til að fanga fugla undir yfirskyni að hann væri fuglafræðingur, en var synj- að. Síðan hefir hann ferðazt víða um land og náð . sex fálkaungum í hreiðri nálægt Jökulsá í Axarfirði. Síðar fékk hann leyfi til að dvelja á Brettingsstöðum í Flateyjar- dal, þar sem öll býli eru nú í eyði og virðist hann hafa starfað þar að temja ungana með það fyrir augum að smygla þeim til útlanda. / J. F. K. íslendingadagurinn á Gimli Veðrið var hið ákjósanleg- asta. Þúsundir nutu hátíðar- innar, fyrst við að horfa á skrúðförina um stræti bæjar- ins um morguninn og var meiri þátttaka í henni en nokkru sinni áður og hún var skemmtilegri en áður ekki sízt vegna þeirra umbóta, sem gerðar hafa verið á strætun- um. Hornleikaraflokkur frá RCAF var í broddi fylkingar og lék hressil'ega og síðan kom fjallkonan í oþnum bíl, drottn- ingarleg sem vera bar; næst Khartum Temple Pipe Band og svo hver skrúðbíllinn á eft- ir öðrum. Sú breyting var gerð, að stanzað var við minn- isvarða landnemanna og fjall- konan lagði blómsveig við hann og fór betur á því en að gera það að skemmtiskrá lok- inni. Við þá athöfn söng barnasöngflokkur í s 1 e n z k lög. .Dáðist fólk mjög að söng barnanna, bæði þarna og seinna um daginn. Höfðu þær Mrs. Guðrún Stevens og Mrs. Anna Stevens æft þau bæði í framburði íslenzkunnar og í söng og verðskulda þær lof fyrir það starf. Skemmtiskrá fór fram sam- kvæmt venju. Fjallkonan flutti ávarp sitt skörulega og birtist það hér í blaðinu. Vel kunni fólk að meta leik horn- leikaraflokksins, en fannst þó óþarfi að úthluta honum hálf- tíma í byrjun skemmtiskrár. Ræðurnar og ávarp forseta Þjóðræknisfélagsins eru birt- ar í þessu blaði. Enn fremur fluttu Dr. George Johnson heilbrigðismálaráðherra og Grettir L. Johannson ávörp, er fjölluðu aðallega um komu forseta íslands, Ásgeirs Ás- geirssonar, til Kánada. í því sambandi viljum við benda lesendum á umsögn um ferða- áætlun forsetans og fyrirhug- aðar móttökur, sem birtust í blaðinu 3. ágúst. Söngur karlakórsins undir stjórn Arthurs A. Anderson þótti takast mæta vel, en því miður virtist hljóðneminn í ólagi. Þarna var um ágæta einsöngvara að ræða, þær mæðgurnar Elmu og Joy Gíslason og Erling Eggertson, en fólk gat ekki notið söngs þeirra fyllilega vegna þessa tækis. Undirspil fyrir ein- söngvarana og söngflokkinn önnuðust Miss Snjólaug Sig- urdson og Gunnar Erlends- son. Annars var þessi dagur hinn skemmtilegasti. Helgi John- son stjórnaði honum röggsam- lega. Sungið var af raust um kvöldið undir stjórn Mrs. Elmu Gíslason, fögur Islands- mynd sýnd og svo dansað fram eftir nóttu. Þökk sé íslendingadags- nefndinni fyrir að gefa okkur ánægjuríkan dag. Toast- To Canada Delivered by Dr. Kristjan Krisijansson at the Icelandic Celebration at Gimli, August 7th, 1961. Háttvirta fjallkona, herra entitled the Rugged Oak. The book is based on the early forseti, virðulegir heiðursgest- ir og vinir. — Ég þakka nefnd- inni ykkar fyrir að bjóða mér að tala við ykkur fáein orð fyrir minni Kanada. Þó að sé vanalegt að minni Kanada sé á ensku máli, þá langaði mig til að segja rétt fáein orð á ís- lenzku. Sem einn af yngri ís- lendingunum vil ég nota þetta tækifæri til að þakka ykkur, sem eldri eruð, fyrir styrkinn, sem ég hef haft á lífsleiðinni — styrk, sem kemur af því að hafa lært af ykkur að virða hreinskilni — styrk, sem kem- ur líka af því að hafa traust á það, sem gott er í mannfé- laginu í heild sinni. As Canadians of Icelandic descent we might ask our- selves whether we are retain- ing and developing those char- acteristics and virtues which proved of particular value to the early settlers who gave so much to build a better Can- ada. Credit must be given to the early pioneers who work- ed against what seemed like insurmountable odds to help establish their families, their communities and the nation. There are accounts of this early period written in Ice- landic. A distinguished author from Gimli has also written in English an historical novel Rússar dekra Valdimar Björnsson, frú Guðrún, kona hans, og börn- in, voru komin heim til sín í Minneapolis úr tveggja vikna ferðalagi til íslands kvöldið 31. júlí. „Tvær vikur er alls ekki nógur tími til heimsókn- ar á íslandi,“ sagði Valdimar í bréfi til ritstjórans. „Það, sem mér er minnis- stæðast af þessari snöggu heimsóWR," sagði Valdimar enn fremur, „er hve langt Rússar fara í alls konar dekur við íslendinga. Rétt áður en við komum var Madame Furt- seva, menntamálaráðherra Rússlands, í heimsókn; Gaga- rín geimfari kom til Kefla- víkurvallar á meðan við vor- um á landinu og síðast voru fjórir sovetskir rithöfundar komnir að kynna sér land og þjóð. Leiðtogar kommúnista- einveldisins leggja landa nærri því í einelti. Þeir vilja sjá ísland herverndarlaust, koma Islandi úr Norður-At- lantshafsbandalaginu og láta landið taka upp hlutleysis- stefnuna, sem er löngu úr sög- unni.“ við íslendinga Valdimar minntist á stofn- un nýs félagsskapar fyrir skemmstu, þar sem ungir ís- lendingar úr þremur stjórn- málaflokkum — Sjálfstæðis- flokknum, Alþýðuflokknum og Framsókn — hafa myndað samtök með það fyrir augum að efla fylgi NATO og vest- rænnar menningar hjá íslend- ingum. „Annars var veðrið indælt, fólkið gestrisið— og þolinmótt undir ræðuhöldum! Á Þing- völlum sáum við Harald pró- fessor Bessason og konu hans, og gat maður þá þakkað Har- aldi persónulega fyrir ágæta fréttapistla, sem hann hefir sent Lögbergi-Heimskringlu," sagði Valdimar. „Ánægjulegt var líka að heimsækja for- setahjónin á Bessastöðum. Ás- geir forseti talaði varla um annað en ferðina til Kanada, og ekki minntist hann einu sinni á formlegar móttökur fyrir austan — hugurinn var allur hjá löndum vestra, og hlakka þau hjónin sérstaklega til að heimsækja íslendinga- byggðir." records and recollections of some of the pioneers in our midst. The author, Mrs. Kris- tine Benson Kristofferson is to be congratulated for under- taking this work so that we might all gain a better ap- preciation of our heritage. In reading an account of this nature one is struck by the tremendous resourceful- ness and strength of character required to overcome the many obstacles which faced the pioneer. The early Ice- landic settlers acquired a reputation for honesty and integrity in their dealings with their fellow Canadians. They displayed a respect for law and order and democratic institutions. In the first few years of settlement they established their own consti- tution to govern the territory known as New Iceland. These are all characteristics which are basic to the development of a peaceful world. However it is not enough to dwell on the virtues of our forefathers. We must ask whether we are drawing strength from our heritage — the strength required to meet the problems of today. When our parents and grandparents first came to this area, a community such as new Iceland could be rela- tively self - sufficient. The rapid change in communica- tions and transport has in- creased the interdependence of all parts of the world com- munity. The early settler brought with him a respect for learning which has been reflected in their contribution to the Canadian community. As descendents of this stock we should continue this search for knowledge so essential to the adjustment to a rapidly changing world. The most significant fact about the world today is the rapid change occasioned by the scientific technological revolution. In the last 60 years we have witnessed more sci- entific progress than the world had known in all the prior history of mankind. This vast scientific-techno- logical revolution has made it possible to think in terms of a world community free from hunger and want. Within the future we can see, we can visualize a world in which Frh. bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.