Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 11.01.1962, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 11.01.1962, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JANÚAR 1962 Frá Sameinuðu þjóðunum Skýrslan um dauðdaga Lumumba Nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem rannsakar öll atvik í sam- bandi við dauða þeirra Lum- umba, Maurice Mpolo og Josephs Okito í Katanga í byrjun þessa árs, birti skýrslu sína um málið 11. nóv. s. 1. Segir þar, að það sé „í höfuð- atriðum rétt“, að Lumumba og félagar hans hafi verið drepnir 17. janúar í ár eftir að þeir komu til villu nokkurrar fyrir utan Elisabethville. All- ar líkur benda til að allmarg- ir háttsettir embættismenn í stjórn Katanga hafi verið við- staddir atburðinn. í skýrsl- unni er enn fremur talið, að sagan um flótta Lumumba og félaga hans sé tilbúningur. Þungur grunur liggur á belgískum liðsforingja í mála- liðinu, Huyghe ofursta, og er talið að hann hafi framið morðin samkvæmt fyrirfram- gerði áætlun og í samvinnu við annan liðsforingja úr belg- íska málaliðinu, Gat kaftein. Enn fremur kveður rannsókn- arnefndin það vera skoðun sína, að hvorki Kasa-Vubu forseti og hjálparmenn hans annars vegar né Katanga- stjórn Tsjombes hins vegar geti skotið sér undan ábyrgð í þessu máli. Kasa-Vubu og menn hans fengu Lumumba í hendur Katanga-mönnum, þ. e. a. s. verstu óvinum hans. Katanga-stjórn sveik ekki einungis loforðið um að vernda líf fanganna þriggja, heldur stuðlaði jafnvel beint eða óbeint að morðinu á þeim, segir í skýrslunni. Nefndin leggur enn fremur áherzlu á, að Lumumba hafi verið undir verndarvæng S.Þ. frá 17. sept. 1960, þ. e. degin- um, sem hann bað um vernd, til 27. nóvember, en þá yfirgaf hann bústað sinn af fúsum og frjálsum vilja. Allt bendir til, að hann hafi gert það í von um að komast til Stanleyville til að vera viðstaddur greftrun sonar síns. um, þar sem hún nam 19 af hundraði miðað við árið áður Samsvarandi hundraðstölur fyrir Bandaríkin og Japan voru 17 og 20. Hins vegar jókst útflutningur Bretlands aðeins 1 um 7 af hundraði, en séu EFTA-löndin sjö tekin í heild, var aukningin 19 af hundraði. Bráðabirgðatölur fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs gefa til kynna, að viðskipti með full- | unnar vörur hafi dregizt veru- lega saman. Andstætt þróuninni í við- skiptum var aukningin í fram- leiðslu heimsins miklu hæg- ari árið 1960. Iðnaðarfram- leiðsla heimsins jókst um 7 af hundraði 1960, en um 10 af hundraði árið áður. öll fram- j leiðsla heimsins jókst um 6 af hundraði 1960, en um 7 af i hundraði árið áður. Munur- inn á hlutfallslegri aukningu framleiðslunnar og viðskipt- anna leiddi af sér verðhækk- un á þeim hluta framleiðsl- unnar, sem fór til útflutnings. Mikil aukning á alþjóðaviðskiptum 1960 Árið 1960 jókst verðgildi út- flutnings í heiminum um 11 af hundraði miðað við árið 1959, og er það mesta aukn- ing, sem orðið hefir. Nam hún alls 125,000 milljónum dollara. Aljóðaviðskipti jukust enn örar árið áður, en þá nam aukningin 8 af hundraði mið- að við verðgildi en 9 af hundr- aði miðað við umfang. Með öðrum orðum var útþensla al- þjóðaviðskipta árið 1960 örari en nokkru sinni síðan árið 1955, þegar aukningin var hlutfallslega samsvarandi. Þó að öll höfuðútflutnings- löndin hafi stuðlað að út- þenslu alþjóðaviðskipta, var aukningin mest í EEC-löndun- Endurminningar Frá bls. 3. allt í einu að úrlausnin væri sú að skjóta vandamáli þessu undir hennar eigin dóm og tiltekju. Skrifa ég nú Jónínu sam- stundis bréf um það, sem mér flaug í hug, og gat þess til, að áþekk hugsun hefði vakn- að hjá henni. Læt ég hana því birta og skýra þessa nývökn- uðu hugsun. Byrjun bréfsins | hljóðar þannig: Vera má, kæra Jónína, að hugur þinn hafi hvarflað til okkar í dag, sunnudaginn tuttugasta og níunda janúar 1933, og vakið mig til íhug- unar. Það, sem mér flaug í hug, batt ég í eftirfylgjandi stökur í þeirri von, að hug- tök þeirra kynnu að hreyfa samhljóða streng í þínu eigin hjarta. Ó, SONUR MINN! Mér auður, tómur heimur virtist vera, þá veik og grátin stóð þér liðnum hjá; hve þungt mér var þá sáru sorg að bera, ó, sonur minn, þig aldrei framar sjá; ljósið mitt af himni vonar horfið, hauður andans. eyðilegt og svart, hjartað þrungið, sorgarbrimi sorfið, sálin buguð, lífið grimmt og hart. Á undan dögun myrkust dimma ríkir, og dynja veður, þyngst í stormalok, og sárast svíður það, sem mildast mýkir, og mæða brýtur tíðum þyngsta ok. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á en6ku: kl. 9.45 f. h. * 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Rísa finnst mér nú úr rauna- hafi risavaxin fróun, sonur kær, ber hún mig úr dimmu dauða- kafi; dagur lífsins aftur þýðing fær: ‘Það góða megnar meir en allt hið illa, ef maður festir hugann við það eitt, og lætur aldrei verra sjónir villa, þó vonin tíðum sýnist táli beitt.’ Barnið mitt, þú fögnuð þennan flytur, fjarri mér þó dvelji nú þín sál, framar aldrei sorg mig bugar bitur — bjartar vonir, það er sonar mál. Þar sem Jónína var venju- legast þagmál um flest, sem hana sjálfa snerti, vissum við ekki fyrri víst, hvort henni varð nokkur harmaléttir að viðleitni minni, þó okkur að sönnu virtist það af bréfum hennar, þó óljóst væri, og svo af hugarfari hennar, þegar stundir liðu fram. Eitthvað tólf eða þrettán ár- um eftir þennan atburð bregð- ur Jónína sér í kynnisför til vinkonu sinnar í Seattle. Þó ógæfan til þessa hefði tíðum leikið hana grátt, bar hún jafnan sigur úr býtum í þeim viðureignum. En í þessari at- lögu reið ógæfan henni að ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— fullu. Hún hafði gálauslega gengið yfir stræti á gatna- mótum rétt í veg fyrir þjót- andi bíl, er rakst á hana með fullri ferð. Þrem dögum síðar lá hún liðið lík. Jónína var greind og vel að sér í mörgu, einkum í því bóklega. Við þá, sem henni var ekki um, var hún fremur fálát; en við þá, sem hún hafði reynt að góðu og treysti, var hún þægileg í viðmóti og skemmtilega fyndin í við- ræðum. Point Roberts, Wash., 7. nóvember 1961. Árni S. Mýrdal Fleira er matur en 'flesk. ÆTLARÐU FERÐAST? Hvert sem ferð, spara eg þ é r penm^a og létti af Þg áhyggjum an auka kostnað ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airiin og allra aðal flug- og sk'P ferðafélaga: skipulegg ier2.g innanlands og erlendis. ** leiðbeini þér varðandi ye»■ " bréf, visa og hótel, ókeypis- og með 30 ára reynslu get e» ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu ARTHUR A. ANDERSON Conlinenlal Travel Bureau. 315 Hargrave St., Winnipee 2 ^ Oftice Ph. WH 3-5467 - Re«. GL 2-5«* ICELANDIC CANADIAN CLUB ANNUAL BANQUET & DANCE Winnipeg Canoe Club Dunkirk Drive, St. Vital 6:30 Refreshments 7:00 sharp Banquet Vocalists: Donna Andert Erlingur Eggertson Presentation Scholarship to Eric W. Olson Speech: HEIMIR THORGRIMSSON 9:00 Dance—5-piece orchestra Joe Johannsson, Master of Ceremonies ADMISSION: $3.25 per pcrson. $1.00 for dance only. Tickets ovailoble from HELGI OLSEN, 820 Home St. Phone SPruce 4-8387 •> For transportotion phone ELEANOR NORDAL at VErnon 2-3037 "this business of FARMING" A te/evision short course in agricuiture and rurai liVihQ Monday, January 15 — Friday, January 19, 1962 10:30 a.m. — 12:00 noon *This Business of Farming' will be telecast over CBWT, WINNIPEQ — CHANNEL 3 CKX-TV, BRANDON — CHANNEL 5 CKOS-TV, YORKTON —CHANNELS 3, 8,7 MONDAY, JAN. 15 — Beef Cattle — Feeder cattle and cow-calf enter- prises, pasture management, market outlook for beef. . TUESDAY, JAN. 16 — Beef Cattle — Housing, feeding, disease contro • WEDNESDAY, JAN. 17 — Field Crops — Manitoba's soils, 1962 crop recommendations, special crops. t THURSDAY, JAN. 18 — Field Crops — Weed control, seed treatmen » tillage, farm accounting. FRIDAY, JAN. 19 — Farm & Home — Farmstead planning, water sy tems, kitchen planning, etc. mThis Bus/ness of Farming” — producec/ in cooperation w/iit Canad/an Broadcasting Corporation, The University of Manitoba, * other /nterested groups. MANITOBA DEPARTMENT Of A6RICULTURE & CONSERVATIDN WINNIPEG 1, MANITOBA DR. J. R. BELl HON. GEO. Depufy Minister Minister a 5 day TV short course on

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.