Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Síða 2

Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Síða 2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1962 2 Sögulegur gisti- og samkomustaður Með sérstakri ánægju las ég hér í blaðinu tilkynninguna frá Þjóðræknisfélagi Islend- inga um það, að hið árlega gestamót þess yrði að þessu sinni haldið að Hótel Borg í Reykjavík mánudaginn 18. júní næstkomandi. Vil ég ein- dregið hvetja alla Vestur-ís- lendinga, sem verða í heim- sókn á ættjörðinni á þeim tíma, til þess að láta ekki und- ir höfuð leggjast að sækja mótið, sem haldið er sérstak- lega til þess að fagna þeim. Mótið er alltaf mjög ánægju- leg samkoma og minnisstæð eigið þvottahús, matvæla- geymslur og frystiklefa. Starfsmenn þess eru alls milli 60 og 70 talsins. Þegar hið nýja félag tók við rekstri Hótel Borg, voru gerð- ar á því endurbætur utan og innan og nokkrar breytingar. Meðal annars var gistiher- bergjum fjölgað og sérstak- lega smekklegur biðsalur gerður á efstu hæð, þaðan sem útsýn er ágæt, og mjög fallegt að líta yfir Austurvöll og mið- bæinn í björtu veðri. En allt er hótelið hið vistlegasta, enda er það ágætlega staðsett, eins f Hótel Borg um margt, og gefur ágætt tækifæri til kynningar yfir hafið. Vinnur Þjóðræknisfélag íslendinga hið þarfasta verk með þessari árlegu samkomu sinni, og eiga allir þeir, sem þar koma við sögu, þakkir skilið fyiir þá þjóðræknislegu og menningarlegu viðleitni sína. Gestamótið verður einnig haldið á mjög skemmtilegum stað, þar sem Hótel Borg er, og um leið sögulegum hvað meiri háttar samkomuhöld snertir. Minnir það mig á það, sem ég ætlaði að vera búinn að koma í verk fyrri, sem sé að skrifa greinarkorn um Hótel Borg, en þetta kunna gisti- og samkomuhús höfuð- borgarinnar átti 30 ára starfs- afmæli fyrir stuttu síðan. Það var Jóhannes Jósefsson, hinn víðfrægi og víðförli íþróttamaður, sem stofnaði Hótel Borg, og var það opnað 18. janúar 1930. Rak Jóhannes hótelið í 30 ár, en 1. janúar 1960 tók við af honum hluta- félagið „Hótel Borg“, og er starfssvið félagsins að sjálf- sögðu hótelrekstur, veitingar og gisting. Hótel Borg er enn mikið hús á íslenzkan mælikvarða, og var í upphafi mjög vandað, en arkitektinn var Guðjón Samúelsson, nýkill hæfileika- maður á sínu sviði, um langt skeið húsameistari íslenzka ríkisins. í hótelinu voru 46 eins og tveggja manna gisti- herbergi, og veitingasalir, er rúma 450 manns. Hótelið hefir og réttilega hefir sagt verið: „1 hjarta höfuðborgarinnar." í stjórn h.f. Hótel Borg eru nú: Aron Guðbrandsson, for- maður, og meðstjórnendur þeir Ragnar Guðlaugsson og Jón J. Fannberg. Hótelstjórinn og einn eig- enda er Pétur Daníelsson, sem á sér að baki langa og víðtæka reynslu í hótelrekstri, prúð- Péiur Daníelsson ur maður og geðþekkur, og hvað Hótel Borg snertir öllu kunnugur frá fomu fari, því að hann var starfsmaður þar, þegar hótelið var opnað og vann þar um 12 ára skeið. Hótel Borg er langstærsta hótel landsins og víðkunnugt að sama skapi. Ekki eru það heldur neinar ýkjur að segja, að það sé sögulegur staður, því að frá upphafi vega þess hafa þar verið haldnar allar meiri háttar veizlur og sam- kvæmi, svo sem í sambandi við Alþingishátíðina 1930, Lýðveldisstofnunina 1944, og 50 ára afmæli Háskóla íslands nú í haust, að minnt sé á nokk- ur hin merkustu samkomu- höld, sem þar hafa farið fram. En flest eða öll stórmenni, er til landsins hafa komið á því tímabili síðan hótelið tók til starfa, hafa átt þar dvöl. Margir ísendingar vestan um haf hafa einnfg búið þar og eiga, eins og sá, er þetta ritar, góðar minningar um ánægjulega dvöl sína þar. Richard Beck SNÆBJÖRN JÓNSSON: Tvö húnvetnsk skáld í Vesturheimi Með þessu masi, sem farið hefir nokkuð dreift, er ég nú búinn að teygja svo lopann, að fyrir þá sök eina er nú ekki lengur unnt að gera ljóðum Ragnars Stefánssonar nein skil í þessari minningargrein, jafnvel þó að ella væru skil- yrði til þess fyrir hendi; en svo er í raun og sannleika ekki. Mörg kvæði eftir hann birtust í blöðum vestra (eflaust einkum Heimskringlu), og og fleiri en mér hafa komið fyrir augu, og nokkur einnig í Tímarili Þjóðræknisfélags- ins. og mun ég lítillega grípa niður í nokkur hinna síðar- greindu. Eitt af hans innilegustu kvæðum ætla ég að sé „Þar sem mig dreymdi", og er tek- ið úr því eitt erindi hér að framan, niðurlagserindið; en kvæðið hefst þannig: Flatneskjan er flestum leið sem fjallahlíðum undir lifðu barndóms blómaskeið í birtu’ um vorsins dægrin heið — og áttu þar sínar einu sælu- stundir. Dreymdi mig í hamra höll hjá hreinum bergvatnslindum. Blána þar í fjarska fjöll, fagurt er um hól og völl; hánorðursms hrjóstur öll með hvítum jökultindum gnæfa þar í gu'llnum töfra- myndum. Víst voru það töframyndir hillinganna, sem hugurinn sá, en ekki allur sá raunveruleiki, sem hann hafði kynnzt á æskuárunum. Þar voru ekki alltaf heið vordægur. Nú hentaði ekki að muna, að þótt fögur séu fjöllin vor feikn þau marga geyma. Það var sléttan sviplaus og tilbreytingarlaus sem hugur- inn vildi flýja. Ólánið var að geta ekki líka séð ógnir og grimmd fjallanna. Stephan sá ekki heldur annað en nótt- lausu voraldar-veröldina, þar sem hann haf ði þó í æsku tár- azt yfir hlutskipti öínu. Enginn telur öll þau skald er ort hafa um hörmungar °& svívirðingu styrjaldanna. haU eru á sömu stöðum og „Y völdin illa dönsk“ í tíð Jónas ar. En undrunarefni má Þa vera að þessi sömu skáld sk’-' j ekki um leið kveða um^ ® verkfallanna, sem eru þó a veg sama eðlis. í „Rökkur rofum“ er yrkisefni' Raguar® heimsböl styrjaldanna, 0 hann spyr: Nær mun sólargeisli glámPa gegnum sortaský? Blóði drifnar borgarústir byggðar upp á ný? Enginn framar fótumtroða fólksins æðsta rétt? Niðurhrundri hrófamenning hærri takmörk sett? Við spyrjum hins sama en í dag; og aldrei virtist sva^ fjarlægara, og spurningm P aldrei jafn-ægileg. Alltaf er það ættjörðin og ættþjóðin, sem honum e ^ hjarta næst, og „við lát í®*® als landnámsmanns“ fær sö uður hans útrás í ljóði. Hou um renna líka til rifja hörðu kjör frumherjans 0^ brautryðjandans, sem D allt sitt ævilanga strit ® legstaðinn einn í verkalaun- Það kennir í öreigans aðstöÓu .þrátt ls hins úrsvala næðings og k Þó samtíðar-öldin sé óskyg^ á flest Frh. bl*- 7- Þýðingarmikill áfangi Þetta er árstíð skólahátíðarinnar, því að áfanga héfir verið náð og lagt er inn á nýja braut. Ungmennin, sem fagna deginum, ! eiga að fagna honum skynsamlega. Það er ekki stund til áfengisneyzlu. Það er( stund reglusamra skemmt- ana. Skólahátíð, sem lýkur með skömm, vandræðum eðá fyrir rétti vegna áfengisneyzlu, er ekki dagur, sem við viljum muna. Gætum þess, að deginum. sem við viljum muna fylgi ekki nóií. sem við viljum gleyma. MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOl EDiJCATION 116 EDMONTON STREET WINNIPEG 1, MANITOBA

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.