Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Side 5
LöGBERG-HElMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1962
5
A Leskaflar í íslenzku
W handa byrjendum
Prof. Haraldur Bessason
! Prof. Richard Beck, Ph.D. ' i
XXII.
The declension of the interrogative pronoun hvor which
°f two) runs as follows:
nUlg. Masc. Fe,m. Neuler
Nom. hvor hvor hvort
Acc. hvorn hvora hvort
Dat. hvoruni hvorri hvoru
Gen. Plur. hvors hvorrar hvors
Nom. hvorir hvorar hvor
Acc. hvora hvorar hvor
Dat. Gen. hvorum hvorra
Note that hvor occupies the same position as a noun
hhin the sentence.
Translate into English:
Hvora leiðina ætlar ;þú að fara austur? Ég fer annað-
. 0rt Mosfellsheiði eða Hellisheiði. Hvor þeirra frænda er
Hvorar buxurnar ætlar þú að nota í kvöld, þær brúnu
k a gráu? Hvorum fylgir þú í kosningunum? Hann
^^ur hingað öðru hvoru (hverju). Hvorn kostinn velur þú?
^vors þeirra fórstu til í gærkveldi? Hvorrar þeirra bíður
ann nú? Börnin hjálpa hvort öðru í skólanum. Drengirnir
nfa hvor öðrum vikulega. Hvoru megin við götuna átt þú
eirna. Hvort viltu heldur kaffi eða te?
Vocabulary:
atlnaðhvort . . . eða, either . . .
or
eas^’ tlre east
Ur' wait(s) for, pres. ind.
k r Of bíða
Unu, brown, weak decl. of
k fhe adj. brúnn
u*urnar, fem., the trousers,
j, acc. plur. of buxurnar
0rstu (fórst þú) til, did you
S° to, visit, pret. ind. of
I íara 111
^da, masc., relatives, cous-
j j tns> gen. plur. of frændi
9*r' follow(s), accompani-
(es), support(s), pres. ind.
9af °J fYlgia
' gave, pret. ind. of gefa
au' §rey, weak decl. of the
j, adí- grár
011»sheiði, fem., ‘Cave Heath’,
a mountain east of
v. Heykjavík
^u9að, hither, here
ln9inn, masc., the ring, acc.
hv Sln®' hringurinn
0rt Öðru etc., each other
hvoru megin (við), on which
side (of)
í gærkvöldi, last night
í kvöld, to night
kaffi, neuter, coffee, acc. sing.
of kaffi
kemur, come(s), pres. ind. of
koma
kosningunum, fem., the elec-
tions, dat. plur. of kosningin
kostinn, masc. (the) choice,
acc. sing. of kosturinn
leiðina, fem. (the) way, road,
route, acc. sing. of leiðin
Mosfellsheiði, fem., ‘Moss-
fell Heath’, a mountain
NE of Reykjavík
nota, use
nú, now
le, neuter, tea, acc. sing. of te
velur, choose(s), pres. ind. of
velja
vikulega, every week
viltu (vilt þú), do you want,
pres. ind. of vilja
öðru hvoru (hverju), every
now and then
C i
• lr»gimundson New
of arl íngimundson, manager
nl:arl0 Hydro east central
jvj^lnn will succeed David I.
gi ress as northwestem re-
n manager June 1.
In °rn in Selkirk, Man., Mr.
IgfJ^^nd^on joined Hydro in
dir as exe°utive assistant to
°f frequency stand-
jj1Zati°n division.
traj.e ^ater served as adminis-
l0n and planning engineer
tiVe°re deing appointed execu-
ej-aj assistant to assistant gen-
tj0ri ^anager of administra-
APril, 1961, he was pro-
hian east central region
nager.
He n
deSi Previously worked as
É)_ ehgineer with English
rlc Co. of Canada Ltd.
Ont. Hydro Manoger
and was vice-president and
general manager of Common-
wealth Electric Corp. Ltd.
A graduate in electrical en-
gineering from University of
Manitoba Mr. Ingimundson is
a member of Association of
Professional Engineers of On-
tario.
In his new position he will
be responsible for administer-
ing the region’s 94,800 square-
mile area containing 11 gener-
ating stations and about 54,-
000 customers.
His wife is the former Vera
Anderson, daughter of Mr.
and Mrs. Dori Anderson, for-
merly of Selkirk, and his
brother is Dr. A. B. Ingimund-
son, Gimli dentist.
Selkirk Enterprise
[ l5lBISEI3]SISJS)SISMSiSEJ5J3ISJSISÍSEÍSEISISJSM3J5iSI3iSISÍBElSISIBISlSEEI3/SEJSJSI^j
Bókaþáttur
Dr. VALDIMAR J. EYLANDS:
RIPPLES FROM ICELAND
Ripples From lceland
By Amalía Líndal
W. W. Norton & Co. Inc.
New York, 1962, 239 bls.
Þetta er hre9si‘leg bók. Efn-
ið slær á ýmsa strengi, það
svo, að íslenzkur lesandi ým-
ist skellihlær, eða blánar af
vonzku. En bókin er skrifuð af
auðsærri frásagnargleði og er
víða krydduð látlausri græsku
og kímni. Hér eru túlkuð á
eftirminnilegan hátt mismun-
andi sjónarmið, sem skapast
af ólíku þjóðerni, uppeldi og
staðháttum.. En ívafið og uppi-
staðan í frásögunni er áslin,
sem skilur allt og umber allt,
— svona stundum.
Ung amerísk kona frá Bos-
ton, frönsk og spænsk að ætt-
erni, skólagengin, og að því
er virðist, uppalin við alls-
nægtir, verður ástfangin og
giftist ungum íslenzkum
námsmanni, sem heitir Bald-
j ur Líndal. Hann er sveitamað-
ur að uppruna, en er nú að
læra að verða heimsborgari og
efnafræðingur við framhalds-
nám í Boston.
Tilhugalífið hefst með sina-
drætti hins unga manns, þar
sem hann situr í meyjahóp og
ræðir um fræðileg efni. Mær-
in, Amalía, sem er ein í hópn-
um, kann gott húsráð við sina-
drætti; gefur hún sveininum
þegar holl ráð, sem lina þraut-
ir hans samstundis. Líklega
hefir þetta verið uppgerð hjá
Baldri, því að ekki er þess
getið síðar, að hann hafi feng-
ið sinadrátt. Ef til vill hefir
hann verið að leika á samúð-
arstrengi í hjörtum ungmeyj-
anna.
En þetta verður upphaf
mikilla atburða, og leiðir til
hjónabands. Baldur lýkur
námi. Hann er eldheitur ætt-
jarðarvinur, og ekkert kémur
til mála annað en að hverfa
aftur til Islands til þess að
ættlandið og heimaþjóðin
megi njóta starfskrafta hans
ög þekkingar. Svo fer hann
með brúði sína beint frá Bos-
ton til föðurhúsanna á Islandi,
þar sem heitir að Lækjamóti
í Húnavatnssýslu. Er heim-
undir dregur, bendir Baldur
konu sinni á bæjarhúsin og
segir formálalaust: „Hér á ég
heima.“ Við bæjardyrnar
mæta þeim öldruð hjón, feim-
in og fátækleg. „Þetta eru for-
eldrar mínir,“ segir hinn
heimkomni Ameríkufari.
* * *
Lækjamót er eitt helzta
höfuðból norðanlands, og
kemur mjög við sögur frá
elztu tíð. Þar dvöldust þeir
í nokkur ár Friðrekur biskup
hinn saxneski og Þorvaldur
Konráðsson seint á 9. öld, og
höfðu þar eins konar miðstöð
fyrir kristniboð sitt meðal Is-
lendinga. Heimilið stendur við
þjóðbraut, og hefir það löng-
um verið þar einn aðaláfanga-
staður ferðamanna, og gesta-
gangur því mikill. Frá því að
póstferðir hófust um landið
hefir verið bréfhirðingarstöð á
bænum, og símastöð frá því er
landssíminn var lagður. Þar
hefir löngum verið efnafólk,
fyrirmyndarbú, og húsakostur
mun betri en almennt gerðist
í sveitum. Sama ættin hefir
nú setið þarna að búi í meira
en hundrað ár. Á síðari hluta
aldarinnar sem leið og fyrra
hluta yfirstandandi aldar
bjuggu þar skörungshjón, Sig-
urður Jónsson og Margrét
Eiríksdóttir. Sigurður var for-
ystumaður í flestum málum
sveitar sinnar, og kona hans
honum þó öllu fremri um
framtak og dugnað. Hún eign-
aðist fyrsta orgelið, sem kom
í sveitina, og lék á það. Þótti
það furðuverk mikið og ganga
göldrum næst að geta látið
verkfæri framleiða sönglög og
tóna. Þau hjón stuðluðu að
stofnun Kvennaskóla fyrir
Húnavatnssýslurnar og hýstu
skólann á heimili sínu fyrstu
tvo veturna, þar til að hann
var fluttur að Ytri-Ey. Þessi
hjón áttu tvær dætur, er þóttu
snemma mjög efnilegar og
glæsilegir kvenkostir. Er það
sú yngri þeirra, Jónína, sem
kemur við þessa sögu. Maður
hennar varð Jakob H. Líndal,
frá Steiná í Svartárdal, og
tóku þau við búi á Lækjamóti
árið 1917. Þau Jakob og Jón-
ína voru úrvalshjón, samvalin
um höfðingskap allan og
glæsimennsku. Bæði höfðu
þau stundað nám erlendis og
voru fjölmenntuð og framtaks-
söm. Jakob bóndi var vísinda-
maður að eðlisfari. Lagði hann
fyrir sig jarðfræði; fór hann
langar rannsóknarferðir þeirra
erinda víðs vegar um land, og
skrifaði fjölda ritgerða um
þau mál, ekki aðeins á ís-
lenzku, heldur og á öðrum
norðurlandamálum, og einnig
á ensku. Hann átti stórt safn
náttúrugripa, steina, stein-
gjörvinga og jarðtegunda á
heimili sínu. Einnig var hann
forystumaður í sveitamálum
eins og fyrirrennarar hans á
Lækjamóti. Þau hjón voru
löngu þjóðkunn, er þessi saga
Kjörin forseti
Mrs. Thelma Wilson
Á ársþingi hljómlistarkenn-
arasamtakanna í Manitoba,
Manitoba Registered Music
Teachers Association, var Mrs.
Thelma Wilson kjörin for-
seti. Þingið var haldið í Por-
tage la Prairie s. 1. viku.
gerðist. Eldri sonur þeirra,
Sigurður, býr nú á föðurleifð
sinni, en yngri sonurinn, Bald-
ur, gengur langskólaveginn,
bregður sér vestur um haf að
afloknu stúdentsprófi, fær
ameríska menntun, og Amalíu
fyrir konu, og er nú aftur
kominn heim á ættaróðalið. —
Þegar hina amerísku tengda-
dóttur bar að garði á hinu
forna og nýja íslenzka höfuð-
bóli, voru þau Jakob og Jónína
nokkuð hnigin á efri ár, og
biluð á heilsu. Hafði hin unga
kona enga hugmynd um for-
sögu þá, er að framan er skráð,
né um nafnfrægð tengdafor-
eldra sinna, eða sérstöðu
þeirra í íslenzku mannfélagi.
Þau komu henni fyrir sjónir
sem gamall bóndi í slitinni
duggarapeysu, og veikluleg
kona, sem talaði án afláts við
son sinn, og hóstaði á annan
hátt en gerist í Ameríku. Þó
er svo að sjá að hún hafi lært
að meta þau er tímar liðu.
Ungu konunni fannst mjög
til um það hve allt var ömur-
legt, frumstætt og fátæklegt
á þe9su heimili. Hún gat ekki
athafnað sig á nóttu eða degi
nema með sárustu sálarangist
og harmkvælum. Henni dett-
ur í hug að slíta sig frá öllu
saman og fara beint heim til
Boston. En ástin sigrar. Henni
detta í hug orð annarrar konu,
sem fluttist í burtu frá heima-
högum og ættlandi. „Þitt fólk
skal vera mitt fólk og þitt land
mitt land.“ En það tekur mikla
sjálfsafneitun og viljakraft að
taka þessa ákvorðun og halda
sig að henni. Bókin er merki-
lega hreinskilin og skemmti-
leg frásögn um þessa baráttu
og sálarstríð, unz sigri er náð.
Rúmlega ári síðar eru ungu
hjónin aftur stödd á Lækja-
móti. Húsmóðirin, tengda-
móðirin, liggur nú á lík-
börum í stofu á bak við
vængjahurð. Tengdadóttirin
hvílir á legubekk í dagstof-
unni, og er aðeins vængja-
Frh. á bls. 7.