Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1962 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brotnar Hann þurrkaði sveittan skallann og hélt svo áfram: „Og þú Helga mín, getur fengið leigt herbergi upp á loftinu í húsinu mínu. Ég skal útvega þér vinnu, hvort sem þú vilt hjá setuli'ðinu eða ann- ars staðar. Þetta hús skalt þú bara selja eða leigja henni dóttur þinni það. Maríanna mín. Nú er hún trúlofuð og þarf á heimili að halda. Láttu mig sjá um það allt fyrir þig. Það væri mér sönn ánægja. Maríanna stóð orðlaus undir þessari hamingjusól, sem rann allt í einu upp á framtíðar- himninum. Henni að bjóðast þessi fína staða og Tómas að eignast bíl. „Ég á nú bara engin orð til í eigu minni yfir slíku kosta- boði. Ég verð Víst ekki lengi að velta svarinu fyrir mér,“ sagði hún. „Mér datt það í hug, að þú færir ekki að hryggbrjóta mig,“ sagði Sigtryggur. „Nú skuluð þið snara ykkur í yfir- hafnirnar og koma með mér í bíó.“ „En ég sem er aðeins hvers- dagslega klædd,“ sagði Marí- anna. „Ó, þú ert nú alltaf jafn fal- leg, hvernig sem þú ert klædd. Þetta gullfallega hár er eins og geislabaugur utan, um höfuð- ið. Láttu bara silkislæðu yfir það. Tíminn leyfir ekki að þú búir þig betur. Það verður varla í síðasta sinn, sem þú sezt inn í fínan bíl, þar sem sonur þinn er þá líka búinn að fá sér þetta indæla farar- tæki, því það get ég sagt þér, að ekkert er að eiga góðan hest hjá því seip að eiga góðan bíl. Maður var oft sárþreyttur af að halda við fjörugan gæð- ing og svo margir snúningar og erfiðleikar, sem því fylgdu að vera á ferð með hesta. Allt er þetta úr sögunni eins og önnur óþægindi á þessari blessaðri vélaöld, sem við lif- um nú á. Svo rennum við heim til Tómasar í bakaleiðinni og vitum hvernig honum geðjast að ráðabrugginu. Vona að hann verði ánægður fyrir hönd móður sinnar.“ „Mér finnst nú varla vera hægt annað en vera ánægður með þetta. Ég álít að ég sé nú fyrst að komast á þá hillu, sem ég hef þráð að sitja á í lífinu. Út yfir allt tekur þó að hugsa til Tómasar míns í nýjum bíl,“ sagði Maríanna, sem sat við hliðina á mági sínum í bílnum. Eftir fáar mínútur voru þau komin að dyrunum á bíóinu. „Þetta er nú meiri draum- urinn, Helga mín,“ hvíslaði hún að hinni góðu og gömlu vinkonu sinni í hléinu á bíó- inu. „Bara að við vöknum aldrei af honum,“ hvíslaði Helga á móti. Næst var að tala við Döddu. Tómas var himinlifandi yfir láni móður sinnar. Hún gerði Tómasi boð með Helgu einn daginn um að hann sækti sig í þessum fína bíl um kvöldið og færi með sig til Döddu. Hún ætlaði að bjóða henni húsið. Tómas kom eftir nokkrar mín- útur, því að það var sunnu- dagur. Stella sat í framsætinu við hlið manns síns og glans- aði af ánægju. Krakkarnir voru í aftursætinu. Maríanna skipaði Stellu að færa sig í aftursætið. „Þú getur nú líklega séð það, að ég get ekki troðið mér á milli krakkanna, sagði hún brosandk Stella varð hálf fýluleg á svipinn, en færði sig þó. Eina bótin að hún yrði ekki oft að víkja fyrir hinni fyrirferða- miklu tengdamóður sinni. Maríanna talaði ekki um annað en þá hamingju sína að komast til Sigtryggs. Tómas samsinnti því hólf viðutan, sjálfsagt vegna þess að hann þurfti að hafa hugann við að stjórna bílnum. Hann stöðvaði bílinn við dyrnar á húsinu, sem Dadda átti heima í. Það var í sömu götu og hann bjó í, aðeins nokkur hús á milli. „Fannst þér þetta ekki tals- verður munur eða hristast með strætisvögnunum," sagði hann við móður sína. „Ég hef skömm á þeirn, síðan ég eign- aðist bílinn.“ „Það er nú meiri munur- inn,“ sagði Maríanna. „En hvað það hlýtur að vera gam- an fyrir ykkur systkinin að búa svona nærri hvort öðru.“ „Það læt ég nú vera,“ sagði Tómas fálega. „Hún er eins og hún hefir alltaf verið, önug- lynd og merkileg, og varla bætir unnustinn hana mikið. Mér lízt reglulega illa á hann.“ „Þau sjást víst sjaldan, svo að þau jagist ekki,“ skaut Stella inn í. „Þú getur svo komið gang- andi þennan stutta spöl, mamma. En komdu nú ekki mjög seint,“ sagði Tómas og skellti bílhurðinni aftur. Maríanna kjagaði heim að eldhúsdyrunum. Hún hafði aðeins einu sinni komið þang- að áður. Dadda opnaði hurð- ina. Hún tók vel á móti móður sinni og sagði, að það væri nýtt að sjá hana þar. „Það fer nú verða heldur þægilegra að komast um bæ- inn fyrir mig, þegar Tómas minn getur flutt mig. Varla telur hann það eftir sér,“ sagði Maríanna. „Þú hefðir átt að koma út fyrir og sjá fallega bílinn hans.“ „Skyldi maður ekki vera búinn að sjá hann nokkrum sinnum,“ sagði Dadda. „Hann er víst með frúna og krakkana á ferðinni flest kvöld. Stellu skinninu má bregða við. Hún hefir ekki verið höfð mikið til sýnis fyrr.“ „Já, það er nú meira eftir- lætið að eiga bíl. Hann var bú- inn að þrá það svo lengi,“ sagði Maríanna. Tengdasonurinn tilvonandi sat í eldhúsilnu, hrafnsvartur á hár og svipstór. Maríanna heilsaði honum kunnuglega. „Svo að hefir þá kærastann þinn hjá þér, Dadda mín. Náttúrlega trufla ég ykkur, en erindið bætir það upp, býst ég við. Mér býðst nefni-j lega nokkurs konar frúar- staða og hef því ekkert með húsið mitt að gera, svo að mér datt í hug að bjóða þér það, því auðvitað farið þið að búa í vor. Eða er það ekki mein- ingin?“ Fjandinn fjærri mér, og komi hann aldrei nær mér. ☆ Getur undir glaðri kinn grátið stundum hjarta. ☆ Fátt segir af einum. ^penhagen Heimsins bezto munntóbok SJAIÐ OG HEYRIÐ RT. HON. JOHN G. DIEFENBAKER FORSÆTISRÁÐHERRA KANADA MIÐVIKUD. 23. MAÍ, KL. 8 E.H. DST WINNIPEG CIVIC AUDITORIUM THE PROGRESSIVE CONSERVATIVE PARTY OF CANADA

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.