Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Blaðsíða 1
Högberg - í)eimsfcrmg;la Stoínað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77- ÁRGANGUR____WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 10. JANÚAR 1963_■**&&*>_NÚMER 2 Fréftir frá íslandi Óbrothættur bolli úr sjó GS—Isafirði, 20. des. Fyrir nokkrum dögum voru skipverjar á vélbátnum Hrönn að draga línuna á Djúpálnum, á um 100 faðma dýpi. Kom þá kaffibolli upp á einum önglin- um. Fór hann yfir hjólið og inn á spilið, þar datt hann af rétt eins og þorskarnir og féll á 'þilfarið, án þess að brotna. Sá ekkert á kaffibollanum eft- lr þetta ævintýri hans og hangir hann nú upp á vegg á heimili formannsins, Óskars Johannessonar. Bollinn er úr Þykkum leir og telja menn hér þetta gæfumerki. Tíminn, 21. des. ☆ Varðskipin lóku 12 togara á árinu MB—Reykjavík, 29. des. Blaðið spurðist fyrir um það hjá Pétri Sigurðssyni, for- stjóra Landhelgisgæzlunnar, hvernig hans skip hefðu »veitt“ á árinu, sem er að líða. íslenzku varðskipin hafa tekið 12 erlenda togara að veiðum innan fiskveiðitak- markanna árinu. Þá hafa þau kært 24 innlenda og dragnóta-, humar- og togveiðibáta fyrir brot á fiskveiðilöggjöfinni og tnisnotkun leyfa. Munu þetta allt venjulegar tölur. Varðskipin aðstoðuðu 172 innlend fiskiskip á árinu, þar af drógu þau 81 til hafnar. — Þ^ssi tala fer minnkandi ár trá ári, enda verða bátarnir súellt stærri og eru betur út- búnir. Pétur kvað það áber- andi, að hjálpsemi færi vax- andi innan fiskiflotans, menn yrðu sífellt fúsari að aðstoða hver annan. Tíminn 30. des. ☆ Eggerl Stefánsson látinn Söngvarinn og rithöfundur- inn Eggert Stefánsson andað- íst að heimili sínu í Schio á Norður-ltalíu þann 29. desem- ber síðast liðinn. Eggert hafði kennt nokkurs sjúkleika á síðastliðnu hausti, en var nú kominn heim og virtist við góða heilsu. Virðist andlát hans hafa borið brátt að, en blaðinu er ekki kunnugt um dánarorsök. Eggert var sjötíu og tveggja ára, þegar hann lézt. Eggert var víðförull maður, en unni föðurlandi sínu mjög og reyndi að dvelja hér heima eins oft og honum var unnt. Hin s'íðari árin bjó hann oft heil misseri hér í Reykjavík, þar sem hann var borinn og barnfæddur. Hann var sér- kennilegur og áhrifamikill söngvari og mikill persónu- leiki. Hann ritaði íslenzk mál af mikilli tilfinningu og út hafa komið eftir hann nokkrar bækur, æviminningar, ritgerð- ir og ættjarðarskirf. Það er mikill sjónarsviptir að Eggert Stefánssyni, og vandséð hvort í náinni framtíð komi menn, sem haldi fram málstað ætt- jarðarinnar af meiri elju. Eggert var kvæntur Lehliu Stefánsson frá Schio og lifir hún mann sinn. Tíminn 3. janúar 1963. ☆ Eiríkur og Anderson Þeir Eiríkur Kristófersson skipherra og Anderson kap- teinn elduðu löngum grátt silfur meðan landhelgisdeilan stóð sem hæst. Lengi mun í minnum höfð rimma þeirra, er þeir brugðu brandi Biblíunnar af mikilli snilld í orðsins leik. Þá var skapið og heitt og úfar risu miklir, en þó blandaðist engum hugur um að hér áttust við tveir heiðursmenn, sem báðir höfðu helgað líf sitt starfi á hafinu. Nú er þorskastríðið úr sög- unni. Og nú er Eiríkur sigldur til Englands í boði sinna fornu andstæðinga, Andersons og brezku flotastjórnarinnar. För Eiríks skipherra er merki um að vígaþætti í samskiptum Breta og Islendinga er lokið og aftur hefir verið knýtt sú gamla vinátta, sem staðið hef- ir milli þessara tveggja ná- grannaþjóða. Alþýðubl. nóv. 29. ☆ íslendingar yfir 180 þús. lalsins Samkvæmt tölu Þjóðskrár- innar frá 1. desember 1961, voru íslendingar þá orðnir yf- ir 180 þús. — nánar tiltekið 180.058. Fjölgun frá árinu 1960 hafði numið 2766, því að þá höfðu Islendingar verið taldir 177,- 292, en sé gerður samanburð- ur við lengri tíma, þá má geta þess, að árið 1956 voru Islend- ingar 162,700, og hefir því fjölgað á þessu sex ára tíma- bili um 17,242 manns eða um það bil 10,5 af hundraði. Karlar hafa um langt árabil verið fleiri en konur hér á landi, og er munurinn venju- lega á annað þúsund. Á síðasta ári voru karlar 90,985, en konur voru aðeins 89,073, svo að munurinn var 1912, sem karlar voru fleiri. Fyrir sex árum eða árið 1956 var þessi munur 1304 svo að karlar eru smám saman að fjarlægjast konurnar, og mun þetta fyrst og fremst stafa af því, hvað Önundur trjcfótur „Önundr var á móti Haraldi konungi í Hafrsfirði ok lét þar fót sinn, eftr þat fór hann til íslands ok nam land frá Kleifum til Ófæru, Kaldbaks- vík, Kolbeinsvík, Byrgisvík, ok bjó í Kaldbak til elli“. I m I L Akra víða jeg átti austur á Noregs ströndum, treysta moldu mátti, mínum búmannshöndum, jörðin kom í kvæði kröfum sinna barna, orti gnótt .og gæði, gullin öx og kjarna. Frjáls um frænda storðu fór að eigin ráðum, tók og vann og veitti veitull höndum báðum, oft rjeð aflið skipta arði, feng og gróða, egg og oddur látinn öðrum kjörin bjóða. r i; ' r iUy\ , ” ' ii. Brugðust lýð í landi lögmál feðra minna, tökum nýrra tíma tekið margt að vinna, Haralds belli-brögðum bratt var gegn að rísa, afarkosti eina átti margur Vísa. Heima í Hafursfirði háð var mikil róma, brynjað ofurefli alla setti dóma, ljet jeg fje og frændur, fjell minn ættargarður, lokakjör og kostur kaldur bæði og harður. j 1 ! 1 | I • ’ I < algengt er, að íslenzkar konur giftist útlendingum. Hjónavígslur hafa verið nokkurn veginn jafnmargar á þessu tímabili — á sl. ári voru þær 1337 talsins, en árið 1956 voru þær 1336. Hjónaskilnaður er að nálgast það að verða ár- lega á við helming nýrra hjónabanda. Þeir voru 620 á síðasta ári og fer ört fjölgandi, því að undanskildu árinu 1959, þegar þeir voru 614, hafa þeir alltaf verið undir 540. Lifandi fædd börn voru á sl. ári 4576, og var það öllu lægri tala en árið 1960, því að þá voru lifandi fædd börn 4916. Óskilgetin börn eru að kalla réttur fjórðungur allra fæddra barna, og hefir svo verið síðustu sex árin. Vísir 23. nóv. III. Nú er nýtt í efni, nú mun lokið förum, norður stýrði jeg stefni, stórlega breytt er kjörum, kominn haltur af hafi, höggvin ættarböndin, torræð vissa og vafi virðist Ishafsströndin. Hamra-hauður kenni hörðu mót mjer anda, jökla undir enni á jeg búinn vanda, öllum leiðum lokað ljet jeg mjer að baki, auðnu ræður orka, afl í raun og taki. „Kröpp eru kaup er hreppi Kaldbak en læt akra“, æðrast skal þó ekki, orð og háttur spakra manna skulu móta mína gerð og ráðin, gróa má til gæfu gras, þótt bregðist sáðin. IV. Út kom jeg einum fæti, enn skal þó fastan standa, njóta sólar um sumar, sigra kólgur og vanda, búa við bratta og skerin, betra er hölkna frelsi heldur en konungs-klafa- kaupmáli og ráða-helsi. Ætt mín skal ögrin byggja, ísland skál verka njóta, hjer skal hún sína sögu, sæmdir og skaða hljóta, þó að kuli um Kaldbak, kosti seglin að rifa, Hjer skal í Hfi og ljóði landnámssöguna skrifa. Osló, 1. nóv. 1962. Árni G. Eylands. Kjörinn ráðunaulur fræði- félags í Norðurlandamálum Dr. Richard Beck prófessor hefir nýlega verið kjörinn meðlimur í ameríska fræða- félaginu „National Association of Standard Medical Vocab- ulary“ og ráðunautur þess í Norðurlandamálum. Félag- skapur þessi, sem hefir um 3000 meðlimi, samanstendur af háskólarektorum, forsetum læknaskóla og prófessorum víðsvegar um Bandaríkin, og hefir það að markmiði að sam- ræma orðaforðann í lækna- vísindum og öðrum skyldum vísindagreinum. Með kjöri sínu tekur dr. Beck sæti í hópi kunnra sérfræðinga í tungu- málum, sem félagsstjórnin hefir sér til aðstoðar, þegar henni þurfa þykir. Páll S. Pálsson látinn Skáldið, Páll S. Pálsson, andaðist á spítalanum á Gimli, 6. janúar 1963, áttræður. Hann lifa kona hans Ólína, ein dótt- ir Margret — Mrs. Douglas Ramsey og þrjú dótturbörn. Kveðjuathöfn fer fram á leimili þeirra hjóna á Gimli kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 10. jan., frá Bardal's kl. 3.30 e.h. samdægurs. Séra Philip M. Pétursson flytur kveðjumál. Ný íslenzk orðabók í smíðum Gils Guðmundsson frkvstj. Bókaútgáfu Menningarsjóðs gat þess á fundi með frétta- mönnum nýlega, að vegna undirbúnings stórra verka væri bókaútgáfa forlagsins nokkru minni í ár en í fyrra. Meðal hinna stóru verka, sem í undirbúningi eru, er íslenzk- íslenzk orðabók, en það er bók sem tvímælalaust er mikil riörf fyrir, og mun bæta úr brýnni þörf. Tíðindamaður Vísis hefur spurt Gils pokkru nánara um útgáfuna. Hann kvað hana hafa verið í smíðum í 4 ár og væri aðalritstjóri hennar Ámi Böðvarsson magister, og væri ætlunin að bókin kæmi út næsta vor. Hún verður um 800 bls., tveir dálkar á síðu. Hún verður með allt öðru sniði en vísindalega orðabók- in — áherzla verður lögð á hið lifandi mál, orðin skýrð og merking þeirra og tilvitnanir margar til skýringar á notkun orða. Slík bók ætti að verða aufúsugestur öllum, ekki sízt skólafólki og raunar öllum al- menningi, sem ættu að hafa hennar not jöfnum höndum. Þetta verður fyrsta íslenzk- íslenzka orðabókin, sem út kemur af þessari gerð. Frumkvæðið að útgáfunni átti Menningarsjóður. Gils Guðmundsson óskaði þess get- ið/ að við undirbúning verks- ins hefði Menningarsjóður og þeir sem að undirbúningi verksins vinna, notið sérstakr- ar velvildar og fyrirgreiðslu Orðabókarnefndar Háskólans og þeir jafnan verið reiðubún- ir til leiðbeiningar, m. a. um vafaatriði o. s. frv.. Þess ber að geta, að síðustu æviár sín vann Jón Ólafsson ritstj. að samningu íslenzkrar orðabókar, sem átti að verða alþýðleg orðabók en þó með nokkru vísindasniði. Útgáfa bókarinnar var hafin fyrir andlát höfundar, en féll svo niður.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.