Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. JANÚAR 1963 Úr borg og byggð Úr bréfi frá Vancouver Nýja elliheimilið okkar er að rísa af grunni, smíðarnar hraðfara. Við væntum þess að flytja inn í það 1 marz. Það er fallegt heimili af nýjustu gerð og ég hygg að íslenzka fólkið hér sé mjög ánægt með það. Að vísu er langt frá því, að búið sé að borga fyrir það og við verðum því að halda áfram að leita fjárstyrks frá almenningi. ☆ Hon. Joseph Thorson, for- seti fjármálaréttar Canada biður blaðið að flytja vinum sínum fjær og nær hugheilar nýjársóskir. Vinum hans er það fagnaðarefni að hann er nú á góðum batavegi. Eftir árás ræningjanna í Rio de Janeiro 16. des. var hann flutt- ur á spítala þar í borg en gat svo flogið heim fimm dögum síðar. Vinstri lærleggur hans er hér um bil gróinn en skotið í þann hægri var verra, og verður e. t. v. að gera upp- skurð á honum síðarmeir. En dómarinn kveðst vænta þess fastlega að ná fullum bata áður en langt um líður. ☆ 75 ára afmælisblað Lögbergs kemur út 24. janúar. ☆ íslendingasögurnar og Edd- urnar í ágætu bandi fyrir þann, sem vill kaupa þær. Skrifið Mrs. Sig. O. Gíslason, Hayland, P.O. Man. ☆ Betel Home Foundation Mrs. L. Olafsson, 15 Lor- raine Ave., St. Vital, $25.00 — í kærri minningu um elskað- ann eiginmann og föður Bene- dikt Bachman Olafsson. Dáinn jan. 12. 1962. Mr. and Mrs. Eddie Johnson, Blaine, Washington, $3.00 — In loving memory of Miss Gerða Thordarson. Meðtekið með þakklæti. K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. ☆ Scandinavian Midwinier Festival Friday, February 8th is when the Scandinavian Cen- tral Committee and affiliated organizations in Vancouver, British Columbia plays host to the peoples from the Nordic lands, and their many hund- reds of friends who enjoy Scandinavian culture, as they present their annual Mid- winter Festival in the Pender Auditorium, 339 West Pender Street. With a program 8 to 10 p.m., you can enjoy folk dancing, lively musical numbers, a choir and solo singers, as well as comedy and other enter- tainment followed by modem dancing from 10 p.m. to 1 a.m. Tickets are available from members of affiliated organ- izations or at the door on the night of the Festival. ☆ Leiðrétting Þökk fyrir jólablað L.-H. Það var ánægja að lesa fagra ljóðið hennar Jakóbínu, og fallegu jóla hugleiðingarnar hans séra Valdimars, og fleira góðgæti, sem það flutti. Ég þakka þér líka fyrir að ljá litla jólaljóðinu mínu einnig rúm þar. Ég sá eina prentvillu í því, sem mig langar að biðja þig að leiðrétta. Hún er í síð- ustu hending síðasta erindis- ins. Tveir seinustu stafirnix hafa einhvernvegin fallið úr orðinu „helgist". Erindið á að vera þannig: Jesús Kristur, jólaljósið bjarta! Lif þú ávalt einn í mér, allt mitt líf svo helgist þér. Kolbeinn Sæmundsson. ☆ Icelandic Canadian Club vill eiga alla Landa 18. janúar Gott væri að setja til síðu 18. janúar og helga kveldið árshátíð Icelandic Canadian Club sem haldin verður á Hótel Marlborough kl. 6.30 e.h. 1 mörg undanfarm ár hefir þriðja föstudagskveldið í jan- úar verið veizlu kveld Ice- landic Canadian Club. En þettað ár mun hafa verið sér- staklega vandað til samkom- unnar. Er ætlast að kveld- verðurinn verði eftiiminni- lega góður og dansleikurinn að sama skapi skemmtilegur. Hefir hljómsveit Harolds Green verið ráðin til að leika fyrir dansinum, og mun hún vera ein sú vinsælasta í bæn- um. Undir borðum skemmtir Mrs. Heather Ireland með söng. Allir kannast við hana sem okkar eigin Heather Sig- urdson, söngdísina þíðu og fegurðardrottning fylkisins. Patrons eru Honorable Duff R o b 1 i n , forsætisráðherra Manitoba og frú hans. Einnig er búist við að Gildas Molgat, forvígismaður Liberal flokks- ins og frú hans sæki mótið, einnig Dick Bonnycastle, for- maður Metro stjórnar með sinni frú. Móttaka og vinafagnaður (reception) byrjar kl. 6.30 e.h. Sest verður undir borð kl. 7. ☆ Civil Defence says: — In the initial stages of a national emergency you may be on your own for a while. Can you sustain yourself and your family for at least 48 hours? Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUmer 8-2351 ☆ Dánarfregn Kolskeggur Thorsieinson, 72 ára, lézt 5. janúar 1963 að heimili sínu í St. James. Hann var í herþjónustu í báðum heimsstyrjöldunum og hlaut í bæði skiptin medalíur fyrir MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkia Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. frækilega frammistöðu. Hann lifa tvær dætur, Constance — Mrs. I. Conquergvod og Mrs. Thelma Saunders, þrjú bama- börn; fjórir bræður, Daniel, Oran, Jaseph og Trigbe og þrjár systur. Séra P. M. Pét- ursson jarðsöng. Höín Frá bls. 5. Mr. og Mrs. A. Orr, Edmonton 10.00 Mr. Wm. A. Pomeroy, San Francisco 26.56 Mr. Svava Magnússon, San Diego 5.00 Mr. E. T. Van Geem, San Mateo 16.09 í minningu um Gísla og Jónínu Jónsson, Os- land — Ólafur og Clara Ólafsqn, Prince Rupert 10.00 í minningu um Luther J. Johnson, Prince Rupert — Ólafur og Clara Ólafsson, Prince Rupert 5.00 í minningu um John Sigmundson, frá Jónu A. Sigmundson, Prince Rupert og frændfólki í Cali- fornia 50.00 í minningu um Rev. E. Brynjólfsson — Misses Millie og Mina Anderson 15.00 í minningu um ástkæra móður, Mrs. Kristín Johnson — 20. júní 1954 — Mr. Michael Johnson 10.00 1 minningu um Hólm- fríði Thorodds — Mr. T. S. Thorodds, Powell River 25.00 Mr. Leonard Thorson, Vancouver 25.00 Mrs. Christine Pritc- hard, Prince Rupert 200.00 Mr. J. Magnusson, Lethbridge, Alta. 25.00 Miss C. Magnússon, Toronto 25.00 Mr. Harold Johnson, Whitehorse 200.00 Miss Bertha Jones, Los Angeles 107.25 Mr. G. J. Bjornson, Vancouver 5.00 Victoria Icelandic Women’s Club 25.00 Mr. og Mrs. A. Sveins- son, Victoria 25.00 Mr. og Mrs. G. E. Johnson, Victoria 10.00 Mrs. Sigrún Sigurd- son, White Rock 5.00 Dr. W. H. Thorleifson, Vancouver 100.00 Mrs. Reykjalin, Vancouver 10.00 Icelandic Ladies’ Aid, Churcþbridge 10.00 O. W. Bjarnason, Vancouver 50.00 Mrs. Rebecca Einarson, New Westminster 25.00 í minningu um Jónas Kristmanson, Van- couver og J. Luther Johnson, Prince Rupert — Grimson family, Sidney, B.C. 10.00 Alls $33,899.81 Ýmsar jólagjafir frá: W. A., Lutheran Church, Mr. og Mrs. Gorick, Kristján Gunnlaugson, Thorsteinn Bergman, John Sigurdson, Mr. Lee, Óskar Gunnlaugson, Mrs. Doumont, Mrs. Guðjón- son, Mrs. Trask, Reliance Fish Co., Victoria Ladies’ Aid Club, $25.00, Harron Bros., Vancouver, $25.00. Fyrir allar þessar gjafir er stjórnarnefndin mjög þakk- lát. Mrs. Emily Thorson, féhirðir, 1065 W. llth Ave., Vancouver 9, B.C. 16 útgáfubækur Frá bls. 4. son. — Af tímaritinu Andvara koma að venju 3 hefti og eru tvö komin, en hið síðasta kem- ur fyrir jól, og þá er Alman- akið komið út, í tvenns konar formi, þ. e. dagatalið fæst sér- prentað. Þetta er vafalaust útbreiddasta bók, sem hér er gefin út, því að eintakafjöld- inn að dagatalinu sérprentaða meðtöldu mun yfir 18.000. Vísir 26. nóv. Vá býr í vetrarmyrkri Frá bls. 7. vaknaði ég aftur til lífsins. Þá hafði ég verið um það bil átta tíma meðvitundarlaus. Oft hef ég vaknað af værum blundi, en sjaldan værari en nú. Mér leið svo undarlega vel, að ég get ekki lýst því. Ekki var ég þreyttur, og í fyrstu mundi ég ekki eftir hrakningunum. Þegar vöku- menn sáu að ég var raknaður við, spurði Þórarinn, hvort ég væri ekki lasinn. „Lasinn“ sagði ég. „Hvers vegna ertu að spyrja mig að því? Ég hef ekkert verið veik- ur“. Næsta spurning var um það, hvort ég minntist ekki að hafa lent í hrakningum — þeir hefðu borið mig sem dauðan reim í gærkveldi. Um leið og ég heyrði þetta, mundi ég allt sem fyrir mig hafði borið, þar til ég leið í ómegin við hylinn í gljúfrinu. En eftir ferð minni upp ófærurnar í barmi þess mundi ég ekki þá, og aldei síðan. Nú var ég spurður, hvort ég hefði lyst á mat. „Já, ef nokkuð er að mér“, sagði ég, ,;þá er það sulturinn." Át ég svo einhver ósköp af Drauði og drakk mjólk með. Síðan renndi ég niður tveimur bollum af góðu kaffi. Þakkaði ég svo vökumönn- um og bað þá hvílast, því að nú væri allt í lagi með mig. Sofnaði ég síðan fljótlega, en að lítilli stundu liðinni vakn- aði ég og var þá svo sveittur, að náttfötin vor rennblaut. Fór ég þá að athuga rúmið og fann hitapoka í hverju horni og gnægð góðra ullar- dúka. Fjarlægði ég alla þessa hitagjafa og svaf að því búnu vært til morguns. Klukkan tíu um morguninn klæddist ég og var alhraustur. Það er reyndar ekkert eins- dæmi, að menn lentu í hrakn- ingum við smölun í vondu veðri. án hvað stjómaði ferð minni, er ég krækti fram hjá hylnum, eftir að ég var orð- inn meðvitundarlaus, og fór rálf ófæra leið upp gljúfur- barminn? — Finnst mér, að einhver æðri máttur hafi haft hönd í bagga með mér. Og hvað sem því líður, ætla ég fyrst og fremst að þakka þeim mætti lífgjöfina. — Einnig þakka ég björgunarmönnun- um og hina góðu hjúkrun, sem ég hlaut hjá fólkinu á Star- mýri. Björn Jónsson frá Starmýri. ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday ar." És er um* boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis. og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horgrav* St., Winnipog 2 Office Ph. WH 2-2535 - Rtt. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.