Lögberg-Heimskringla - 17.01.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 17.01.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursdsíy by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y. Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monlreal: Próf. Áskell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as second class mail by the Post Offlce Department. Ottawa, and for payment of postage in cash. Kennedy-arnir Okkur hér norður í Canada iþykir sérstaklega forvitnislegt og gaman af að fylgjast með því, sem fyrir augu og eyru ber á æðstu stöðum í Bandaríkjunum eins og það birtist í sjón- varpi og blöðum, sérstaklega því sem viðkemur þjóðhöfð- ingjum þei'rra. Við erum að vísu á margan hátt lík nágrönn- um okkar, en erum þó miklu kaldari almennt í garð okkar æðstu manna, gefum þeim ekki nálægt eins mikinn -gaum, né hossum þeim eins hátt eins og þeir gera þar syðra. Dwight D. Eisenhower varð nokkurskonar átrúnaðargoð þjóðar sinnar og hefði stjómarskrá landsins leyft honum að vera í kjöri í þriðja sinn, telja flestir lítinn vafa á því, að hann hefði verið kosinn. Hinn ungi forseti John F. Kennedy er einnig mjög dáður af þjóð sinni, svo sem skoðanakannanir í landi hans bera vitni um, allar hans hreifingar, öll hans orð allar hans at- hafnir er grandskoðaðar í sjónvarpi og í blöðum og hvergi birtist hann á almannafæri, svo að fólkið ekki þyrpist um hann með fagnaðarlátum, það þarf jafnvel að verja hann gegn þessu dálæti. Öðru máli er að gegn með landstjóra okkar og forsætis- ráðherra Canada þjóðarinnar; MacKensie King og St. Laurent hefðu getað gengið um stræti þessara borgar án þess að múgur og margmenni hópaðist saman til að fagna þeim og líkt er með núverandi landstjóra og forsætisráðherrann John Diefenbaker. Það þarf með mikilli fyrirhöfn að hóa fólki saman til að aðsókn verði sæmileg á opinberum fundum þessara herra. Þó virðumst við blíðkast og fagna vel heim- sóknum drottningar okkar Elizibeth II og manns hennar. Þegar þau bera að garði hópast fólk saman á götum úti til að sjá þau hjónin aka fram hjá, og hrópa húrra fyrir þeim og við sýnum þeim alla þá virðingu sem við megúm. Síðast þegar þau komu vestur heimsóttu þau Bandaríkin líka, og þar var svo mikil viðhöfn og fagnaðarlæti fólksins að sama skapi, að okkur fannst nóg um og vorum við helzt að geta þess til að Bandaríkjamenn öfunduðu okkur af konungs- fjölskyldunni. Ef svo var, er nú minni ástæða til þess en áður, því nú er mikið um það talað og ritað, að Bandaríkjamenn séu að koma sér upp nokkurskonar konungsfjölskyldu, þar sem er hin volduga Kennedy ætt. Robert, bróðir forsetans er dóms- málaráðherra landsins og þykir ekki ólíklegt að hann muni sækja um forsetaútnefningu þegar kjörtímabili bróður hans lýkur að sex árum liðnum. Þá var yngsti bróðurinn Edward, nýlega kosinn senator í Massachusetts og var það fyrrum embætti forsetans, og er þá ekki að vita nema að hann verði reiðubúinn með tíð og tíma að setjast í forsetastólinn. Allir eru bræðurnir vel gefnir, gagnmenntaðir, myndar- legir í sjón, gæddir miklum persónutöfrum, ríkir, færir í flestan sjó á sviði samkvæmislífsins og kvæntir fögrum kon- um og allir eru þeir demokratar; það er því ekki að furða þótt sumum þyki nóg um uppgang þeirra og gengi, ekki sízt republicanaflokknum, hinsvegar er hver þjóð lánsöm, sem á hæfileikamönnum á að skipa, sem eru reiðubúnir að helga tíma sinn og alla sína krafta í þágu hennar Allar umræðurnar og spádómarnir um að Kennedy-arnir munu taka við forsetaembættinu hver af öðrum eru mest í gamni, en öllu gamni fylgir þó nokkur alvara Annað hljóð í strokknum Togaraútgerðarmenn á Bretlandi börðust af mikilli harð- ýðgi gegn því, að brezka stjórnin viðurkendi 12 mílna fisk- veiðalínuna kringum Islandsstrendur og sögðu að ef þeir fengju ekki að veiða þar innan 12 mílna línunnar myndi brezka útgerðin í stórrættu efnahagslega. Nú syngur öðru- vísi í þeim þessa daganna, þeir kvarta sáran undan ágangi Sovét togara á miðunum við Bretland og hafa nú farið fram In Memoriam: Guðrún Sigurdson Mikill harmur var kveðin að eiginmanni, fjölskyldu og raunar allri byggðinni þegar þessi góða og vinsæla kona féll frá fyrir aldur fram, þann 15. nóvember 1962. Hún var fædd að Árnesi, Manitoba, 11. september 1898. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir. Rúna — eins Guðrún Sigurdson og vinir hennar nefndu hana jafnan — stundaði nám í skóla byggðarinnar, var fermd í lútersku kirkjunni og fór síð- an ung að aldri til Winnipeg, vann hjá Mr. og Mrs. J. G. Stephenson, sem tóku miklu ástfóstri við hana. Næst tók hún að sér gjaldkerastöðu (cashier) hjá T. Eaton verzl- unarfélaginu og reyndist svo skörp og hœf í því starfi að þegar félagið stofnaði fleiri verzlanir í vestur Canada var hún fengin til þess að undir- búa stúlkur til að taka við gjaldkerastarfi í hinum nýju verzlunum. Guðrún bar mikinn ræktar- hug til foreldra sinna og syst- kina og þótt hún væri nú fjar- verandi frá æskuheimili sínu liðsinnti hún þeim á margan hátt. Foreldrar hennar eru nú látnir, en fjögur systkini syrgja hana, Guðríður — Mrs. Eric Einarson, Hnausa, Thór- unn — Mrs. Leifi Helgason og Guðný — Mrs. Joe Helgason báðar að Árnesi og bróðir hennar Einar Gíslason, Hnausa, Man. Þann 22. maí 1929 giftist Guðrún Stefáni V. Sigurdson hinum ágætasta manni og á við brezku stjómina að færa út fiskveiðatakmörkin í tólf mílur umhverfis Bretland, annars munu fiskveiðarnar við strendur landsins eiði- lagðar. — Sovétríkin hafa lengi haft 12 mílna línu við sínar strendur, en sækja inn að 3 mílna línum þeirra landa er enn hafa ekki löggilt 12 mílna takmörkin. Til dæmis voru fiskimenn þeirra á veið- um fyrir skömmu í Bay of Fundy í Canada. stofnuðu þau heimili sitt í Riverton þar sem hann rekur útgerð í félagi við bróður sinn og frænda S. R. Sigurdson og S. V. Sigurdson — Sigurdson Fisheries. öll árin í Riverton tók Guðrún mikinn og góðan þátt í félagsmálum. Hún starfaði í lúterska söfnuðinum, kven- félaginu Djörfung og var ein af stofnendum Women’s Insti- tute, og átti sæti í stjórnar- nefndum þessara félaga. Mikla ánægju hafði hún af rþróttum, var meðlimur í Ladies Curling Club og stofn- félagi í Riverton Ice Club og lét sig sjaldan vanta þegar Riverton Hockey liðið keppti við aðra Hockey klúba. En mesta unun mun hún hafa haft af því að leiðbeina börnum og unglingum við holl störf og skemmtanir. Skömmu eftir að hún kom til Riverton tók hún að sér að kenna stúlkum í skólanum að sauma og prjóna og gerði það í mörg ár. Á síð- ari árum fór hún næstum dag- lega á skautahringinn á vetr- in og var þar í félagi með ungviðinum. Henni var annt um að öll börnin ættu kost á því að læra að skauta og út- vegaði skauta fyrir þau, sem ekki áttu þá. Þegar leið að skautahátíðinni (Carnival) hjálpaði hún þeim við búninga þeirra. I minningu um hana hefir Riverton Ice Club ákveð- ið að veita þremur börnum skautanámskeið árlega, og verður sú ákvörðun skráð á skjöld í skautahöllinni. Guðrún var glaðlynd kona og hláturmild, og hrókur alls fagnaðar á fundum og manna- mótum. Hún var samúðarrík við þá sem bágt áttu og jafnan reiðubúin að ljá þeim hjálp- arhönd. Hið hlýlega heimili þeirra hjóna stóð jafnan opið fyrir alla þá, sem að garði bar. Þau eignuðust fjögur mynd- arleg og velgefin börn og var þeim það mikið áhugamál að veita þeim öllum þau tæki- færi til menntunar er þau sjálf höfðu ekki átt kost á, og það blessaðist þeim. Helen — Mrs. Ragnar Kristjánson og Barbara — Mrs. Ivan Johann- son eru báðar útskrifaðar í hjúkrunarfræði frá Winnipeg General Hospital; Eleanor — Mrs. David Schellenberg, hef- ir Bachelor of Arts og Bachelor of Social Work ðe- grees frá Manitobaháskólan- um og sonur þeirra Solli, Honors degree B. Sc. 1957 frá Manitoba háskólanum, Mast- ers degree frá Toronto háskól- anum, Ph. D. in Education frá Wisconsin háskólanum. Barnabörnin eru sex. öll eru systkinin búsett í Winnipeg. Með Guðrúnu Sigurdson, er til grafar gengin væn kona, er samferðasveit hennar mun lengi minnast sökum l'ífsgleði hennar og mannkosta. — I.J. 4 ára íslenzkur snáði vekur athygli á skíðum Lítill íslenkur drengur hef- ur vakið athygli fyrir skíða- áhuga og skíðahæfileika vest- ur í Bandaríkjunum. Ennþá stafar athyglin sem að honum beinist meira að því hve ungur hann er, en eigi að síð- ur hefur hann náð valdi á sfcíðarennsli, sem reynast mörgum helmingi eldri drengjum erfið. Þessi dreng- ur er aðeins 4 ára og heitir Gunnar og er sonur Dóru og Eysteins Þórðarsonar. Eysteinn var um langt skeið bezti skíðamaður íslands og fjölreyndur í keppni erlendis. Var hann tvívegis á Ólympíu- leikum fyrir ísland og gat sér auk þess góðan orðstír á öðr- um alþjóðamótum, auk þess sem hann var margfaldur ís- landsmeistari. Við rákumst á þessa mynd af Gunnari syni hans í banda- rísku blaði frá 13. des. sl. Þar er haft eftir föður Gunnars að erfiðast sé að hann geti ekki stærðar sinnar vegna farið í lyftu nema með öðrum. En fái hann að „sitja í“ klifrar hann upp neðstu brekkurnar, setur á sig skíðin og brunar niður af ótrúlegu þori og öryggi. Hann er aldrei hræddur við hraðann og fer gjarna beint af augum. Eysteinn segir blaðamann- inum svo frá, að þetta sé rétti aldurinn til að nema skíða- íþróttina. Börnin eru ekki hrædd og virðast læra hraðar en fullorðnir. Sjálfur segist Eysteinn hafa byrjað álíka snemma, en allur tími farið í skíðastökk. Eysteinn byrjaði ekki að þjálfa undir keppni fyrr en 15 ára og segir það of seint. Blaðið endar grein sína með því að segja að Gunnar geti ekki næstu 1—2 árin keppt á skíðum, en það muni sennilega óhætt að muna nafnið Gunnar Thordarson — því muni aftur skjóta upp í heimi skíðamanna. Nokkrir ólympíusigrar ættu að geta orðið honum mögulegir. Eysteinn er nú skíðakennari í Heavenly Valley um helgar, en hann gefur sér tíma til að þjálfa son sinn. „Ég vildi byrja að kenna honum á skíð- um samtímis því sem hann lærði að ganga“, sagði Ey- steinn blaðamanninum, sem bætir því við, að það séu ekki allir litlir synir sem hafi Ólympíukeppanda sem kenn- ara. Morgunblaðið, Sveinn Hannesson frá Elli- vogum kveður: Bjartur svipur, höndin hlý, hugans gripin mjúk og gleilin. Skáldum svipuð anda í áslalipur fyrsta sprettinn. Illur fengur illa forgengur. ☆ Gæfa fylgir djörfum.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.