Lögberg-Heimskringla - 17.01.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 17.01.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR 1963 „Það getur víst alveg eins piprað og þeir, sem ekkert hafa lært“, sagði Sigga. „Svo er nú ekki allt fengið með því að giftast. Mér hefur sýnzt þær misjafnlega heppnaðar giftingarnar. Að minnsta kosti hef ég hugsað mér að verða piparkerling, ef ég fæ ekki þann eina, sem mér þykir .vænt um“. „Er það einhver sérstakur?“ spurði Gunnvör forvitin. „Ekki er það ómögulegt“, sagði Sigga. „Segðu mér eitthvað um hann“, sagði Gunnvör. „Ekki núna. Kannske ein- hvern tíma seinna“, sagði Sigga. Hún hafði kafroðnað við það eitt, að hugsa til Bensa. Nú voru liðin tvö ár, síðan þau höfðu sézt. Hann var í Noregi, þegar hún hafði fengið síðasta bréfspjaldið frá honum. Hann hafði sagt vana- lega, þegar hann kvaddi hana, og var að leggja upp í lang- ferð. „Þú verður vonandi ógift og bíður eftir mér, þegar við sjá- umst næst. Hún vissi aldrei, hvort þetta var nokkur alvara, því að hann hafði sagt þetta sama, meðan hún var ófermd- ur krakki. Og hann skrifaði þetta oftast nær á bréfspjöld- in. Þetta var svo líkt honum, að tala svona hispurslaust. En hvort sem því fylgdi nokkur alvara eða engin, ætlaði hún að bíða hans allt. lífið. Henni gæti aldrei þótt vænt um nokkurn annan karlmann, nema hann einan. „En það er nú bara þetta, Sigga mín, að maður veit alltaf hverju maður sleppir, en ekki hvað maður hreppir. Ég er nú alltaf að hugsa um Steina skinnið. Ég sé að hann er alveg veikur af ást til þín, og hann er góður piltur. Og óvíst að þú grípir upp hans líka“. „Það er svo sem ekki ólík- legt, að hann sé veikur af ást til mín eftir nokkurra vikna samveru“, hnussaði Sigga. „Mér finnst hann bara haga sér eins og kjáni, hvort sem hann er ástfanginn eða ekki“. „Ég býst við að hann hafi sæmilega greind“, sagði Gunn- vör, ekki laus við gremju, því að Steini var náskyldur henni. „Og svo að ég segi nú alveg eins og er, þá finnst mér hann ekkert fyrir neðan þig, nema hvað þú ert snotrari en hann. Þú hefðir að minnsta kosti getað verið ögn hlýlegri við hann en þú hefur verið nú í seinni tíð“. „Það er þá ekki hægt að segja, að ég hafi gefið honum undir fótinn“, sagði Sigga. „Mér finnst hann ekkert- við- kunnanlegur, þó að hann sé fiændi þinn, og kann því ekk- ert við að vera að flírast við hann, því síður að þiggja af honum gjafir, þó að þér finn- ist það gikksháttur af mér, að taka ekki við sjalinu“. „Ég sá líka, að hann tár- felldi út af því, vesalings drengurinn“, sagði Gunnvör. „Hvernig heldur þú að hægt sé að láta sér þykja vænt um karlmann, sem skælir eins og stelpa“, sagði Sigga og færði sig til á spildunni, því að hún óttaðist að þetta yrði óánægju- efni á milli hennar og Gunn- varar. En hún var þannig gerð, að hún vildi lifa í friði við alla. Gunnvör rakaði rösklega nokkra stund, ekki langt frá því að vera reið við Siggu. Svo leiddist henni þögnin, og færði sig því til hennar og byrjaði á því að lýsa nágrönnunum á Litlu-Grund. Hún hafði oft gert það áður, en aldrei eins greinilega og nú. Fólkið þaðan var líka skammt fyrir utan merkin, en þær rétt við þau að sunnanverðu. Engjarnar voru ein samfelld grasbreiða, en þó var nokkuð langt á milli bæjanna. „Þetta var óttalega gamal- dags heimili, allt sparað og nurlað. Ekki svo mikið að það tímdi að taka nokkra vinnu- hræðu, þó að strákgreyið hann Hrólfur vildi endilega fá kaupakonu, því að hann var alveg vitlaus í að giftast. Ein gömul kona var þar, sem eng- inn vissi, hve lengi var búin að eiga þar heima. Hún var álitin ekki með fullu viti, vegna þess að hún kom aldrei til kirkju og aldrei sást hún þá sjaldan að gesti bar þar að garði“. „En hún hefur þó áreiðan- lega vit á því, hvernig á að halda á hrífu“, sagði Sigga og virti fyrir sér konurnar, sem voru að raka fyrir utan merk- in. Þær voru stórar að vexti og gengu rösklega að verki. „Ég held að það sé engin þörf fyrir meiri eftirvinnu á því heimili“, bætti hún við. Gunnvör hélt áfram. „Honum þykir það nú ekki nóg, honum Hrólfi. Hann vill hafa unga stúlku í slægjunni hjá sér. Ég hef líka tekið eftir því þessa daga, sem við höfum verið hérna út frá, að hann starblínir alltaf á okkur, þeg- ar hann er að brýna“. „Hann er áreiðanlega að horfa á þig, en ekki mig“, skaut Sigga inn í. „Nei, vertu nú bara hæg. Þegar ég er búin að segja þér frá honum, fer þér kannske að detta annað í hug. Ég er nú búin að vera í nágrenninu svo lengi. Og svo er ég nú líka dökkhærð, en hann vill endi- lega þær bjarthærðu", sagði Gunnvör. Sigga spurði bara til þess að segja eitthvað, hvort þau hefðu aldrei átt nema þennan eina son, hjónin á Litlu- Grund. Helgi og Herdís vissi hún að þau hétu. „Jú, eina dóttur höfðu þau víst átt. Hún hafði nú hreint og beint strokið að heiman frá þeim með kaupamanninum, sem var á næsta bæ fyrir utan Litlu-Grund. Síðan var sagt, að hún væri aldrei nefnd á nafn af foreldrum sínum og engar fréttir bárust um hana inn í sveitina. Sumir þóttust hafa heyrt, að hún væri komin til Ameríku. Aðrir að hún lifði í basli vestur á landi. En aldrei þyrði hún að biðja foreldra sína um hjálp, og gætu þau það þó. En Hrólfur væri óspar á að geta þess, að hann væri einbirni og ætti Litlu-Grund, og ekki ólaglegt bú, þegar hann var að eltast við heima- sæturnar. Reyndar var nú ekki hægt að kalla, að hann eltist mikið við bær, heldur hímdi hann alltaf dögum sam- an, og dag eftir dag, þar sem hann hafði augastað á álitlegu konuefni. í tvö ár hafði hann verið tíður gestur á Haugi, sem var tveim bæjarleiðum utar en Grund. Þar var sælleg heimasæta, sem Aðalheiður hét. Allir þóttust vita, í hvaða tilgangi honum yrði svo tíð- gengið þangað. Loks var sagt, að bónorðsbréf hefði komið til Öllu frá honum. En stelpan var iþá svona gikksleg, að hryggbrjóta þennan stóra og stönduga biðil. En næsta dag var sagt, að Herdís gamla hefði riðið fram að Haugi. Fá- um var kunnugt um erindið eða erindislokin. En nokkrum dögum seinna fór Alla alfarin úr foreldrahúsum og hefur ekki komið þangað aftur nema sem gestur. Fólk þóttist vita, að hún þyrði ekki að vera ná- lægt fólkinu á Litlu-Grund, eftir að hún var búin að for- smá tengdirnir við það. Ekki leið á löngu, þar til Hrólfur fór að venja komur sínar að Dal. Þar var bjarthærð heima- sæta, sem hét Sigurlaug. Hún var svo sem hvorki lagleg né efnuð, og sagt var, að for- eldrum hennar hefði ekki þótt það óefnilegt, ef hún næði í svo efnaðan mann. En hún var álíka merkileg með sig og Alla, enda voru þær vinkonur, og var Sigurlaug mikið búin að stríða Öllu á heimsóknum Hrólfs, svo að þetta kom illa við hana. Hún flutti því í burtu eins og hin. Og heyrzt hefur, að hún sé nú trúlofuð allslausum strák fyrir sunnan. Svona eruð þið heimskar, blessaðar. Þess vegna segi ég það, sem ég hef sagt áður við þig, Sigga mín, að það veit enginn hvað hann hreppir“, sagði Gunnvör hlæjandi í sögulok. „Og láttu þér þetta að kenningu verða“. „Ég get tæplega ímyndað mér, að það sé mjög skemmti- leg tilhugsun fyrir unga og laglega stúlku, að flytja til þessa fólks, sem þarna er fyrir utan merkin“, sagði Sigga og hló Gunnvöru til samlætis. „Hefur Hrólfur sterki ekki farið í biðilsbuxurnar síðan hún yfirgaf sveitina þessi seinni?“ „Jú, blessuð vertu. Hann er alltaf í þeim“, sagði Gunnvör. „Það var nú kannske ekki laust við að húsbændur okkar hlæju að honum, eins og fleiri, "yrir hrakfarir hans, þó að mginn þyrði að stríða honum i þeim, því að hann er hraust- ir og fólskur þar að auki, ef ’iann reiðist, en það kemur nú ■'aldan fyrir. En hvað heldur bú að hafi átt að ske. Hann ekur sem sé upp á því að fara ð . labba hingað á hverju unnudagskvöldi til að spila rið húsbóndann og Vermund jamla. Þeir eru báðir sólgnir spil, og húsmóðirin er það ka. Þetta var veturinn eftir ð Steinunn heimasætan var ’ermd. Og þarna sat hann 'ram á háttatíma. Þegar gamli maðurinn fór í fjósið, fór Iteinunn inn fyrir og tók við ipilunum hans, því að Guðni /ar að læra eitthvað hjá prest- Inum. Þá var það segin saga að Hrólfur fór að tapa vegna þess, að hann hafði augun alltaf á stelpuanganum. Bjarni hafði gaman að þessum hjá- rænuhætti hans, en Friðrika sá fljótlega að hverju stefndi. Þess vegna hefur Steinunn litla aldrei verið heima að vetrinum til, þó að það sé látið heita svo, að hún þurfi að vera í kaupstað, svo að hún læri að vera fyrirmyndar húsmóðir, veit ég ósköp vel, að þessi er ástæðan. Hana Friðriku langar nú líklega ekki til, að dóttir sín sé kennd við hann Hrólf á Grund. En á vorin og sumrin er mikið um annir í sveitinni. Þá þarf enginn að óttast heim- sóknir nágrannanna". „En hvað við erum búnar að raka stóran blett, meðan þú hefur verið að segja mér frá Hrólfi og misheppnuðum ásta- málum hans“, sagði Sigga. Ég get ekki að því gert, að mig fer að langa til að sjá hana, þessa fyrirferðamiklu hús- móður á Litlu-Grund“. „Það er ekki ómögulegt, að hún komi til kirkju einhvern tíma í sumar. Varla er hún orðin hundheiðin, kerlingar- skassið“, sagði Gunnvör. Svona leið einn dagurinn á fætur öðrum. Vinnukonurnar rökuðu í föng út á votum engjunum, en konan og dóttir hennar þurrkuðu það heima á túninu. Einn daginn, þegar þær settu sig niður til þess að hvíla sig, meðan þær drukku kaffi, sem annar krakkinn hafði fært þeim, vissu þær ekki fyrr en þessi stóri og sterki nágranni þeirra á Litlu- Grund stóð allt í einu rétt hjá þeim og glápti á þær eins og tröll á heiðríkju. Siggu varð bilt við, en Gunnvör heilsaði honum að fyrra bragði. „Sæll vertu, Hrólfur. Á hvaða ferð ert þú?“ Honum varð ógreitt um svar. „Ég var að líta eftir slægj- unum hérna utan við merkin, og labbaði þetta svona til að heilsa upp á ykkur og sjá hvað þið væruð búnar að raka mik- ið. Þetta eru nú meiri heyin, og svo þurrka þær mæðgurn- ar heima á túninu“, stamaði hann. Svo rétti hann Siggu hendina. „Komdu sæl, ungfrú. Ég hef aldrei séð þig fyrr, nema tilsýndar í slægjunni“. Sigga rétti honum hendina. Hún kafroðnaði af niðurbæld- um hlátri, svo skrítinn fannst henni þessi náungi. Gunnvör greiddi úr þessari vandræða- flækju með því að segja: „Við höldum okkur nú vanalega við hrífurnar að vor- inu og sumrinu, vinnukonurn- ar“. „Þú reiðst fram að Hofs- kirkju í sumar, en hún sat heima. Ég óskaði til hennar hesti. Þeir eru nógir til á Litlu-Grund“, sagði hann og var nú heldur hægara um mál. „Ég hefði líklega getað feng- ið hest, en mig vantaði söðul- inn“, sagði Sigga. „Þess vegna hefði ég ekki haft gagn af hestinum, þó að þú hefðir get- að galdrað hann til mín. En samt þakka ég þér fyrir hug- ulsemina“, bætti hún við, svona til að heita kurteis. „Þetta eru nú meiri heyin, sem þið rífið upp“, sagði hann og horfði yfir fangaflekkina. „Þið eruð líka svo mörg. Það er munur eða hjá okkur“. „Þú þarft að fá þér kaupa- honu, Hrólfur“, sagði Gunn- vör. „Ykkur vantar eftirvinnu, sem vonlegt er, þar sem móðir þín þarf að hugsa um inni- verkin. Og svo er nú Brýnka gamla orðin svo roskin, að það er ekki von, að hún sé mjög snörp á spildunni“. „Ja, það segir þú satt. Ég þyrfti að fá mér kaupakonu. En þau eru ekki á því, foreldr- ar mínir. Og svo er þá ekkert víst að þær vildu fara til okk- ar, þessar ungu stúlkur. En Brynka gamla er þó nokkuð dugleg ennþá. En það er mamma. Hún þyrfti að fara að hafa það rólegra", sagði Hrólfur. ÆTLARÐU FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf. visa og hótel. ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Hargrov« St., Winnipeq 2 Office Ph. WH 2-2535 - Res. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.