Lögberg-Heimskringla - 14.03.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 14.03.1963, Blaðsíða 1
Itögberg-iMmökringla Siofnað 14. jan„ 1888 Siofnuð 9. sepi.. 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1963 NÚMER 11 Jónas Jónsson, fyrr. alþm.; Þetfra mæfti gera Margt lofsamlegt hefur gerst í sambúð íslendinga yfir hafið. Meðan harðæri var mest á íslandi eftir 1880 sendu landnemarnir að v e s t a n frændfólki á íslandi dollara, vafða innan í lesmál frænd- semis bréfa. Oft var þá rausn- arlega tekið til höndum eftir því sem efni stóðu til og á- stæður. Síðan batnaði árferði á íslandi og vestur farir hættu að mestu. Báðir aðilar treystu fjárhaginn og afkomuna hver á sínum stað. Gamla landið sendi ekki peninga, en lærða og góða guðfræðinga sem komu oft að miklu haldi í kirkjulífi vestmanna og í menningarbaráttu þeirra. Áð- ur en fyrra stríðið skall á var Eimskipafélag íslands stofnað. Þar lögðu Vestmenn drjúgan skerf fram með góðum hug. Bildfell var fulltrúi landa 1 Ameríku og hafði varanleg og góð áhrif á skipulag félagsins. Síðan tóku landar vestra upp þann góða sið að senda tvo fulltrúa árlega á aðalfund félagsins í Reykjavík og kost- uðu sjálfir þá för. Með því móti var haldið í heiðri virðu- legri stofnun félagsins. Þegar dró nær 1930 hófst það glæsilega samstarf um Alþingishátíðina og íslands- för 1000 landa frá Ameríku, sem frægt er orðið. Er sú hátíð einhver mesti gleði- og menn- ingarviðburður í þúsund ára sögu íslendinga.- Um þær mundir komu landar í Kanada því til leiðar að þingið í Ottawa stofnaði myndarlegan sjóð 25,000 dollara til að kosta námsfarir íslenzkra manna til menntastofnanna í Kanada. Um sama leyti komu landar í Bandaríkjunum því til leiðar að Congress í Washington gaf íslandi virðulega styttu af Leifi Eiríkssyni og lét grafa á granítstall undir myndinni þá áletrun að íslendingurinn Leifur heppni hefði fyrstur manna stigið fæti á land í Ameríku. Var með þessari stórgjöf skorið úr gömlum og viðkvæmum ágreiningi um fund Ameríku. Höfðu landar í Ameríku með þessari fram- kvæmd stígið stórt spor í menningarbaráttu þjóðarinnar fyrir viðurkenningu hins ís- lenzka kynstofns í samkeppni þjóðanna. Fjársöfnun Islendinga vest- anhafs til að standa straum af embætti íslenzku kennara við Háskólann í Winnipeg. Stór- gjafir Ásmundar Jóhannsson- ar og margra annara þjóð- hollra manna í Ameríku voru sannkölluð afrek í þessu merkilega menningarmáli. Er talið vestanhafs að ekki muni neitt hliðstætt dæmi um slíka fórn til andlegra mála hjá jafn fámennum þjóð- flokki eins og íslendingum. Með góðum hug, veitti Al- þingi Islendinga í fjögur ár fast framlag í þessa sjóðs- stofnun og sýndi með því skilning og velvild á málinu. Er nú þessu háskólamáli svo sem kunnugt er fyrir löngu lokið á þann hátt að það er til ævarandi sæmdar og gagns fyrir íslenzka kynstofninn. Jónas Jónsson Með hinum ágætu flugsam- göngum yfir hafið, hófust gagnkvæmar heimsóknir ís- lendinga, bæði vestan frá Ameríku til íslands og Islands til Ameríku. Fer þessum heimsóknum mjög fjölgandi á báðar hliðar. Margir Islend- ingar koma vestur og landar í Ameríku heimsækja Island og dvelja hér um stund og gista þá ekki síst í þeim héruðum, þar sem að forfeður þeirra hafa átt heima áður en þeir fluttu. Stundum hefur gengisfall íslenzkrar krónu orðið til nokkurs miska í þessum sam- búðarmálum. Árið 1940 tókst mér að fá Alþingi til að veita nokkurn f járstyrk til íslenzku vikublaðanna í Ameríku. En þegar íslenzka krónan lækkaði í gildi meir og meir varð þetta framlag að litlu gagni. Þá tókst okkur Richard Beck að fá íslenzk stjórnarvöld til að tryggja að styrkur til blaðanna frá íslands hálfu yrði fram- vegis greiddur í óföllnum Kanadadollurum. Það tókst og svo verður það framvegis. En þá var eftir Kanadasjóðurinn. Fyrir mistök heima á íslandi eftir 1930, var höfuðstóll þess fluttur til Reykjavíkur og þar hefur hann minnkað ár frá ári með fallandi krónu. Má segja að nú sé svo komið að sjóður- inn sé að litlum notum, ef miðað er við hinn upphaflega tilgang. Nú vildi ég skjóta þeirri bendingu til forráðamanna Þjóðrækinsfélagsins hvort þeir vildu ekki fara í spor okkar Becks um blaða styrk- inn og benda íslenzku stjórn- inni á, að samkvæmt hinu upprunalega gjafabréfi Kan- adastjórnar verði íslenzka stjórnin framvegis að greiða hin árlegu framlög í óföllnum Kanadadollurum. Þykist ég mega fullyrða að þessu máli mundi verða vel tekið og úr því bætt með eðlilegum hætti. Hér er um mistök að ræða Þorrablót Islendingafélags- ins hér við San Francisco flóann var haldið þ. 2. marz s.l. í Björnson Hall í Oakland. Hófið sóttu um 130 og hófst kl. 6.30 e.h. Sveinn Ólafsson, for- maður félagsins, stýrði hófinu, en Vigfús Jakobsson, varafor- maður, sá um allan undirbún- ing þess. Frú Guðrún Mac- Leod, formaður matarnefndar, sá um hinn íslenzka mat með aðstoð frú Þórunnar Magnús- sonar og Arnar Jónssonar. Var fram borið hangikjöt, sem keypt var á íslandi, einnig harðfiskur að heiman og lifra- pylsa, sem frú Guðrún bjó til. Framræslu og aðra kokka- mennsku annaðist The Super- ior Catering Co. Var byrjað á því að syngja: Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur. Margir gestir voru kynntir: Séra Jakob Einarsson og frú hans Guð- björg Hjartardóttir, en þau eru hér í veturlangri heim- sókn hjá börnum sínum tveim. Séra Jakob sagði nokkur orð og flutti kveðjur frá fyrrv. biskupi Islands, séra Ásmundi Guðmundssyni, Jónas Krist- insson, formaður íslendinga- félagsins í Los Angeles og flutti hann kveðjur að sunnan og tilkynnti, að hópferð til ís- lands væri nú í bígerð og skyldu menn snúa sér til hans í því sambandi. Síðan voru kynnt frú Ella Erickson og Elizabet Francis frá Minne- apolis, systkinin Vilhelmina og Leonard Guðmundsson frá N.-Dakota, Herman Thorvald- son og frú hans frá Winnipeg. Frá Paradise, Kalif. hjónin Ólafur og Elísabet Gunnarsson og Kenneth og Lára Larum, en þau Ólafur og Lára eru börn Gunnars Salómonssonar sem auðvelt er úr að bæta. Eftir fyrra stríðið var hafist handa í byggðum Islendinga í Ameríku um að rita sögu land- nemanna og þeirra afkomenda í allstóru, fræðilegu verki. Slík útgáfa hlaut að verða fjárfrek og ekki vænleg til tekna. Mér tókst að fá Menn- ingarsjóð til að gefa út þau fimm bindi, sem rituð voru af þessari sögu. Þetta er gagn- legt ritverk, en hefur ekki selst vel hvorki hér eða vest- an hafs. Samt er það mikið undirstöðu verk og til mikilla bóta fyrir síðari ritverk um landnám íslendinga vestan hafs. Menntamálaráð gefur líka út Islandssögu sem á að vera í tólf bindum. Það er gagnlegt verk en ofviða dag- Frh. á bls. 2. heitins, hins þekkta íþrótta- manns. Hjalti Tómasson og kona hans frú Margrét (fædd Thorvaldson) voru kynnt, en þau eru nýflutt til San Jose, Kalif. frá Minneapolis. Einnig Gunnar Guðmundsson, sem komið hafði frá Islandi þá um daginn, dr. John S. Grímson frá Chicago og systir hans frú Fricke, Stefán Stefánsson og kona hans Steinunn, en Stefán er nýkominn hingað á vegum Landsbankans að kynna sér bankamál hjá Bank of Am- erica. Sveinn Ólafsson flutti kveðju frá ræðismanni okkar í San Francisco séra Thorlak- son, en hann er nýfarinn norð- ur í Fort Bragg, Kalif., þar sem hann mun þjóna kirkju um þriggja mánaða tíma. Dr. Eymundson talaði nokk- ur orð og kynnti frú Hebette Murnane, sem hafði nýlega flutt lítinn frænda sinn hingað frá Islandi til lækninga. Frúin er dóttir Valdemars Stefáns- sonar. Eftir að menn höfðu snætt vel og lengi var staðið upp frá borðum og stiginn dans til kl. eitt. Á þorrablótinu 2. marz s.l. voru sýndar og auglýstar lit- myndir (16 mm. colour slides) frá Islandi. Þær eru gerðar af h.f. Sólarfilma (Sunfilm) og umboð í Norður-Ameríku hef- ir undirrituð. Þeir lesendúr Lögbergs-Heimskringlu, sem hefðu áhuga á að eignast fagr- ar myndir af Islandi, margar með fræðandi texta á ensku, geta snúið sér til undirritaðr- ar um allar upplýsingar þar að lútandi. Gunnhildur S. Lorensen 9 Broadview Terrace, Orinda, California. Fréttir frá íslandi Vísað úr landi JK—Reykjavík, 26. febrúar. Tveir rússneskir sendiráðs- menn voru gripnir við Hafra- vatn í gærkvöldi af lögregl- unni. Rússarnir höfðu nú um tveggja mánaða skeið gert ítrekaðar til'raunir til þess að fá Islending til njósnastarfa fyrir þá hér á landi, og er at- ferli þeirra sannað með fram- burði Islendingsins og staðfest af framburði lögreglumanna, sem voru áheyrendur að við- ræðum Rússanna við hann. Tíminn 27. febr. ☆ Fá sér epli og reyka ekkj BÓ—Reykjavík, 6. marz. Tímaritið Heilsuvernd, sem Náttúrulækningafélagið gefur út flytur reykingamönnum mikinn boðskap, þ. e. a. s. þeim sem vilja hætta reyking- um. Ráðið er einfalt, og von- andi haldgott, og það er að borða epli! Ritið skýrir frá ungum reykinga manni bandarískum, sem af tilviljun var lokaður inni í skúr og varð að hírast þar í 3 daga. I skúrnum var niikið af eplum, en ekkert annað matarkyns. Piltur hafði nóg af vindlingum, en svo kynlega brá við, þegar hann fór að éta eplin, að tóbaks- löngunin dvínaði og var horf- in þriðja daginn. Þá segir að reynsla margra reykingamanna hafi sýnt, að tóbakslöngunin minnkar við neyzlu epla og annarra nýrra aldina og hefur þannig áhrif á bragðskynið að mönnum þyki tóbaksbragðið vont eftir á- vaxtaátið. Þá er bent á annað ráð til að venja sig af reyk- ingum, en það er að anda djúpt að sér og frá fimmtán sinnum í röð, þegar tóbaks- löngunin gerir vart við sig. Samkvæmt þessu ætti það að vera vandalítið að hætta að reykja. ☆ Uppselt í 45. skipti „HART I BAK“, — leikrit Jökuls Jakobssonar, hefur náð feikilegum vinsældum, sem er mjög óvenjulegt um leikrit núlifandi íslenzkra höfunda. Leikrit Jökuls hefur nú verið sýnt 45 sinnum í Iðnó og alltaf fyrir fullu húsi. Það virðist sem sé ekki vera öruggt tap- fyrirtæki að taka íslenzk leik- rit til sviðsetningar. Tíminn 3. marz. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrklð það, Kaupið það Lesið það Þorrablót í San Francisco

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.