Lögberg-Heimskringla - 14.03.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 14.03.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1963 5 Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XXXV In continuation of the last lesson the strong verbs fara (go, travel etc.) and fá (be allowed, be able to, get, take, give) will be conjugated in indicative as follows: the present and past tense Pres. Sing. Plur. ég fer við förum þú ferð þið farið hann (hún, það) fer þeir (þær, þau) fara Pasi ég fór við fórum þú fórst þið fóruð hann (hún, það) fór þeir (þær, þau) fóru Pres. ég fæ við fáum þú færð þið fáið hann (hún, það) fær þeir (þær, þau) fá Pasi ég fékk við fengum þú fékkst þið fenguð hann (hún, það) fékk þeir (þær, þau) fengu Translate into English: Ef ég fæ kvef, fer ég til læknis og læt hann skoða mig. Við förum stundum í kirkju þangað sjaldan eða aldrei. á sunnudögum, en þið farið Jón fór norður að Gimli og fékk sér nýjan fisk. Við fór- um með honum og fengum okkur fáein gullaugu. Þið fenguð skyr og rjóma til kvöldverðar. Ferð þú stundum í leikhús? Nei, en granni minn fer þangað oft. Við fáum að fara út að vatni á sumrin. Ég fór þangað í hverri viku í fyrra sumar, þú fórst þangað einu sinni, en Jón fór aldrei. Þú færð bréf frá Sigurði annað veifið, og hann fær fréttir frá þér. Þú fékkst skilaboðin frá mér í gær, en Jón fékk þau ekki fyrr en í morgun. Þeir fóru heim einni klukkustund áður en þið fóruð. Þið fáið að heyra frá okkur bráðlega. Vocabulary: aldrei, never á sumrin, during the summer á sunnudögum, on Sundays annað veifið, once in a while bráðlega, soon einu sinni, once fáein, adj. plur., a few, acc. plur. neuter of fáeinir fisk, masc., fish, acc. sing of fiskur kvef, neuter, cold, acc. sing. of kvef; fá kvef. catch cold kvöldverðar, masc., supper, gen. sing of kvöldverður læknis, masc., doctor, gen. sing. of læknir læt, let, lst per. sing. pres. ind. of láta nýjan, adj. new, fresh, acc. sing of nýr rjóma, masc., cream, acc. sing. of rjómi sjaldan, seldom fréttir, fem., news, acc. plur. of frétt granni, masc., neighbor gullaugu, neuter, Lake Wpg. Goldeye, acc. plur of gullauga í fyrra sumar, last summer kirkju, femv church, acc. sing. of kirkja klukkustund, fem., hour, dat. sing. of klukkuslund skilaboðin, neuter, message, the nom. plur. isskilaboð skoða, inspect, look at, look upon, consider skyr, neuter, Icelandic curds, acc. sing. of skyr stundum, some times vatni, neuter, lake; dat. sing. of vatn viku, fem., week, dat sing. of vika Aðalræða Frá bls. 4. yfir Norður-Atlantshafið, þó að núverandi tveir helztu for- vígismenn Loftleiða, þeir Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen, hefðu aldrei hafið sinn flugferil hér í Winnipeg, en skemmtileg tilviljun er það þó, að það skyldi einmitt hafa verið hér í byggð og hópi ykk- ar Vestur-íslendinga, einmitt hér í hinni íslenzku höfuð- borg vestra, að þeir lögðu grundvöllinn að þeirri starf- semi, sem nú er orðin heims- kunn, og ég get glatt ykkur, vini þeirra, með því, að félag- ið, sem þeir stjórna, var í fyrra annar hæsti skattgreið- andi á Islandi, og ég er illa svikinn, ef það verður ekki sá hæsti í ár, að í þjónustu þess starfa nú beinlínis 425 manns, auk allra þeirra, sem á einn eða annan hátt fá lífsfram- færslu af starfsemi Loftleiða, að íslendingar eru allir stoltir af framsókn félagsins, og standa óskiptir að baki því, þegar á reynir í stríði þess fyrir tilvist sinni við hinar voldugu samsteypur s t ó r u keppinautanna og þær ríkis- stjórnir, sem renna undir þær sínum styrku stoðum. Forystumenn Loftleiða eru vel minnugir þeirrar þakkar- skuldar, sem þeir eiga hér að gjalda, og áður en ég fór að heiman, var mér falið að færa ykkur boð um litla viður- kenning þeirra á henni, viður- kenning, sem ef til vill mætti verða til þess að stuðla í nokkru að vaxandi kynnum okkar í milli, Austur- og Vestur-Islendinga. Það var á- kveðið, að bjóða nú, helzt ein- hvern tíma rétt fyrir 17. júní, heim tveim Vestur-íslend- ingum með flugvélum Loft- leiða frá New York, og svo ráð fyrir gert, að þeir dveldust fyrstu vikuna heima á kostnað félagsins. Þetta boð var það, sem mér var falið að færa ykkur, til minningar og þakk- ar um gömul og góð ár þeirra félaga tveggja, Alfreðs og Kristins, hér vestur í Winni- peg- Okkur fannst sjálfum — og fcngum það staðfest við beztra manna yfirsýn hér vestra, að ef til vill myndi þetta koma að mestum notum með því að biðja stjórn Þjóðræknisfélags- ins að reyna að stilla svo til að þetta heimboð geti á einn eða annan hátt orðið Lögberg- Heimskringlu til styrktar. Við vitum að þetta blað er nú einn helzti tengiliðurinn milli ís- lendinga hér vestra, og myndi, að öllum öðrum ólöstuðum, í því mest eftirsjá, ef hans nyti ekki lengur við, en fyrir því teljum við nauðsyn að leggja með þessu móti okkar lið, honum til styrktar. Ég hef enn ekki heimild til þess. að bjóða þetta nema vegna tveggja gesta á sumri komanda, en ég hef þá trú, að ef þetta tekst vel, ef það reynist blaðinu til eflingar, og að því tilskildu, að starfsemi Loftleiða verði ekki með minni myndarbrag hér eftir en hingað til, að þá geti framhald orðið á þessum tveim orlofsferðum, en um það tölum við betur síðar. Nú takið þið til við að reyna að finna sem fyrst væntanlega gesti okkar tvo til þjóðhátíðar í Reykjavík 17. júní á sumri komandi — og svo sjáum við síðar, hvað setur. Þegar talað er um hagnýtt samstarf, er oftast átt við það eitt, sem varðar hið efnalega, og um það hef ég nú nefnt tvö dæmi af mörgum, þar sem skipti hafa orðið á fjármunum eða verklegri menningu milli Austur- og Vestur Islendinga og þar sem við Austmenn höfum verið fremur þiggjend- endur en veitendur, en þá er ótalið allt hitt, sem ef til vill skiptir þó enn meiru, þau andlegu samskipti í skáld- mennt, trúmálum, sögum og sögnum, sem orðið hafa, báð- um til mikillar blessunar, eft- ir að íslenzk byggð reis hér í Vesturheimi. Ég held, að bæði íslenzku þjóðabrotin eigi þar með þökkum margs að minn- ast. Sársauki brottflutning- anna er löngu horfinn, og þar með grundvöllur sumra þeirra deilumála, er á sínum tíma vörpuðu nokkrum skugga á sambúðina. Nú er það alveg ljóst, að hér í álfu munu af- komendur íslenzku landnem- anna halda áfram að búa, og að frá íslandi munum við ekki flytjast framar. Það er héðan af alveg óhugsandi, að skipti okkar í framtíðinni geti orðið önnur en góð, en það eiga þau líka að vera, og engin nema góð. Við skulum fara í orlofsferðir til frænda okkar og vina, vestan hafsins og austan, styrkja gömul ætta- og menningarbönd, efla íslenzka tungu, varðveita sameiginlega þann arf, sem forfeðumir skiluðu okkur úr þrengingum hinna myrku alda íslandssög- unnar, minnugir þess, að hér Minningar Ijóð séra Eiríkur S. Brynjólfsson (Lag: Drottinn vakir, Drottinn vakir). Ástkær vinur, ykkur horfinn, er nú héðan jörðu frá. Hann, sem gekk í göfugleika, Guðs síns björtu vegum á. Störf sín vann hann kristni og kirkju, kærleikans á sigurbraut. Og í gegnum öll þau kynni, ást og sanna virðing hlaut. Vina kær, af heilu hjarta, heita samúð flyt ég þér. Þig og börntn bið ég Drottinn, blessa og styrkja ávalt hér. Hvar sem æfileiðin liggur, ljósið skín frá elsku Hans, breiði ykkar brautir yfir, bjarta geisla kærleikans. Lifir minning ljúf og fögur, ljómar gegnum sorgar tár. Aftur verða endurfundir, eftir tímans reynslu ár. Það er vissa þeim, sem trúa, þekkja Drottins miklu náð. Yfir ykkur ætíð vaki, elska Guðs, í lengd og bráð. Jóna Jónsdóltir, Hafnarfirði. eru „dropar tveir, en sami sjór“, að „Ekki er það hnjúkarnir, holtin og hraunin, sem framast vér þráum. Það er ekki ísland hið ytra, sem einkum í huga vér sjáum, heldur hið andlega ísland sem elskum vér, tignum og dáum“. Til þess að varðveita þetta ísland okkur til handa lifðu og dóu feður okkar og for- mæður í þúsund ár úti á ís- landi. Við skulum skila því framtíðinni, börnum okkar og barnabörnum, hvort sem við búum austan Atlantshafs eða vestan. Þá lifum við og deyj- um sátt við okkur sjálf. Matreiðið uppáhalds (iskrétt yðar eftir þessari bók Yfir 50 myndir. "Canadian Fish Cookbook" skýrir frá ágætum matreiðsluaðferðum fyrir hinar mörgu tegundir fisks í Kanada. Uppskriftirnar eru fyrir ljúf- fenga, lystuga og ódýra rétti. Skrifið eftir eintaki í dag. Sendið dollars seðil ásamt nafni yðar og heimilisfangi til: The Queen’s Printer, Ottawa. DEPARTMENT OF FISHERIES OTTAWA, CANADA Hon. J. Angus MacLean, M.P., Minisier

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.