Lögberg-Heimskringla - 28.03.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 28.03.1963, Blaðsíða 1
Högberg - ©etmsímngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 t^ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 28. MARZ 1963 NÚMER 13 Vestur íslendingum býðst af-yinna á íslandi Frá Los Angeles Bréf frá forseta íslands Bessastöðum, 22. marz, 1963. Síra Robert Jack, prestur á Tjörn á Vatnsnesi, hefir tjáð Jer, að hann sje á förum vestur um haf í þeim erindum að r°nnsaka, hvort ekki muni fært að fá hingað til íslands að ríS^k ffá Kanada á þeim tíma árs, sem atvinnuleysi kann ^era þar, en mestar annir hjer. Slíkt samstarf væri mjög ^skilegt fyrir báða aðila. "feg hefi 'þekkt síra Robert Jack frá því hann kom fyrst gað til íslands fyrir 27 árum, og eingöngu að öllu góðu. g mæli því með því, að erindi hans sje vel tekið og í fullri Voru, og nota þetta tækifæri til að biðja hann fyrir kæra Ju til allra manna af íslenzkum stofni vestur þar, og ^'klu þakklæti fyrir síðustu samfundi. Ásg. Ásgeirsson. TRANSLATION ^ The Reverend Robert Jack, Minister at Tjörn at Vatnsnesi, s informed me that he is about to leave Iceland for North ^fica for the purpose of investigating whether it would be possible to engage people from Canada to work in eiand during that part of the year when there may be ^nempioyment in Canada, but a busy time here. Such co- °Peration would be very desirable for both parties concerned. J have known the Reverend Robert Jack since he first came to Iceland 27 years ago, and only in the best way ^aginable. I, therefore, recommend strongly that his mission °uld be given the fullest and most earnest consideration, a°d I take this opportunity of asking him to convey to all Pe°ple of Icelandic descent in North America my warmest j^gards and much gratitude for the time recently spent with mem. (sig.) Ásg. Ásgeirsson. úréf frá Landssambandi íslenzkra Útvegsmanna Pósthólf 1034 — Reykjavík ^ 21. marz 1963 r- r®ðismaður ^rettir Johannson, Winnipeg.- Séra Robert Jack, Tjörn, Húnavatnssýslu, var fenginn til taka. sér ferð á hendur til byggða Vestur-íslendinga bú- aettra í Kanada, til að kanna það, hvort ekki væri unnt að a fólk þar til starfa hér á Islandi. Tör séra Roberts er kostuð af Landssambandi ísl. útvegs- ^nna’ Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Síldarverksmiðjum Vasntum vér þess, herra ræðismaður, að þér aðstoðið séra °bert á ferðalagi þessu eftir því sem unnt er og hann kann a° °ska. Allra virðingarfyllst, f. h. Landssambands ísl. útvegsmanna Gunnar I. Hafsteinsson (signed). v*níur gestur ^ mánudagskvöldið, þegar a h var að safnast saman á . ^nsfundinn í Lutheran Par- Hall í Winnipeg til að yða á Dr. Sigurð Þórarins- hirtist óvæntur gestur frá ,s andi, séra Robert Jack. Var °num vel fagnað af fund- armönnum, því hann aflaði Ser, ^urgra vina meðan hann Pjónaði hér vestra og síðar yrir fréttabréf hans frá ís- ^ndi. \ ^°k fundarins bauð forseti, l0r- Haraldur Bessason, séra °bert að taka til máls. Eftir f ann hafði flutt fundarfólki Veðjur frá forseta Islands, biskupi og Þjóðkirkju Islands, skýrði hann frá erindi sínu vestur og þótti það nokkrum tíðindum sæta. Hann er hing- að kominn í umboði Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Síldarverk- smiðjanna ríkisins til að leita starfsfólks meðal Vestur-ís- lendinga. Starfskraftar eru ekki nægilegir á íslandi til þess að þjóðin geti fært sér í nyt öll þau miklu tækifæri, sem sjávarútvegurinn hefir upp á að bjóða. Vitaskuld gætu íslenzkir útgerðarmenn fengið starfsfólk frá öðrum þjóðum, en kjósa helzt fólk af íslenzkum ættum, ef það gef- ur kost á sér. Ofan birt bréf frá forseta Islands og Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna skýra sig sjálf. — Sennilega er það tólf mílna landhelginni að þakka hve geisilega mikill aflinn hefir verið við íslandsstrendur upp á síðkastið. Togurum er nú ekki lengur leyft að skafa sjávarbotninn innan þessara takmarka, aðeins leyft að veiða með línu, færi og í net sumstaðar. Séra Roberl Jack Hvað er í boði? Séra Robert hefir í hyggju að ráða til að byrja með 20 til 30 duglega einhleypa menn, sem færu til íslands nú þegar. Myndu þeir ráðnir á fiskibáta eða ýmisleg störf í sambandi við ‘ fiskframleiðslu í landi, svo sem við frystihúsin, síld- arverksmiðjurnar og fl. Enn- fremur er mikil þörf á mat- sveinum, og á stúlkum til að starfa við framleiðsluna. Verbúðir fiskimanna á ís- landi eru nú notarlegar eins og gistihús, að því leyti, að herbergi eru hlý og hrein, raf- lýst með rennandi vatni, ný- tízku útbúnaður í eldhúsum, lærðir matsveinar framreiða máltíðir. — Starfsfólkið fær frítt fargjald til íslands, en þess er eiiidregið óskað að það ráði sig til tveggja ára. Um kjör og kaup mun séra Robert Jack ræða persónulega við væntanlega umsækjendur á Royal Alexandra hótelinu, Room 211, milli 10 og 12 f.h. og milli 1 og 5 e.h. alla daga nema sunnudaga. Aðalmennirnir á íslandi, sem hafa áhuga fyrir þessu máli, eru Sveinn Benedikts- son, formaður Síldarverk- smiðja ríkisins, Sverrir Júl- íusson, formaður íslenzkra út- vegsmanna, Kristinn Olsen stofnandi Loftleiða og í stjórn þess og Helgi Zoega útgerðar- maður. — Þing fiskimanna í Manitoba verður haldið á fimmtudaginn Hinn 9. marz þ. árs höfðu íslendingar hér þorrablót og grímuball í Danish Autorium í Los Angeles, á 24. götu. Um 130 manns sótti samkomu þessa, allmargir grímuklæddir allt frá Islenzkum búningum til Amerískra Indíána búning- um með fjöðrum. Þriggja manna hljómsveit spilaði fyrir dansinum til miðnættis, en- fremur almennur söngur und- ir öflugri stjórn Gunnars Matthíassonar. íslenzkur mat- ur var þar í stórum stíl, sem að konur í félaginu höfðu mat- reitt af miklum myndarskap og kunnáttu. Meðal gesta var frá Winni- peg hin merka kona Guðbjörg^ Sigurdsson var hún með bróð- ursyni sínum Guðmyndi Berg og syni hans sem að hér eiga heima, sömuleiðis Ásgrímur Ásgrímsson frá N.D. en við hann kannast margir í gegn- um ágæt skrif hans í íslenzk- um blöðum. Ásgrímur á hér 4 systur og aðra vandamenn. Sunnudaginn 3. marz komu saman um 60 manns að heim- ili Jack W. og Ragnhildar Johnson á Fullbright Ave. í Canoga Park hér úti í San Farnendo dalnum. Hjón þessi höfðu opið hið fagra heimili sitt fyrir vinum og velunnur- um föður frúarinnar Magnúsi Magnússyni (Cambridge) var þetta 90 ára afmæli hans. Dag- urinn var dásamlegur og vorið auðsætt í öllum áttum. Frú Ásthildur og Magnús tóku á móti vinum sínum með opn- um örmum umkringd barna- börnum sínum og hina Is- lenzku gestrisni í hásæti sínu, en ríkumannleg máltíð var borin fram og síðar með kaff- inu var fín afmæliskaka. Magnús og Ásthildur hafa nú verið í hjónabandi í 56 ár, áunnið sér ást og virðingu samferðafólksins hvar sem að leiðir þeirra lágu. Afmælis- barnið dansaði eins og sá, sem að valdið hefur léttur og lipur í hreyfingum. Mr. og Mrs. Johnson og börn þeirra 4, eiga þakklæti fyrir að lofa svo mörgum mönnum og konum og föstpdaginn 28. og 29. marz í Marlborough hótelinu. Hefir fulltrúi Manitobastjórnar fyr- ir fiskimenn, Helgi K. Tomas- son ráðstafað því, að séra Robert Jack ávarpi fiskimenn kl. 1 e.h. á föstudaginn og mun .hann þá útskýra greinilega hvað hér stendur vestur-ís- lenzkum fiskimönnum og öðr- um sem vilja starfa að fram- leiðslu íslenzku þjóðarinnar til lands og sjávar^ til boða. að eiga skemmtilegan dag á heimili sínu og um leið árna hinum aldna sæmdarmanni til hamingju með daginn. Nýlega andaðist í Los Ang- eles Þórður Þórðarson frá Kópavogi, var hann í blóma lífsins. Auk konu sinnar Lísu, lætur hann eftir sig þrjú smá- börn. Kona hans fór með lík hans til íslands samkvæmt óskum hans. Skúli G. Bjarnason. Fréttir frá íslandi The Icelandic Hið ’fræga ameríska tón- skáld, Henry Dixon Cowell, hefur tileinkað 16. sinfóníu sína Vilhjálmi Stefánssyni, landkönnuði, en þeir voru góðir vinir. Sinfóníuna, sem hann nefnir „The Icelandic“, samdi hann fyrir William Strickland og Sinfóníuhljóm- sveit Islands, og verður hún frumflutt á tónleikum sinfón- íuhljómsveitarinnar n.k. fimmtudag. Henry Dixon Cowell, sem er nýkominn til landsins til þess að vera viðstaddur frum- flutning verks síns, ræddi við fréttamenn í dag. Cowell er 66 ára að aldri, lágvaxinn, kvikur og alúðlegur, kíminn og skemmtilegur í viðræðum. — Hann er einn af þekktustu höfundum nútíma tónlistar. Cowell kvaðst ungur hafa orðið mikill tónlistarunnandi. — En ég átti engin hljóðfæri, svo að ég varð bara að hugsa tónlistina, og ég setti mér fyr- ir einnar stundar „tónlistar- hugsun“ á dag. Þannig varð ég tónskáld! Tíminn 19. marz. ☆ Valiýr Stefánsson lálinn Valtýr Stefánsson, ritstjóri, andaðist s.l. laugardagskvöld á B o r g a r sjúkrahúsinu í Reykjavík, eftir langa legu og margra ára vanheilsu, rúm- lega sjötugur að aldri. Tíminn 19. marz. ☆ 19. marz 1963. Talið er víst að tveir menn hafi farist á flugvél, sem var að koma frá Ameríku — milli Nýfundnalands og Grænlands. Mennirnir voru S t e f á n Magnússon flugstjóri hjá Loft- leiðum, mjög ágætúr maður, og Þórður Úlfarson læknis Þórðar á Kleppi. Voru búnir að senda út neyðarkall. Er tal- ið að ís hafi orðið þeim að grandi. V.G. Framhald á bls. 2

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.