Lögberg-Heimskringla - 28.03.1963, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 28.03.1963, Page 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. MARZ 1963 Minning: Sigrún Thorkelsson Það er að vilja eftirlifandi eiginmanns hinnar látnu, vin- ar míns Soffaníasar Thorkels- sonar, öldungsins vestur við Kyrrahaf, að ég bið þetta blað fyrir örfá minningarorð, sem eru færri og fábreyttari en efni stæðu til, því hér er sú kona horfin, sem skipa verður á bekk með þeim mætustu af okkar kynstofni. Frú Sigrún var fædd í Reykjavík 27. september 1907. Faðir hennar, látinn fyrir nokkrum árum, var Sigurgeir Jónsson, ættaður úr uppsveit- um Amessýslu, þar sem sömu ættirnar hafa átt sér bólstað öld fram af öld. En móðir Sig- rúnar er Agnes Pálsdóttir, borin og barnfæddur Skaft- fellingur, ein af hinum fjöl- mörgu niðjum Jóns prófasts Steingrímssonar, þrekmikil drengskaparkona, sem nú, fast að níræðu, á góðri dóttur á bak að sjá. Fjögur mannvæn- leg börn þeirra hjóna eru bú- andi hér á landi, en eina dóttur misstu þau uppkomna. Sigrún fæddist að mestu upp í foreldrahúsum, en að nokkru, um skeið, hjá móðurfólki sínu austur í Fellum, en aldur sinn ól hún lengst af hér í Reykja- vík, þar til hún, alþingishá- tíðarsumarið, hélt til Vestur- heims. Festi hún fljótt rætur í hinu nýja umhverfi og náði skjótt góðu valdi á enskri tungu. Réðst hún síðar að fyrirtæki hin alkunna athafnamanns, Soffaníasar Thorkelssonar í Winnipeg, en er hann hafði misst fyrri konu sína og flutzt búferlum vestur að Kyrrahafi, eins og svo margir aðrir Vest- ur-lslendingar á síðari tímum, réðst hún til hans sem ráðs- kona árið 1947. Felldu þau hugi saman og gengu í hjóna- band 30. október 1949. Reistu þau sér glæsilegt hús úti við sjóinn í Victoria á Vancouver- eyju, en þar er mikill gróður og náttúrufegurð og eitthvert hið bezta loftslag á vorri jörð, þar koma hvorki óþægilegir sumarhitar né vetrarkuldi, og snjór er þar sjaldséður. Þar lifðu þau hjón mjög farsæl ár og undu hag sínum hið bezta. Það festi heldur aldrei snjó á þeirra sambúð. Hús þeirra og heimili, þar á hinni miklu Vancouvereyju, hefði með réttu mátt nefna Islendingahús, þar var ramm- íslenzkur gróðurblettur, þó það stæði í framandi fjarlægð frá ættlandinu, þar sem Is- lendingar, staðsettir vestra, eða gestir að heiman gátu, um lengri eða skemmri tíma, átt athvarf, — notið gestrisni og þjóðhollustu þeirra hjóna og heimilisrækni, myndarskapar og góðvildar húsfreyjunnar. 1 eitt skipti, eftir að frú Sig- rún fór alfarin vestur, kom hún til íslands og dvaldi hér sumarlangt 1958, ásamt manni sínum. Heimsóttu þau ætt- ingja og vini og æskuslóðir. 1 sama skipti tóku þau sér ferð á hendur um fleiri lönd Norðúrálfu. Frú Sigrún varð gæfusöm kona, sem fann líf sitt; hún festi aldrei hugann við eigin hlut, heldur hitt, hvað hún væri fær um að veita öðrum með þjónustu og fórnfýsi, Frú Sigrún Thorkelsson fyrst og fremst eiginmanni sínum. Þann vísdóm kann hún að hafa lært af hinni fomu bók, en hann féll í sama farveg og hennar innra eðli, arfleifð margra kynslóða, sem stofninn geymir og varðveitir. — En þrátt fyrir allt má enginn sköpum renna. Fyrir um það bil ári fór hún að kenna þess sjúkdóms, sem ekki var í mannlegu valdi að lækna, og sem dró hana til dauða á af- mælisdegi hennar er hún varð 55 ára. Frú Sigrún skrifaði jafnan mótgerðir í sand og haggaði aldrei lundu. Hún ávann sér vináttu stjúpbama sinna og allra samferðamanna. Mann- kosti sína gat hún sótt í báðar ættir, en einna helzt mun henni hafa svipað í fasi og öllu dagfari til föður síns, sem var maður hógvær og mildur. Ég minnist þess, er ég eitt sinn var í jólaveizlu hjá móð- urbróður mínum, H e 1 g a Magnússyni, kaupmanni hér, skömmu áður en hann lézt, að Sigurgeir barst í tal, því ég vissi að hann og Helgi höfðu verið sveitungar í æsku. Helgi sagði: „Við vorum fermingar- bræður hjá séra Valdimar Briem í Hrepphólakirkju vor- ið 1886. Sigurgeir hefi ég þekkt í 80 ár og jafnan að góðu“. Þótt sjónarsviptir sé nú orð- inn á heimili Soffaníasar, hef- ur hann ákveðið að dvelja kyrr á sama stað, enda þótt börn hans af fyrra hjónabandi, sem búa honum fjarri, mundu ekki láta sitt eftir liggja að veita honum alla umönnun og hollustu. En hann hefur tekið tryggð við sína sólríku strönd og hennar minningar. Ég þyk- ist líka ráða í, að með mann- dómi hans og viljafestu verði honum það eitt hlýðisamt, að vera skipstjóri á sinni ferju, þar til yfir lýkur. Missir frú Sigrúnar um ald- ur fram, var eitthvert hið mesta áfall, sem mann hennar gat hent, en svo mörg skrugga hefur á honum skollið á langri leið, að hann mun líka standa af sér þessa raun, þótt æviár hans séu orðin mörg. Hann stendur djúpum rótum í sinni lífsskoðun, trúir því statt og stöðugt að við mannkindurnar hér á jörð munum lifa, þótt vér deyjum. Þessi trú hans er fyrir áratugum orðin að vissu, sem er jafn bjargföst eins og háu fjöllin, sem forðum daga gnæfðu yfir vöggu hans norð- ur í Svarfaðardal. Fréttir frá íslandi Frá bls. 1. Hross með flugvél til Sviss Fyrirtækið Sigurður Hannesson og Co., sem flutt hefur út hross til Þýzkalands og fleiri landa, hefur áformað að senda um 40 hross með flugvél til Sviss. Blaðið talaði í gær við Ás- geir Hjörleifsson, sem er aðili að fyrirtækinu og spurðist nánar fyrir um þessa send- ingu. Ásgeir sagði, að ákvörð- un yrði tekin seirmi partinn í þessari viku. Hrossin yrðu þá send frá Keflavíkurflugvelli með gripa flutningavél frá hollenzka flugfélaginu KLM. Fyrirtækið hefur áður flutt hross loftleiðis, árið 1960 til Kanada. Tíminn 19. marz. ☆ Gullfoss brennur Aðils—Kaupmannahöfn, 18. marz. /í morgun kom upp eldur í Gullfoss, þar sem hann liggur í þurrkví hjá skipsmíðastöð Burmeister og Wain í Kaup- mannahöfn, og er meginið af afturhluta skipsins gerónýtt. Má búast við að viðgerð á því taki marga mánuði. Kjartan Sveinsson. Kveðjuorð Ort í minningu um Sigrúnu Sigurgeirsdóttur, undir nafni eiginmanns, hennar Soffaníasar Thorkelssonar. Fædd 27. september 1907. Dáin 27. september 1962. ♦ Eg heyri þig Eg heyri þig og sé með andans augum í óra firrð, en þó svo skammt frá mér, í leifturs kyrrð og ljóssins geisla baugum er lauga mig í streymi út frá þér. Við áttum víða leið í sögn og sögum um sumar nætur út við hafið blátt, sem yl og styrk mér gefa á döprum dögum unz dimman hverfur inn í sólar átt. Þín andans vé á styrkum grunni stóðu og storma lífsins hefti brosið þýtt, þú unnir öllu göfugu og góðu og gistir það sem fagurt var og hlýtt. Þín fagra hneigð og kærleiksríku kynni og kosta ríkið vítt sem bjó með þér, og tryggð og alúð, verður mér í minni á meðan varir líf í brjósti mér. Davíð Björnsson. Tíminn 19. marz. Special Low-Cost Easter Tour! 10 wonderfu! days ! Visit Vancouver - Nanaimo and Victoria! GREAT IDEA! — a spring vacation in Canada’s evergreen province! You’U see the Rockies from the scenic dome of “The Canadian” . . . enjoy bus and steamship tours . . . take a beautiful 5 hour scenic drive to Paradise Valley Lodge near Squamish . . . visit famous Butchart Gardens ... dine at exciting new places, stay at the best hotels! See your CPR agent now for free descriptive folder or write: General Passenger Agent, CPR Station, Winnipeg. Gmadian(/kd/íc TRAINS / TRUCKS / SHIPS / PIANES / HOTEIS / TEIECOMMUNICATIONS WORID'S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM FROM WINNIPEG AS LOW AS $181.20 Leaves Winnipeg April 11 Rtns. from Vancouver April 19 SELKIRK CONSIITUENCV On April 8 work for# vote for, and re-elect ERIC STEFANS0N a man of provep ability, experience and ledership, Has an outstanding record of constituency service. I Re-elect a Conservative Government MARK YOUR BALLOT STEFANSON, Eric X

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.