Lögberg-Heimskringla - 28.03.1963, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. MARZ 1963
5
Æ v i m i n n i n g :
Guðrun Jónsdótf-ir Guðmundsson
var fædd 19. maí 1880 á
Laugavatni í Þingeyjarsýslu
á íslandi. Foreldrar hennar
voru Jón Þórarinsson frá Hall-
dórsstöðum í Laxárdal, og
Þuríður Sveinsdóttir frá Garði
í Aðaldal í Þingeyjarsýslu.
Guðrún misti föður sinn þeg-
ar hún var ellefu ára. Þá
fluttist móðir hennar til Ame-
ríku með fimm börnum sínum
á unga aldri. Nöfn þeirra
voru: Þórvör, Guðrún, Þórar-
inn, Sveinn og Metúsalem.
Systir Þuríðar var gift Jóni
Halldórssyni, og áttu þau hjón
þá heima í Long Pine, Ne-
braska. Þangað fór Þuríður
fyrst með barna hópinn sinn.
Þau reyndust henni mjög góð
og hjálpsöm. Dvaldi hún í
Frú Guðrún J. Guðmundsson
Long Pine í fimm ár, og naut
Guðrún þar skólagöngu þann
tíma.
Einn f a g r a n sumardags
morgun í júní tók Þuríður sig
upp með alla fjölskylduna og
lagði af stað í langferð tíl
Norður Dakóta. Þau ferðuðust
í tjölduðum vögnum, þremur
að tölu, með allt sitt dót.
Eitthvað höfðu þau af land-
yrkju verkfærum meðferðis
og tuttugu hesta. Ferðin tók
sex vikur. Til jafnaðar fóru
þau um tuttugu og fimm mílur
hvern dag. Brautir voru vond-
ar og leiðin lá yfir háar hæð-
ir. Þau fóru á ferju yfir Mis-
souri-fljótið. Fegin voru þau
og glöð þegar þau loks komu
til Mountain, N.D., þar sem
bróðir Þuríðar, Sigurjón
Sveinsson, bjó. Þau systkynin
höfðu ekki sézt í tuttugu og
fimm ár. Þetta var því sannur
fagnaðarfundur. Upp frá
þessu ólst Guðrún upp í
Mountain, og átti heima í því
byggðarlagi allt til æviloka.
I maí 1897 var hún fermd
af séra Friðrik J. Bergmann.
Sú athöfn var henni ekki að-
eins helgur kirkjusiður, held-
ur persónuleg trúarjátning og
heitstrenging að reynast Guði
og frelsara sínum trú og hlýð-
in í tilbeiðslu og þjónustu,
starfi kirkju hans og ríkis til
eflingar; og bar líf hennar allt
þess vott að hún stóð stöðug
í þeim sáttmála.
Fyrsta júlí 1899 giftist Guð-
rún ekkjumanni, Guðmundi
Guðmundssyni, sem heima
átti á bújörð skammt frá
Mountain. Hann átti þrjá unga
drengi: Sveinbjörn, Guðmund
og Torfa. Hún reyndist þess-
um stjúpsonum sínum sem
bezta móðir, og elskaði þá sem
sín eigin börn.
Þeim Guðmundi og Guð-
rúnu varð ellefu barna auðið,
og eru þau sem hér segir:
Sigurlaug, gift John B. Sny-
dal, Grand Forks, N.D.; Jón-
ína, gift V. G. Guðmundson,
Seattle, Wash.; Sigríður, gift
S. V. Hannesson, Mountain;
Þórarinn, Grand Forks; Kon-
ráð, Walter og Guðmundur,
Mountain; Soffía, gift S. E.
Snydal, Hensel, N.D.; Krist-
inn, Seattle, Wash.; og tveir
synir dánir, Erlingur og Law-
rence. Stjúpsonur hennar,
Guðmundur, dó í apríl 1916.
Mann sinn misti hún 25.
september 1941. Hún mætti
annari djúpri sorgarreynslu
27. júlí 1957, er sonur hennar
Lawrence og kona hans og
þrjú börn þeirra drukknuðu
öll vestur við Kyrrahaf þegar
lítill bátur sem þau voru á
fórst. Og enn annað reiðarslag
sorgarinnar, það síðasta, heim-
sótti hana þegar sonur hennar
Erlingur varð bráðkvaddur
23. júlí 1962. Það þjakaði
henni mikillega, en þá voru
líka líkamskraftar hennar
næstum að þrotum komnir.
Samt var hún þá, eins og hún
hafði ávalt verið í gegnum
alla hennar lífsreynslu, ævin-
lega ljúf og brosandi í viðmóti
við vini sína og samferðafólk.
Hin einlæga, sterká og bjarta
kristna trú hennar studdi
hana og styrkti og dró svið-
ann úr sárunum. Það rættist
á henni, sem skáldið okkar
kæra, Steingrímpr Thor-
steinsson, segir í einni af hans
gullfögru vísum:
„Sorgarhjör mér sviða gerði,
samt ei vann mér slig;
lífsteinn var í sáru sverði,
sem að græddi mig.“
Guðrún leysti stórt og bless-
unarríkt lífsstarf ,af hendi.
Það tekur mikið þrek og þol-
gæði, ást og óeigingjarna
fórnfærslu að ala upp fjórtán
börn og gefa þeim kristilega
undirstöðu til að byggja líf
þeirra á. En fyrir hið nána
.samlíf hennar við Guð og
frelsara sinn veittist henni
það er til þess þurfti. Hún
varðveitti trúlega og ávaxtaði
hið kristna pund er henni var
gefið í æsku. Hún var hjarta-
góð og trygg í lund, gestrisin
og góð heim að sækja, og ávalt
hjálpsöm í garð samferða-
fólksins. Hún var meðlimur
Víkursafnaðar á Mountain í
sexfíu ár, og starfaði trúlega í
kvennfélagi safnaðarins, og
einnig í ýmsum öðrum góðum
félögum. Minning hennar lifir
björt og blíð og hjálpsamleg
í hjörtum ástvinanna og sam-
ferðafólksins.
Ég kynntist Guðrúnu síðast-
liðið sumar á þeim tíma sem
ég þjónaði Mountain presta-
kalli; og er ég þakklátur fyrir
þá viðkynning við hana, þó
stutt væri. Hún var þá farin
að heilsu og rúmföst mest af
þeim tíma. En það var andleg
uppörvun og styrkur að koma
að sjúkdómsbeði hennar, tala
við hana, og mæta hlýju og
styrk trúarinnar á Guð og
frelsandi náð hans, sem hún
bar í brjósti.
Nokkrar síðustu vikurnar
af ævinni jarðnesku var Guð-
rún á heimili dóttur sinnar,
Sigurlaugar, sem er hjúkrun-
arkona og gat því látið henni
í té hina innilegustu og beztu
umönnun. Þaðan hóf hún ferð
sína yfir hafið, sem aðskilur
tíma og eilífð, þ. 26. nóvember
1962. Öll systkini hennar voru
farin héðan á undan henni.
Útför hennar fór fram frá
Víkurkirkju og var stjórnað
af núverandi presti þar, séra
Claude Snider.
Eftirfarandi erindi eru
kveðju orð frá börnunum
hennar, og finst mér eiga vel
við að láta þau birtast hér.
„Nú hvíldar nýtur þreytta
höndin þín,
og þrautastundin sára burt er
liðin;
og döprum augum aftur sólin
skín;
þú öðlast hefir varanlega
friðinn.
Vertu sæl! Þitt höfuð hvíldu
rótt,
hjarkær ástrík móðir, „góða
nótt“.
„Þinn dagur var langur, og
leiðin oft hörð,
en ljúfur hinn síðast blær.
Við kyssum þig móðir, er
kveður þú jörð,
og kvöldroða á himininn
slær.“
Vel eiga einnig við hér
þessi orð úr sálminum al-
kunna:
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhoss þú hljóta
skalt.“
Kolbeinn Sæmundsson.
Ræða
Framhald af bls. 4.
fremur viljað vera. Snæfell
ingar voru sem sagt stórgáfað-
ir bandittar, spámenn og dul
spekingar á næstum hverjum
bæ. Slíkt fólk gat aldrei orðið
leiðinlegt.
Kannske er þessi Snæfellska
ríkjandi þjóðareinkenni ís-
lendinga. Sálir þeirra eru ekki
snjóhvítar fremur en sálin
hans Jóns bónda í þjóðsög-
unni. En þeir eru gáfaðir
og hreinasti gull-
þeim, þegar þeim
syndaselir
kjaftur á
tekst upp.
Framhald.
Leskaflar í íslenzku
handa byrjendum
Prof. Haraldur Bessason
Prof. Richard Beck, Ph.D.
XXXVII
Following the declension of enginn in the last lesson, the
indefinite pronoun neinn and nein (anybody, anyone) and
neili (anything) will now be considered. It may be added
that neinn, in its various forms, is used only after negations.
The complete declension goes thus:
Sing. Masc. Fem. Neut.
Nom. neinn nein neitt
Acc. neinn neina neitt
Dat. neinum neinni neinu
Gen. neins neinnar neins
Plur.
Nom. neinir neinar nein
Acc. neinna neinar nein
Dat. neinum neinum neinum
Gen. neinna neinna neinna
Translate into English:
Hér er ekki neinn póstur til þín. Hann sá ekki neinn
drengjanna úti á götunni. Ég hefi ekki sagt neinum þetta,
nema frænku minni. Ekkert bréf er héf til neins bræðranna.
Hingað koma aldrei neinir gestir. Heíir þú ekki heyrt neinar
fréttir? Nei, ég hefi ekki fengið nein blöð nýlega. Systir mín
sendi mér ekki neina gjöf á afmæli mínu, en það gerir ekki
neitt til, því hún gaf mér fallega íslenzka bók um jólin.
Englendingurinn kom einn hingað í gær, en ekki með neinum
öðrum erlendum ferðamönnum. Það er ekki til neins fyrir
þig að reyna þetta. Það var ekki neitt vatn í brunninum, því
ekki hafi rignt lengi.
Vocabulary:
afmæli, neuter, birthday, an-'gestir, masc., guests, visitors,
niversary, dat. sing of
afmæli
blöð, neuter, newspapers,
masc. plur. of blað
brunninum, masc., the well,
dat. sing. of brunnurinn
bræðranna, masc., of the
brothers, gen. plur. of
bróðirinn
drengjanna, masc., of the boys,
gen. plur. of drengurinn
ekki til neins, of no use
en, but
Englendingurinn, masc., the
Englishman, nom. sing.
ind.
I
erlendum, adj., foreign, dat.
plur. of erlendur
fengið. got, received, past
participle of fá
fréttir, fem., news, acc. plur.
of frétl
gaf, gave, 3rd per. sing. past
ind. of gefa
gerir ekki neitt til, does not
matter
nom. plur. ind. of gestur
gjöf, fem., a gift, present, acc.
sing. of gjöf
gölunni, fem., the street, dat.
sing. of gatan
heyrt, heard, past participle of
heyra
lengi, adv., long, for a long
time
með, with
nema. except
póstur. masc., mail, nom. sing.
ind.
reyna. try, here the infinitive
að reyna, to try
rignt, rained, past participle
of rigna
sagt, told, past, participle of
segja
%
úti á. out on
valn, neuter, water, nom. sing.
ind.
því, because, for
öðrum, other, dat. plur. of
annar
PUBLIC NOTICE TO ALL PARTNERSHIPS OR
PROPRIETORSHIPS IN THE PROVINCE OF
MANITOBA
Notice is hereby given that an amendment to The
Partnership Act now provides for renewal by April 30,
1963, of all partnerships or proprietorships prior to
November 1, 1962. Renewal application forms are
available at the Department of Provincial Secretary,
Room 345, Legislative Building, Winnipeg 1, or at the
office of your local Deputy Clerk of the Crown and
Pleas.
The Partnership Act further provides that all persons
engaged with others in partnership for trading, manu-
facturing or mining purposes are required to register.
Individuals carrying on such a business in a name other
than his own, or in his own name but including the
words “and Company”, “Sons”, etc, or a name indicating
that others are associated with him, are also required
to register under this Act.
GURNEY EVANS
Provincial Secreary